LÍF HVERS MANNS ER ÆVINTÝRI.

 

HVERS VEGNA fögnum við,

þegar einhver fæðist,

og grátum,

þegar einhver deyr?


img165


 

P1000634


P1000641


Þú skalt gleðjast yfir lífinu,

því að það gefur þér tækifæri til að elska,

vinna,

leika -

og til þess að horfa upp til stjarnanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G Antonia

Komin ný dama í hópinn  Til hamingju með barnabarnið Keli minn. Já, lífið er ekkert annað en ferðalag um augnablik jákvæðrara upplifunar og síðan sársaukafullrar reynslu sorgarinnar .

Eins og segir; Þegar við erum sorgmædd, skoðum þá aftur huga okkar og við munum sjá að við grátum vegna þess sem var gleði okkar.
Þess vegna verðum við að muna að DAGURINN Í DAG er fyrsti dagur þess tíma sem við eigum ólifaðan.
Kærleikskveðja til ykkar!!

G Antonia, 8.6.2008 kl. 18:58

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Til hamingju með litlu afaprinsessuna Keli minn. Svei mér þá ef hún er ekki svolítið lík frænda sínum, nýfædda, syni Guðjóns, sonar míns. Það er ættarsvipurinn kannski?

Hvað eru þau skyld annars? Látum okkur nú sjá.  Jú,  þau eru fjórmenningar er það ekki rétt hjá mér?

Kalli er svo rosalega líkur Guðjóni syni mínum, pabba nýfædda ömmudrengsins míns.
Verst að ég tók engar myndir í dag af sonarsyni mínum til að sýna þér og fleirum.

Svava frá Strandbergi , 8.6.2008 kl. 21:55

3 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Innilega til hamingju með litlu prinsessuna, Þorkell minn. Óskaplega er ég falleg og fíngerð. Kærar kveðjur til ykkar allra hérna úr Þorlákshöfnninni.

Sigurlaug B. Gröndal, 8.6.2008 kl. 22:49

4 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Þorkell, mig langar að senda þér og fjölskyldu þinni hugheilar samúðarkveðjur og svo líka hamingjuóskir með litlu afaskvísuna, hafðu kærar kveðjur.

Helgi Þór Gunnarsson, 9.6.2008 kl. 01:32

5 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Þakka ykkur innilega bloggvinir mínir fyrir veitta samúð og góðar kveðjur til mín. Eins vil ég þakka öllum þeim , sem s.l. viku hafa sýnt mér vináttu og stuðning, sem hefur verið mér ómetanlegur.  Hafið öll innilegar þakkir fyrir.  Kveðja.

Þorkell Sigurjónsson, 9.6.2008 kl. 13:21

6 identicon

Mínar bestu samúðarkveðjur til þín Keli minn og allra í fjölskyldunni og einnig hamingjuóskir með litlu dömuna,ömurlegt að frétta þessar fréttir til Spánar og að komast ekki í jarðarförina,bið kærlega að heilsa öllum,Beggi.

Einar Oddberg (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 13:05

7 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Sæl og blessuð . Enn og aftur þakkir til allra og takk fyrir Beggi minn þín orð og kveðjur, skál. Innilegar kveðjur til allra.

Þorkell Sigurjónsson, 14.6.2008 kl. 11:20

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Til hamingju Þorkell með barnabarnið og innilegar samúðarkveðjur vegna dauða Elísabetu. Hún var mjög væn kona.

Sigurður Þór Guðjónsson, 15.6.2008 kl. 15:43

9 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll Keli og innilegar samúðarkveðjur frá mér og minni fjölskildu  . Mér brá mikið eftir bikarleikinn um daginn þegar ég var kominn heim og fattaði allt í einu hver Elísabet ólafsdóttir var , ég þekti BETU alla mína ævi og hef alltaf haft mikið álit á henni sem og þér vinur minn , svo innilegar samúðarkveðjur til þín og fjölskildunar .

Georg Eiður Arnarson, 16.6.2008 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 249689

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband