18.11.2008 | 12:25
ALLT Í ÞESSU ÞJÓÐFÉLAGI ER Í HELJARGREIPUM SPILLINGAR OG ÓSTJÓRNAR.
Allt í þessu þjóðfélagi er í heljargreipum óstjórnar,
satt er það.
Í gær var talað við Jón Sigurðsson forstjóra Össurar
stoðtækjaframleiðanda.
Hann sagði stofnanir ríkisins, Seðlabanki, Fjármálaeftirlit
og ríkisstjórnin nyti ekki trausts,
hvorki innanlands né utan.
Áfram hélt hann og sagði,
að forystuleysi og skortur á frumkvæði einkenndi ráðamenn,
þeir bregðist við aðstæðum,
en móti ekki stefnu.
Að lokum sagði hann, að skipta þyrfti út
forystusveit ráðamanna.
Þetta var álit eins öflugasta forstjóra fyrirtækis,
sem blómstrað hefur undir hans stjórn undanfari ár.
Þetta las ég á einni bloggsíðu og styður
vel við það, sem hann Jón Sigurðsson á við, þegar hann talar um það,
að það þurfi að skipta um
forustusveit ráðamanna:
Hér kemur blogggreinin og er eftir Ingibjörgu Elsu.
"Fjármálaeftirlitið í höndum Sjálfstæðisflokksins allan tímann:"
Jónas Friðrik Jónsson forstjóri fjármálaeftirlitsins
er sannfærðasti frjálshyggju-sjálfstæðismaður,
sem ég hefi nokkru sinni kynnst.
Ég var að vinna með honum eitt sumar og allan tímann talaði
hann um Sjálfstæðisflokkinn, frjálshyggjuna og hvað þetta væri
allt æðislegt,
sem flokkurinn væri að gera.
Sjálfstæðismenn settu sem sagt sinn sannfærðasta mann sem
forstjóra yfir Fjármálaeftirlitið, mann sem er þeirra skoðunar að
eftirlit og ríkisafskipti eigi að vera sem allra minnst.
Sniðugt.
Enda virtist Jónas Friðrik ekkert hafa haft mikið eftirlit
með bönkunum.-
Jónas Friðrik hélt því t.d. fram,
að ég yrði að fara í Versló eða MR.
Hann taldi að með því að fara í MH væri ég að tefla
pólitískri framtíð minni í tvísýnu af því að þar væru bara
ólukkan kommúnistar.
Svona malaði hann allt sumarið og flokkaði menn og fyrirbæri
niður eftir því hvort um Sjálfstæðismenn væri að ræða,
eða einhverja aðra.-
Ekki skal mig undra það,
að illa færi, að hafa svona handónýtan
forystumann yfir Fjármálaeftirlitinu.
Það er einmitt þarna m.a. , sem þarf að verða breyting á
og auðvitað í öllu kerfinu.
![]() |
Fjölmiðlar í heljargreipum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.11.2008 | 19:36
ÞAKKIR FYRIR ÞAÐ GÓÐA OG FAGRA.
Hvaða leik sem menn gera sér að því að afmynda heiminn,
er víst,
að Guð skóp hann sem heimkynni fegurðar og undra
og fyllti hann meiri kærleika
en flest af okkur gera sér í hugarlund.
Þess vegna segi ég við sjálfan mig:
Ætti ég ekki að gefa mér tóm til
að tileinka mér fegurðina og undrin.....og leggja a.m.k. fram
svolítinn skerf til góðleikans?
Og ber mér ekki að þakka af hjarta?
![]() |
Friður og blóm á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.11.2008 | 20:14
HVERSU LENGI ENN ÞURFUM VIÐ AÐ UMBERA RÍKISSTJÓRNINA ?
Svo sannarlega verptu skötuhjúin,
Geir og Ingibjörg í dag,
en hverju?
Jú, örverpi.
Og til að fullkomna
undirlægju og aulaskap þessara fulltrúa stjórnarinnar,
upplýstist það, að
NATO hafi hætt við,
að enskir kæmu hingað í
sitt útsýnisflug.
Það er sorglegt,
að horfa á og upplifa
þá miklu niðurlægingu,
sem við Íslendingar verðum fyrir
frá hendi ríkisstjórnarflokkanna.
Er ekki þolinmæði allra landsmanna
þorrin ?
![]() |
Ný greiðslujöfnunarvísitala tekin upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.11.2008 | 18:15
MESTA ÁFALLIÐ ER AÐ HAFA KOSIÐ SJÁLFSTÆÐISFLOKKINN.
Ég tek undir með bæjarstjóranum okkar honum Elliða,
að það er mikið áfall að enn sé þrengt að okkur hér í
Eyjum á sviði samgangna.
En ég vil benda okkar ágæta bæjarstjóra á og
öðrum Sjálfstæðisflokksmönnum bæði hér í Eyjum og á landinu öllu,
að þetta ásamt þeim áföllum sem nú falla yfir þjóð okkar
er beinlínis hægt að rekja til 17 ára stjórnarsetu
Sjálfstæðisflokksins í þessu landi.
![]() |
Gríðarlegt áfall fyrir Eyjar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.11.2008 | 13:34
RÁÐHERRA STÓLAR Á KOSTNAÐ ALMENNINGS ?
Yfirlýsing Björgólfs í Kastljósinu í gærkvöldi um það,
að eignir bankans "dekkuðu" Icesave skuldirnar
virðast hálft í hvoru hafa komið Ingibjörgu Sólrúnu og Björgvini
í opna skjöldu.
Ráðherrarnir virðast grípa fegins hendi þetta hálmstrá um,
að til séu eignir sem greiði rúmlega 600 miljarða.
Þetta útspil fyrr um stærsta eiganda Landsbankans kemur á
hárréttu augnabliki
til þess eins að réttlæta þá samninga, sem virðast vera í
burðarliðnum um greiðslu á Icesave reikningunum illræmdu.
Enginn veit á þessari stundu hvort eignir Landsbankans eldri
dugi nema að litlu hluta fyrir þessum skuldum, en það
virðist ekki aðalmálið heldur hitt að leysa, segi ég
þá kreppu sem upp var komin í stjórnarsamstarfinu.
Ráðherra stólar virðast númer eitt,
heill þjóðarinnar númer tvö.
![]() |
Icesave skuldin 640 milljarðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.11.2008 | 15:50
Á MEÐAN ÍSLAND BRENNUR.
Er það ekki grátbroslegt,
að á meðan Íslenskri þjóð "blæðir"
skuli þingmenn vera að velta sér upp úr
hæfi eða vanhæfi þessa eða hins þingmannsins?
Greinilegt er, að ríkistjórnin virðist ekki vita sitt rjúkandi ráð,
tvístígandi og ráðalaus.
Á meðan stöðvast smátt og smátt tannhjól atvinnulífsins.
Smærri fyrirtæki og nú einnig þau stærri
"þorna upp" gefast upp.
Engin þjóð vill koma okkur til hjálpar, ef frá eru taldir Færeyingar
og svo Norðmenn.
Gjaldmiðillinn okkar krónan virðist í dauðateyjunum
og Evran ótæk þar sem ESB hótar refsingum.
Eitt ráð væri í þessum gjaldeyris hrakningum okkar,
og það er að taka upp Dollar meðan það er hægt
og gefa Evrópu þar með langt nef.
![]() |
Menntamálaráðherra ekki vanhæf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.11.2008 | 08:43
BJARNARGREIÐI ?
Sjálfsagt verða þessi "tæknilegu mistök"
Bjarna þingmanns ekki til þess,
að efla einingu og samvinnu innan Framsóknar á næstunni.
Það góða við þetta ágæta bréf,
sem tveir góðir og gegnir framsóknarmenn skrifa til hennar
Valgerðar er ekki aðeins áfellisdómur yfir
fyrrum ráðherra Framsóknar, því það á einnig við um
Sjálfstæðisflokkinn.
Hvernig þessir tveir flokkar sameinuðust um frjálshyggjuna
og gáfu sínum mönnum bankana með þeim skelfilegu
afleiðingum, sem við Íslendingar þurfum að glíma við í dag.
En eins og segir í bréfinu góða,
að fyrir einkavæðingu var þjóðin talin með ríkustu
þjóðum í heimi og ofurlaun þekktust ekki.
Nú er svo komið,
að mörg hundruð miljarða skuldabaggi er lagður á
íslensku þjóðina og hverjir bera þar alla ábyrgð,
jú, FRAMSÓKNARFLOKKURINN og
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN.
![]() |
Áframsendi gagnrýni á Valgerði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.11.2008 | 16:31
GEIR, ÞÚ SKALT HAMRA TUNGU ÞÍNA Á STEÐJA SANNLEIKANS.
Geir minn,
sannleikurinn er það megintakmark,
sem við ættum að miða að í öllum
hlutum,
sem sé:
Sannindum í hugsun,
sannindum í málflutningi,
sannindum í starfi.
Þeir, sem vanir eru að slá af sannleikanum í smávægilegum
efnum,
eiga ekki hægt með að sýna honum skylduga hollustu í hinu
mikilsverða.
![]() |
Geir staðfestir pólska aðstoð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.11.2008 | 20:03
GEIR Í GÓÐUM GÍR.
Þú ert á réttri leið Geir.
Við stöndum að baki þér.
![]() |
Við hættum frekar við lánið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2008 | 16:41
ÁFRAM VINSTRI GRÆNIR.
Gömul kona sagði áhyggjufull við mig hérna á dögunum:
"Það er alltaf verið að tala um það nú á dögum,
hvort fólk sé gáfað
eða ekki.
Í minni tíð var að því spurt,
hvort fólk væri gott eða ekki."
Ég er kominn á hennar mál um það,
að þannig ætti að dæma um fólk,
því að þannig hefur það gildi fyrir lífið.
![]() |
VG krefst afnáms eftirlaunalaga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
ibvfan
-
fosterinn
-
maggibraga
-
solir
-
georg
-
gretaro
-
sigthora
-
kjartanvido
-
eyglohardar
-
rustikus
-
svenko
-
eyjapeyji
-
kokkurinn
-
valdivest
-
disin
-
smarijokull
-
kristleifur
-
gudnihjoll
-
sjonsson
-
nautabaninn
-
prakkarinn
-
bergen
-
icekeiko
-
asthildurcesil
-
joiragnars
-
hallarut
-
annabjo
-
jensgud
-
jonaa
-
svarthamar
-
kaffi
-
stormsker
-
olinathorv
-
zunzilla
-
gbo
-
steinibriem
-
siggith
-
ea
-
svanurg
-
tannibowie
-
valdimarjohannesson
-
martasmarta
-
gullfoss
-
elnino
-
sunna2
-
thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar