ÆTLAR D-LISTINN Í EYJUM AÐ STANDA VÖRÐ UM PERSÓNUNJÓSNIR ?

 

 

297925A

 

Eitt vinsælasta slagorð sem einn af þremur flokkum,  sem bjóða fram til

bæjarstjórnar í Vestmannaeyja eru þessi:

"Stöndum vörð um Vestmannaeyjar" og svona áfram þ.e.a.s.

"stöndum vörð um um efri árin"

"stöndum vörð um lífæðina, Vestmannaeyjahöfn"

"stöndum vörð um sannleikan"

"stöndum vörð um rétt einstaklingsins" og margt annað um, "að standa vörð" um

þetta eða hitt. 

 

Því varð ég hvumsa, þegar mér var það sagt,  að þetta ágæta framboð ætlaði

einnig að sanda vörð um alla þá sem ætla að kjósa á morgunn.

Þ.e.a.s.  þeir verða með fólk í kjördeildum á morgunn og skrifa þá niður sem koma

og kjósa.

Satt best að segja þá finnst mér nú þetta slagorð þeirra "að standa vörð" sem óspart

þeir nota í blöðum sínum og pésum núna fyrir kosningar,

 vera farin að ganga nokkuð langt  ef raunir er sú, að þeir ætli "að standi vörð í

kjördeildum á morgunn og skrá niður nöfn þeirr sem kjósa.

 

Persónunjósnir og hreinan kommúnisma hefði íhaldið kallað það á dögum kalda

stríðsins.

Það er auðvitað með öllu ólíðandi að slíka njósnir skulu gerðar inni í kjördeild,

og það af þeim flokki, 

sem lengst af hefur kennt sig við lýðræðisást og frelsi einstaklingsins.

Ekki man ég betur en ungir sjallar í Reykjavík hafi gengið berserksgang,

þegar skattskráin kemur út í Reykjavík og segja þá,

að það séu persónunjósnir að birta þar, 

 hvað menn bera í skatta.

 

Kannski verður það þannig fyrir rest,

að þessi sami flokkur "vilji standa vörð við hliðina á okkur",  

svo við krossum á réttan stað,

að þeirra mati,  hver veit?

 

 


STÓRLIÐ ÍBV OG STÓRI DAGURINN, 29. MAÍ.

 

 

img166

 

 

Þegar ég í gærkvöldi horfði og hlustaði á fótboltaspekinginn frá Hafnafirði,

sem tönnlaði sífellt á  "stórleik" millum KR og Keflavíkur,  gat ég nú ekki annað en

brosað.

Fótboltinn sem liðin sýndu var ekki bjóðandi annars staðar en í annarri deild íslenska

boltans,  svo lélegur var leikurinn og að mínu mati til skammar fyrir bæði lið.

ÍBV liðið okkar hefur verið á góðri siglingu og sýnt nokkuð góðan leik,

að mér er tjáð,  enda úrslitin sýnt fram á það.

Eiginlega furðulegt að framherjinn fyrrum úr FH skyldi ekki skilgreina leik FH-ÍBV 

sem stórleik þarna um daginn?

Nei auðvitað ekki,  ÍBV var andstæðingurinn og gat að hans mati ekki flokkast sem

neitt stórlið.

Því er það svo,  að núna á sunnudaginn getur lið okkar sýnt hvað í því býr,

þegar við leikum við Breiðablik og vonandi fáum við þá,  að sjá tvö af bestu liðum

landsins leika góða knattspyrnu,  sem hæfir aðeins stórliðum.

Bæjarstjórnarkosningar fara fram á laugardaginn og virðist sem engin stemmning sé

hér í bæ fyrir þeim.

Gera má ráð fyrir því, 

að hinir nafnlausu kjósendur sem áratugum saman hafa kosið

 flokkinn sinn,  muni bara halda því  áfram og úrslitin verði eftir því.

Raddir hafa heyrst um það,  að núverandi bæjarstjóri Elliði Vignisson muni

yfirgefa bæjarmálin og hella sér í landsmálapólitíkina,

þegar kosið verður til alþingis næst!

Hvort hann feti í fótspor Guðlaugs heitins Gíslasonar og verði bæði bæjarstjóri og

þingmaður,  skal ósagt látið.

Aðeins hefi ég gluggað í blöðin núna fyrir kosningar og undrast það "kraftaverk,

sem D-listinn virðist hafa gert hérna í fjármálum Eyjanna,

og hvort þeir ágætu menn gætu ekki gert slíka galdra, að einskonar "útflutningi"

til leiðbeiningar,

 þeim mörgu sveitafélögum sem nú glíma við mikinn fjárhagsvanda?

Eins og menn muna frá fyrri tíð var það svo hérna í Eyjum og víðar,

að sá skipstjóri sem mest aflaði yfir vertíðina var útnefndur

"aflakóngur".

Hver fær þá nafnbót af afloknu kjörtímabili kemur í ljós á laugardaginn,

29 maí.

  

 


FRÁ EYJUM TIL KENÝA.

 

 

Nú er ástæða til að gleðjast.

ÍBV komið með sjö stig úr fjórum leikjum og það á útivöllum.

 

En að allt öðru því ég var búinn að tína til í blogg sem átti að verða á þeim nótum eins

og hvað,

"bærinn okkar er skítugur ennþá".

"Bréf sem ég fékk í vikunni þar sem mér er tjáð, 7,5% skerðing á greiðslum frá Gildi

lífeyrissjóð"i.

"Ríkisstjórnin ömurlega slöpp og er að standa sig illa".

"Hvað landsmenn hafa tapað miklu vegna lélegrar landsstjórnar Sjálfsstæðis og

Framsóknar flokks s.l. tvo áratugi".

"Bærinn gæti gert betur í vistunarmálum þeirra yngstu,

deilur og ergelsi íbúa vegna tjaldstæða og fleira í þessum dúr".

En þetta allt,

 sem upp er talið hérna finnst mér vera hreinir smámunir og ekki þess vert að

kvarta um,  eftir að að ég horfði á þátt í gærkvöldi á "stöð 2",  sem fjallaði um

ástandið í Kenýa, "með vonina að vopni".

Eftir að hafa horft á þáttinn sem sýndi mér skort og ömurleika á öllum sviðum

 íbúanna sem  þarna búa, 

vil ég bara segja það:

Við hérna í Eyjum svo og allir íslendingar megum þakka fyrir það sem við höfum

og ættum að skammast okkar,  fyrir að kvarta og kveina yfir öllu mögulegu og

ómögulegu.

Við ættum þvert á móti að vera þakklát og ánægð með okkar hlutskipti,

miðað við íbúana í Kenýa og ættum að leggja fram ennþá meiri aðstoð til

ABC hjálparstarfið sem þar fer fram. 

 

 

 

 

 


HALLÓ, HALLÓ BÆJARSTJÓRN Í VESTMANNAEYJUM ?

 

 

P1010011
Eyjarnar þaktar snjó, en núna öskugráma.

 

Það virðist sem svo að Eyjamenn séu algjörlega sofandi og þar fer bæjarstjórnin

fremst í flokki.

Nú hvað er að?

Horfið út og sjáið hvað ég á við.

Öskurykið er hérna allsráðandi og ég spyr ?

Eru bæjarbúar ánægðir með ástandið?

Það er engin kengur í bæjarstjórninni hérna í Vestmannaeyjum því ekkert , eða

nánast ekkert er gert til að þrífa bæinn eftir að hér rigndi ösku fyrir helgi.

Þrír, fjórir sóparabílar að láni frá fastalandinu og fólk á atvinnuleysisskrá ræst út

með kúst og hjólbörur gætu gert mikið í að losna við öskuna sem núna þyrlast

um allt.

Ég lýsi eftir aðgerðum bæjarstjórnar hér í Vestmannaeyjabæ

 og það strax.

Það þýðir lítið að koma fram á fjögra ára fresti og lýsa því fjálglega, hversu frábært sé

í Eyjum að búa,  ef enginn vilji er fyrir hendi hjá því sama fólki,  að taka til hendinni 

eins og  ástandið  er einmitt núna, þegar bærinn okkar er vægast sagt undirlagður

 öskuryki sem allstaðar smýgur inn. 

Bærinn er í einu orði sagt,

subbulegur.

 

 


AUÐVELDARA ER ÚLLFALDANUM AÐ GANGA Í GEGNUM NÁLARAUGAÐ, EN RÍKUM MANNI Í GUÐSRÍKI.

 

 

471879

 

Hefir þú orðið þess var,

að kapitalistana kringum þig klígi við altarissakramentinu fyrir þær sakir,

að höfundur þess hafði einurð á að segja við auðvald samtíðar sinnar:

Auðveldara er úlfandanum að ganga í gegnum nálaraugað,  en ríkum manni

í guðsríki?

 

Þetta flaug í gegnum huga mér,  þegar ég um daginn var í Landakirkju og

kraup við altarið og þáði sakramentið ásamt þeim manni,  sem var hvað stórtækastur

Eyjamanna á lánsfé úr bönkunum, til kaupa á öllu sem hreyfðist. 

Nú er þessi ágæti maður skuldugur upp fyrir haus og skilur eftir sig sviðna

jörð og milljarða skuldir,  sem við landsmenn eigum svo að borga.

Því spyr ég og sjálfsagt svo margir aðrir,  hvort hann og svo allir þeir hinir sem voru

fyrir stuttu síðan álitnir bjartasta von hinnar kapitalísku hugsjóna, hvort þeir

verði látnir borga til baka, 

 það fé sem þeir tóku að láni?

 

Þessir útvöldu víkingar sem komust næst því, að gera Ísland gjaldþrota

skilja eftir sig þau sár í samfélagið sem allur almenningur verður að blæða fyrir

og sem mun koma verst  niður á þeim sem síst skyldi,

öryrkjum, öldruðum og sjúkum.

 

Ekki var að sjá, að skuldarinn mikli, sem laut við gráturnar ásamt mér hefði

neitt óbragð í munni eftir að hafa innbyrt sakramentið um daginn.

En hvort hann þessi ágæti maður kemst inn í guðsríki,  þegar hann mætir

skapara sínum í fyllingu tímans,

skal ósagt látið.

 

 

 

 

 

 


mbl.is Velferðarþjónustan skorin niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VESTMANNAEYJAR ÁÐUR FYRR, OG VÆNTANLEGAR KOSNINGAR

 

298014A

 

"Í Vestmannaeyjum býr alveg sérstök þjóð.

Þar er vinnusiðgæði mest á Íslandi.

Hvergi skipar vinnan jafn veglegan sess og þar.  Allir leggjast á eitt um að bjarga

verðmætum, þegar þau gefast.

Þó að ekki kæmi fleira til en þetta eitt,  þá eru Vestmannaeyingar verðir allrar

virðingar,

en þar að auki er þar gott fólk, velviljað, hjálpsamt og mennilegt."

 

Þessi vitnisburður um Vestamannaeyinga,  kemur frá Þórði Benediktssyni, sem bjó

í Eyjum 1924-1942. 

 Hann sat hérna í bæjarstjórn og var þingmaður,

en best þekkja menn hann,

 sem fortöðumann S.Í.B.S. til margra ára.

 

Nú er það svo,  að margt hefur breyst hérna í Eyju s.l. áratugi, en samt finnst mér

Þórður segja allt sem segja þarf um samfélagið og fólkið hérna í Eyjum.

Þess vegna er mikil sú ábyrgð og sú forysta,  sem við þurfum á að halda,

á hverjum tíma.

Í bæjarstjórnarkosningum velja menn sér forystu fyrir bæjarfélagi og því mikilvægt,

að hæft fólk veljist í hana. 

Nú eru komnir fram þrír listar hérna í Eyjum og sýnist mér þar vera ágætis fólk á

öllum listum.

Um daginn fékk ég inn um bréfalúguna Fylkir, blað D-listans.

Þar voru miklar reiknikúnstir í gangi, m.a. hversu mjög við Eyjamenn töpuðum,

vegna fyrningar kvóta, afnumdum sjómannaafslætti og fleira á þeim dúr.

Eftir því sem ég best veit er lítið, eða ekkert ennþá komið til

framkvæmda af þessum" vondu" fyrirætlunum ríkistjórnarinnar.

En kannski ættu þessir kappar, að reikna út tapið á lélegri forystu, Sjalla og

frammara s.l. tvo áratugi í landsstjórninni? 

 

En reiknimeistari greinarinnar minnti mig á söguna af honum Sólon Íslandus,

sem að eigin sögn reiknaði tvíburana í þá "afrísku og að auki var annað barnið hvítt,

en hitt svart.

 

 

Núverandi bæjarstjórn hefur á margan hátt staðið sig með sóma á kjörtímabilinu.

En það er aldrei svo að ekki megi gera betur.

V-listinn og hans lið hafa nánast verið ósýnilegir á þessu kjörtímabil með þeirri

undantekningu þó,

þegar mannaráðningar í íþrótta- miðstöðina fóru fram fyrir ári síðan.

Það var einungis stormur í vatnsglasi,  því að mínu áliti voru þar hæfustu einstaklingar

ráðnir til starfa.

 

 

Í dag sakna ég svo sannarlega Andrésar bakara, því hann var oftar en ekki að koma

hreyfingu á málin í þessu bæjarfélagi.

Þess vegna er ansi ósanngjarnt að bera Andrés framsóknarmann og fyrsta mann

á lista þeirra í dag saman, því mikill er þar munur,  þó ég beri mikla og

fulla virðingu fyrir honum Sigurði.

 

Erfitt er,

að spá um úrslit hérna í Eyjum og þrátt fyrir ýmsa vankanta á núverandi

meirihluta er mín tilfinning sú, að við hérna  í Vestmannaeyjum sitjum ennþá eitt

kjörtímabilið uppi með,

Elliða bæjarstjóra og hans lið.

 

 

Ekki er útilokað að nokkrar línur bætist við þessar hugrenningar áður en, 

að kosningum kemur,

 þann 29.maí n.k.

  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


LISTASAFN VESTMANNAEYJA.

 

 

Sagt hefur það verið að börn  séu skáld og listamenn.

Þau vilja yrkja ljóð og búa til mynd eða láta teikna fyrir sig og menn hafa

 undrast á gæðum mynda sem börn mála og teikna.

Menn tala um listmenningu og satt er það að ágæta myndlistamenn og

fjöldann allan af góðum listaverkum eigum við á Íslandi.

En sú staðreynd sannar okkur ekkert um listmenningu okkar.

Listmenning er tvíþætt,

hún byggist ekki aðeins á að veita,

heldur ekki síður á að þiggja.

Það er til lítils að eiga gjöfula og góða listamenn,  ef ekki er fyrir hendi aðstaða til þess,

að njóta þeirra gjafa.

 

 

 

Við hérna í Vestmannaeyjum höfum í gegn um tíðina átt marga frábæra listamenn

og eigum enn.

En aðstaða til sýninga hefur verið að skornum skammti,  því miður.

Bæjarfélagið var með sæmilega aðstöðu fyrir myndlistasýningar í "gamla

áhaldahúsinu",  en nú er það ekki til staðar lengur.

Því segi ég hiklaust,  að mikið vantar  okkar uppá, að viðunandi húsnæði til

sýninga listaverka og fyrir listamenn sem hug hafa á,

að koma til Eyja með verk sín til sýningar.

 

 

 

Fyrir ári síðan gaf ég Vestmannaeyjabæ sýningarkassa til þess,

að bæjarbúar mættu berja myndlistaverk í eigu bæjarins augum,

en því miður er sá kassi lítill og aðeins viðleitni til góðra hluta.

Því vænti ég,

 að Vestmannaeyjabær sýni þann stórhug á næstu árum,að reisa hér

myndarlegt húsnæði sem þjónað geti,

 sem listasafn Vestmannaeyja. 

 

Það skal og á benda,  að það er ekki nóg að sjá góða mynd einu sinni,

frekar en það er nóg að heyra gott kvæði lesið einu sinni upp á samkomu,

eða í útvarpi.

Menn verða að fá tækifæri til þess að tileinka sér hana að einhverju leyti,

samlagast henni á svipaðan hátt og þegar menn læra gott kvæði.

 

Fyrr,

 en við hérna í Vestmannaeyjum höfum fengið tækifæri á slíkri tileinkun á því

besta sem boðir er uppá í myndlist,

er ekki hægt að segja það,

að Vestmanneyjabær sé að rækja skyldu sína fyrir blómlegu lista lífi í Eyjum,

hvorki fyrir veitendur né þiggendur.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


1. MAÍ, DAGURINN OKKAR ?

 

 

 

43b67e003cb10bb60ddd7962d803a676-large
Rautt er litur verkamanna.

 

Ég óska mér sjálfum og auðvitað öllu öðru verkafólki velfarnaðar á degi

verkalýðsins.

Í sjálfum sér eru þau tímamót í efnahag á Íslandi í dag, að lífskjörin eru  hjá sumum

ansi bágorin  og jaðra við,  að um fátækt sé að ræða.

Ef út í það er farið hverju sé um að kenna og hvernig komið sé hjá okkur á Íslandi

nú um stundir,

  er þar fyrst og síðast við okkur sjálf að sakast.

 

Frjálshyggjan var dyggð og allir hafðir að ginningafíflum og tóku þátt í dansinum um

gullkálfinn.

Nú er ekkert annað í stöðunni,  en taka upp góð og gild markmið og fara inn á brautir

sparnaðar og hógværðar á öllum sviðum.

Auðvitað finnst sjálfsagt einhverjum,  að ég sé gamaldags og púkó,  þegar ég bendi

fólki á,

að ég hefi  komist að þeirri einföldu staðreynd,  sem er kannski er mest um vert í

lífinu, 

að hamingjuna öðlast enginn með, 

peningum.

 

En að allt öðru og þá auðvitað í tilefni dagsins,  sem er dagur okkar

verkamanna, þá er ég hérna með ný útkomna ljóðabók,

"ljóðaúrval" ljóð ort af Jóhannesi úr Kötlum.

Ég er svo sem enginn ljóðaunnandi, en langar samt

að birta hér hluta úr löngu kvæði og heitir,

"Vér öreigar".

 

Takið eftir hvernig boðskapur þess  segir okkur söguna,

sem aldrei að manni virðis, 

ætlar nokkurn enda að fá:

 


Vér öreigar Íslands

kveðjum oss hljóðs

og heimtum rétt vorn til jarðarinnar.

Um óralangar aldir

höfum vér vagað og kjagað

með drápsklyfjar

eins og dýr.

Nú heimtum vér hlut vorn

sem menn.

 

Vér héldum hingað til lands

sem lítilsvirtir húskarlar,

sem herteknir þrælar.

-  Langa daga,  dimmar nætur

sátum vér sveittir og þreyttir

undir árum.

En hlakkandi augu víkinganna

hvíldu á bognum bökum vorum.

 

-  Í guðsvefjarkyrtlum og skarlatsskikkjum,

með gullna hjálma og gullin sverð,

stóðu þeir í stafni

og kúguðu krafta vora

til að fleyta sér til hins fyrirheitna lands.

Og gapandi trjónur

ginu við ónumdri strönd,

en böðlar vorir brostu...

 

Svo slógu þeir eign sinni á allt, -

óðulin risu um nes og dali,

óðul þeirra - ekki vor.

Því hvað hlutum vér?

Einungis áþján og strit:

Þeir beittu oss fyrir plóga sína,

uns blóð vort rann.

Og torfið ristum vér

og roguðumst með grjótið

í garða þeirra.

Og svo var hent í oss sem hunda

höfðingjaleyfunum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


LÍFEYRISSJÓÐUR, HVAÐ ER ÞAÐ ?

 

 

401k_rf_120

 

Þegar stórt er spurt,  eins og hvað sé lífeyrissjóður og hvaða hlutverki gegnir hann

í okkar samfélagi í dag,  verður kannski fátt um svör?

 

Ég sem þetta blogga hefi hingað til ekki haft miklar áhyggjur og síður en svo,

lagst í þunga þanka vegna þeirra.

En í dag kemst ég og sjálfsagt allur þorri manna á vinnumarkaðinum ekki hjá,

að íhuga þetta fyrirbrigði, 

 lífeyrissjóður.

 

Ég hefi greitt í lífeyrissjóði frá árinu 1972 og þá fyrst í lífeyrissjóð Vestmannaeyja.

Síðan eru liðin 38 ár og ég greitt í sjóði með ýmsum nöfnum síðan.

Nú loksins,  þegar ávaxtanna skal njóta kemur "babb í bátinn"?

Jú,

  nú góði minn verður þú að taka á þig skerðingu þar sem sjóðirnir hafa tapað

undanfarin ár undir stjórn þeirra sem á hafa haldið.  

Sjálfsagt er þetta kerfi,  að greiða í lífeyrissjóð ágætt,  svo langt sem það nú nær og

ég tala nú ekki um fyrir þá sem lifa hvað lengst.

En ber okkur að sætta okkur við að þeir sem stjórna sjóðunum  í dag hafa tapað

af stórum fjárhæðum úr þeim,  sem nemur mörgum tugum milljarða.

Slíkir menn ættu sem fyrst að vera reknir frá starfsemi lífeyrissjóðanna og  því fyrr,

því betra.

Spurningin er,  hvort ekki sé kominn tími á,  að endurskoða tilveru og markmið

sjóðanna frá grunni?

 

Ef ég man rétt voru það Sjálfstæðisflokksmenn, sem voru mjög gagnrýnandi á

lífeyrissjóði almennt  hér áður fyrr,  en síðan hefur verið mjög hljótt um málefni

þeirra.

  T.d. á alþingi,  þá helst að hann Pétur Blöndal nefni þá á nafn.

Einn sjóður er sá sem skorið hefur síg nokkuð úr,  og er það

"Frjálsi lífeyrissjóðurinn" og

í fyrra var hann valinn besti lífeyrissjóður á Íslandi og næst besti lífeyrissjóður í

Evrópu.

Í umsögn um sjóðinn segir að honum hafi tekist að vernda hagsmuni sjóðfélaga

í erfiðum markaðsaðstæðum með því að minnka áhættu sjóðsins í fjárfestingum,

sem fól m.a í sér aukið hlutfall verðtryggðra ríkisskuldabréfa.

 

Mín skoðun er að við hérna á Íslandi þurfum algera uppstokkun á öllu

því sem að lífeyrisjóðunum lýtur og t.d. algjörlega óviðunandi, að mismuna þegnum

þessa lands eins og það er í dag,  þ.e.a.s.

að í dag eru starfsmenn ríkisins lögvarðir frá því, að missa nokkurn aur úr sínum

lífeyrissjóði, 

þrátt fyrir að hafa eins og aðrir sjóðir glatað mikið af fjármunum sínum

undanfarin ár.

 

Sem sagt í dag,

að vera orðinn lögmætt gamalmenni,  eins og stundum er sagt,

er bara andskoti skítt, 

 þó ekki sé fastara að orði kveðið.  

  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


FRUMKVÖÐULL VESTMANNAEYJA.

 

 

img043
Gísli J. Johnsen.

 

Þegar nafn,  Gísla J. Johnsen ber á góma dettur sjálfsagt flestum í hug

heildverslun, sem borið hefur  nafn hans í Reykjavík og mikið rétt sá er maðurinn, 

Gísli J. Johnsen fæddur í

Vestmannaeyjum  rétt fyrir aldamótin 1900.

Það væri að bera í bakkafullan lækinn,  að gera í stuttu bloggi skil á öllu því,

sem þessi atorkumikli maður áorkaði fyrir Vestmannaeyjar og landið allt á

s.l. öld.

Við hér í Eyjum,  sem komin eru á miðjan aldur og gott betur þekkja þá sögu,

  þegar hann á sínum tíma reisti sjúkrahús að mestu fyrir sinn

reikning og gaf okkur Vestammaeyingum,  en eins og allir vita er það

Ráðhúsið okkar í dag.

 

show_image

 

Af mörgu því sem Gísli gerði fyrir Eyjarnar var það,  að koma á símasambandi

við umheiminn.

Í bókinni "Fólkið í landinu" segir Gísli frá baráttu sinni fyrir síma til Eyja.

 

Strax og sæsíminn var lagður til Íslands árið 1906 vaknaði sú von í brjóstum

okkar að komast í talsímasamband við meginlandi og útlönd.

Baráttan var hafin og beiðni send til Alþingis um síma árið 1908.

Þingmenn urðu ekki við óskum okkar og var synjun þeirra m.a. rökstudd með því,

að brimhljóð væri svo mikið við Eyjar og Landeyjarsand,

að ekki heyrðist mannsins mál fyrir því í símanum.

Þegar engin rök dugðu gegn þessum hindurvitnum, var ákveðið að taka

áhættuna vegna óláta Ægis og

stofnuðum við  Rit- og talsímafélag Vestmannaeyja og var ég (Gísli) formaður þess.

Í framhaldinu fengum við leyfi ríkisstjórnarinnar til að leggja símann á eigin

reikning og taka á okkar herðar alla ábyrgð.

Kostnaðurinn var 48 þúsund krónur.

Auðvitað fór allt að óskum og ríkisstjórnin tók við rekstri á næsta ári,

en þar með var tilganginum náð.

Vestmannaeyingar komnir í talsamband  og hæddust í símanum að brimhljóði

 þingmanna.

Margt spaugilegt gerðist í sambandi við komu símans,  og fleiri fávísir um náttúru

hans,  en þingmenn.

Fólk bað fyrst um að fá senda hina furðulegustu hluti með honum og karl einn

uppi á landi sagði,

þegar hann sá símskeyti frá Vestmannaeyjum:

Það má telja mér fáfróðum almúgamanninum,  trú um allan andskotann,

en að þetta skraufþurra skeyti sé komið hingað frá Vestmannaeyjum -

nei, fari það bölvað!

 

Eins og ég áður sagði væri það að "æra óstöðugan",  ef í litlu bloggi væri

sagt frá öllum þeim framfaramálum,  sem Gísli J. Johnsen kom til leiðar,

Vestmannaeyingum og öðrum landsmönnum til góða, svo það  mun bíða

betri tíma.

 

 

 

 

 

 

 

 


 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband