ÞEGAR FÓLK ER KALLAÐ HRYÐJUVERKAMENN.

 

Hvað dettur fólki í  hug þegar einhver er kallaður

hryðjuverkamaður?


2jn5x95q


Jú, auðvitað Bin Laden.


Í morgunn er bloggari síðunnar ásamt vinnufélaga vorum við vinnu

okkar, átti einn af þekktari kaupmönnum þessa bæjafélags leið

fram hjá okkur.

Við buðum góðan daginn og spurðum svo hvað væri að frétta?

Lítið varð um svör, þannig að ég spyr í framhaldinu, hvort hann sé

ekki búinn að setja nafn sitt á undirskriftarlistann, sem í gangi sé

gegn byggingu Bakkafjöruhafnar og læt það fylgja að ég og vinnufélagi

minn séum bæði búin að skrifa á þann lista.


Þá leit þessi ágæti kaupmaður háalvarlegur á mig og sagði,

 að mér virtist í fúlustu alvöru:

þið eruð hryðjuverkamenn.


Hvorki meira né minna vorum við í hans augum, samborgarar hans

hryðjuverkamenn, eða með öðrum orðum glæpamenn fyrir það

eitt, að hafa skrifað undir mótmæli  gegn fyrirhugaðri

byggingar hafnar við

Bakkafjöru.


Það finnst mér nú ansi langt gengið, þegar menn afgreiða heiðarlegt

fólk á þennan hátt til varnar sínum veika málstað. 

 


AMGFWNNCARRM2I0CAE537OTCANJ86O7CAEGDMQBCAH3FDRWCAD1E4SRCALH1LBJCAVL0C0ACA6J9Z31CAKTWCWECATRWP0PCATKJ141CAWV4FGJCALXV88CCA72T6OTCA9S5UUCCAIY4204CAR8T1B1CA0OO9US

Um eitt er ég alveg viss um,

að kaupmaðurinn orðljóti er sannur stuðningsmaður frjálshyggju og

 lýðræðis og þess vegna mér alveg óskiljanlegt,

að hann álíti þá sem honum eru ekki  sammála, ótýnda glæpamenn.


En að lokum þetta:


Til er jarðneskt vald,

sem er sterkara en öll konunga-og keisaravöld til samans,

það er:

skoðanafrelsi almennings.

 

 

 

 

 

 


 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Keli,

Þar sem ég var staddur í íþróttamiðstöðinni í morgun, hitt þig reyndar ekki,fékk þó sting í hjartað, ef einhver hefur séð kallinn og ég líka kaupmaður,reyndar ekki sá virðulegasti.Þú ættir nú að nafngreina "kaupmanninn"svo okkur hinum líði betur,reyndar er ég ekki búinn að skrifa undir listann, og reikna ekki með að skrifa undir, því ég vona að bakkafjöruhöfn reynist okkur samgöngubót!

með Vöruvals kveðju.

Ingimar H Georgsson "kaupmaður"Vöruval

Ingimar H Georgsson (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 23:22

2 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Vertu óhræddur Ingimar minn þú áttir þarna engan hlut að máli það upplýsist hér með.  Kveðja. 

Þorkell Sigurjónsson, 15.4.2008 kl. 23:48

3 identicon

Sæll Keli minn.

Maður skal alltaf gæta þess  hvað útaf munni mans kemur,því ORÐ ERU ÁBYRG.

Er ekki allveg inní deilum þessum, en gangi þér vel,KALLINN MINN.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 04:37

4 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Skll keli,Mig grunar að ónefndur kaupmaður versli við Strandvesin.kv

þorvaldur Hermannsson, 16.4.2008 kl. 13:03

5 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Þorkell, ég skal nú segja þér það að svipað dæmi fékk ég hjá syni kaupmans í dag, bara vikilegur æsingur yfir því að ég væri búin að skrifa undir listann hjá Magnúsi, ég hef grun um að ég hafi verið staddur inn í sjoppunni hjá þessum dómharða kaupmanni þegar sonurinn og ég ræddum um samgöngur.

Helgi Þór Gunnarsson, 16.4.2008 kl. 22:11

6 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Ha ha.Sjoppu eigandi, mig grunaði það.kv

þorvaldur Hermannsson, 16.4.2008 kl. 22:40

7 identicon

Ein besta grein sem hefur komið í Fréttum er í blaðinu í dag. Greinin er eftir Grím Gíslason vélfræðing, ég vil endilega benda ykkur á að lesa hana, hún á svo sannarlega rétt á sér í öllu þessu rugli sem í gangi er í dag.

Stöndum saman um framtíð Vestmannaeyja og afkomenda okkar og sjáum til þess að það verði hægt að búa hér í framtíðinni.

Kær kveðja.

Pétur Steingríms.

Pétur Steingríms. (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 23:42

8 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Sæl verið þið öll. Tek undir það sem þú segir Pétur, en þá verður bæjarstjórinn að taka sig á. Hann hefur ekki sýnt það með því sem hann lætur eftir sér hafa, að hann sé bæjarstjóri allra Vestmannaeyringa. Hann talar um, að við sem leyfum okkur að mótmæla arfa vitlausri framkvæmd, sem enginn raunverulega veit hvernig tekst til um, að við veifum röngu tré og séum með fjandann sem veggskraut, sjálfsagt út um allan bæ og séum að villa um fyrir fólki í öryggisþættinum, þegar sýnt er á myndbandi hvernig Lóðsinum reiddi af við Bakka fjöru. Nei þetta er ekki trúverðugur bæjarstjóri sem lætur svona og ekki líklegur til, að sameina okkur um eina framkvæmd í samgöngumálum okkar Eyjamanna..

Hann Elliði ætti að skammast sín og byrja strax á morgunn, að biðja allt það fólk afsökunar sem skrifaði undir "ströndum ekki".  Kveðja.

Þorkell Sigurjónsson, 17.4.2008 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 249539

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband