EINARSSTOFA VÍGĐ Í ANDYRI BÓKASAFNS VESTMANNAEYJA Í DAG.

 

 

300px-Coturnix_coturnix_eggs
Guđjón Jónsson frá Reykjum v/Vestmannabrautina.

 

 

 

 

 

 

 

Margir Eyjamenn og konur,  sem nú eru komin á besta aldur,

muna sjálfsagt eftir "Guđjóni frá Reykjum" (fađir ţeirra brćđra, Magnús, Ţórhallur og

Haukur bílstjóri og Arsenal ađdáandi)

Allavega man ég vel eftir honum Guđjóni og ţá helst,  ađ mér stóđ svolítill stuggur

af honum ţegar ég var krakki, ţví ég vissi, 

 ađ hann aflífađi fyrir fólk kindur, kýr, hesta og ketti.

 

 

 

Tilefni ţess,  ađ ég minnist hér Guđjóns frá Reykjum er ađ í dag,

var opnuđ í anddyri Bókasafnsins,

"Einarsstofa"

  til minningar um Einar ríka Sigurđsson.

Í samtalsbókinni, "fagur fiskur í sjó" sem ţeir félagar Einar og Ţórbergur rituđu,

segir Einar á skemmtilegan hátt frá skotgleđi Guđjóns:

 

 

 

 

 

 

Guđjón Jónsson slátrađi ţá öllu fé í Eyjum.

Ţađ var hann sem bauđ Einari Benediktssyni skáld upp á hressingu.

Guđjón kom um borđ í eitt millilandaskipiđ á viđkomu ţess í Eyjum og hitti ţar skáldiđ

og sinn gamla sýslumann,  og urđu ţeir viđ staup saman.

Guđjón rétti ţjóninum 25 aura í ţjórfé.

Ţá varđ skáldinu ađ orđi:

Aldrei hef ég drukkiđ međ tuttuguogfimmauramanni.

 

 

 

 

 

Ég held ađ Guđjóni hafi ţótt ánćgjulegt ađ vera í fjárflutningum og ađ stússast viđ

féđ á túninu,  og ég held hann hafi haft barnalega gaman af ađ skjóta.

Hann slátrađi um allan bć fyrir hvern,  sem ekki átti byssu.

Skotvopn Guđjóns var riffill,  og hafđi hann sagađ framan af hlaupinu.

 

 

Guđjón var mikill reykingarmađur,  en ekki ađ sama skapi fjáđur.

Hann keypti sér sígarettur eftir mikilleika gripsins,

sem slátra átti.

" Láttu mig hafa einn sígarettupakka,  ég ţarf ađ slátra belju".

Slettu í mig tveim sígarettum,  ég á ađ skjóta kött.

"Ć,  nú er ţađ bara ein sígaretta,

á ađ höggva hana." 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf gaman ađ lesa og heyra sögur af afa gamla og međ ţeim skrautlegri er ţegar hann var beđinn um ađ skjóta köttinn Brand á Hvanneyri.   

Jón Óskar (IP-tala skráđ) 10.2.2011 kl. 11:34

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband