HARÐLYNDUR HÖFÐINGI.

 

 

c_dotari_fyndi_feitur_ma_ur

 

Nú er í tísku að rakka niður alla þá sem einhverju ráða á Íslandi í dag og þá helst,

embættismenn eins og sýslumenn, alþingismenn, bankamenn og fleiri sem einhverju

ráða í þjóðfélaginu okkar.

Fyrir rúmlega tvö hundruð árum síðan, var harðlyndur höfðingi,  sem Bjarni hét

og var sýslumaður  á Þingeyrum og má  segja það,  að þeir sem ráða á Íslandi

í dag eru aðeins sunnudagsskólabörn miðað við,

 hann Bjarni Halldórsson sýslumann. 

Honum er svo lýst,  að andlitið var svipmikið og mikilúðlegt, nefið stórt og bogið

niður;  augun voru fögur smá og snör..

En mesta athygli vakti þó líkamsvöxturinn, því maðurinn var feitur með ólíkindum,

enda vegur hann hvorki meira né minna en 360 pund og undirhakan nær niður á

bringu.  Hann hefur tvær sessur fram á hnaknum til að styðja undir ístruna.

 

Bjarni var lærður maður og lögvitur og vel að sér í tungumálum.

Talaði latínu og grísku,  svo og frönsku og þýsku, einnig vel fleygur í dönsku.

Bjarni var mikill málafylgjumaður og átti alla sína löngu embættistíð í flóknum

málafelum.

Þannig átti hann til dæmis í flóknum málaferlum við Jóhann Gottrup á Þingeyrum,

og bar þar hærri hlut, sem endranær.

 

Og lýsti það skapsmunum Bjarna  og hörku að hann reið suður að Bessastöðum

árið 1744 og stefndi amtmanni dauðum!

Hann fór með tvo votta í kirkjugarðinn á Bessastöðum og las þar stefnu yfir gröf

Lavrenz amtmanni.

 

 

 

 

Úti á Skagaströnd hafði svo borið við, að Pétur nokkur hafði hent það ólán að eiga

barn með stjúdóttir sinni, er Ingibjörg hét.

Bjarni sýslumaðir fregnaði þetta og lét draga sötuhjúin fyrir dómstóla,  sem voru

dæmd til dauða, en málinu skotið til úrskurðar hátignarinnar í Danmörku.

Bjarn varð því að geyma Pétur og Ingibjörgu yfir veturinn,  en hið óvænta

skeði að þau eignuðust annað barn.

Þá þótti Bjarna sýslumanni bikar spillingarinnar fullur og beið ekki eftir svari

frá konunginum,  en lét umsvifalaust fara með þau að Þorkelhóli í Víðidal

og drekkja Ingibjörgu,  en hálshöggva Pétur.

En rétt í því er lokið var að hálshöggva Pétur og blóðið rann enn úr búknum

kom sendimaður með bréf, sem komið hafði með Höfðaskipinu.

Bréfið var um lífgjöf fyrir bæði, en nú var það of seint.

Sagt er að Bjarni hafi orðið sótrauður í andliti og hann hafi sett hljóðan,

þegar hann las bréfið.

 

 

Þrátt fyrir þessa hörku átti Bjarni það til að vera höfðinglundaður við fátæka.

Þannig gaf hann árið 1763 heila jörð til fátækra og þar með sýndi  hann

að hann var ekki eins sínkur og hann var harður.

 

 

 

Það var svo rétt fyrir jólin 1772 að Bjarni varð veikur, annars varð honum ekki

hvillasamt um dagana.

Einn daginn var ráðskona hans að hagræða honum í rúminu og sagði þá

eitthvað á þá leið,  að hún héldi að guð mundi bráðum fara að taka sýslimanninn

til sín.

Bjarni varð fokvondur og sagði:

Spáir þú mér dauða, tausin þín!. En um leið tók hann spanskreyr-prik,

sem hann ávallt hafði fyrir ofan sig og ætlaði að slá til kerlingarinnar,  en hún

vatt sér undan,  og Bjarni féll fram á gólf.

Þetta var mikið fall,  og varð að sækja heimamenn til að koma karli uppí aftur.

Eftir þetta elnaði Bjarna sóttin,  og loks andaðist hann á þrettándanum,

6. janúar 1773.

 

 

Jarðaför Bjarna varð hin sögulegasta og þar fór allt í handaskolum.

Þegar átti að fara að bera líkið til grafar,  skall á hin ógurlegasti bylur með mikilli

frosthörku  og fór allt í ólestri.

Hankarnir slitnuðu úr kistunni,  sem eðlilega var þung,

og fór hún á endann niður í gröfina.

Þá bilaði höfðagaflinn og kom líkið út um hann.

Illviðrið var svo mikið, að menn kól á höndum og andliti..

Svo var mokað ofan í gröfina, án þess að hægt væri að laga kistuna.

Það var heldur ekki gert síðar, og stendur Bjarni sýslumaður þar enn á höfði

í gröf sinni.

 

 

 

 


MAGNÚS NOKKUR SÁLARHÁSKI.

 

 

Untitled
Gunnar Salómonsson á yngri árum var mikill atgerfismaður.

Flakkari eða förumaður er maður sem ferðast milli staða,  hvort sem er til ferðalaga,

eða vegna þess að viðkomandi á hvergi heima og er á vergangi.

Flakkarar settu töluverðan svip á íslenskt þjóðlíf, allt frá landnámi að upphafi 20.aldar.

Svona segir í skýringum um flakkara, eða förumenn.

Vigga var ein af þessu fólki,  sem ég persónulega sá og hefi ég lítillega greint frá því.

 

Magnús sálarháski telst vera einn af þessum förumönnum og var hann atgervismaður

bæði að greind og líkamsburðum laginn vel, en lítill auðnumaður.

Viðurnefnið "sálarháski" fékk Magnús,  þegar hann var inntur eftir því,  hvort honum

væri ekki nær að koma sér í skipsrúm og reyna að draga einhverja guðsblessun úr sjó,

heldur en að gerast útilegumaður,  eins og Magnús reyndi.

Þessu svaraði Magnús,  að hann teldi það mikinn lífsháska.

Þetta tilsvar flaug víða, og spjátrungarnir afbökuðu það og kölluðu "sálarháska".

Upp frá því bar Magnús þetta viðurnefni.

 

 

Einhverju sinni komu vinnukonur hægðarlyfjum í litlaskattinn hans (Magnúsar)

og með því getað rakað hann uppí rass. ( haft við honum að breiða á í teignum um leið

og hann sló).

Magnús hóf sláttinn aðeins á brókinni einn saman.

Þegar líða tók á daginn sáu vinnukonurnar að Magnús tók að linast við sláttinn,

og hlógu nú  dátt.

Magnús leit til þeirra illilega,  er hann sá að þær voru farnar að ganga nærri honum

í slægjunni, en því var hann ekki vanur,

 enda mikill sláttumaður.

Gerði hann sér þá lítið fyrir og fór úr brókinni og henti í slægjuna.

Tvíhenti hann nú orfið og var nú kviknakinn og sló engu minna en hann var vanur.

Ekki gaf hann sér tíma til að ganga örna sinna, sem aðrir menn,

heldur "teðjaði" (skeit) hann heyvöllinn, meðan hann skáraði.

 

Það var hvort tveggja, að vinnukonum þótti ljáin hjá Magnúsi ekki þrifaleg og fyrir

blygðunarsakir vildu ekki ganga svo nærri honum,  þar sem hann sló grasið

óklæddur sem Adam fyrir syndafallið,

en hvorki þá né síðar gat nokkur kaupakona hrósað sér af því,

að hafa "rakað Magnús upp í rass".

Stuðst við bókina "MEÐ VORSKIPUM"

 

 

 

 


FÖRUKONAN VIGGA.

 

 

_DSC0131
Sjálfsmynd af frægasta flakkara Íslands, Sölva Helgasyni.

Ég hefi löngum þótt áhugavert að lesa um það fólk sem áður fyrr á öldum,

var kallað, flakkara (förumenn, eða konur).

Í nokkur skipti hefi ég lesið bók Davíðs Stefánssonar um líf þess flakkara íslenskan,

 sem einna frægastur hefur orðið Sölvi Helgason, eða eins og hann sjálfur

kallaði sig, Sólon Íslandus.

Það að ég brydda á þessu áhugamáli mínu er einfaldlega vegna þess að ég

sjálfur varð þess aðnjótandi,  að hitta síðastu förukonu á Íslandi.

img088
Í barnsminni mínu var Vigga líkust galdranorn.
Vonandi fyrirgefur Vigdís mér þetta riss.

Það eina sem ég hefi grafið upp um Vigdísi Ingvadóttir eins og hún hét fullu nafni,

er úr "Vítt og breitt".

Þar segir frá henni í nokkrum orðum m.a:

Hún notaði alltaf orðið hvíta um skyr, kallaði skyr aldrei annað en hvítu.

Hún var sérkennileg eins og oft var um förufólk, hafði sinn hátt á ýmsum hlutum.

T.d. hafði hún mal og reisti um öxl sér, einnig gekk hún með stafprik sér í hönd.

Á ferðum um sveitina sem var þá aðalega í Mýrdalnum,  átti hún það til að hefja

upp raust sína og kveða fyrir fólkið og þá vildi hún gjarnan hafa vetling fyrir

framan sig eins og hú væri að lesa af bók.

Hún átti til að vera meinleg í tilsvörum.

Engum datt til hugar að fela henni verk. Vísast hefur það ekki þótt góðri lukku stýra.

Förukonan Vigdís gat dvalið frá einni nóttu upp í tvær þrjár og það var vissulega

viðburður þegar hún kom,  en stundum voru ekki allir sáttir af sumum háttum hennar.

 

img084
Eystra-Skagnes í Mýrdal.

 

img086
Fyrir framan bæinn Skagnes:
Til vinstri húsmóðirin Sigríður Heiðmannsdóttir Sveinbjörn skósmiður í Eyjum
Húsbóndinn Jón Hjartarson drengur, Halldór Björnsson síðar baráttumaður innan
verkalýðshreyfingarinnar, Anna Guðrún móðir bloggara þessarar síðu svo og faðir minn,
Sigurjón Sigurðsson þá dæturnar á bænum þær Guðbjörg og Guðríður, sú stutta var gestkomandi,
og svo Svavmundur og Þorsteinn en þeir voru synirnir á bænum.
Myndin líklega tekin árið 1943.

 

Á Skagnesi var bróðir minn Viktor í sveit frá fimm ára aldri og þar til hann var orðinn

fimmtán ára,  en aðeins að sumrinu til.

Það að ég sá og hitti Viggu á Skagnesi var á árinu1946 og ég man það fjarska vel,

þegar móður mín gaf mér og systur minni tvær krónu til að gefa kerlu.

Okkur systkynunum stóð mikill stuggur af henni Viggu,  en ekki man ég til þess að

hún á einn né annan hátt hrelldi okkur krakkana á bænum.

 

img085
Móðir mín Anna Guðrún,  Viktor bróðir, ég og svo Jón Ólafsson sem
var þarna einnig í sveit,  en hann er frá Rvk.

 

Bróðir minn Viktor sem er nokkrum árum eldri en ég hefur sagt mér af því,

að á stríðsárunum voru hermenn algengir í Vík í Mýrdal,

en á Reynisfjalli var og er lóransstöð þar sem herinn átti bækistöð.

En hermennirnir voru hræddir við Viggu og fannst sem hún gæti vel verið

galdranorn samkvæmt útliti og háttum hennar.

Hún,  Vigga átti það til að pota í hermann ef hún komst í færi við þá,  en slíkum

"tratteringum" voru hermennirni ekki hrifnir af.

Eitt var það sem krökkunum á Skagnesi þótti verulega sniðugt og það var,

þegar Vigga fór á kamarinn,

því þá  sagðist hún þurfa að fara út  til  að "verpa".

Sjálfsagt munu  fleiri sagnir vera til um hana Viggu en í barnsminni mínu grópaðist

mynd af henni sem auðvitað dró dám af forneskjulegu útliti hennar og svo

auðvitað stórri vört,  sem prýddi nefið á henni,  engin furða að við systkynin,

sem vorum á þessum árum aðeins fjögurra og þriggja ára gömul, værum

svolítið hrædd við hana.

 

 

 

 

 

 

 


 


ÍBV ÍSLANDSMEISTARAR AÐ ÁRI, AÐ SJÁLFSÖGÐU.

 

 

P1010495

 

Til hamingju ÍBV með frábært sumar og stórglæsilegan árangur.

Liðið náði því takmarki að komast í Evrópusæti,  sem enginn tók alvarlega,

þegar Heimir setti það takmark í vor.

Menn bara brostu og höfðu allavega einhverjir,  ekki mikla trú á stórum afrekum ÍBV.

En annað átti eftir að koma í ljós.

Því miður gaf lið ÍBV svolítið eftir í síðustu leikjum sínum,  sem kom í veg fyrir

að þeir hefðu geta landað Íslandsmeistaratitlinum í ár.

En auðvitað er þetta töpuð orrusta en stríðið heldur áfram og þar er engin ástæða

til annars en setja markið á efsta sætið að ári.

En ég vil þakka ÍBV og óska þeim til hamingju með frábæran árangur,

svo og öllum öðrum einlægum stuðningsmönnum ÍBV.

ÁFRAM ÍBV.

ÁFRAM ÍBV. 


mbl.is Keflavík gerði út um vonir Eyjamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÍSLANDSMEISTARATITILL AÐ ÁRI HJÁ ÍBV.

 

 

478920

 

Því miður náðu mínir menn,  ÍBV ekki að landa Íslandsmeistaratitli í ár,

en samt getum við vel við unað.

Til hamingju Kópavogsbúar með það að vera í fyrsta sinni orðnir

Íslandsmeistarar.

Ég óska mínum mönnum í ÍBV liðinu til hamingju með frábæran árangur í sumar.

Þetta var markmiðið hjá ÍBV að ná  Evrópusæti og það tókst.

Á næsta ári verður að sjálfsögðu markmiðið að verða Íslandsmeistarar, það er engin

spurning.

Og eins og ávallt,

áfram ÍBV.


mbl.is Breiðablik er Íslandsmeistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER GUÐ ALMÁTTUGUR Í ÍBV ?

 

 

P1010748
Hér sér inn í kórinn í hinni íðilfögru kirkju í Östersund.

P1010750 
Stuðningsmaður ÍBV nr. 1 krýpur í sumar við gráturnar og biður heitt og
innilega fyrir góðu gengi liðsins,  sem varð staðreynd og vonandi
skilar það ÍBV í efsta sæti deildarinnar á morgunn.

P1010754
Til enn frekari áherslu á bæninni við gráturnar tók ég mér Biblíuna í hönd og las nokkrar
ritningargreinar á sænsku fyrir framan altarið.

P1010752 
Að lokum blessaði ég,  viss um fulltingi almættisins við lið mitt ÍBV
og alla í EYJUM.


"FARVEL" VINSTRI GRÆNIR.

 

 

clonred

 

 

Hingað til hefi ég nokkuð svo, verið að tjá mig um pólitík og það sem efst er á

baugi í stjórnmálalífi þjóðar okkar.

Nú er ég ákveðinn í, 

að þetta verði síðasta blogg mitt sem lýtur að því,

sem gerist innan og utans alþings.

Mælirinn er "fullur."

Ég sé ekki að neitt jákvætt sé að gerast í kjölfar hrunsins,  nema síður séð.

Ástandinu á alþingi er best lýst,  að þar fari daglega fram leðjuslagur þingmanna,

s.l. 19 mánuði og ekkert rætt um stöðu þeirra sem hingað til hafa misst,

vinnuna og þakið yfir sig og fjölskylduna,  þannig að framundan hjá þessu fólki er

aðeins svartnættið eitt eftir.

Ég skammast mín fyrir að vera skráður í stjórnmálaflokk, sem spilar á sína fiðlu

á meðan allt brennur til grunna í kringum þá.

Það er komið að leiðarlokum hjá mér og þeim flokki,  sem ég var skráður í

VG.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Skilar áliti á laugardag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VIÐ ERUM GINNINGARFÍFL STJÓRNMÁLAMANNA.

 

 

P1010523

 

Það varð  mér á,

þegar ég las um  viðskipti almúgamannsins,

Eirík á Brúnum og bæjarfógeta þeirra Reykvíkinga fyrir rúmum tveimur öldum síðan,

hvar rödd fógeta var þykkjuþung,

fas hans og svipur markað þeim embættishroka, sem þótti kurteisi í viðskiptum

valdsmanna við almúgann,

að setja þetta svipleiftur úr fortíðinni í okkar umhverfi dagsins í dag.

Þar á ég við,

 að enginn,  já enginn sem leyfir sér að kvarta yfir meðferð þeirra,

sem landi okkar stjórna eru ekki einu sinni fáanlegir til að hlusta og því síður að

leysa úr vanda þúsunda Íslendinga á þessum síðustu og verstu tímum.

Ég sem tel mig einlægan vinstri mann, 

 þegar pólitík er annars vegar, sé og heyri 

hvernig alþýða mann hefur verið keyrð í þrot frá öllum sjónarhornum af okkar

stjórnmálamönnum og er þá sama hvort það eru þeir til vinstri,  eða hægri.

Því sárara er það,

 að ég sem vinstri maður sem trúað hefi á gildi félagshyggju og réttlætis,

  verð að kokgleipa  úrræðaleysi  vinstri stjórnar og það sem verra er,

að þeirra góða og manngæskufulla stefna fyrir betra lífi almúgans,

reynast þegar á hólminn kemur,

aðeins loftið eitt.

Ég sá þann ágæta þátt, "silfur Egils" í gær og sú persóna sem ég allavega hefi

bundið vonir mínar við að myndi eitthvað gott láta af sér leiða í þágu almennings,

Lilja Mósesdóttir virðist koma auga á brotalömina sem viðgengst gagnvart fólki,

en því miður virðist hún ekki frekar en aðrir innan stjórnarinnar hafa döngun í sér,

að gera eitthvað raunhæft fyrir illa sett almúgafólk í þessu landi, en minna hefur henni

orðið úr verki en í orði, 

 því miður.

Svo niðurstaðan er því  þessi:

Ég,

 og auðvitað allir aðrir erum aðeins hafðir að ginningarfíflum þeirra,

 sem í dag kalla sig á Íslandi,

stjórnmálamenn.

   


ATLI MISSKILUR MIG VITLAUST.

 

 

%7Bee72cc6f-5dfc-45f2-89b0-2b70b828d8a4%7D_kossabandalagi%F0
Hrunakossinn..

Það er raunarlegt og jafnvel broslegt hvernig fyrrum ráðherrar

hrunasjórnarinnar gera sjálfa sig  að algjörum fíflum.

Þeir læðast í kring um staðreyndir mála  eins og kettir í kringum heitan

graut.

Hrokinn í þessu liði er með eindæmum og auðvitað viðurkennir þetta lið

enganveginn þá sraðreynd,  að hafa komið þjóð sinni á vonarvöl.

Þessir ráðherra skálkar ættu hiklaust að vera dæmdir á sem óvægilegasta hátt,

 því fyrr,  því betra. 

Þau eru engu berti en þjófar fyrri alda,  sem sáu sér þann kost vænstan,

að flýja til fjalla og þar væri þetta lið best geymt..

  

 


mbl.is Ingibjörg: „Betra að veifa röngu tré en öngu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband