1.3.2009 | 20:34
Í EYJUM FYRIR ÁRI SÍÐAN.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2009 | 14:40
STAÐREYNDIR ?
Að berja höfðinu við steininn
merkir samkvæmt Íslensku
orðabókinni:
Neita að beygja sig fyrir
staðreyndum.
![]() |
Stefna brást ekki, heldur fólk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.2.2009 | 14:12
Í TILEFNI KONUDAGSINS ?
Konur:
Fögur kona gleður augað,
en góð kona gleður hjartað.
Fögur kona er gimsteinn, góð kona fjársjóður.
Óánægð kona krefst munaðar,
en kona,
sem elskar,
er fús til að hvíla á berum fjölum.
Svo hermir persneskt skáld:
Í upphafi tók Allah rós,
lilju, dúfu, höggorm, hunangsögn, svikaaldin
og lúku af leir.
Þegar hann leit á þessa blöndu,
var hún orðin að konu.
Konur eru vitrari en karlmenn,
vegna þess að vita minna,
en skilja fleira.
Konur kunna aðeins eitt,
að gera menn að fíflum.
Þær fá heldur aldrei nóg af því.
Fátt er það,
sem aldrei fer úr tísku,
en kvenleg kona er eitt af því.
Tungan er sverð kvenna,
enda láta þær það sjaldan ryðga.
Konurnar eru eins og bergmálið,
þær vilja ætíð hafa síðasta orðið.
Fegursti eiginleiki konunnar
er fórnfýsin.
Konur,
til hamingju með daginn.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.2.2009 | 00:03
EYJAMENN OG AÐRIR Í PRÓFKJÖRS HUGLEIÐINGUM.
Nú eykst spennan dag frá degi vegna komandi alþingis kosninga.
Hér í Suðurkjördæmi gengur mikið á,
allavega á bak við tjöldin og í skúmaskotum flokkanna.
Framsókn virðist í mikilli framsókn, ef marka má þá sem sækja fastast
eftir fyrsta sætinu hjá þeim.
Fyrstan skal nefna Sævar Ciesielski, sem ég tel að öllum hinum
ólöstuðum vera góður kostur fyrir flokkinn og kæmi mér það
ekki á óvart að hann kæmi mest á óvart í komandi
kosninga baráttu.
Að sjálfsögðu vill ég fá Eyjakonu í annað sæti flokksins og
þar fer fremst meðal framsóknar kvenna Eygló Harðardóttir.
Hún hefur sýnt mikla djörfung á þingi, svo enginn þarf að fara í neinar
grafgötur með það,
að hún rennur inn á þing.
Nú þá er komið að Sjálfrenniflokknum og þar er aðeins einn
maður alveg "baneitraður" sem leitt getur flokkinn til mikils sigurs,
sjálfur "eiturnaglinn" Árni Johnsen.
Það fara ekki allir í buxurnar hans, enda ný kominn frá Póllandi,
þar sem hann skildi eftir ein 16 kíló og fór létt með að lyfta
þeim "upp," Gunnari krossfara og Súlu Geira.
Enginn vafi er í mínum huga, að Árni mun ná fylgi langt út fyrir
endimörk Flokksins.
Kona frá Eyjum skal einnig verða á meðal þeirra sem inn á alþingi
mun komast frá Sjálfrenniflokknum og á ég þar við hana, Írisi Róberts.
Hún er bráð hugguleg kona sem mundi ábyggilega sóma sér vel innan
um "stóðið í "flokknum".
Hrossa læknirinn, sem verið hefur í fyrsta sæti flokksins
á enga möguleika á að komast á listann og verður að gera sér að
góðu að éta það sem úti frýs.
Í fyrsta sæti hjá Hægri-Vinstri gramir nú, spái ég að verði
Rauðskinni, sem nýlega er kominn til landsins og hann ásamt
kjarna konu úr Eyjum auðvitað í annað sæti listans, Jórunni Einars,
sem flúin er til Kópavogs.
Samfó kemur næstur og sakna ég þar baráttu mannsins mikla
og karamellu-kappans, sem nú situr dapur heima og
starir róðu rósina á, Lúðvík í skammar króknum.
Eyja maður á að sjálfsögðu að verma fyrsta sæti listans og kemur
þar bara einn til greina Páll Scheving, harðduglegur
bardaga maður, sem hefur á síðastu tæpum þremur árum
velgt meiri hluta Sjálfrenniflokksins undir uggum í bæjarstjórn
Eyjanna.
"Frjálslyndir allra handa" eru vart á vetur setjandi þar sem nú herjar
einhvers konar innanmein í flokki þeirra.
Bloggvinur minn Georg vill verma annað sæti listans, en
með allri virðingu fyrir honum verð ég að segja,
að ég er logandi hræddur um það, að flokkurinn deyi út
og heyri sögunni til eftir kosningar.
Ekki efast ég um, að allt það góða fólk, sem á listanna velst
og kemst á þing verður ekki of sælt af þingmanns laununum.
Og hvers vegna dreg ég þá ályktun, jú
fjórmenninga klíkan í Ráðhúsi Vestmannabæjar fúlsaði við því,
að fara fram fyrir Sjálrenniflokkinn í vor.
Vonandi kjósa allir rétt?
![]() |
Þrjú vilja fyrsta sætið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 02:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2009 | 13:58
ALDREI OF RÍK TIL AÐ HUGSA.
Sæl verið þið öll saman.
Ég hefi lítið haft mig í frammi hérna á minni bloggsíðu.
Einhvern veginn hefi ég ekki fundið þörf hjá mér til að láta í ljósi
athugasemdir og gagnrýni á menn og málefni.
Það þýðir samt ekki, að ég sé orðinn skoðana laus síður en svo.
Vilhjálmur sá ágæti maður og fleiri tjá sig um kreppuna og
allt sem undanfarna mánuði hafa fært okkur.
Mönnum er hugleikið hvað hver og einn svo og aðrir hafa tapað
á hruninu.
Þar sem nú er á næstunni kosningar til alþingis eru menn farnir
að viðra sig og flokk sinn, sem góðan valkost til forystu næstu fjögur
árin.
Allt er þetta gott og blessað og tilheyrir lýðræðinu.
En eins og ég sé þetta fyrir mér,
virðist það einu gilda hvort frambjóðendur eru frambærilegir eður ei,
þá eru það hagsmunir flokksins sem á endanum ræður för.
Það er eins og segir í "hugleiðingu dagsins".
Heimurinn þarf ekki á ofurmennum að halda heldur
ofureðlilegu fólki.
Mönnum sem víkja sjálfinu brott úr lífi sínu og leyfa Guði að vinna
gegnum sig.
Láta innblástur fá sess metnaðarins.
Leitast við að ná meiri þroska í andlegum efnum,
fremur en að áskotnast auður og frægð.
Aðal metnaður okkar ætti einkum að beinast að því að verða
Guði til gagns.
Hinn guðlegi kraftur nægir til allra andlegra
viðfangsefna heimsins.
Guð þarfnast aðeins áhalda til verks síns.
Þau geta endurskapað heiminn.
![]() |
Aldrei of blönk til að hugsa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.2.2009 | 17:25
ÖSKUKALLAR FYRR OG NÚ Í EYJUM.
Að hirða og eyða sorpi dags daglega eru svo sem engar sérstakar
fréttir.
Hérna í Eyjum höfum við ágætis fyrirkomulag á þeim hlutum
þar sem við höfum sérstaka sorpeyðingar stöð.
Tveir til þrír röskir menn fara um bæinn á sér útbúnum bíl
og hirða sorp pokana frá heimilum bæjarbúa og fara með þá
í Sorpu þar sem því er svo eytt.
Fyrir á árum, áður en plastpokarnir komust í "tísku"
þá notuðu bæjar búar þá aðferð, að safna sorpinu í járn tunnur
og oftar en ekki var það mun erfiðara fyrir þá sem sáu um
sorp hirðu og þá sérlega yfir vetrar tímann.
Hér sjást nokkrir vaski sveinar, sem glímdu við
sorptunnurnar hérna áður fyrr í Vestmannabæ.
Sá sem stendur hérna lengst til hægri á myndinni er
Óskar Björnsson og má segja um hann,
að hann man tímanna tvenna við sorphirðu okkar Eyjamanna.
Um miðja síðustu öld þá var einnig fari á bíl um bæinn og sorpi safnað
og sett á opinn vörubílspall, en þá nefndust þeir menn
"öskukallar".
Þá voru allir með við hús sín járntunnur, olíu tunnu þar sem annar
botninn var höggvinn úr tunnunni.
Þá voru ekki til litlu plastpokarnir og ruslið frá heimilinu var sett laust
í tunnuna.
Það gerði þeim sem sáu um sorphirðuna aðeins auðveldara fyrir,
því menn urðu að moka sorpinu úr tunnunni í litla "balla",
sem menn tóku á milli sín og sturtuð úr "ballanum" á opinn bílpallinn.
Öllu sorpi var svo ekið vestur á Hamar og sturtað þar í sjóinn.
Fleira en sorpi bæjar búa var þarna sturtað í sjóinn
og má segja, að allt sem til féll frá Vestmannabæ, bæði ætt og óætt
var sturtað út af
"Hamrinum."
Þessi ágæta mynd er af bílnum hans Sjonna bílstjóra, en hann eins
og svo margir bílstjórar á öld vörubíla stöðvarinnar
létu allt "gossa" í hafið,
en eins og allir sögðu,
"lengi tekur sjórinn við.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.2.2009 | 17:06
VESTMANNAEYJAR Í DAG.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
26.1.2009 | 13:35
ÚTI ER ÆVINTÝRI.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.1.2009 | 15:55
BOXKEPPNI Í BEINNI.
Hver botnar í þessari vitleysu.
Halda mætti að fram færi einskonar boxkeppni
milli stjórnarflokkanna þar
sem Samfylkingin telur sig hafa betur á stigum eins og málum
er komið,
akkúrat núna.
Svo vilja þessir flokkar láta líta svo út, að þeir séu
ábyrgir gjörða sinna, ja hvílíkur skrípaleikur .
Ég held að allir séu á einu máli,
að ekki verði lengra komist að draga þjóðina á asna eyrunum.
Hingað og ekki lengra og
skammist ykkar,
segið af ykkur og það fyrir kvöldmat.
555FE2B1567CB4EEA8C8FEC7COE13EDA
![]() |
Samfylkingin hefur náð frumkvæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 5.3.2009 kl. 21:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2009 | 13:16
FEGURÐIN ER ALLSSTAÐAR.
Hvaða leik sem menn gera sér að því að afmynda heiminn,
er víst,
að Guð skóp hann sem heimkynni fegurðar og undra
og fyllti hann meiri kærleika
en flest okkar gera sér í hugarlund.
Þess vegna segi ég við sjálfan mig:
Ætti ég ekki að gefa mér tóm til að tileinka mér
fegurðina og undrin......og leggja a.m.k. fram
svolítinn skerf til góðleikans?
Og ber okkur ekki að þakka af hjarta
fyrir það sem við höfum?
![]() |
Húsleit hjá Fóðurblöndunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
ibvfan
-
fosterinn
-
maggibraga
-
solir
-
georg
-
gretaro
-
sigthora
-
kjartanvido
-
eyglohardar
-
rustikus
-
svenko
-
eyjapeyji
-
kokkurinn
-
valdivest
-
disin
-
smarijokull
-
kristleifur
-
gudnihjoll
-
sjonsson
-
nautabaninn
-
prakkarinn
-
bergen
-
icekeiko
-
asthildurcesil
-
joiragnars
-
hallarut
-
annabjo
-
jensgud
-
jonaa
-
svarthamar
-
kaffi
-
stormsker
-
olinathorv
-
zunzilla
-
gbo
-
steinibriem
-
siggith
-
ea
-
svanurg
-
tannibowie
-
valdimarjohannesson
-
martasmarta
-
gullfoss
-
elnino
-
sunna2
-
thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar