TÝNDU SYNIR EYJANNA.

 

287-220

 

Á þessari síðu sjáum við þrjá þingmenn einn af

81c7d8a0bc62a5d7d2e100cca4753ec6_arni407-220

 

þeim er ráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, sem

svo sannarlega reynir, aðvinna fyrir launum sínum

 um

leið og hún lætur gott af sér leiða.

Hinir tveir eru óbreyttir þingmenn, Árni Johnsen

og Lúðvík Bergvinsson og eins og flestir vita úr

sitthvorum stjórnmálaflokki, en þeir halda um stjórnvölinn á þingi

ásamt fleirum.

Fleira er þeim kumpánum sameiginlegt en það, að vera í meirihluta á

þingi.

Þeir eru báðir þingmenn Suðurkjördæmis og einnig það, að vera

fæddir og uppaldir í Vestmannaeyjum.

Eins og áður sagði eru þeir ekki í sama stjórnmálaflokki og líka það,

að þeir fylgdu sitthvoru félagi í íþróttum.

Addi var Þórsari, en Lúlli var í Týrari, en félög þessi öttu fyrr á

árum kappi í fótbolta og öðrum greinum íþrótta á sínum tíma.


Addi átti góðu gengi að fagna í spretthlaupi, hljóp að mig minnir

100 metrana á 11/sek og þótti það  gott afrek.

Lúlli gerði garðinn frægan í meistaraflokki ÍBV í knattspyrnu.

Af þessu má sjá, að báðir voru þessir Eyjapeyjar vel gerðir til íþrótta

og við Vestmannaeyingar vorum stoltir af þeim.


Nú hafa þessir tveir sveinar Eyjanna haslað sér leikvöll á öðrum

stað,  sem er alþingi Íslendinga.


Og hvað má sjá til þessarra sona okkar Eyjamanna, sem við vorum

svo stoltir af.

Jú,

annar vill að við förum að nota færeyskar krónur, en allir gera sér grein

 fyrir að slíkt er kjánaskapur, sem ekkert vit er  með allri virðingu fyrir

Færeyingum og færeyskum gjaldmiðli.

Hinn Eyjakappinn gerir enn betur í vitleysunni og strákapörunum

og segir;

ekki benda á mig, þegar rædd eru grafalvarleg mál á þingi.


Það er ekki hægt annað, en velta því fyrir sér

hvað í ósköpunum fyrrum keppnismennirnir góðu frá Eyjum, Addi og

Lúlli  gera þarna á þingi,

annað en hirða launin sín?


mbl.is Aðstoð vegna erfiðleika að skýrast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 249575

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband