29.3.2009 | 16:27
KOLKRABBINN VAR KOSINN.
Þá vitum við það landsmenn góðir. Upp úr kjörkassanum á landsfundi Sjálfgræðiflokksins kom kolkrabbinn góðkunni.
![]() |
Bjarni kjörinn formaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.3.2009 | 16:48
VIÐ SEM ERUM RÍKIR VERÐUM AÐ HALDA Í VONINA.
Verðum að halda í vonina,
að flokkar þeirra,
sem minna mega sín í
þjóðfélaginu komist ekki að
landsstjórninni,
segir tilvonandi formaður
Sjálfgræðiflokksins,
sem fæddur er
ríkur
og silfurskeið í
munni.
![]() |
Verðum að halda í vonina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.3.2009 | 15:25
ÚR HEIMI STJÓRNMÁLANNA.
Það virðast villugjarnir vegir í
stefnuskrám stjórnmálanna.
Að finna nýja stefnuskrá virðist ekki svo
aðkallandi, heldur fara eftir þeim sem fyrir eru.
Að leggjast undir feld, væri fleirum holt
en Ljósvetningargoðanum.
Þeir sem setja réttlætið í fyrsta sæti,
munu stofna þjóðfélag, sem hæfir því.
Vandamál blasa sífellt við þeim, sem
ekki koma auga á lausnirnar.
Hagvöxtur og framleiðni er keppikefli
þjóðanna í dag. Það þarf þó ekki síður
mannúð, óeigingirni og náungakærleika
til að skipta því sem aflað er.
Að spara of mikið getur valdið kreppu og
atvinnuleysi.
Að spara of lítið getur valdið gjaldþroti.
Það er fremur hófleg neysla en fækkun
vinnandi handa, sem hyggja þarf að.
Óheft samkeppni hlýtur, eins og nafnið
bendir til, að valda því, að eins gróði er
annars tap og er því engin endanleg
lausn á efnahagsvandanum.
Með græðgi verður þjóðfélagið ekki reist
úr rústunum.
Það er græðgi að vilja taka sér margföld
laun á við aðra.
Jafnrétti og bræðralag kemst ekki á
nema réttlætið nái að ríkja.
Sá, sem er niðri í lægðinni, þarf ekki að
óttast fallið.
![]() |
Skattmann er mættur aftur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.3.2009 | 21:41
ÍHUGUN DAGSINS HÉRNA Í HÖFUÐBORGINNI.
"Ó, þú borgarbarn, hversu mjög ferð þú á mis við undur náttúrunnar.
Hversu mjög ert þú fjarri sköpun lífsins, sem bætir ætíð
nýjum þætti í lífsundrið frá degi til dags.
Stræti borgarinnar, malbikaðar götur, umhverfi þeirra sem rofnir
eru úr tengslum við móður jörð."
Þessa speki las ég í dag ásamt ýmsu fleira,
en að ég set þetta fram hér og nú, er vegna þess að ég hefi hugsað
mér þegar heim kemur, að lýsa í máli og myndum þeim tíma,
sem ég var "kaupamaður" í sveit fyrir liðlega hálfri öld síðan.
Ég hefi löngum talið mér til happs, að hafa á sínum tíma verið sendur í
sveitina.
Þar var maður svo sannarlega í takt við móður jörð og
það sem meira var, þá var maður látinn vinna eins og þrekið leyfði
ólíkt því, sem börn þurfa að gera, séu þau svo heppin að komast í sveit,
en nóg um það núna.--
Smá saga af honum Hafsteini Stefánssyni og er í bók hans,
Leyndarmál steinsins:
"Hafsteinn lenti einu sinni í hófi, þar sem saman voru komnir
ýmsir áhrifamenn.
Vín var haft um hönd og gerðust menn reifir.
Hafsteinn gat verið beinskeyttur og hvassyrtur á sinn hógværa hátt,
eins og títt er um snjalla ljóðasmiði.
Þar kom að einum fjármálamanni í veislunni þótti fast að orði kveðið,
sneri sér að Hafsteini og sagði hárri röddu upp yfir alla:
Hvaða helvíti ert þú kjaftfor.
Ég vildi ekki eiga næturstað undir öxi þinni.
Menn setti hljóða, en skáldið og skipasmiðurinn svaraði rólega:
Þú ert nú svo háttsettur í peningamálum þjóðarinnar,
að þér er ólíkt minni hætta undir öxi minni,
en mér undir þínum axarsköftum.
Hlátur glumdi við.
Sá, er til var talað, opnaði munninn og lokaði honum aftur,
án þess að segja neitt.
Við þessu voru engin svör til."
Smá vísa.
Einhverju sinni gekk Hafsteinn þar fram hjá sem kona var að gefa
snjótittlingum í garði sínum.
Hafði hún hænt að sér marga fugla.
Þá kvað Hafsteinn:
Korn úr lófa konunnar
kemur brátt í vana.
Tíu þúsund tittlingar
treysta nú á hana.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.3.2009 | 22:31
AÐ DVELJA Í BORGINNI.
Jæja, jæja ég er nú hérna ennþá, þ.e.a.s. í henni Reykjavík.
Ýmislegt hefur maður gert sér til dundurs í þessari borgarferð minni.
Þrisvar sinnum fór ég í Perluna og keypti þar nokkrar bækur í hvert skipti,
sem ég þar kom.
Sunnudagskvöldið notaði ég til að fylgjast með uppboði á málverkum
hjá gallerí Borg.
Galleríið rekur Eyjamaðurinn Pétur Þór ásamt konunni sinni.
Pétur þessi er systursonur Óskars frá Háeyri og var hann með á boðstólum
mörg og flott málverk, sem að sjálfsögðu kostuðu sitt.
Þegar uppboðið var hálfnað var boðið upp á léttar veitingar og
Eyjólfur Kristjánsson skemmti gestum með spili og söng.
Ekki fara neinar fréttir af því hvort bloggari keypti þarna eitthvað,
en þeir sem hafa áhuga geta kíkt til mín, þegar ég heim kem.
Ég verð að viðurkenna það, að hérna er ýmislegt í boði á listasviðinu
umfram það, sem gerist í mínum kæra heimabæ.
Á laugardag leit ég við á Kjarvalsstöðum, en þar er mikil sýning á verkum
Kjarvals í þremur sölum og er svo sannarlega þess virði að skoða.
Í gær sunnudag fór ég ásamt dóttir minn í Listasafn Reykjavíkur,
en þar er sýning á verkum uppáhalds myndlistamanni mínum,
Alfreð Flóka.
Þegar við við vorum þarna var í gangi spjall milli Sjón og skáldsins,
Jóhanns Hjálmarssonar um listamanninn Flóka, sem var bæði fróðlegt
og gaman að hlusta á.
Það hefur mér dottið í hug og ámálgað við hann Kára bókasafnsvörð í
Eyjum, hvort ekki væri upplagt að vera með sýningarkassa í anddyrinu
á bókasafninu og sýna okkur bæjarbúum þau myndlistaverk,
sem ég er nokkur öruggur um, að Vestmannaeyjabær geymir í sinni vörslu.
Það væri mikill fengur fyrir alla, ef gert yrði.
Held satt að segja að það muni því miður líða nokkur ár til viðbóta,
áður en við fáum safnahúsið, sem á að þjóna þessum tilgangi.
Daginn áður en ég fór til Reykjavíkur fór ég og hitti hann
Elliða Vignisson bæjarstjórann okkar, en því miður gleymdi ég alveg,
að ræða þessa hugmynd mína við hann, en sjálfsagt geri ég það,
þegar heim kemur.
Einu langar mig að bæta við að lokum og það er,
að lýsa ánægju minn yfir því,
að ÍBV hefur ráðið Heimir Hallgrímsson þjálfara liðsins til næstu tveggja ára.
Ég bind miklar vonir við hans störf og vonast eftir góðum árangri í sumar.
Ekki skemmir fyrir, að með framsýni og djörfung mun Vestmannaeyja bær
færa bæjarfélagin okkar langþráð
knattspyrnuhús með haustinu.
Dægurmál | Breytt 17.3.2009 kl. 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.3.2009 | 21:00
GUÐLAUGSSUND Í VESTURBÆJARLAUG REYKJAVÍKUR ?
Ég sem sannur Eyjamaður staddur hérna í höfuðborginni
lét ekki hjá líða, að byrja daginn í einni af sundlaugum Reykjavíkur.
Það vill nú svo til, að ég er hérna hjá syni mínum og unnustu hans
en þau búa í íbúð í Vesturbænum steinsnar frá sundlaug
Vesturbæjar og inngangur að KR vellinum er aðeins hérna
handan götunnar, sem sagt ekki langt að fara, þegar maður
mætir galvaskur á leikinn, KR - ÍBV í sumar.
Meðvitaður um það, að liðin eru tuttugu og fimm ár frá sjóslysinu,
þegar Helliseyjan "fórst"og aðeins einn maður bjargaðist,
hann Guðlaugur Friðþjófsson lá beinast við, að minnast þess á
verðugan
hátt og synda til minningar um afrekið hans Lauga.
Ég hefi aldrei fyrr komið í Vesturbæjarlaugina og,
þegar að afgreiðslunni kom var þar yndisfögur stúlka,
svört á húð og hár.
Það var allt ílagi með húðlitinn, en að láta hana skilja mig var þrautinni
þyngri, enda er ég ekkert sleipur í erlendum tungumálum.
En allt hafðist þetta að lokum og í laugina komst ég þrátt fyrir að
margt væri um manninn í henni.
Taka skal fram, að ég var nú ekki eins duglegur og hann Guðlaugur
á sínum tíma og synti aðeins 500 metra, eða um það bil einn tíunda
af Guðlaugssundinu.
Samt get ég með góðri samvisku sagt
þar sem ég hefi alveg sleppt því að vera með í Guðlaugssundinu heima
í okkar frábæru laug sem fram fer á hverju ári, að ég sé farinn að
markaðssetja Guðlaugssundið hérna á Reykjavíkursvæðinu.
Dægurmál | Breytt 14.3.2009 kl. 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2009 | 19:10
LEYNDARMÁL STEINSINS.
Ég er staddur hérna í henni Reykjavík og fannst mér það
liggja í hlutarins eðli, að fara í Perluna og skoða úrvalið af bókum,
sem eru þar á boðstólum og oftar en ekki á ágætis verði.
Eina bók rakst ég á þarna, sem ég held, að sé
ansi fáséð, nema ef skyldi þá vera heima í Eyjum.
Bókin heitir,
"Leyndarmál steinsins"
og inniheldur að mestu vísur og kvæði eftir þann ágætismann,
Hafstein Stefánsson bátasmið með meiru, en hann var hagmæltur vel.
Margir þeir sem nú eru komnir á besta aldur í Eyjum muna sjálfsagt
eftir honum. Hafsteinn og konan hans, hún Guðmunda Gunnarsdóttir
fluttu upp á Selfoss í Heimeyjar gosinu 1973.
Dóttir Eyjanna kveður:
Aukast mundi þrek og þor
þörf væri ekki að kvarta
ef menn bara ættu vor
innst í sínu hjarta.
Ef sumarið í sálu þér
sendir geisla hlýja
björt og fögur ævin er
allar sorgir flýja.
Ef útlitið er ekki traust
andinn dapur grætur.
Mættirðu þá muna haust
mánaljósar nætur.
Ég fyrr en varir fer minn veg
með fótataki hljóðu.
Allra heilla óska ég
Eyjunum mínu góðu.
Kannski eiga þessi vísukorn hans Hafsteins
aldrei betur við, en einmitt núna.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.3.2009 | 15:36
AÐ KOMA VEL FRAM VIÐ ALLA.
Í pistli, sem ber heitið "Bakþankar" og birtist á baksíðu
Fréttablaðsins á hverjum degi var einn slíkur í s.l. viku
og er eftir Jón Sigurð Eyjólfsson.
Pistillinn vakti mig virkilega til umhugsunar um lífið og tilveruna og
vonandi verður mér fyrirgefið að ég birti hann.
Með Clapton úti á engi:
Dag nokkurn á öndverðum sjöunda áratug síðustu aldar kom
ungur maður að tali við stöðvarstjóra á lestarstöð skammt frá
Beaulieu á Englandi.
Sá ungi bar höfuðið ekki hátt enda hafði hann lognast útaf nóttina
áður á drykkju samkomu á tjaldstæði í nágrenninu, vaknað síðan
glerþunnur og peningalaus.
Þar að auki var hann búinn að gera í brækurnar og æla yfir sig allan.
Menn sem þannig er ástatt fyrir eru ekki líklegir til að ná einhverjum
árangri í samningaviðræðum.
En stöðvarstjórinn sá aumur á þeim unga og hripaði
skuldarviðurkenningu svo hann kæmist heim til
Ripley.
Af hverju í ósköpunum skyldi hann hafa gert það?
Hvað fær menn til að treysta einhverjum sem er með allt niður um sig?
Ekki nóg með það heldur lætur hann reyna á þolrif samferðarfólksins,
sem var almennilega til fara og þurfti að þola návist þessa
útataða saurlífsseggs.
Stöðvarstjórinn hefur verið meðvitaður um það,
að skuldir má afskrifa en mannsandann aldrei.
Jafnvel þótt hann sé í lægstu skör niðurlægingarinnar.
Og oft vill það nú verða þannig, að sá sem þekkir lægðirnar
fær oft viljann og máttinn til að lyfta mannsandanum í efstu hæðir.
Og stöðvarstjórinn hafði á réttu að standa.
Lífið er oft eins og rúsibani og þó maður rekist á einhvern,
sem kominn er á fjóra fætur
væri manni hollast,
að staldra við áður en hann er afskrifaður líkt og skuld
fyrrverandi auðkýfings.
Enda rættist heldur betur úr þessum unga manni,
Eric Clapton að nafni, þó vissulega hafi hann lognast út af við
sullið nokkrum sinnum síðan.
Clapton hefur komist til æðstu metorða enda lyft anda ófárra upp
til skýja með tónlist sinni.
Hann hefur einnig opnað
meðferðarstofnun fyrir vímuefna fíkla og því afeitrað marga,
sem áttu það á hættu að vakna illa á sig komna úti á engi.
Við Íslendingar erum einmitt núna ný vaknaðir úti á engi eftir svakalegt
svall og ástandið er ekki upp á marga fiska, kannski nokkrar gulldeplur.
Samningsstaða okkar er því svipuð og hjá gítarleikaranum knáa í
árdaga.
Ég vil því benda sendinefnd Alþjóða gjaldeyrissjóðsins á
sjálfsævisögu Eric Claptons,
en hún er á tilboði núna og kostar ekki nema
átta pund.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.3.2009 | 18:02
LIÐUGASTA BYLTINGAR KONA LANDSINS OG ÞÓ VÍÐAR VÆRI LEITAÐ ?
Ein þekktasta kona landsins hélt uppá sextugs afmæli sitt
um helgina hún,
Birna Þórðardóttir.
Það þykir svo sem engin frétt að verða sextug í dag,
en þessari byltingarkonu er margt til lista lagt,
bæði til orðs og æðis og sannaði það rækilega,
þegar hún gerði sér lítið fyrir og fór í
"splitt"
við mikinn fögnuð veislugesta.
Sannarlega engin ellimerki á byltingarkonunni,
Birnu Þórðardóttir.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
3.3.2009 | 00:45
JÁKVÆÐASTA KASSADAMA LANDSINS.
Francisca Mwansa er kátasta kassadama landsins.
Hún segir að kreppan skipti litlu máli.
Ef hún er hnuggin hugsar hún bara til
Guðs og verður glöð að nýju.
Það eina sem skiptir máli er Guð, gott fólk,
börnin og náttúran
Við finnum aldrei alvöru hamingju í peningum.
Enginn banki endist að eilífu,
nema sá á himnum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
ibvfan
-
fosterinn
-
maggibraga
-
solir
-
georg
-
gretaro
-
sigthora
-
kjartanvido
-
eyglohardar
-
rustikus
-
svenko
-
eyjapeyji
-
kokkurinn
-
valdivest
-
disin
-
smarijokull
-
kristleifur
-
gudnihjoll
-
sjonsson
-
nautabaninn
-
prakkarinn
-
bergen
-
icekeiko
-
asthildurcesil
-
joiragnars
-
hallarut
-
annabjo
-
jensgud
-
jonaa
-
svarthamar
-
kaffi
-
stormsker
-
olinathorv
-
zunzilla
-
gbo
-
steinibriem
-
siggith
-
ea
-
svanurg
-
tannibowie
-
valdimarjohannesson
-
martasmarta
-
gullfoss
-
elnino
-
sunna2
-
thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar