26.4.2009 | 16:13
VIÐ VILJUM VINSTRI STJÓRN.
Það þætti mér hrein og klár svik við kjósendur,
ef ekki tækist að mynda áframhaldandi
vinstri stjórn.
Það jaðrar við Drottins svik að mínu mati,
ef Samfylking og Vinstri grænir ná ekki, að mynda
áframhaldandi stjórn, því þessir tveir
flokkar hafa að stærstum hluta fylgi sitt frá þeim, sem
lökust hafa kjörin í þessu landi.
Þá duga engar afsakanir að hálfu VG, að
ekki komi til greina,
að skoða hvað ESB býður okkur.
![]() |
Þingað um nýja stjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.4.2009 | 15:05
HUGRENNING AÐ LOKNUM ALÞINGISKOSNINGUM.
Ég verð að segja það eins og er,
að ég er alveg yfir mig gáttaður á úrslit kosninganna.
Að Sjálfstæðisflokkurinn skuli ennþá hafa stuðning nærri
fjórðungs þeirra, sem þátt tóku í ný loknum alþingiskosningum.
Spakmæli segir, að þangað sækir klárinn, sem hann er
kvaldastur og má segja að fólk, sem á 18 árum lifði hér vissan
uppgang í okkar samfélagi var þorri fólks, sem lifði
aldrei meiri misskiptingu tekna en á þessum árum, 1993-2007.
Og svo það, sem kórónaði þetta allt saman var hrunið í haust,
sem orsakaði það, að mjög margi voru að missa hluta, eða mest allan
ævi sparnað sinn. Aukningu skulda af húsnæði sínu,
hækkun vöruverðs og nú í ofaná lag, skerðingu
lífeyris frá lífeyrissjóðunum vegna rýrnunar og illa ígrundaðar
fjárfestingar þeirra sem á ofurlaunum var trúað fyrir sjóðunum.
Allt er þetta og fleira, sem telja mætti til,
Sjálfstæðisflokknum að stórum hluta að kenna,
samt skuli fólk halda áfram að kjósa kvalara sinn,
það finnst mér með ólíkindum.
![]() |
Nýtt Alþingi Íslendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.4.2009 | 15:09
REINIMEISTARAR FYRR OG NÚ.
Ein af mínum uppáhalds sögum hefur og er sagan
af honum Sölva Helgasyni, sem Davíð Stefánsson frá Fagraskógi gerði
svo eftirminnilega undir heitinu
Sólon Íslandus.
Þar sem nú er lokið kosningaslag flokkanna í bili þar
sem mikil talna leikfimi fór fram hvernig laga mætti hag allra,
þá kom mér einmitt í hug hann Sölvi, sem sagði frá sinni
skrautlegu fimi í reikningi, þegar hann í fyrsta og eina skiptið
var staddur í Köpen.
Við reiknimeistararnir vorum nú leiddir saman og settir sinn í hvorn
enda á gríðarstórum sal, svo að við sæjum ekki útreikninga og
aðferðir hvors annars.
Þetta var í konungshöllinni.
Við reiknuðum nú lengi dags, en þá tókst þeim ítalska að
reikna barn í eina danska.
Ég var viðbúinn og reiknaði það strax úr henni.
Þá brá hinum ítalska og hugði á hefndir.
Sá ítalski hamaðist til kvölds, alla nóttina og fram að hádegis.
Þá tókst honum, með herkjubregðum þó, að hnoða
tvíburum í eina ítalska...
Nú tók ég til minna ráða.
Ég reiknaði og mældi og krotaði, þangað til ég varð að fá annað blað.
Þá dámaði ekki dómurunum uppi á svölunum.
Sá ítalski var hróðugur og glotti.
En ég gafst ekki upp.
Og loks tókst mér að reikna tvíbura í eina
afríkanska, og var annað barnið hvítt,
en hitt svart.
Þá steinleið yfir þann ítalska....
Þrátt fyrir að Sölvi væri drjúgur með sig og sína hæfileika
og á sínum tíma einn frægasti flakkari Íslandssögunnar var honum
margt til lista lagt.
T.d. þessi sjálfsmynd hér ofar á síðunni og svo þessi ágæta
mynd eftir hann.
Og ekki má gleyma vísunni frægu, sem hann gerði
um sjálfan sig:
Ég er gull og gersemi
gimsteinn elskuríkur.
Ég er djásn og dýrmæti
Drottni sjálfum líkur.
![]() |
Afskrifa 75% fyrirtækjalána |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2009 | 14:35
ÞAÐ EIGA ALLIR, ALLIR AÐ SITJA VIÐ SAMA BORÐ.
Það er við hæfi að benda Reykjanesfélagi smábátaeigenda
á það, að Ambrósíus hinn mikli kirkjuleiðtogi
mælti:
Náttúran gefur öllum allt sameiginlega.
Guð hefur í raun réttri skapað alla hluti svo,
að allir neyttu þeirra sameiginlega og jörðin væri
allra sameign.
Náttúran skóp því sameignarréttinn,
ofbeldið gerði úr honum
einkaeignaréttinn....
Drottinn vor hefur viljað,
að þessi jörð væri sameiginleg eign allra manna
og afurðir hennar féllu öllum í skaut,
en ágirndin hefur skipt eigninni.
![]() |
Hótanir ráðherra ekki við hæfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
22.4.2009 | 17:20
TIL ÞEIRRA SEM HÍMA HIKANDI.
Mér og öðrum til gamans
birti ég grein skrifaða af meistara Þórbergi Þórðarsyni og
er hún takið eftir, skrifuð fyrir 72 árum síðan.
Á hinn bóginn er það hverju mannsbarni kunnugt, að íhaldið hefur
nú sett öll hugsanleg öfl á hreyfingu, hátt og lágt í öllum kjördæmum
landsins, til þess að ná hreinum meirihluta við þessar kosningar.
Og þessar trylltu hamfarir eiga ekki rót sína að rekja til neinna hærri
hvata en þeirra,
að höfuðráðamenn flokksins, heildsalar og aðrir stórbraskarar,
sjá sínum rangfengna Mammoni hættu búna með sigri
vinstri flokkanna.
Ránsmennskan á um líf sitt að tefla.
Þess vegna eru engin meðul til spöruð.
virðulegar íhaldsfrúr og útsmognir kosningasmalar rápa hér hús úr
húsi og koma skríðandi að fótum fákænna kjósenda til þess að
ginna þá til fylgis við höfuðóvini þeirra, kúgara þeirra og ræningja,
sem allt til þessa hafa barist undantekningarlaust gegn öllum
umbótum á kjörum þessa fólks,
smáum sem stórum, hafa setið um hvert nýtilegt tækifæri til að
þrúga niður kaup þess, en hafa að hinu leytinu féflett það inn að
skinninu með vöruverðlagi, sem er hrein og bein
ræningjamennska.
Allar gildrur hins slungna hugarfars hafa verið teknar í þjónustu
þessara mannaveiða:
hin vísvitandi lygi,
ísmeygilegi rógur,
flaðrandi fláttskapur,
hótanir um atvinnumissi,
ógnanir um ríkisgjaldþrot,
skelfingar við rauðu hættuna og blóðveldi Stalíns,
fyrirheit um nýja gullöld, ef íhaldið nái meirihluta, og peningarnir
renna í stríðum straumum út um kjördæmin landsins í mútur
ofan í bágstadda fátæklinga og lítilsiglda sálir, sem ekki bera þá
virðingu fyrir sjálfum sér, að þær hafi enn þá komið auga á,
hvílík vanvirða þeim er gerð með slíkri
þrælaverslun.
Í fáum orðum sagt:
Það er enginn sá ósómi til í mannlegu innræti,
sem íhaldið hefur ekki hervætt í þjónustu hins illa málstaðar.
Að hinu leytinu verðum við að harma með sárri blygðun það
pólitíska þroskaleysi, þá andlegu smáborgaramennsku,
sem vinstri flokkarnir hafa gert sig bera að í sumum framboðum sínum.
Í stað þess að taka höndum saman gegn höfuðóvininum,
íhaldinu og yfirvofandi fasisma,
hafa þeir staðið í smásálarlegu pexi hver við annan og hafa
stofnað öllum frjálslyndum landslýð í beinan voða
með því að bjóða fram hver gegn öðrum í ýmsum kjördæmum,
þar sem þeir hefðu átt að vinna saman.
Með þessu háttarlagi hafa þeir gert allt sitt til að gefa
erkifjandanum að minnsta kosti tvö kjördæmi,
Akureyri og Vestmannaeyjar
Svo mörg voru þau orð og nærri lætur,
að þau hefðu þess vegna getað verið skrifuð í gær,
en ekki fyrir 72 árum síðan.
![]() |
Guðlaugur fékk 4 milljónir í styrk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 23.4.2009 kl. 19:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2009 | 16:50
MÚSAGANGUR Í VALHÖLL ?
Og þar kom,
að
Sjálfgræðiflokkurinn
fékk
jóðsótt
og fæddi
litla
mús.
![]() |
Andri hættir störfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.4.2009 | 13:43
GUÐLAUGUR ÞÓ !
Þetta mun vera hið nýja flokksmerki Sjálfgræðiflokksins.
Hvað eru fimmtíu og fimm milljónir milli vina?
Þetta er ekkert annað en öfund af hálfu annarra flokka
út í Sjálfgræðiflokkinn, að vera duglegri
og sniðugri til öflunar peninga í skjóðuna sína.
Enginn, já enginn skal voga sér að segja að Sjálfgræðiflokkurinn
sé ekki heiðarlegasti flokkurinn á Íslandi og þó víðar væri leitað.
Heilræðavísa:
Ef þín kólnar íhaldstrú
og ekkert má þig kæta,
tilraun er að reynir þú
"sminka" þig og bæta.
![]() |
Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.4.2009 | 15:43
DÁRI ER ÞAÐ HEILLIN.
Darraðardans segja þingmenn, að sé iðkaður
á hinu háa alþingi.
Frá mínum bæjardyrum séð og heyrt ætti heldur,
að líkja þingsal við,
"dára-kistu".
![]() |
Þingmenn syngja og dansa darraðardans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2009 | 20:23
SNILLINGURINN ALFREÐ FLÓKI.
Svo sem ég greindi frá hérna um daginn heimsótti ég
sýningu "Alfreðs Flóka" í Listasafni Reykjavíkur.
Þrátt fyrir bann við myndatöku þá tókst
ljósmyndara bloggsíðunnar eigi að síður,
að ná á filmu nokkrum myndum.
Já, svo sannarlega var Flóki
snillingur.
"Myndirnar hans Flóka eru ekki af neinu sjúklegu,
eða ljótu, þær virka flestar næstum eins og
sakleysislegar hugrenningar bráðungs manns- hvað nú ef?
Dálítið mörg typpi og fullt af geirvörtum!
En er ekki biskupinn líka með typpi?
Og erum við ekki allir karlinn sem þýtur upp á stól
til að skoða geirvörtur gyðjunnar?
Í heimsmynd Alfreðs Flóka var þetta allt til staðar."
ÓLAFUR HAUKUR SÍMONARSON.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
ibvfan
-
fosterinn
-
maggibraga
-
solir
-
georg
-
gretaro
-
sigthora
-
kjartanvido
-
eyglohardar
-
rustikus
-
svenko
-
eyjapeyji
-
kokkurinn
-
valdivest
-
disin
-
smarijokull
-
kristleifur
-
gudnihjoll
-
sjonsson
-
nautabaninn
-
prakkarinn
-
bergen
-
icekeiko
-
asthildurcesil
-
joiragnars
-
hallarut
-
annabjo
-
jensgud
-
jonaa
-
svarthamar
-
kaffi
-
stormsker
-
olinathorv
-
zunzilla
-
gbo
-
steinibriem
-
siggith
-
ea
-
svanurg
-
tannibowie
-
valdimarjohannesson
-
martasmarta
-
gullfoss
-
elnino
-
sunna2
-
thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar