ALLT Í ÞESSU ÞJÓÐFÉLAGI ER Í HELJARGREIPUM SPILLINGAR OG ÓSTJÓRNAR.

081110_geir_tekur_til

 

Allt í þessu þjóðfélagi er í heljargreipum óstjórnar,

satt er það.

 

Í gær var talað við Jón Sigurðsson forstjóra Össurar

stoðtækjaframleiðanda.

Hann sagði stofnanir ríkisins, Seðlabanki, Fjármálaeftirlit

og ríkisstjórnin nyti ekki trausts,

hvorki innanlands né utan.

Áfram hélt hann og sagði,

að forystuleysi og skortur á frumkvæði einkenndi ráðamenn,

þeir bregðist við aðstæðum,

en móti ekki stefnu.

Að lokum sagði hann,  að skipta þyrfti út

forystusveit ráðamanna.

 

Þetta var álit eins öflugasta forstjóra fyrirtækis,

sem blómstrað hefur undir hans stjórn undanfari ár. 

 

Þetta las ég á einni bloggsíðu og styður

vel við það, sem hann Jón Sigurðsson á við, þegar hann talar um það,

að það þurfi að skipta um

forustusveit ráðamanna:

Hér kemur blogggreinin og er eftir Ingibjörgu Elsu.

 

"Fjármálaeftirlitið í höndum Sjálfstæðisflokksins allan tímann:"

 

Jónas Friðrik Jónsson forstjóri fjármálaeftirlitsins

er sannfærðasti frjálshyggju-sjálfstæðismaður,

sem ég hefi nokkru sinni kynnst.

Ég var að vinna með honum eitt sumar og allan tímann talaði

hann um Sjálfstæðisflokkinn, frjálshyggjuna og hvað þetta væri

allt æðislegt,

sem flokkurinn væri að gera.

Sjálfstæðismenn settu sem sagt sinn sannfærðasta mann sem

forstjóra yfir Fjármálaeftirlitið, mann sem er þeirra skoðunar að

eftirlit og ríkisafskipti eigi að vera sem allra minnst.

Sniðugt.

Enda virtist Jónas Friðrik ekkert hafa haft mikið eftirlit

með bönkunum.-


Jónas Friðrik hélt því t.d. fram,

að ég yrði að fara í Versló eða MR.

Hann taldi að með því að fara í MH væri ég að tefla

pólitískri framtíð minni í tvísýnu af því að þar væru bara

ólukkan kommúnistar.

Svona malaði hann allt sumarið og flokkaði menn og fyrirbæri

niður eftir því hvort um Sjálfstæðismenn væri að ræða,

eða einhverja aðra.-


Ekki skal mig undra það,

að illa færi, að hafa svona handónýtan

forystumann yfir Fjármálaeftirlitinu.

Það er einmitt þarna m.a.  , sem þarf að verða breyting á 

og auðvitað í öllu kerfinu. 

 

 


mbl.is Fjölmiðlar í heljargreipum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 249584

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband