24.11.2008 | 15:59
BULLU KOLLAR SAMFYLKINGARINNAR.
Ég hefi ávallt haldið því fram,
að það sé ekkert að marka málflutning
Samfylkingarfólks,
því miður.
![]() |
Aðventuna á ekki að nýta í kosningabaráttu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.11.2008 | 15:40
BETRA SEINT EN EKKI ?
Skelfing og ósköp er að heyra málflutning
utanríkisráðherra og er hann ekki mjög sannfærandi.
Hingað til hefur stjórnin sem minnst viljað af
stjórnarandstöðuflokkunum vita í þessu svokallaða björgunarstarfi
sínu.
Núna telur hún allt í einu, að stjórn og stjórnarandstaða eigi að
standa saman freka en berast á banaspjótum.
Þetta er glænýr tónn hjá Ingibjörgu og hefði mátt koma
mun fyrr.
Kannski hefur hún séð hvað samvinna og samráð hefur
breytt öllu til hins betra í Borgarstjórn Reykjavíkur?
Hvernig væri frú Ingibjörg og herra Geir,
að þið á raunhæfan hátt ekki aðeins í orði heldur með samvinnu við
stjórnarandstöðuna, vinnið að úrlausn þeirra erfiðu
verkefna, sem framundan eru ?
![]() |
Stjórn og stjórnarandstaða snúi bökum saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2008 | 17:56
HUGLEYSI.
Þegar stormurinn blæs fara froskarni til botns
og bæra ekki á sér;
eins gera sumir menn,
þegar storma atburðanna ber að höndum.
En undir eins og kyrrir aftur,
koma hvorutveggja í ljós og
kvaka af öllum kröftum.
![]() |
Kosningar væru glapræði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.11.2008 | 13:24
ALÞINGIS TRÚÐAR.
Hér er trúður
um trúð
frá trúði
til trúðs.
![]() |
Vantrauststillaga komin fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.11.2008 | 22:40
VIÐ ÞURFUM EKKI Á MESTU HUGREKKI AÐ HALDA TIL AÐ JÁTA GLÆPSAMLEGAR ATHAFNIR OKKAR, HELDUR ÞÆR, SEM ERU HLÆGILEGAR OG HEIMSKULEGAR.
Hvers konar D-skotans vitleysa er þetta í honum
Bjögga og henni Tótu, að vilja kosningar.
Ég sé ekki annað en við Dabbi kóngur sómum okkur vel,
sem stjórnendur.
Þrátt fyrir smá mistök undanfarin 17 ár í fjármálunum og
það, að hver landsmaður þurfi að borga 4,5 milljón krónur á kjaft
hvað er það á milli vina.
Ég Geiri harði segi við ykkur landsmenn.
Fari svo illa, að Samfó knýi fram kosningar á næsta ári,
þá óttast ég ekki úrskurð kjósenda frekar en fyrri kosningar, því þið
kjósið rétt eins og
ávallt áður?
X-D
![]() |
Ekki stefna aðgerðunum í hættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.11.2008 | 19:16
KREPPA HÉR, KREPPA ÞAR, EN EKKI ALLSSTAÐAR.
Það ber að hrósa því sem vel er gert og geri ég það hér og nú og
segi:
Launafólk sem vinnur hjá Alcan, verði ykkur að góðu.
Þegar talað er um kreppu, þetta er í fyrsta sinn sem ég tek þetta
vinsælasta orð um þessar mundir inn í mitt ritaða mál á þessari
bloggsíðu minni.
Já, þegar talaði er um kreppu, þá dettur mér í hug þeir,
sem mánaðarlega eru með laun, sem nema 1-2 milljónir.
Það eru t.d. æðstu menn ríkisins, svo sem ráðherrar o. fl.
Nú er það svo, að öllum ráðuneytum hefur verið gert skylt,
að koma með niðurskurðar tillögur um 10% .
Mér er spurn, hvort ráðherrar sem fara fram á sparnað,
ættu ekki sjálfir að byrja á að lækka sín laun og gefa þar með gott
fordæmi?
Vitað mál er, að í heilbrigðisgeiranum mun niðurskurður bitna
fyrst og síðast á sjúklingum svo og því fólki, sem missa mun vinnu
sína.
Eitt til viðbótar og það er, að ekkert bólar á að þingmenn sýni af sé
neinn vilja, að
breyta kostnaðarsömum eftirlauna lögum sínum og
ná þar fram umtalsverðum sparnaði.
Nei, þeir senda okkur
venjulegu fólki langt nef og ætlast til, að
við öxlum þær þungu byrðar
sem borga þarf á næstu árum.
Sem sagt;
"borgaðu og haltu þér svo saman".
![]() |
Kreppubónus hjá Alcan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.11.2008 | 15:14
ÖLL ERUM VIÐ BÖRN GUÐS.
Þeir voru tímarnir, að þeldökkt fólk frá Afríku var tekið og
boðið til kaups.
Þeir menn og þær konur, sem þannig voru seld mannsali,
voru álitin ófær til sjálfsstjórnar og yrðu að vera undir eftirliti.
Menn þögguðu niður í samviskinni með því að segja:
Það er ekkert athugavert við þetta
þeir eru ófærir til þess að ráða sér sjálfir.
Í dag er sem betur fer aðrar skoðanir og aðrar meiningar
þótt enn og aftur
skjóti þær upp kollinum og núna í kjölfar nýkjörins forseta
BNA.
Bandaríkjamenn hafa löngum talið sig trúað fólk
og sú bylgja fordóma,
sem nú bólar á virðist mér ekkert annað en ótti fólks við hið
óþekkta.
Þar sem ótti er annars vegar þar nær trúin ekki að ráða ríkjum, en
hennar virðist þörf í meira mæli en
nokkru sinni áður í Bandaríkjunum í dag, ef ekki á illa að fara.
Það sem mér þykir dapurlegast af öllu, ef öfgamönnum í BNA
tækist með fordómum og ofbeldi,
að ryðja nýkjörnum forseta úr vegi.
![]() |
Farðu aftur til Afríku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.11.2008 | 15:56
RASSA SKELLIRINN Í SEÐLABANKANUM.
Ja nú mega bændur fara að vara sig.
Seðlabankastjóri fer hamförum í ræðu sinni í morgunn og
leggur til atlögu við allt og alla.
Þar eru engin grið gefin og það á bæði við um ríkistjórn
fjármálaeftirlit útrásarvíkinga og ekki hvað síst,
þá fjölmiðlar í landinu sem hafa þagað þunnu hljóði um ástandið.
Það kæmi ekki á óvart, þegar Davíð fer hér fram á
orrustuvöllinn og vegur mann og annan,
að það eigi eftir að hafa mikla eftirmála.
En þannig er með sum dýr,
þegar þau eru króuð af og þau sjá sér enga útleið,
þá gera þau gagnárás og beita þá bæði
kjafti og klóm.
![]() |
Fréttaskýring: Vígreif varnarræða seðlabankastjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2008 | 15:18
HANINN SEM GÓL SVO HÁTT.
Það er kannski svipað með blessaðan forsætisráðherrann okkar
og hanann forðum,
hann skildi engan veginn í því,
að hænurnar gátu ekki galað
eins hátt og hann gerði.
![]() |
Ekkert kallar á afsagnir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2008 | 14:09
ER ÖSSUR IÐNAÐARRÁÐHERRA MEÐ VAX Í EYRUNUM ?
Maður veltir því fyrir sér hvort Össur Skarphéðinsson
sé með vax í eyrunum, þegar hann situr ríkisstjórnafundi ?
Hann kannast ekkert við,
að Davíð Seðlabankastjóri hafi fyrr á árinu varað við,
að Íslensku bankarnir væru í vanda.
Aftur á móti segir Geir Haarde það satt og rétt,
að Davíð hafi haft uppi viðvaranir um,
að bankarnir stæðu völtum fótum.
![]() |
Davíð á ábyrgð forystu ríkisstjórnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
ibvfan
-
fosterinn
-
maggibraga
-
solir
-
georg
-
gretaro
-
sigthora
-
kjartanvido
-
eyglohardar
-
rustikus
-
svenko
-
eyjapeyji
-
kokkurinn
-
valdivest
-
disin
-
smarijokull
-
kristleifur
-
gudnihjoll
-
sjonsson
-
nautabaninn
-
prakkarinn
-
bergen
-
icekeiko
-
asthildurcesil
-
joiragnars
-
hallarut
-
annabjo
-
jensgud
-
jonaa
-
svarthamar
-
kaffi
-
stormsker
-
olinathorv
-
zunzilla
-
gbo
-
steinibriem
-
siggith
-
ea
-
svanurg
-
tannibowie
-
valdimarjohannesson
-
martasmarta
-
gullfoss
-
elnino
-
sunna2
-
thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar