BÓNUS BÝÐUR BETUR.

200px-B%C3%B3nus_logo 

 

 

 

Það eru miklu nytsamari menn,

sem vinna verkin,

en hinir,

sem aðeins tala um þau.-


Eitthvað svipað má segja um þá feðga,

Jóhannes Jónsson og son hans Jón Ásgeir.

Þeir létu verkin tala eins og oft er sagt og

stofnuðu sína fyrstu lágvöru verslun,

sem  opnuð var 8. mars 1989 að Skútuvegi í Reykjavík.

Í dag eru Bónus búðirnar 25 víðsvegar um landið, en flestar á

Reykjavíkursvæðinu.

Einnig eru 4 verslanir í Færeyjum. 


Oft verður mér hugsað til þess hversu gífurlegra kjarabóta

 almenningur hefur notið s.l. 19 ár með tilkomu Bónusverslananna.


Við sem búum á landsbyggðinni þar sem ekki er Bónus verslun

staðsett höfum farið varhluta af því

lága verði, sem Bónus býður.

En flest okkar kannast samt við það, þegar við eru á ferðinni

á fasta landinu,

að leituð er uppi Bónus verslun til að versla og gera góð kaup.


Stundum hefur mér þótt gæta öfundar í garð þeirra feðga,

hvað þeir hljóti nú að vera ríkir.

Frá mínum bæjardyrum séð er það ekki meginmálið,

heldur það,

að flestir landsmenn hafa notið þess,

að kaupa vörur til heimilisins á sanngjörnu verði.

Fólk gleymir því stundum, að þeir Bónus feðgar gera fleira gott,

en vera með lágt vöruverð.

Þeir gefa stórar peninga gjafir til Hjálparstarfs kirkjunnar og

Mæðrastyrksnefndar fyrir hver jól.

Því segi ég:


Sérhvert góðverk er kærleiksverk.

 

 

 

 

 


mbl.is Segir Íslendinga ekki hafa selt neitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Þetta sem þú seyjir hér passar ekki alveg við lanbúnaðar vitleisuna sem þú virðist stiðja.kv

þorvaldur Hermannsson, 8.4.2008 kl. 21:26

2 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Þetta passar allt saman hjá mér Þorsteinn minn. Kveðja.

Þorkell Sigurjónsson, 8.4.2008 kl. 21:41

3 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Lítil fékk ég svörin.kv

þorvaldur Hermannsson, 8.4.2008 kl. 22:21

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll þOrkell, ég er alveg sammála þér með Bónus verslanirnar,Það er ótrúlegur munur á að versla í Bónus og reyndar einnig í Krónubúðunum. Maður finnur þetta vel ef maður þarf að fara inn í hinar okurholurnar, þar með talið Hagkaup sem í dag er ekki réttnefni. 

kær kveðja 

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 8.4.2008 kl. 23:35

5 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Þegar menn blogga þá eiga menn að færa rök fyrir sínum málum,ekki eitthvað út í loftið.kv

þorvaldur Hermannsson, 9.4.2008 kl. 00:39

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála Bónus er besta kjarabót sem við höfum fengið landsbyggðalýðurinn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.4.2008 kl. 00:51

7 Smámynd: Björn Heiðdal

Halló grínarar, loksins finn ég bloggara sem kunna að meta alvöru grín.   Ást á einokun og fákeppni er dyggð.  Jón Ásgeir á matinn sem þið étið, sjónvarpið, fréttablaðið, lyfin og bensínið.  Næst verður það vatnið og rafmagnið.  Ekki slæmt fyrir ómenntaðan strákpjakk frá Reykjavík.  Bónus býður betur.

Björn Heiðdal, 9.4.2008 kl. 02:50

8 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Bónusfeðgar eiga orðu skilið, einmitt fyrir það að halda sínu striki. Það eru svo margir sem missa sjónar á því sem þeir byrja með í upphafi. Jóhannes hefur verið vakandi og sofandi yfir sínum rekstri og hefur sést "á gólfinu" með sínu fólki mun meira heldur en nokkur annarra stóreignamanna í fyrirtækjarekstri. Þó Jóhannes sé "múltímiljóneri" þá sé ég hann oftast í gallabuxum, köflóttri skyrtu og lopapeysu eða jakka. Menn sem eru í rekstri sem er aðeins brota-brota-brotabrot af þeirri stærðargráðu sem Bónus er eða Baugur, slá um sig, aka um á dýrum jeppum, breiða úr sér á þekktustu og dýrustu veitingahúsum  borgarinnar og þykjast miklir menn. Ég kalla þessa kynslóð gjarnan "nýríka Nonna kynslóðina".  Þeir feðgar Jóhannes og Jón hafa staðið fyrir sínu, staðið við sína sannfæringu og hafa verið líka þyrnir í augum margra fyrir vikið.  Rétt er eins og kemur fram hjá Þorkeli að matarverð hefur lækkað til muna með komu þessara verslana. Gott mál!

Sigurlaug B. Gröndal, 9.4.2008 kl. 13:11

9 identicon

Og gætum lækkað vöruverð enn meira með því að taka landbúnaðar kerfið í gegn.kv

þorsteinn þorvaldsson (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 13:27

10 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Sæl verið þið öll. Ég held að enginn velkist í vafa um það, að Bónusverslanirnar hafa verið til góðs fyrir hinn almenna neytanda á Íslandi. En það sem mér þykir vænst um er að vera kallaður grínari.  Nú ætla ég aðeins að bæta við grínið og segja eins og margir Sjálfstæðismenn hafa sagt við mig, þegar atvinnumál ber á góma. Af hverju í ósköpunum, Björn Heiðdal hefur þú ekki farið út í verslunarrekstur og gert þitt til lækkunar matarverðs ? Ein spurning til þín Þorsteinn.  Hvað varð um lækkun matarskattsins sem ríkisstjórnin gerði ? Og áfram má spyrja. Heldur þú virkilega að neytendur fái þann pening í vasann, ef leyft verður frjáls innflutningur á kjöti, sem sjálfsagt verður á lægra verði, en íslenskar í dag ? 

Þorkell Sigurjónsson, 9.4.2008 kl. 14:08

11 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Ég viðurkenni það að virðisaukaskattinum var stolið að hluta.En við meigum ekki nota það sem átillu fyrir því að breyta ekki landbúnaðar vittlausinni,og tollamálum.Til lángs tíma litið þá verður það öllum til góðs,bæði bændum og neitendum.þú hlítur að vera sammála? kv 

þorvaldur Hermannsson, 9.4.2008 kl. 16:21

12 identicon

Það kemur mér ekkert á óvart að fæstir virðast átta sig á að þessar "gjafir" eru bara auglýsingafé.

"Þeir gefa stórar peninga gjafir til Hjálparstarfs kirkjunnar og Mæðrastyrksnefndar fyrir hver jól."

Hvar er hægt að auglýsa meira fyrir minni pening?

Og enn færri virðast vita að "Bónus" konseptið er ekki séríslensk uppfinning. Ef Bónus væri ekki hér, þá værum við kannski með einhvað ennþá betra eins og Aldi eða Lidl.

Kristján (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 23:51

13 Smámynd: Björn Heiðdal

Ég get upplýst ykkur um að ég stend í þjónustu og verslunarrekstri.  Hjá mér starfa 13 manns á betri launum en Bónus býður.  Ég er með töluvert lægri álagningu en Bónus en er samt með betri þjónustu við viðskiptavini mína.  Þið ættuð að breyta "Bónus býður betur" í "Bónus græðir meira".  Það er bara rangt að Jón Ásgeir og pabbi hans séu jólasveinar með pakka nema kannski rétt fyrir Jólin og ljósmyndara.

Björn Heiðdal, 10.4.2008 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 249564

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband