7.9.2010 | 20:36
ÓLAFUR JÓ. ER ÍSLANDI TIL SKAMMAR OG Á HIKLAUST AÐ VÍKJA.
Mér er spurn?
Hvað erum við endalaust að halda uppá þjálfara sem sýnir engin framför með lið sitt?
Hér á ég auðvitað við Hafnfirðinginn,
Ólaf Jóhannesson.
Það er brandari að þessi maður skuli fá endalaust að sanna getuleysi sitt sem
stjórnandi A-landsliðs okkar í knattspyrnu og eyða fé KSÍ í ekkert, nema tap og aftur
tap.
Nú hljóta allir að segja hingað og ekki lengra.
Afsakanir þeirra sem stjórna íþróttamálum fjölmiðlanna sem á einn eða annan
hátt eru yfirlýstir FH-INGAR,
hafa hingað til í umræðunni tekið silkihönskum á getuleysi landsliðsins undir stjórn
Ólafs.
Ég segi hingað og ekki lengra.
Nú þarf að finna hæfan mann í brúna og ná upp þeim baráttuanda sem Íslendingar
hafa komist svo langt á í leikjum A-landsliðsins.
Því fyrr sem núverandi þjálfara er sagt upp störfum, því betra.
Ég get vel séð Ólaf Jóhannesson fyrir mér sem sæmilegan þjálfara
í neðri deildum á Íslandi.
![]() |
Grátlegt tap gegn Dönum á Parken |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
6.9.2010 | 22:30
UM MIÐJA SÍÐUSTU ÖLD Í SVEITINNI.
Fjögur sumur, 1954-5-6-7 var ég vinnumaður hjá Magnúsi í Neðradal Mýrdal.
Magnús var vandaður maður og blótaði aldrei hvað sem á gekk og lagði ekki til eins
né neins á nokkurn hátt.
Magnús var lágur vexti og grannur, en seigla og þolinmæði voru hans aðall.
Hann ætlaðist líka til af mér, að ég legði mig fram við bústörfin og þar var
ekkert slegið af.
Margir drengir höfðu verið í Neðradal og nokkrir á eftir mér, sem flestir komu frá
Eyjum.
Má þar nefna eins og,
Sigurgeir og Hávarð Sigurðssyni frændur Magnúsar.
Gísla eða Bói á Túninu, Kristinn Viðar frá Héðinshöfða, Óli Tótu og svo á eftir mér
kom Þórarinn eigandi Geisla, svo einhverjir séu nefndir.
Heyskaparvinnubrögð voru í anda gamla tímans.
Allavega fyrsta sumarið mitt, en annað sumarið fékk Magnús sér dráttarvél,
sem auðveldaði nokkuð og létti undir sveitastörfin.
Fyrsta sumarið mitt var slegið með hestasláttuvél allt sem hægt var,
en dag eftir dag varð maður samt að slá með orfið og ljá.
Vorverkið hjá mér var að dæla úr hlandforinni með handdælu í þessa
tunnu og dreift á túnið. Þetta var fjandi erfitt fyrir ellefu ára dreng.
Annað sumarið var dráttarvélin komin til sögunnar....
Gamli og nýi tíminn sameinaður. Keli á dráttavélinni, en Magnús á
hestarakstrarvélinni sem við tengdum Deutsinum.
Ætlunin var að birta bréfkorn sem ég skrifaði heim meðan ég dvaldi í sveitinni,
en vegna tímaskorts geymi ég það til í næst, þegar ég lít áfram til áranna og
dvalar minnar í sveitinni og vann þar í sveita míns andlitis.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2010 | 21:11
MINNING UM MANN, BJÖRN ÍVAR KARLSSON LÆKNIR FRÁ EYJUM.
Útför Björns Ívar Karlssonar skurðlæknis fór fram í kyrrþey í Landakirkjunni,
þann 29. júlí s.l.
Ekki gat ég verið við útför mágs míns og vinar.
Björn var í sambúð við systir mína, Sigríði Þórönnu Sigurjónsdóttur og áttu þau
saman soninn Karl Björnsson.
Sigríður lést um aldur fram aðeins tvítug að aldri og var þá sonur þeirra Karl
tveggja ára gamall, árið 1964.
Við Björn áttum eitt sameiginlegt áhugamál ef svo mætti að orði kveða,
en það var að báðir vorm við góðir liðsmenn Bakkusar konungs.
Þrátt fyrir hástemmdar yfirlýsingar Björns lengi vel um að hann skyldi aldrei
nei aldrei, hvorki reykja né bergja áfenga drykki, þá fór það nú á annan veg.
Ýmisslegt gæti ég tínt úr sarpi minninganna um það sem við Björn brölluðum,
þegar sá gállinn var á okkur, en það bíður um stund.
Björn Ívar var skurðlæknir hér í Eyjum til margra ára og var mjög fær á því sviði.
Til gamans,
þegar hann var að læra fór ég í eitt skipti til hans til að láta hann taka smá
húðsepa á handarbaki mínu.
Kannski ekki nauðsynlegt, en Björn vildi endilega æfa sig á mér og skera
sepann burtu.
Allt gekk það nú eins og hans var von og vísa, en ég var glansvakandi og
horfði á Björn fara fimlega með hnífinn, en mér varð svo um, að það ætlaði að
líða yfir mig.
Björn sá hvað verða vildi, að ég var að líða útaf og gerði sjálfsagt það eina rétta,
hann skvetti smá lögg úr vatnsglasi framan í mig og við það hresstist ég.
Við gerðum stundum seinna grín okkar í milli að þessu litla atviki og vorum
sammála um, að slíkar aðfarir væru ekki við hæfi á aðra sjúklinga.
Nokkrar myndir sem ég birti hérna eru úr lífi Björns Ívars vinar míns og sýna þær að
hann kom víðar við en við skurðarborðið.
Björn Ívar ásamt seinni konu sinni
Helgu Jónsdóttir.
Sigríður Þ Sigurjónsd. fyrri kona Björns ásamt Karli syni þeirra 8 daga gömlum.
Í dag er Karl starfandi læknir hérna í Eyjum.
Björn var klókur og góður skákmaður.
Björn m.a. átti nokkrar rollur, sem honum þótti gaman að stússast
i kring um.
Í lunda fór hann þegar færi gafst.
Úteyjarlífið heillaði Björn. Hér er hann ásamt Helgu að
koma heim úr úteyjum.
Þessi var notaður í Reykjavík á námsárunum.
Feðgarnir, Karl og Björn Ívar við Tjörnina í Rvk.
Feðgarnir Snorri og Björn Ívar tilbúnir í slaginn.
Dægurmál | Breytt 5.9.2010 kl. 13:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2010 | 17:57
AÐ VERA Í SVEIT FYRIR RÚMLEGA HÁLFRI ÖLD SÍÐAN.
Þegar ég var ungur drengur var það til siðs,
að börn og unglingar voru send í sveit eins og það var kallað.
Ég, gerðist vinnumaður 1954 aðeins ellefu ára gamall og var það hjá
Magnúsi Þórðarsyni, Neðradala í Mýrdal.
Magnús bóndi Þórðarson í
Neðradal.
Magnús þessi átti og á hér í Eyjum frændfólk svo og bræður , þá Sigurð á Boðaslóð 2
og Ásbjörn netamann, sem lengi bjó við Brekastíg, en báðir eru látnir.
Fyrsta sumarið mitt í Neðradal var ráðskona héðan úr Eyjum, hún Gunnlaug
konan hans Þórarins kennara og föðurbróðir Magnúsar.
Ólafur Gränz, Lauga Þórarins, Óli yngri, Silli sonur Laugu
Keli vinnumaður, Lóló dóttir Laugu og Magnús bóndi.
Til að komast í sveitina var flogið á Skógarsand, en þangað var áætlun
Flugfélagsins á laugardögum yfir sumarið.
Þangað var maður svo sóttur af einhverjum bóndanum úr Mýrdalnum sem átti jeppa.
Oftar en ekki kom það í hlut Óskars á Brekku sem átti ágætan Willýs jeppa,
en hjá honum var í sveit eitt sumarið vinur minn og skólabróðir,
Kristinn Baldvinsson.
Á þessum árum uppúr 1950 voru símar á flestum bæjum í Mýrdalnum.
Ein lína var fyrir nokkurn fjölda bæja svo að hver og einn bær hafði sína hringingu.
Í Neðradal var hringingin tvær langar og tvær stuttar.
Stundum og sérstaklega á sunnudögum ef ekki var þurrkur fékk maður frí
og gat þá komið til þess að ég hlustaði á hvað sveitungarnir voru að hjala í símann
og voru það oftast almenn málefni, sem allir máttu heyra.
Á rúmlega hálfri öld síðan þetta var þykir
ekkert tiltökumál,
að börn allt niður í tíu ára hafi síma hengdan um hálsinn og sjá menn hversu breytting
mikil hefur orðið á í okkar ágæta land.
Til að þurfa ekki að nota símann sem allir hleruðu,
var oft notast við að skrifuð voru sendibréf, en lítill tími var til þess vegna anna,
því maður var látinn vinna frá morgni til kvölds eins og orkan leyfði.
Eitt bréf datt ég á í dóti nokkru sem móðir mín skildi eftir sig og er það bréf stílað á
mig og hljóðar lauslega þannig:
Vallargata 18, 1-7- 1955.
Elsku Þorkell minn.
Af okkur er allt ágætt að frétta.
Það hefur verið mikið að gera núna síðasta hálfan mánuðinn.
Margir að byggja og í síðustu viku hafa verið 5-8 bílar hjá Bænum, sumir að bera
ofaní vegi og aðrir keyra ýmsu drasli, því það búið að hreinsa allsstaðar í bænum
fyrir komu forsetans,
sem á að koma á sunnudaginn.
Annars var ég svo óheppinn að brjóta drif í bílnum mínum er ég var að keyra
Botnmöl og sem kostaði mig 10 daga stopp.
Viktor bróðir þinn er alltaf að vinna og í golfi á kvöldin.
Systir þín oftast að leika sér með hinum og öðrum stelpum eins og þú þekkir.
Annars fékk hún vinnu í skreið í smá tíma um daginn.
Óli Óskars er farinn í sveit austur á land.
Óli Gränz er búinn að kaupa sér drossíu, en fékk ekki inntöku á Litlu-bílastöðina,
annars er hann að kenna og ekur eitthvað smotterí með.
Þann 7. byrjar lundatíminn og reikna ég ekki með því, að ég fari mikið
í lunda þar sem mikið er að gera.
Það væri þá helst að Viktor bróðir þinn færi um helgar, en þá verður líka að vera
sæmileg átt.
Við sendum þér hérna svolítið af "gotti" og gefðu nú krökkunum eitthvað líka.
Mamma þín hefur það svona sæmilegt svona eins og vant er.
Viktor var að koma heim úr golfi núna og var frekar aumur,
því hann sló golfkúluna í kinnina á honum Reyni vini sínum og við það
stokkbólgnaði kinnin og var á að líta sem lítill fótbolti og
öll blá og marin.
Jæja væni minn,
allir biðja að heilsa þér og vertu nú margblessaður og sæll.
Þinn pabbi Sigurjón Sig.
Faðir minn, Sigurjón Sigurðsson
vörubílsstjóri.
Kannski hafa einhvejir gaman af því sem fram kemur í sendibréfi föður míns,
en svo langt man ég að ég fagnaði vel bréfin því arna,
en ennþá meir var ég þó glaðari og ánægðari, að fá slatta af gottiríi,
að heiman.
Næst birti ég bréf,
sem ég skrifaði heim til fjölskyldu minnar á frá þessum bernsku dögur úr sveitinn.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2010 | 20:39
ÍBV SÝNDI STYRK SINN, ÞEGAR Í HARÐBAKKANN SLÓ.
Ja hérna.
Ennþá er liðið mitt ÍBV efstir í Pepsídeildinni.
Að vera lungað úr leik Fylkis og ÍBV áðan, einum færri og á erfiðum útivelli
nær ÍBV að sigra.
Alveg frábært og nú finnst mér komið að tímamótum í tímabili liðsins,
sem átt hefur nokkuð dapra leiki eftir þjóðhátíðina.
Nú getur ekkert stoppað ÍBV liðið í því að halda toppsætinu til loka mótsins.
Kannski var það þetta sem vantaði, baráttuna og leikgleðina og það að missa mann af
velli hefur greinilega orðið til að þjappað leikmönnum saman eins og
gerðist í byrjun mótsins.
Til hamingju,
leikmenn og þjálfari ÍBV og allir þeir sem voru á Fylkisvellinum,
sem voru fjölmargir og yfirgnæfðu stuðningsmenn Fylkis með
hvatninguni, sem mér finnst svo vænt um,
áfram ÍBV,
áfram ÍBV.
![]() |
Eyjamenn unnu einum færri, áfram efstir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 20:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.8.2010 | 13:42
HEIMA ER BEST.
Sæl og blessuð verið þið öll nær og fjær.
Það eru nokkrir dagan síðan heimkomu mína bar að,
en ég er fyrst núna að komast í gang hérna við lyklaborð tölvunnar minnar.
Kannski gleðjast einhvejir, kannski verða aðrir fyrir vonbrigðum,
en ég læt mér það í léttu rúmi liggja,
því ég blogga fyrst og síðast fyrir mig og ánægjunnar vegna.
Það má segja að nú fyrst eftir heimkomuna finnst mér ég vera kominn í það jafnvægi,
að geta sest við tölvuna og tjáð mig.
Að ég er loksins sestur aftur hérna heima eftir tveggja mánaða ánægjulega
dvöl með dóttur minni og tveimur barnabörnum í Svíþjóð segir mér,
að hversu gott er um tíma að vera fjarri sinni heimabyggð,
þá er alltaf best að vera Vestmannaeyingur og eiga heima hérna
í Eyjum eru forréttindi,
sem enginn hefur nema við sem fædd eru hérna og eigum okkar heimili.
Það er af mörgu að hyggja og ætlunin að vera á vaktinni.
Nú er ég búinn að brjóta ísinn og ekki aftur snúið,
en nóg í bili.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.8.2010 | 13:50
MEIRA SPAUG OG MEIRA AF ÍTHRÒTTUM HÉRNA INNANLANDS.
Ég held satt ad segja ad vid Íslendingar megum ekki vid thví ad vera án
Spaugstofunnar.
Ekkert er eins upplífgandi og gódur húmor, sem vid Íslendingar thurfum svo
tilfinnanlega á ad halda einmitt núna.
"Gledipillur" eins og vill kalla thär,
th.e.a.s. allar gerdir lyfja sem vid notum til ad halda
sämilegri gedheilsu er ég viss um ad stórlega myndi minnka,
ef vid bärum gäfu til ad halda lífi í Spaugstofunni.
"Dagblad allra landsmann"
eins og Mogginn kallar sig stundum finnst mér hid
mesta hád, thví their hjá Mogganum räkja illa skyldur vid landsbyggdina,
thega ad fótboltinn er annars vegar.
Myndasyrpa frá Pepsí-deildinni 9. ágúst eru myndir frá leikjum allra lida,
nema ÍBV lidsins sem nú trónir á toppi deildarinnar.
Ekki kann ég skýringu á svona framkomu, sjálfsagt eru thetta einhver mistök
íthróttafréttamanna theirra á Mogganum.
Aftur á móti thegar ágätur atvinnumadur, sem ekki vill räda sína framtíd vid
bladamenn, thá virdast their sömu fréttamenn ekki vatni halda í getgátum sínum,
hvad kappinn muni nú gera näst.
Satt best ad segja eru fréttirnar sem birtar eu í sambandi vid "knattspyrnusnilling"
thennan oft á tídum,
hreinn spardatíningur, sem enginn hefur ordid áhuga á.
![]() |
Engin Spaugstofa í vetur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.8.2010 | 13:39
FEGURD ER MISMUNANDI ?
Deskotans hroki er thetta í manninum.
Hver er fär um ad däma um fegurd eins eda neins, thví thad er svo afstätt hugtak,
fegurd.
Sídast thegar ég var í Noregi,
eins og madurinn sagdi og hann hafdi adeins verid thar einu sinni.
En ég var thar fyrir närri fimmtíu árum sídan og mér og vini mínum fannst,
ad allar Noskar konur städu langt ad baki Íslenskum konum ad fegurd.
Audvitad spiladi inn í álit okkar ad vid vorum búnir ad dvelaja í thrjá mánudi í
Noregi og allt var fegurst og best heima.
Thad er nokkud sem enginn getur fullyrt um fegurd,
thví hún er svo mismunandi frá manni til manns.
![]() |
Íslenskir karlmenn fallegastir í heimi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.8.2010 | 13:05
KRATAR ERU FÓLK.
Kannski hugsa einhverjir;
hún er bara til ad sýnast,
en ég er á theirri skodun ad hún hugsi og láti eins
og vid hin, eda erum vid ekki öll eins,
eda hvad, eda nästum thví?
Alltaf hefi ég álitid Jóhönnu vera manneskju, sem vill thad besta fyrir
samfélagsbogara thessa lands í gegn um störf sín.
Ég sé hana ekki sem "krata" thví their eru hundleidinlegir margir hverjir,
heldur sem manneskju eins og ég er og margir Íslendingar eru.
Jóhanna er mér ad skapi og mér thykir vänt um kellu,
thví ég sé hana sem venjulega manneskju,
sem vill thad besta fyrir alla.
![]() |
Hafnaði boði um forgang |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.8.2010 | 16:20
EITT OG ANNAD OG THAD HELSTA FRÁ EYJUM.
Heimaey er perla sem aldrei á fellur.
Forseti BNA á afmäli í dag og samkvämt mínum kokkabókum hefur hann
hingad til brugdist vonum mínum og thá sérlega ad vidhalda hernadartháttöku
hingad og thangad í heiminum.
Ég ól thá von í brjósti, thegar Obama vard forseti, ad hann färi inn á adra braut,
en fyrirrennarar hans í embätti.
Von mín er samt sú,
ad "Eyjólfur muni hressast" med tímanum.
Vinur minn,
Bragi nokkur Ólafsson Vestmannaeyingur og med annan fótinn úr
Hvolhreppnum eins og ég, átti líka nokkur tímamót á sínum 40 ára starfsferli,
sem umbi FÍ í Eyjum.
Ekki ätla ég mér hérna ad segja frá manninum Braga, annad en thad ad fyrstu
kynni mín voru af födur hans, Ólafi frá Vindási Rangárvöllum, en hann kom
stundum í heimsókn til sveitunga síns hennar módur minnar og räddu thau
yfir kaffibolla og medläti, um äskustödvarnarnar sínar.
Braga sjálfum man ég fyrst eftir, thegar vid vorum ungir og róttäkir og sameinudumst
undir merkjum ungra Sósíalista, eda Äskulýdsfylkingunni.
Mikid vatn er til sjávar runnid sída og Bragi halladist of mikid til hägri og datt
thannig sjálfkrafa út úr hugsjónum Sósíalista á medan hefi ég áfram "barid lóminn"
á vinstri väng stjórnmálanna.
Ómögulega kemst ég hjá ad minnast á knattspyrnugod mitt,
Tryggva nokkurn Gudmundsson, fyrst ég á annad bord er kominn til Eyja.
Hann nálgast 40 árin ódfluga og samt er hann einn af máttastólpum
ÍBV-lidsins.
Einna fyrst man ég eftir Tryggva, thega ég ásamt fjölskyldu minni bjó í
Kópavoginum, audvitad thekkti ég strákinn, thega hann lék med yngri flokkum
ÍBV, en mér er svo minnisstätt thegar hann, sem leikmadur kom med mida til okkar
hjóna á stórskemmtun á vegum ÍBV á fasta landinu.
Thad sýndi mér óeigingarnt starf hans og baráttu hvort sem var,
innan eda utan vallar og sagdi mér allt um baráttu og vinnu-thjarkinn,
Tryggva sigurvegara.
Gledilegar fréttir eru stundum sem madur hnítur um eins og fjölskyladan,
sem fann Supermann-bladid á háaloftinu hjá sér,
og mun väntanlega fá fúlgu fjár á uppbodi fyrir thad og bjarga fjölskydunni frá,
thvá ad vera borin út.
Adeins úr pólitíkinni, en nú hefur óvänt verid rádinn umbi fyrir skuldara,
(spurning hvort fyrr- um thyrlueigendur geti notad hann,)
verid rádinn og gläpur rádherrans margumrädda sé fyrir bí
og eitt í vidbót.
Formadur Sjalla Bjarni Ben. undrast ófaglegar mannarádningar ríkisstjórnarinnar,
og mér vard á ad hugsa hvort thessi ágäti formadur hafi alid allan sinn aldur
á tunglinu vitandi hvad gerst hefur s.l. áratugi í rádningarmálum thar sem
flokkurinn hans hefur rádid öllu um hver fékk thetta eda hitt embättid.
Er nema von ad manni sé spurn ?
![]() |
Erfiðleikar hjá 49 ára forseta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
ibvfan
-
fosterinn
-
maggibraga
-
solir
-
georg
-
gretaro
-
sigthora
-
kjartanvido
-
eyglohardar
-
rustikus
-
svenko
-
eyjapeyji
-
kokkurinn
-
valdivest
-
disin
-
smarijokull
-
kristleifur
-
gudnihjoll
-
sjonsson
-
nautabaninn
-
prakkarinn
-
bergen
-
icekeiko
-
asthildurcesil
-
joiragnars
-
hallarut
-
annabjo
-
jensgud
-
jonaa
-
svarthamar
-
kaffi
-
stormsker
-
olinathorv
-
zunzilla
-
gbo
-
steinibriem
-
siggith
-
ea
-
svanurg
-
tannibowie
-
valdimarjohannesson
-
martasmarta
-
gullfoss
-
elnino
-
sunna2
-
thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.7.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar