6.1.2010 | 17:52
BETUR HEFÐI ÉG TRÚAÐ, JÓHÖNNU OG STEINGRÍMI.
Jæja góðir hálsar.
Mér varð að ósk minn, þ.e.a.s. að forsetinn hafnaði undirskrift á Isesave-lögunum.
Nú er það svo, að ég veit ekki hvort ég á að gráta, eða hlæja.
Grátur er því miður nær, en hlátur.
Og hversvegna skyldi það nú vera.
Jú, ég er einn af þeim 53 þúsundum sem undirrituðu áskorun
Inderfence-hópsins um að forsetinn skrifaði ekki undir Icesave-lögin,
svokölluðu.
Málið er,
að ég eins og svo margir aðrir, hélt að ef forsetinn neitaði að skrifa undir,
þá værum við þar með laus frá öllum skuldbindingum gagnvart Icesave.
Ég er ekki einn um þessa skoðun, því fjölmargir aðrir sem ég hefi heyrt í,
höfðu samskonar skilning á málinu.
Þannig verð ég að játa fyrir sjálfum mér og þeim sem þetta lesa,
að hafa gert ein afdrifaríkustu mistök, sem hægt er að gera með því að vera einn
af þeim 53 þúsundum, sem undirrituðu áskorunina til forseta Íslands,
að skrifa ekki undir Icesave-lögin.
Allir sjá það í dag hversu alvarlegar afleiðingarnar ætla að verða,
því það er kjarni málsins,
að við, því miður komumst ekki hjá því að borga og allir já allir ,
Inderfence- menn, formenn stjórnarandstöðunnar og auðvitað einmitt það fólk,
sem maður átti að trúa strax í þessu máli,
Jóhönnu forsætisráðherra og Steingrími fjármálaráðherra.
Það eina sem hægt er að hugga sig við í dag er,
að nú getur maður ljáð samþykki sitt í kosningu um málið.
![]() |
Staða Íslands væri stórlöskuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.1.2010 | 14:03
FÉLAGI ÓLAFUR RAGNAR.
Eigi trúi ég öðru,
en forseti vor standi með mér og öllum þeim sem ekki
hugnast það, að lúta erlendu valdi og yfirgangi með því að skrifa undir
nauðarsamningana við Breta og Hollendinga.
Það er mitt álit að félagi Ólafur Ragnar, sé kominn langt frá uppruna sínum
þá hann gerir innrásar aðilum fyrrum nýlenduríkjanna það til þægðar að við
göngum undir "jarðarmen" þeirra.
Sú ræða sem forsetinn flutti á nýársdag einkenndist af eldmóði og bjartsýni fyrir hönd
okkar Íslendinga.
Frá sjónarhóli ræðunnar væri harla lítið að marka forsetann,
ef hann undirritar nauðungarlögin,
sem nú liggja á borði hans.
![]() |
Fundi lokið á Bessastöðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.1.2010 | 18:00
ÁRIÐ 2010.
Óska öllum velfarnaðar á nýbyrjuðu ári.
![]() |
Meirihluti fyrir þjóðaratkvæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.12.2009 | 17:30
NÚ SKAL ÞETTA TAKAST HJÁ YKKUR Í ÍRAN.
Það er orð að sönnu, að landflótta Írani hafa beðið eftir, að eitthvað færi að gerast
í heimalandinu.
Tengdasonur minn flúði frá Íran, sem mótmælandi klerkastjórnarinnar.
Systir hans var hnepptí fangelsi og pyntuð á hroðalegasta hátt og síðan skotin.
Þannig er lífssaga margra, sem voga sér að mótmæla yfirvöldum.
Ég veit það fyrir víst, að tengdasonur minn bíður ekki lengi þess,
að komast til heimalandsins ÍRAN, og lát til sín taka með félögum sínum,
sem nú berjast fyrir frelsi lands og þjóðar.
Við íslendingar gerum okkur ekki grein fyrir hvað við eigum það gott,
miðað við það fólk, sem býr við helsi stjórnvalda,
sem skirrast ekki við það, að taka líf fólks án dóms og laga.
Vonandi tekst þetta hjá ÍRÖNUM í þetta sinn, að lyfta því oki,
sem þjóðin býr við í dag.
![]() |
Blóðug mótmæli í Íran |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.12.2009 | 16:14
MINNING UM FRÁBÆRAN MYNDLISTAMANN.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.12.2009 | 16:25
SKUSSI DAGSINS SVO OG ALLIR HINIR ?
Þetta hlýtur að vera búskussinn mikli, eða hvað?
Kveðjurnar sem búskussi dagsins fær í dag eru ekki viðlíka innilegar og
búskussinn fyrrverandi gaf Ingibjörgu á sínum tíma.
Sem dæmi:
"Í guðana bænum drífðu þig upp í himnaríki."
"Að heyra á endemi."
"Fjalla-Eyvindur og Halla taka við búinu."
"Öllu má nú nafn gefa."
"Jólasóði á friðarjólum".
"Búskussi með dæmalausri jólakveðjuhroka".
Þetta eru fyrirsagnir hjá bloggurum við frétt um búskussa.
Mér þykir það vandséð hvor þeirra hefur verið meiri búskussi,
Steingrímur, eða Geir Haarde og hans fyrirrennarar hjá
Sjálfsstæðislokknum?
![]() |
Tók við af búskussa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2009 | 13:37
VONANDI EIGA ALLIR GLEÐILEG JÓL.
Góður lokasprettur í verslun segi í fréttinni frá Samtökum verslunar og þjónustu.
Skrítið sjónarmið finnst mér á fæðingardegi Jesús, þegar menn leggja mælikvarðann
á jólin þannig, að VERSLUN hafi verið með betra móti í ár.
Að vissu leiti er gott til þess að vita að fólk hafi ennþá einhvern pening handa á
milli til að gleðja sig og sína með.
Ekki var nú ætlunin að vera gleðispillir með athugasemdum á verslun landans,
en samt þykir mér mælistika gleðilegra jóla hjá allt of mörgum vera sú,
að kaupa sem mest fyrir jólin.
Auðvitað er ég að kasta steinum úr glerhúsi með því að gagnrýna eyðslu
annarra fyrir þessi jólin,
vegna þess,
að bloggari síðunnar hefur "spreðað" peningum fyrir þessi jól,
sem aldrei fyrr.
En allt um það, þá óska ég öllum þeim sem inn á síðuna mína koma,
gleðilegra jóla.
![]() |
Góður lokasprettur í verslunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.12.2009 | 22:42
DREKKTU EKKI VÍN, ÞAÐ BREYTIR ÞÉR Í SVÍN.
Hið ógnvænlega Damoklesar-sverð hangir nú yfir Íslandi.
Nú, af hverju segir þú það?
Jú, tóbak er að verða "munaðarvara" þar sem einn pakki stefnir í að kosta þúsund
kall og brennivínflaskan, fimm þúsund krónur.
Skrítinn frasi, að tóbak og brennivín geti
flokkast sem munaðarvara, nema fólki finnist það munaður að þurfa að greiða
fyrir eitur dýrum dómum.
Það er ekki í neinum kokkabókum, að það sé munaður í því falinn,
að taka líf sitt hægt og bítandi með reyk, eða alkahóli, ekki einu sinni
jólabjórinn sem nú ku vera uppseldur.
Það eina sem mér áskotnaðist við drykkju áfengra drykkja var alkahólismi.
Það voru ávallt mín orð, að þeir sem ekki réðu við drykkju sína,
væru aumingjar, og best komnir á "snúruna".
En svo fór,
að ég sjálfur réð engu þegar áfengið var annarsvegar og varð eins og svo
margir aðrir, að játa mig sigraðan af Bakkusi og endaði
á "snúrunni".
En auðvitað ætlar sér enginn að verða háður áfengi né tóbaki, þótt mín reynsla
hafi orðið á versta veg, þarf það ekki að henda þá,
sem núna eru að stíga sín fyrstu skref í neyslu áfengra drykkja.
"Láttu ekki vín breyta þér í svín,
drekktu eins og maður, eða þannig,
segir skattmann".
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.12.2009 | 20:16
ER GOTT AÐ BÚA Í VESTMANNAEYJUM ?
Enginn vafi í mínum huga.
Í Eyjum og hvergi annars staðar.
Reyndi sjálfur ásamt fjölskyldu að eiga heima í Kópavogi.
Þeirri tilraun lauk með því að við fluttumst aftur heim til Eyja.
Já heim,
segi ég því allan þann tíma, þegar farið var út frá heimili okkar í Kópavogi,
og komið til baka,
gat ég aldrei sagt, að koma heim.
En þegar leið okkar lá til Vestmannaeyja,
þá vorum við á leið heim.
Þetta er ekki sagt einmitt núna vegna góðrar stöðu okkar kæru Vestmanneyja,
þá rýnt er í tölur og staðreyndir á afkomu bæjarfélagsins, heldur vegna þess að mér
þykir einfaldlega vænt um Eyjarnar mínar og þá sem hérna búa.
Það var ekki ætlan mín, að mæra neitt sérstaklega bæjarstjórnameirihlutann hérna
í Eyjum, en engum dylst það, sem eitthvað vill sjá,
að meirihlutinn hér í Eyjum er að gera góða hluti.
Jafnvel hún Hulda frá Vatnsdal kemst ekki framhjá þeirri staðreynd.
Nei, nú er ég kominn út á hála braut og farinn að blanda mér í bæjarmálapólitíkina,
einmitt það sem ég ætlaði mér allra síst að gera.
En samt kemst ég ekki hjá því að impra á samtök ungra pólitíkusa hér í bæ,
Eyverja.
Það fyrst, að auðvitað óska ég félaginu heilla á áttræðis afmælinu.
Þannig er,
að ég hefi aldrei komist fram hjá þeirri hugsun, þegar Eyverja ber á góma,
að þar fari skemmtana glatt ungt fólk, án sérstaks takmarks í pólitíkinni og þá helst,
að hamingjan væri í raun, bara peningar,
stórar ættir
og virðing broddborgaranna.
Því segi ég annað eins um hreyfingu ungs fólks sem býr hér í EYJUM og ég var einmitt,
að segja að mér þætti svo vænt um alla hérna í Vestmannaeyjum?
En er það ekki þannig, að maður á að segja
"það sem manni finnst?
Kannski er skýringuna að finna í vonbrigðum með synina tvo, sem báðir hafa látið
heillast af þessari
pólitísku blámóðu og ég föðurómyndin þeirra var hvorki ríkur né það, að bera
neina virðingu fyrir broddum þessa bæjar, hvort sem þeir voru til hægri eða vinstri.
Af ættarsærð geta flestir Íslendingar státað og sá sem þetta ritar er fjarskalega
sáttur og stoltur, þegar ég segi við synina tvo,
að þeir séu náskyldir,
stórskáldinu og "sósíalistanum"
Þorsteini Erlingssyni.
Dægurmál | Breytt 21.12.2009 kl. 15:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.12.2009 | 16:03
FÉKK ÉG AÐ SKYGGNAST YFIR Í ANNAN HEIM ?
Á síðunni "Draumur.is
eru hugleiðingar um drauma og tæpi ég hér á nokkrum þeirra:
Draumar geta verið uppgjör við fortíðina, nokkurskonar sáttargjörð, eða tilraun
til að greiða úr djúpstæðum flækjum, sem hafa áhrif á persónuleika dreymandans.
Grunnurinn að vellíðan á fullorðinsárum er lagður í bernsku,
en ýmsar kenningar halda því fram að í viðbót við uppeldisáhrifin beri manneskjan
í sér ýmsar leyndar hliðar, sem eru bæði góðar eða vondar.
Í þessari skyggðu tilveru getur ýmislegt leynst sem ekki hefur fengið að dafna,
en getur brotist út í draumum.
Þetta geta verið atriði, sem við eigum erfitt með að sætta okkur við hjá okkur
sjálfum, eða í hegðun og gjörðum annarra og þvælast ósjálfrátt fyrir,
kannski sem fordómar, kannski sem bæling á persónuleikanum.
Þessi atriði eiga það til að lita draumana og stýra þeim,
en með æfingu er hægt að ráða táknin.
"Einstöku draumar eru sterkari en aðrir".
Bloggari síðunnar dreymdi draum fyrir nokkru og langar að greina frá honum og
má vera að hann sé einskonar "uppgjör" dreymandans við sína fortíð,
kannski!
Draumur minn var það svo"sterkur", að þegar ég vaknaði var ég
hágrátandi.
Byrjunin var sú, að mér fannst ég falla niður úr nokkurri hæð og deyja, en ólíkt því
sem í öðrum
draumum mínum gerist, fann ég ekki til sársauka eða neinskonar óþæginda, þegar
ég dó.
Nú fannst mér ég vera á mikilli hraðferð og það upp miklar tröppur og á leið
minni upp þær kallaði ég hástöfum á föður minn, en ekki varð mér að ósk minni,
að hann tæki á móti mér, þegar upp var komið.
Þegar hlaup mín upp tröppurnar lauk þótti mér ég staddur í miklu alrúmi og var þar
mjög þröngt á þingi, margt fólk.
Sumir sátu og spjölluðu saman, aðrir lágu fyrir og sumir virtust sofa.
Ennþá lengra frá mér virtist fólk vera við einhverskonar störf. Ég skynjaði að
þarna væri fólk hinna ýmsu þjóðerna, en engin vandkvæði voru fyrir mig að skilja
það sem talað var og því síður að gera mig skiljanlegan.
Einn sá fyrsti sem ég hitti á og þekkti var "svili" minn, Kristján Sigurjónsson.
Ég gekk nokkuð um þetta alrúm, og virtust mér allir vera mjög ánægðir og
afslappaðir.
Þar hitti ég konu mína, Elísabetu Ólafsdóttir og tók ég hana í fang mér
og faðmaði innilega.
Áfram hélt ég og þar kom, að ég fann mig knúinn til að fara lengra frá
þessu alrúmi sem ég hafði verið í.
Þar kom þá göngu minn, að mér fannst ég kominn að faratæki, kassalaga sem
stjórnað var að mér þótti af frænda mínum, Helga Bernódussyni, en eins og alþjóð
veit er hann sprelllifandi í dag og því furðulegra, að hitta á hann þarna,
staddur í heimi hinna látnu!
En allt um það, þá sté ég upp í "apparatið" sem Helgi stýrði og fannst mér við fljúga
nokkuð frá þeim stað sem áður var og lenda við hús nokkurt.
Á leiðinni í "apparatinu" þótti mér ég fá upplýsingu um það,
að foreldrar mínir væru að byggja sér hús sem væri með stráþaki og,
að Elísabet konan mín bjó í litlu húsi baka til við hús foreldra minna.
Þegar "apparatið,"
sem Helgi stjórnaði, settist fyrir framan hús foreldra minna, þá
sá ég föður minn við vinnu í gegnum stofugluggann á húsinu, sem mér fannst
foreldrar mínir þarna vera að byggja.
Í garðinum fyrir framan húsið sat konan mín og barnabarn mitt, sem nú býr í Svíþjóð
og létu far vel um sig.
Ég gekk inn í garðinn og þá þótti mér móðir mín koma á móti mér, glöð og
brosandi eins og ávallt.
Hughrifin í draumnum voru svo sterk, þegar ég tók þarna utan um móður mína
og faðmaði fast og innilega, að ég brast í grát mikinn í draumnum.
Þá vaknaði ég og var þá ennþá hágrátandi, svo raunverulegur var draumurinn fyrir
mér.
Vegferð mín í draumi þessum er að því leitinu frábrugðið öðrum mínum draumum,
eða því sem ég hefi upplifað vakandi er,
að ég hefi aldrei liðið svo vel, sem í draumi þessum.
Ykkur finnst það kannski væmið, þegar ég segi að mér hafi aldrei, aldrei liðið
eins dásamlega og í draumi þessum og er stórkostlegt um það,
að hugsa.
Þarna er kannski komið eins og segir í Draumur.is.
"Í hinni skyggðu tilveru getur ýmislegt leynst,
sem ekki hefur dafnað, en getur brotist út í draumum og einnig það sem við höfum átt
erfitt með að sætta okkur við".
Dægurmál | Breytt 7.12.2010 kl. 09:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
ibvfan
-
fosterinn
-
maggibraga
-
solir
-
georg
-
gretaro
-
sigthora
-
kjartanvido
-
eyglohardar
-
rustikus
-
svenko
-
eyjapeyji
-
kokkurinn
-
valdivest
-
disin
-
smarijokull
-
kristleifur
-
gudnihjoll
-
sjonsson
-
nautabaninn
-
prakkarinn
-
bergen
-
icekeiko
-
asthildurcesil
-
joiragnars
-
hallarut
-
annabjo
-
jensgud
-
jonaa
-
svarthamar
-
kaffi
-
stormsker
-
olinathorv
-
zunzilla
-
gbo
-
steinibriem
-
siggith
-
ea
-
svanurg
-
tannibowie
-
valdimarjohannesson
-
martasmarta
-
gullfoss
-
elnino
-
sunna2
-
thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar