Á MEÐAN ÍSLAND BRENNUR.

632-220


Er það ekki grátbroslegt,

að á meðan Íslenskri þjóð "blæðir"

skuli þingmenn vera að  velta sér upp úr

hæfi eða vanhæfi þessa eða hins þingmannsins?

Greinilegt er, að ríkistjórnin virðist ekki vita sitt rjúkandi ráð,

tvístígandi og ráðalaus.

Á meðan stöðvast smátt og smátt tannhjól atvinnulífsins.

Smærri fyrirtæki og nú einnig þau stærri

"þorna upp" gefast upp.

Engin þjóð vill koma okkur til hjálpar, ef frá eru taldir Færeyingar

og svo Norðmenn.

Gjaldmiðillinn okkar krónan virðist í dauðateyjunum

og Evran ótæk þar sem ESB hótar refsingum.

Eitt ráð væri í þessum gjaldeyris hrakningum okkar,

og það er að taka upp Dollar meðan það er hægt

og gefa Evrópu þar með langt nef.


mbl.is Menntamálaráðherra ekki vanhæf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þorkell. við viljum ekki að sömu þjófarnir og settu okkur á hausinn séu skiptastjórar í þrotabúinu. Það gerir illt verra.

Af hverju viltu gefa Evrópu langt nef? (Við erum reyndar búin að þvi.) En viltu gera illt verra.

Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 16:04

2 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Sæll keli.Ég er í nýrri fartölfu sem ég var að kaupa ofsa gripur.kv

þorvaldur Hermannsson, 12.11.2008 kl. 20:06

3 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Í augnablikinu sé ég enga lausn í því, að kjósa til alþingis. Tel að núna þurfi myndunar þjóðstjórnar, sem leysa muni m.a. hvaða mynt kæmi í stað krónunnar. Þá væri það Dollar eða Norsk króna. Þjóðstjórn sem hrinda mundi því í framkvæmd væri Sjálfstæðisflokkur, Vinstri Grænir og sennilega Framsókn. Ég tel að forseti vor hafi talað þannig til Evrópuríkja svo öll heimsbyggðin skilji, sem sagt enga tæpitungu og er það að mínu skapi.

Til hamingju með það Þorvaldur. Vonandi kemur þá eitthvað frá þér á næstunni? Kær kveðja til þín.

Þorkell Sigurjónsson, 12.11.2008 kl. 20:59

4 identicon

Eru þeir ekki bara að reyna að beina athyglinni frá aðalvandamálinu?

Daníel Þórhallsson (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 22:07

5 identicon

Sæll félagi, maður er rétt að átta sig á þessu öllu. Bankarnir fóru ekki í gjaldþrot , voru ekki þjóðnýttir, en þeir voru yfirteknir, með nýjum lögum, komnir í gjaldeyrisþrot, fóru semsagt í 90 gráður, er talað um. Lífeyrissjóðir og aðrir eigendur bankana, hljóta að eiga sinn hlut áfram. Landsbankinn á eignir umfram skuldir. Það sama á við hina bankana minsta kosti Kaupþing.

Gísli grúskari frá Hólsh. (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 249603

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband