ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON VESTMANNAEYJUM.

 


%C3%9Eorsteinn_V%C3%ADglundsson

 

Í dag eru 110 ár frá því Þorsteinn Þ. Víglundsson fæddist.

Í tilefni þess minnist ég hans nokkrum orðum.

Þeir sem nú eru á besta aldri muna hann Þorstein, sem skólastjóra

Gagnfræðaskólans hér í Eyjum.

Sparisjóðsstjóra og "prímus mótor" Byggðarsafns Ve.

Bæjarfulltrúi Framsóknarfl. og ritstjóri Framsóknarblaðsins. 

Útgefandi skólablaðs Gaggans Blik og fleira mætti til telja.

Bloggari síðunnar var svo heppinn að kynnast Þorsteini.

Fyrst sem nemandi í Gagganum og einnig eftir Gagnfræðapróf

sumarið 1957 vann ég við lóð skólans og fleira sem tengdist Gagganum.

Þorsteinn kom oft á morgnanna og var algjör hamhleypa við vinnuna

og þegar hann svo hætti um hádegi var hann búinn að setja mér fyrir

verkefni dagsins,  sem oftast nægði her manns að klára þann daginn.

Þannig var Þorsteinn kappsfullur og fullur orku,

sem hann lá ekkert á,

 þegar verk þurfti að vinna.

Nokkra mánuði vann ég hjá honum í Sprisjóðnum og ætlaði mér að

verða gjaldkera og í framhaldinu vildi hann sjá mig sem arftaka sinn,

  en ekki var ég á þeim buxunum í þá daga.

Hann var  ávallt mjög ljúfur og skemmtilegur, ræðinn og hafði sterkar

skoðanir á mönnum og málefnum.

Þorsteins mun ég ávallt minnast með hlýhug.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 249688

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband