AÐ VAKNA TIL LÍFSINS.

 

all-thumbs-up


Að verða fyrir 85% vergri "vakningu" í nótt þykir mér tíðindum sæta

fyrir mig.

Og hvernig lýsir nú þessi "vakning" sér hjá mér.

Jú,

síðustu tvö ár í vinnunni hafa verið mér mjög erfið þannig,

að ég kvíði fyrir og er vansæll, þegar vinna hefst og oftar en ekki

slæmur í maganum vegna kvíða.

Martröð og áhyggjur þá viku, sem ég ekki er að vinna eru fylgifiskar,

sem fylgja mér eins og skugginn og hafa eitrað mitt líf.


Þunglyndi hefur á mig herjað og hefi ég verið frá vinnu vikum

saman vegna þess.

Fráfall konu minnar í sumar var og er það erfiðasta, sem ég hefi gengið

í gegn um.

Og til að bæta gráu ofaná svart flúði ég á náðir Bakkusar.

Tvisvar í sumar hefi ég leitað mér hjálpar á sjúkrahúsinu Vogi

í baráttu minni við Alkahólið og afleiðingar þess.

Læknir minn hefur úrskurðað mig alls ófæran til að stunda hverskonar

vinnu næstu mánuðina.

Svar mitt og viðbrögð voru í fyrstu fálmkennd við öllum þessum

ósköpum, sem á mér hafa dunið undanfarið.

Nema það, að ég hefi snúið mér til "æðri máttar" og sé hann fyrir mér,

sem Guð, sem í barnæsku minni var með sítt hár og skegg, silfurgrátt.

Til hans hefi ég beðið um þrek og hjálp í mínum vanmætti og í

morgunn vaknaði ég snemma, aldrei slíku vant.

Og þið skuluð trúa því, að ég var uppfullur af óskiljanlegu þreki

og bjartsýni á lífið.

Þannig, að nú hefi ég blásið til sóknar og er sannfærður um það,

að Guð minn hefur verið hér að verki og hans leiðsögn ætla ég að

fylgja.

 

Eins og vinsælt er, að segja í fótboltanum;

 

"sókn er besta vörnin."

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is 85% af vergri landsframleiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Sæll félagi hafðu það gott og gangi þér vel einn dag í einu.

Guðjón H Finnbogason, 30.10.2008 kl. 20:07

2 identicon

Gangi þér vel og Guð blessi þig

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 23:03

3 Smámynd: Yngvi Högnason

Kær kveðja.

Yngvi Högnason, 31.10.2008 kl. 19:30

4 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Glæsilegt að sjá ykkur.  Áður var þörf en nú nauðsyn fyrir mig. Hafið þökk.

Þorkell Sigurjónsson, 31.10.2008 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 250244

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband