KRAFTAVERKAMAÐUR EYJANNA ?

 

 

img180

 

Að gefnu tilefni er spurning hvort ekki megi setja

kraftaverkamann (superman) Eyjanna í málið.

Það er að segja, að við Eyjamenn fáum almennilegt og öruggt

skip til að annast farþegaflutninga milli Lands og Eyja.

 

Þegar ég tala um kraftaverkamann þá á ég við

Elliða bæjarstjóra og af hverju?

Í Leiðar Moggans í morgunn er talað um, að sumir

 sveitastjórnarmenn sjái litla þörf fyrir sparnað í rekstri

á heilsugæslu með sameiningu, þeir vilji halda áfram rekstri

eins og ekkert hafi í skorist.

 

Og áfram segir í Mogga-Leiðaranum:


Elliði Vignisson bæjarstjóri  í Vestmannaeyjum,

segist þannig vonast til að sama fé geti fylgt

Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja og nú sé ráðgert í fjárlögum.


Við höfum fullan skilning á því að ríkið þurfi að skera niður

en þenslan hefur ekki verið í Eyjum, segir Elliði.

 

 

 - Eru menn ekki farnir að átta sig á heildarmyndinni?

Bæði ríkissjóður og sveitarfélög munu glíma við

gífurlegan fjárhagsvanda á næstu árum.

Tekjur hrynja og skuldirnar hafa rokið upp.

Sparnaður og niðurskurður er eina leiðin-eða þá að þyngja

byrðar skattgreiðanda.

 

Eru kraftaverkamenn við stjórn í sveitarfélögum?

Menn sem geta hafnað ávinning af sameiningu stofnanna,

en samt sparað annars staðar það fé, sem upp á vantar-

eða náð því  af skattgreiðendum hljóðalaust?

 

Reynslan af rekstri  flestra sveitarfélaga undanfarin ár benda ekki til

þess,

að þar séu sérstakir fjármálasnillingar á ferð.

 

 

 

 


mbl.is Spyrjast fyrir um ástand Herjólfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórbergur Torfason

Ég hélt Keli að þú værir að meina Árna Johnsen.

Þórbergur Torfason, 15.1.2009 kl. 14:50

2 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Sæll Þórbergur. Eins og þú veist og flestir aðrir þá hefur Árna mínum Johnsen daprast flugið s.l.  ár,  þannig að nú er kominn nýr kraftaverkamaður fram á sjónarsviðið hérna í Eyjum.  Væntanlega mun hann yfirtaka sæti Árna á þingi, en ólíklegt er eins og fylgið er núna í rýrara lagi,  ef kosið yrði í vor og  þá verður bið á að Elliði fari á þing í bráð.  Þar af leiðir,  sem betur fer höfum við hann óskertan sem kraftaverkamann hérna í Vestmannaeyjum og veitir ekki af.

Þorkell Sigurjónsson, 15.1.2009 kl. 15:46

3 Smámynd: Þórbergur Torfason

Rétt er það Keli okkur landsbyggðafólki veitir ekki af þeim kröftum sem við búum yfir þessa stundina. Hér á Hornafirði höfum við líka öflugan bæjarstjóra.

Þórbergur Torfason, 15.1.2009 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 13
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 249553

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband