Bolungarvík fékk kaupstaðaréttindi 1974.
Bolungarvík er útgerðarbær.
Bolungarvík er staðsett við utanvert Ísafjarðardjúp.
Í Bolungarvík er íbúafjöldi tæplega 1000 manns.
Vestmannabær fékk kaupstarréttindi 1918.
Vestmannaeyjabær er útgerðarbær.
Vestmannaeyjar eru staðsettar suður af Íslandi.
Í Vestmannaeyjum búa rúmlega 4000 manns.
Í Bolungarvík er þessi myndarlega rennibraut við sundlaugina.
Í Vestmannaeyjum er engin rennibraut við sundlaugina
og ekki reiknað með henni fyrr en líður, að kosningum 2010.
Hvað finnst Eyjamönnum um slíkan sofandahátt?
Meirihlutasamstarfi slitið í Bolungarvík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- ibvfan
- fosterinn
- maggibraga
- solir
- georg
- gretaro
- sigthora
- kjartanvido
- eyglohardar
- rustikus
- svenko
- eyjapeyji
- kokkurinn
- valdivest
- disin
- smarijokull
- kristleifur
- gudnihjoll
- sjonsson
- nautabaninn
- prakkarinn
- bergen
- icekeiko
- asthildurcesil
- joiragnars
- hallarut
- annabjo
- jensgud
- jonaa
- svarthamar
- kaffi
- stormsker
- olinathorv
- zunzilla
- gbo
- steinibriem
- siggith
- ea
- svanurg
- tannibowie
- valdimarjohannesson
- martasmarta
- gullfoss
- elnino
- sunna2
- thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svona rennibraut skiptir sköpum fyrir sveitarfélög...ég skil ekkert í eyjamönnum
Jón Ingi Cæsarsson, 22.4.2008 kl. 08:32
....má ekki bara setja svona rennibraut frá Eyjum til lands, þeir vilja hvort sem er ekki þessa Bakkafjöruhöfn.....
Haraldur Bjarnason, 22.4.2008 kl. 08:49
Nú hefur þú rétt fyrir þér Jón Ingi. Ég sem hefi starfað við sundlaug Vestmannaeyja í samtals 16 ár hefi séð aðsókn að lauginni minnka ár frá ári og tel ástæðuna meðal annars þá, að engin rennibraut er við laugina.
Þorkell Sigurjónsson, 22.4.2008 kl. 09:02
Haraldur, þú ert með réttu lausnina. Allavega samþykki ég hana. Tel nokkuð víst að hann Elliði samþykkir hana ekki. Það er ekkert samþykkt í þessu bæjarfélagi nema Elliði eigi hugmyndina sjálfur, því miður.
Þorkell Sigurjónsson, 22.4.2008 kl. 09:09
Vinur minn Keli....
Þú tókst nú sjálfur skóflustungu af nýju knattspyrnuhúsi er það ekki... veit reyndar ekki hvort hann Elliði átti hugmyndinina af því mannvirki. Held að mig langi frekar í knattspyrnuhús heldur en þessa rennibraut sem er á myndinni hér fyrir ofan.
Nú í Júní hefjast framkvæmdir við mikilvægustu samgöngubót okkar Eyjamanna frá upphafi(og Haraldur það er samgöngubylting sem stór hluti Eyjamanna er vissulega ánægður með að fá) ... Elliði átti held ég ekki hugmyndina af því mannvirki.
Reyndar er ég sammála þvi að þessi sundlaug okkar er ekki boðleg. Útisvæði sem er gersamlega hörmulegt og klefarnir líkjast sturtuklefum sem maður sér í svona fangelsismyndum. En þetta útisvæði og sundlaugin sjálf er nú held ég búið að vera á teikniborðinu í 15-20 ár, búið að senda menn til Finnlands til þess að skoða sundlaugar þar o.m.fl.... hehehe, hverju svo sem það á að skila.
En útlitið er bjart í Eyjum!!! þannig er það bara
ÁFRAM ÍBV!
SB (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 09:32
Hver sem þú ert SB þá vil ég bara segja þetta. Nei hann Elliði átti ekki hugmyndina að knattspyrnuhúsi, þess vegna varð hann og meirihluti hans að sópa tillögu V-listans út af borðinu og bera svo seinna meir tillögu að nýju knattspyrnuhúsi og án möguleika til stækkunar þess, sem er einhver hrikalegustu mistök á ferli knattspyrnuhússins. Með samþykkt á arfavitlausri samgöngubót, sem er bygging á söndunum við Bakkafjöru verður alfarið á ábyrgð Sturlu, Kristjáns og Elliða. Þeir kumpánar hefðu getað sloppið með skrekkinn, ef þeir hefðu hlustað á þá sem skrifuðu undir mótmælalistann góða "ströndu ekki". Þannig að þú hefur, að hluta til rétt til þíns máls, SB
Þorkell Sigurjónsson, 22.4.2008 kl. 10:23
Sæll, Er hægt að koma rennibraut fyrir í innilaug eins og er í Eyjum,ég bara spir þekki það ekki.kv
þorvaldur Hermannsson, 22.4.2008 kl. 10:55
Það ætti nú að vera hægt að gera bæði boðlegt útisvæði með rennibraut og fleiri leiktækjum. Og byggja knattspyrnuhús en ef það á að byggja hálft verður að vera hægt að stækka það annað væri nú bara enn ein vitleysan. Veit ekki hvað það er sem heldur aftur af stjórnarmönnum bæjarins vilja bara ekki eyða neinum peningum. Kv
Hjördís Inga Arnarsdóttir, 22.4.2008 kl. 16:23
Ég auglísi eftir SB hver er maðurinn,ég bara spir sí svona,kv
þorvaldur Hermannsson, 22.4.2008 kl. 17:55
Fattið þið það ekki? S. B. Maðurinn er að vinna hjá Sjóvá í Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 22.4.2008 kl. 23:53
Þolir hann ekki dagsljósið.kv
þorvaldur Hermannsson, 22.4.2008 kl. 23:58
Sælir drengir. Þú segir nokkuð Helgi. Allavega samkvæt upphafsstöfunum. Er bara ekki best , að slá því föstu þar til annað kemur í ljós? Kveðja til ykkar og takk fyrir innlitið.
Ps. Hjördís, jú þeir vilja eyða peningum okkar til kaupa á stofnfjárbréfi í Sp.sjóði Ve. t.d. En ansi nískir þegar kemur að ÍBV, sem allir vita, að er stærsta auglýsingin og drifkraftur fyrir unga sem aldna í þessu bæjarfélagi okkar. Kveðja.
Þorkell Sigurjónsson, 23.4.2008 kl. 00:14
Geri þið ykkur grein fyrir því hvað bæjarsjóður eiðir miklu í þetta íþróttasprik,svo sjáum við árángurinn,kv
þorvaldur Hermannsson, 23.4.2008 kl. 07:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.