HVER HEFUR SINN DJÖFUL AÐ DRAGA.

1083520273_sundlaug


Þegar talað er um leiðinleg störf er orsökin ekki alltaf þau,

að vinnustaðurinn sé svo leiðinlegur heldur  kannski það,

að á viðkomandi vinnustað er starfsfólkinu gert það ljóst

að ekki sé vert að gera eða segja neitt sem gæti valdið ólgu.


Forstjórinn ræður og og hinir telja sér skylt að gera það sem til er

ætlast.

Oft lærir fólk snemma á sínum vinnustað að þeir sem hafa munninn

fyrir neðan nefið fá sjaldan launahækkun, viðurkenningu og hrós

og sumir missa vinnuna eða hætta sjálfir.


Fólk temur sér fljótt hollustu við vinnustaðinn, gerir sitt til að allt gangi

snurðulaust,

bælir niður hugmyndir til úrbóta og gætir þess að haga sér skikkanlega

svo að forstjórinn frétti ekkert misjafnt.


Á sumum vinnustöðum þarf fólk á allri sinni athygli að halda

vegna öryggis síns og annarra, þannig að þegar fólki fer að leiðast og

vera áratugum saman á sama vinnustaðnum hlýtur að koma að því,

að fólk geri mistök,  eða hreinlega brennur út.


PICT2662


Þess vegna þarf á sumum vinnustöðum,

starfsfólkið sjálft,

að stuðla að samheldni og gera vinnustaðinn

bærilegan.

 



 


mbl.is Leiðinleg störf setja heilann á sjálfstýringu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Sæl og blessuð Búkolla mín. Já, það er víða pottur brotinn, þegar að samskipum starfsfólks og yfirmanna kemur, það er alveg víst.  Einelti er því miður víða á vinnustöðum hefur maður heyrt, því miður.  Kær kveðja. 

Þorkell Sigurjónsson, 23.4.2008 kl. 00:01

2 Smámynd: G Antonia

Gaman að sjá mynd af tveimur af uppáhalds samstarfsmönnum mínum ( ásamt Gunnu minni og nokkrum öðrum) ... Það var aldrei leiðinlegt hjá okkur  bara gaman - saman!!!  Bið kærlega að heilsa ykkar á gamla vinnustaðnum mínum Keli minn og sendi sumarknús yfir hafið  Gleðilegt sumar!!!!!!

G Antonia, 23.4.2008 kl. 01:37

3 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Sæll Keli, Ég held að það sé skelvilegt að lenda í einelti á vinnustað,það hlítur að draga allan mátt úr mönnum,en það er víst til fullt af fólki sem vilja gera öðrum lífið leitt. kv

þorvaldur Hermannsson, 23.4.2008 kl. 10:10

4 identicon

Gaman þætti mér að vita hvort þú sért að tala um þinn vinnustað Keli eða almennt og hvort Vignir sé svona erfiður eða forstöðumenn almennt

sundgestur (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 10:39

5 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Þarna er einn huldumaðurin(sundgestur)Af hverju eru þessir menn í felum,kv

þorvaldur Hermannsson, 23.4.2008 kl. 11:15

6 Smámynd: Hjördís Inga Arnarsdóttir

Flott mynd af þér og frænku!  Kveðja

Hjördís Inga Arnarsdóttir, 23.4.2008 kl. 14:36

7 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Sæl verið þið öll. Þar sem mér finnst ástæða til að beina orðum mínum að ónafngreindum sundgesti þrátt fyrir að hafa engar skyldur til þess því það   er lágmark að menn skrifi undir nafni. Ég ætla samt að nefna það, að það sem ég hefi skrifað hér í greininni 2Hver hefur sinn djöful að draga" er það sem ég hefi lesið um og getur átt við á hvaða vinnustað sem er.  Af því Vignir er sérstaklega nafngreindur vil ég taka fram. Í okkar samskiptum í gegn um árin hafa skipst á skin og skúrir eins og gengur í lífinu. Þrátt fyrir það finnst mér fjarskalega vænt um hann Vignir og varla væri ég búinn að vera í íþróttamiðstöðinni öll þessi ár, ef ég hefði ekki í fullu tré við karlinn.

Þorkell Sigurjónsson, 23.4.2008 kl. 15:56

8 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

En hver er huldumaðurinn?Ef hann vill ekki gefa sig fram þá á hann að hætta að blogga.kv

þorvaldur Hermannsson, 23.4.2008 kl. 18:30

9 Smámynd: Villi Asgeirsson

Kannast við þetta. Ég vann hjá IBM heildsölu í næstum fimm ár. Þetta var lítið fyrirtæki, 5-6 starfsmenn, svo það hefði átt að vera stórskemmtilegt að vinna þarna. Eigandinn var þó svo þurr að maður fór að mygla eftir einhverja mánuði. Það var aldrei brosað, grín var ekki til. Þetta var öðlingur, en hann var bara alveg óskaplega leiðinlegur. Á endanum sagði ég starfinu upp, fórnaði góðum launum fyrir geðheilsuna. Nú er ég með kannski helming í laun miðað við þá, en lífið er skemmtilegra.

Villi Asgeirsson, 24.4.2008 kl. 08:30

10 Smámynd: Landfari

Hér er skýringin á "óútskýrðum launamun kynjanna" Kvenfólk almennt leggur meira upp úr góðum móral, starfsaðstöðu og ekki síst hentugum vinnutíma en karlar. Karlar spyrja nr. 1,2 og 3 um launin þegar þeir leita eftir vinnu en hjá kvenfólki er mun algengara að launin komi í 4. sæti á eftir hinum liðunum.

Svo getum við rætt um hvort sé gáfulegra.

Landfari, 24.4.2008 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 249602

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband