24.5.2008 | 17:45
HANGILÆRIÐ HENNAR MÖRSU.
Að verða gamall er hið besta mál.
Hún Torfhildur sem er 104 ára í dag nýtur örugglega góðs
atlætis þar , sem hún býr að Hlíf íbúðum aldraðra á Ísafirði.
Til samanburðar, þegar Torfhildur var að fæðast áttu gamlar konur
undir högg að sækja á Íslandi á þeim tíma.
Í bókinni "Steinarnir tala" eftir meistara Þórberg, segir frá henni
Marín, sem kölluð var Marsa.
Hún var "sveitarkerling" á áttræðisaldri, sem foreldrar Þórbergs tóku
þá um tíma og var fædd og uppalin í Suðursveit.
Þórbergur man dável eftir Marínu og segir, að hún hafi verið lítil vexti
og ófríð. Hún hafði nokkuð stórt nef dálítið bogið og var alltaf með
rullupís í öðru nasagatinu.
Ég sá oft endann á honum standa fram úr nösinni.
Það var ekki viðkunnanleg sjón.
Hún var geðstirð og stundum í óhægu skapi.
Hún röri oft framan á og lét urra í sér.
Hún sagði aldrei sögur.
Hún hrækti þykkum, gulum hrákum á baðstofugólfið.
Hún skreið öll út í lús og sá ég hana oft leita sér lúsa og væta
fingurgómana upp í sér, þegar hún strauk lúsina úr fatasaumunum
sínum.
Veslings Marsa hafði kynnst ýmsum lexíum í skóla lífsins,
og máski hefur hann verið henni harðari en mörgum öðrum.
Einhvertíma var Marsa vinnukona að Hala þá ung stúlka
og kannski ekki ólagleg, áður en lífið merkti hana.
Þá bjó á Gerði Steingrímur Jónsson, góður bóndi og orti í atómstíl.
Steingrímur var mjög náttúraður fyrir fjallgöngur og var oft í göngum,
þó aldrei stofnaði hann fjallamannafélag.
Vornótt eina kom Steingrímur úr kindaleit innan úr fjöllum.
Þá vakti Marsa yfir túni á Hala.
Fundum þeirra bar saman stutt frá grasivaxinni lægð og heitir Glompa.
Þangað snéru engir gluggar, og allir á bæjunum í fasta svefni.
Steingrímur mæltist til lítillar skemmtunar við Mörsu.
Það geri ég ekki, svaraði Marsa.
Ég skal gefa þér hangikjötslæri ef þú gerir það, sagði Steingrímur.
Kannski ég geri það fyrir þig einn gang, svaraði Marsa.
Þau hurfu niður í Glompu.
En efndir á loforðum, sem gefin eru rétt á undan svona löguðu,
vilja stundum dragast, þegar allt er búið, og það urðu nokkur bið á,
að Marsa fengi lærið.
Þá hótaði hún Steingrími að segja frá þessu.
Steingrímur var kvæntur, og nú fékk Marsa lærið.
Litlu síðar byrjaði Marsa að verða leiðinlega lasin.
Þú ert rétt ólétt, auminginn, en hvernig má það vera?
Þá sagði Marsa frá ævintýrinu í Glompu.
Barnið fæddist andvana eða líflítið, og Marsa sagði:
Verið þið ekki að tjarga í það lífinu!
Hún átti víst engan að.
104 ára í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- ibvfan
- fosterinn
- maggibraga
- solir
- georg
- gretaro
- sigthora
- kjartanvido
- eyglohardar
- rustikus
- svenko
- eyjapeyji
- kokkurinn
- valdivest
- disin
- smarijokull
- kristleifur
- gudnihjoll
- sjonsson
- nautabaninn
- prakkarinn
- bergen
- icekeiko
- asthildurcesil
- joiragnars
- hallarut
- annabjo
- jensgud
- jonaa
- svarthamar
- kaffi
- stormsker
- olinathorv
- zunzilla
- gbo
- steinibriem
- siggith
- ea
- svanurg
- tannibowie
- valdimarjohannesson
- martasmarta
- gullfoss
- elnino
- sunna2
- thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 250244
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, niður aldanna er ekki alltaf á léttu nótunum.
Stefán Agnar Finnsson, 24.5.2008 kl. 22:52
Fróðleg og skemmtileg saga Keli minn, gaman að sjá línur frá þér - Sendi þér kærar kveðjur í sólina og góða veðrið sem er hjá ykkur núna **
G Antonia, 25.5.2008 kl. 11:44
Frekar algengt var að svona gerðist hér á þessum árum, sorglegt.
En hún Torfhildur þessi fallega kona gekk fram hjá mínu húsi í Sundstrætinu
á Ísafirði er hún heimsótti vinkonu sína hana Dísu sem bjó á hinu horninu,
handan við mitt hús, held að hún Dísa sé að verða 100 ára og falleg er hún líka,
Vinkonurnar Torfhildur og Dísa þurftu svo sannarlega að vinna fyrir sínu,en
aldrei heyrir maður ljótt orð frá þessum konum, bara að horfa á þær fyllir mann gleði.
Kveðja Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.5.2008 kl. 20:24
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 10:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.