ÞAÐ ER HÁLFGERÐUR HUNDUR Í MÉR.

 

calendar09


Frásögnin sem hér fer í loftið er um reynslu mína af því,

þegar ég um síðustu helgi reyndi að taka að mér tveggja ára

Labrador Retriever hund.

Þætti mér ekki lakara ef einhver lumaði á reynslu líkri þeirri,

sem ég upplifði við tilraun mína að eignast hund sem félaga.


Sonur minn sem býr í Reykjavík auglýsti eftir hundi, sem væri eins til

tveggja ára.  Ekki stóð á viðbrögðum við auglýsingunni og varð tveggja

ára Labrador Retriever fyrir valinu og kom hann frá Austurlandi.

Eigandinn lét svæfa hann og sendi svo með flugvél frá Egilsstöðum.

Hingað kom svo seppi með Herjólfi ásamt syni mínum á föstudagskvöldi.

Reyndar heitir hundurinn Skuggi og er hann alsvartur og mjög svo

vígalegur á velli.


Nú, svo kom að þeirri stundu, þarna á föstudagskvöldinu, að við Skuggi

mættumst og var ég nokkuð spenntur að hitta minn tilvonandi

félaga.


En mér brá mjög illilega þegar fundum okkar Skugga bar saman,

því hundurinn byrjaði strax að gelta ógurlega og urra, þegar ég reyndi,

að nálgast hann.

Slíkri framkomu af hálfu dýrs og allra síst frá hundi átti ég von.

Hefi alltaf verið mikill dýravinur og átt fjölmargar tegundir dýra og m.a.

hund þannig að framkoma hans Skugga olli mér vonbrigðum.

Leið svo kvöldið og ávallt gerði Skuggi sig líklegan til að rjúka í mig,

þegar ég reyndi að nálgast hann.


Daginn eftir fór ég í göngu og tók hundinn með og hafði á honum ól.

Skugga virtist vel líka, að ég væri með hann í bandi og við

gengum um sem bestu félagar. Meira að segja fékk að klappa honum

án þess, að hann sýndi mér tennurnar, eða á nokkurn hátt annan

einhvern fjandskap.

Strax og heim var komið var framkoma Skugga við sama

heygarðshornið gagnvart mér, eða fjandsamleg.

Eitt skiptið glefsaði hann í hönd mín þannig að úr blæddi.

Allir þeir,  sem hann  umgekkst hér á heimili mínu svo og aðra,

sem við hittum á göngu okkar var hann vinalegur og eðlilegur við.

Þannig gekk þetta fyrir sig alla helgina og í framhaldinu ákváðum

við  sonur minn og ég, að hann tæki tilvonandi fósturdýr mitt með sér

 til Reykjavíkur og í frahaldinu

 senda hann  í sína heimahaga.


Auðvitað var ég sár og hugsaði sem svo, að líklega væri sál mín

og ára svona kolsvört, að hund greyið gat ekki hugsað sér samneytið

við mig.

En þannig fór um sjóferð þá og er ég ennþá einn á báti og án

nokkurs félagsskapar, sem hundurinn Skuggi átti þó að verða mér.


Satt að segja er ég samt guðs feginn að sambúð okkar Skugga tókst

ekki,  því þegar ég fór í það eftir helgina að skúra og ryksuga íbúðina,

þá sá ég, að Guð og lukkan höfðu haft þarna hönd í bagga, þar sem

mikið var af hundshári um allt, sem mér fannst hið versta mál.


Kannski var andi konu minnar hér á sveimi, en 

 henni líkaði aldrei við hunda og var mjög hrædd við þá.


En spurningin er hvort einhver sem les þetta hafi slíka

reynslu að segja frá, þar sem hundur er

 aðalleikarinn?

 

   

 

 

 

 

 

 


 

 


TÆKIFÆRISSINNAR Á SUS-ÞINGI Í EYJUM.

 

471879


Æ, allir þessir sauðtryggu ungu Sjallar,

"stútfullir" af  fyrir fram fastmótuðum skoðunum,

binda þeir vilja  allt og alla

 og bíða eftir  tækifærum....


Stuttbuxnadeild Sjálfstæðisflokksins þingaði af miklum móð

hér í Eyjum um helgina.

Það helst bar til tíðinda, að menn kenndu Íslensku krónunni

um hvernig ríkisstjórnin er búin,

að spila rassinn úr buxunum

og muni það helst koma niður á þeim sem ekki ganga í síðum

buxum.


Af tali þingfulltrúa mátti ráða,

að við Eyjamenn værum heppnir með það,

að hjá okkur væri einn flokkur, sem öllu réði (einræðisflokkur)

og ekki síður það,

að fyrrum félagi úr stuttbuxnadeildinni hefði hér

alla stjórntauma í hendi sér (einræðisherra).

 


 

 

 

 

 

 

 

 

   

 

 

 


 

 

 


 


mbl.is Íhuga beri aðra mynt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÍBV FAGNAR.

 

478920


TIL HAMINGJU ÍBV.


Þrátt fyrir að renna á rassinn gegn Selfossliðinu í síðasta leik,

þá er ÍBV sigurvegari fyrstu deildar 2008.

Ég segi hiklaust, að ÍBV var með besta liðið í

1. deild í sumar og Selfoss kom þar fast á hæla okkar.

Með allri virðingu fyrir Stjörnunni þá þótti mér leikur þeirra aldrei

sannfærandi.

En svona er nú bara fótboltinn, gleði fyrir suma

og  grátur fyrir aðra.

Næsta sumar verður að öllum líkindum erfitt fyrir bæði ÍBV og

Stjörnuna, sem nýliða úrvalsdeildarinnar.


Ekki kæmi mér það á óvart,

að ÍBV muni reyna eftir efnum og ástæðum styrkja lið sitt

fyrir næsta sumar.

Til þess þarf peninga, en þeir því miður liggja ekki á lausu og að

auki eru góðir knattspyrnumenn fokdýrir  og í rekstri.


Í dag skulum við Eyjamenn kætast því liðið okkar ÍBV er komið á

meðal þeirra bestu og núna skulum við

njóta sigurvímunnar.



ÁFRAM ÍBV.

 

 

 

 


mbl.is ÍBV fagnar sigri í 1. deild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

TIL HAMINGJU ÍBV, ÉG ER FARINN AÐ HLAKKA TIL NÆSTA SUMARS.

 

474784


Er þegar farinn að hlakka til næsta sumars.

Sérstakleg að fá KR-INGA í heimsókn,

eða þannig.

ÁFRAM ÍBV.


mbl.is Eyjamenn fögnuðu efsta sætinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÍBV, TIL HAMINGJU MEÐ ÚRVALSDEILDARSÆTIÐ.

 

900

db7afdac0592f7893b75bddf40898f31_fotbolti

A1AYFDBCAGPXO4GCADGA0OQCANRKMM1CABCD8HMCATK3M10CA7VTRUMCA0QMH2ICA4JQRRSCAVG355DCABACESQCAE7WKHKCAKV1L86CABH9NKQCALGAP76CA8S66W0CAC8394YCAGJK10ICAVNQTADCA7CO3BU

Mínar innilegustu hamingjuóskir

til liðsmanna ÍBV

og  þjálfara, Heimis Hallgrímssonar.

ÁFRAM ÍBV.


mbl.is Stjarnan vann og Selfoss tapaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

JA, NÚ ÞYKIR MÉR TÍRA Á TÍKARSKOTTINU.

 


img079


 

Ýmislegt hefur herra fjármálaráðherrann boðið landslýð,

síðan hann fór fram í fyrsta sæti Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi.

En þetta tekur út yfir allan þjófabálk,

að stefna fólkinu sem ráðherrann á að semja við.

Önnur eins framkoma  ráðherrans Árna Matt verður að teljast

siðlaus og ekkert annað en hroki á hæsta stigi.

Mér verður hugsað til þess æruverðuga Sjálfstæðisfólks,

sem í síðustu kosningum kaus hér á Suðurlandi  Sjálfstæðisflokkinn

þar sem Árni Matt er í fyrsta sæti  hans.

Og eitt til viðbótar.

Ég get ekki séð annað, en samstarfsflokkur Sjálfstæðisflokksins,

Samfylkingin beri hér einnig ábyrgð hvernig komið er

allavega heyrist ekki stuna né hósti úr herbúðum

Jafnaðarmanna um þetta mál.

Fólk er hér á bloggsíðum sínum með hástemmdar yfirlýsingar

á athæfi fjármálaráðherrans og ekki að ósekju.

Þess vegna velti ég því fyrir mér hvort þessi vandlæting á gjörðum

Íhalds og Krata núna,

muni endast fram yfir næstu kosningar?


mbl.is Ljósmæður: Uppsagnir löglegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GÓÐVERK.

 

437231A


Sérhvert góðverk er kærleiksverk.

Ef þú brosir til bróður þíns,

er það góðverk.

Hvetjir þú náunga til dýrrar dáðar,

jafnast það á við að gefa ölmusu.

Vísir þú villtum til vegar,

er það kærleiksverk.

Að aðstoða þann blinda er góðverk.


Það er góðgerðarsemi ef þú hreinsar grjót eða þyrna af götunni.

Kærleiksverk er að gefa þyrstum að drekka.


Hin sönnu auðæfi mannsins í öðru lífi eru góðverkin,

sem hann gerði náunganum í þessu lífi.


Þegar menn deyja,

er sagt:

Hvað lét hann mikið eftir sig?

En englarnir munu spyrja:

Hvað hefur hann sent mörg góðverk á

undan sér?

                 -Muhamed. 


mbl.is Gjafmildi Oprah Winfrey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÁNÆGÐUR MEÐ BARÁTTU OG GÓÐANN LEIK, EN EKKI ÚRSLITIN.

 

g-pf-080212-westminster-330a_standard


Það er svo sannarlega hundur í mér eftir leikinn við Skota.

Við uppskáru engan veginn í þessum leik þrátt fyrir baráttu og besta

leik Íslenska landsliðsins í fótbolta í nokkur mögur ár.


Að auki var dómaratríóið ekki að sýna sitt besta

þannig að útkoman varð okkur ekki í hag.


- Sálfræðilega bættu Englendinga mér upp okkar tap,

með því að taka Króata í smá kennslustund.

Það var mér unun að sjá minn Arsenal mann, Walcott

skora þrennu fyrir Enska landsliðið.


 


mbl.is Skotar unnu nauman sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ALRÆÐI ÖREIGANNA.

 

225px-Abraham_Lincoln_head_on_shoulders_photo_portrait


Þar sem flestir góðir hlutir eru framleiddir með vinnu,

ættu slíkir hlutir að heyra þeim til,

sem hafa framleitt þá með vinnu sinni.


En það hefur viðgengist um allar aldir í heiminum,

að sumir hafa erfiðað og aðrir hafa án erfiðis notið mikils

hluta ávaxtanna.

Þetta er rangt og ætti að taka enda.


Hverri góðri stjórn er það samboðið hlutverk,

að tryggja hverjum sem vinnur

ávöxtinn af erfiði hans

eins og framast er unnt.

       Abraham Lincoln.


mbl.is Kannast ekki við þreifingar um þjóðarsátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SAGAN SÝNIR AÐ ÞAÐ ERU EKKI TIL NEINIR ÓSIGRANDI.

 

untitled


SRÍÐSMAÐURINN HERMANN.

Það er ekki fyrir alla að mæta þessum manni skal ég segja ykkur og

þannig vil ég að allt lið Íslendinga verði klukkan 18.30 í kvöld.

og allt til loka leiksins.

Tilbúnir að berjast til síðasta svitadropa í þeirra kroppi og

þá get ég lofað allri þjóðinni góðum úrslitum.


ÁFRAM ÍSLAND.

 


mbl.is Íslendingar hafa í fullu tré við Skota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband