17.10.2008 | 15:45
FORDÓMAR MÍNIR OG ANNARRA.
Þegar þú kemst í slíkan vanda,
að allt virðist þér andhverft
og þér finnst sem þú munir ekki standast stundu lengur,
skaltu síst af öllu gefast upp,
því að það er einmitt á þeim stað og þeirri stundu,
sem straumhvörfin verða.
Reynsla þessa unga manns að verða fyrir höfnun
fyrir það eitt að vera frá landi, sem ratað hefur í erfiðleika og
um leið talinn skúrkur, sem tekið hafi þátt á að gera öðrum
til miska á hinu fjárhagslega sviði sýnir best,
þegar fordómar ná hæstu hæðum.
Mikill lærdómur felst í þessu atviki
og ættum við Íslendingar sérstaklega að geta lært af því.
Þar á ég við, að hingað til lands hafa hópast
erlendis frá fólk, sem við höfum oft á tíðum haft uppi mikla fordóma.
Ég fullyrði, að þetta atvik verður til þess að opna augu
okkar Íslendinga fyrir því,
"að gera ekki öðrum það,
sem við viljum ekki,
að aðrir geri okkur".
![]() |
Úthýst vegna þjóðernis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.10.2008 | 21:46
Í KÓPAVOGI ÉG EINU SINNI BJÓ.
"Það er gott að búa í Kópavogi"
hefur um nokkra hríð verið aðal slagorðið hans
Gunnars bæjarstjóra í Kópavogi.
Á sínum tíma, þegar ég bjó í Kópavogi
þá stjórnuðu þar aðrir menn, sem ekki tilheyrðu flokki Gunnars,
en engu að síður var þar ágætt að búa.
Þrátt fyrir að dvelja í bæjarfélaginu um það bil hálft þrettánda ár,
þá gat ég aldrei sagt, að við værum á leið "heim, þegar við heldum
til heimkynna okkar, sem var þá í Engihjallanum.
Það, sem í huga mér var þá og ávallt, að fara "heim"
var að fara til Vestmannaeyja
það var að fara heim í mínum huga.
Svo furðulegt sem það nú er,
að það skulu vera rúm ellefu ár síðan ég, konan mín og yngsti
sonur okkar
bjuggum í Kópavoginum það er með ólíkindum.
Árin koma fljúgandi móti manni og áður en við er litið
nálgast það, að jarðvist manns lýkur.
Þess vegna er svo mikilvægt að vera sáttur með lífið og tilverunna.
EN kannski finnst einhverjum hálf undarlegt af mér, að segja
slíkt á erfiðustu tímum þessa lands,
en ég sé ekki fyrir mér að ég fái þar nokkru breytt,
nema aðrir aðilar komi til sögunnar og hugsi þá fyrst og
síðast um hag allra,
en ekki fárra útvaldra.
![]() |
4-5 milljarðar vegna lóðaskila |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.10.2008 | 18:36
HEFÐI ÁTT AÐ KÝLA HANN FASTAR.
Cantona í ham.
Skyrtulaus og án allrar skynsemi
hann hoppaði og hitti í mark.
Kvikmyndaleik og strandbolta
iðkar mikið í dag.
Aldrei hann sá eftir að gefa manni á kjaft.
![]() |
Hefði átt að kýla hann fastar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.10.2008 | 16:30
DON QUIJOTE SAMFYLKINGARINNAR.
Í dag mun Don Ingibjörg Sólrún
söðla sinn hvíta hest
og segja við Geir Harða.
Það ert þú sem viltir oss sýn,
út á veglausar auðnir
og vort heilaga stríð
gerðir þú að harmþrungnum skopleik
meðan Þorgerður Katrín
var ein af ambáttum þínum.
Það var hann, það var hann,
sem kom öllu í bál brand.
Með hjálp Steins Steinarrs.
![]() |
Ingibjörg Sólrún ávarpar fund Samfylkingarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2008 | 22:29
AÐ VERA ALKAHÓLISTI.
Hér er Vogur
um Vog
frá Vogi
til Vogs.
Að vera á sjúkrahúsi er ekkert skemmtilegt.
Sérstaklega, þegar þeir sem þar dvelja eru með sjúkdóm,
sem leitt getur til dauða, ef ekki tekst að hafa á honum hemil.
Gangandi daginn inn og út í sloppi merktum
"Eign Vogs" er hlutskipti þeirra, sem eru það lánsamir að komast
inn á sjúkrahúsið Vog, sem sérhæfir sig í meðferð sjúklinga,
sem verða alkahóli að bráð.
Samfélag "sloppafólksins" er lífsreynsla, sem engan lætur
ósnortinn að ég held, þar sem sjúklingarnir fá leiðsögn og hjálp
til þess, að takast á við Bakkus.
Fyrsta spor okkar alkanna er:
Við viðurkenndum vanmátt okkar gegn áfengi
og að okkur var orðið um megn
að stjórna eigin lífi.
Þakklæti mitt til þess fólks, sem starfar á sjúkrahúsinu Vogi
og veitt hefur mér hjálp á erfiðustu stundum lífs míns
verður seint fullþakkað.
Sá, eða sú,
sem aldrei tekur fyrsta glasið, eða hvað annað, sem fólk kemst í vímu
af
þarf að óttast það,
að verða alkahólisma að bráð.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
14.10.2008 | 17:28
HRUNADANSINN.
"Ber er hver að baki
nema sér bróðir eigi"
ALÞJÓÐAGJALDEYRISSJÓÐURINN.
Þessi Carsten sá þetta allt fyrir löngu,
þ.e.a.s. "hrunadansinn sem við Íslendingar dönsuðum.
Greinilega skýrleikspiltur þar á ferð.
Væri ekki ráð, að hann Carsten og Davíð sameinuðu krafta sína
í því að sjá fram í tímann?
Gaman væri að fá hann til þess,
að spá hvernig næsta skoðana könnun liti út um fylgi
stjórnmálaflokkanna.
Kannski vill enginn vita neitt um slíka könnun
þar sem vitað mál er,
að hrunadansinn fer fram í Valhöll.
![]() |
Simbabve norðursins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.10.2008 | 16:47
AÐ SPILA RASSINN ÚR BUXUNUM.
Legg til að stórhljómsveit okkar Íslendinga
spili í viku hverri á Lækjartorgi.
Þannig væri hægt að afla tekna fyrir þá útrásar kappa,
sem verst eru settir í dag.
Einnig vil ég fá hana hingað til Eyja.
Þeir ásamt Árna Johnsen gætu farið út í Stórhöfða
og spilað og sungið að vild þar sem vitað er,
að enginn vill stórhljómsveitina núna og allir vita það einnig,
að Sjálfstæðisflokkurinn vill ekkert með Árna greyið hafa.
![]() |
Vilja ekki íslensku sinfóníuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.10.2008 | 15:55
ALLT Í PLATI ?
Ég er kominn heim eftir tíu daga, en ekki eftir tvo
mánuði, sem sagt allt í plati.
Bæjarstjórinn okkar hann Elliði átti að fara í
þræðingu, allt í plati
Forsetabókin um Ólaf Ragnar forseta kemur út í haust
að hætta við útkomu hennar
var allt í plati.
Ég bregð mér um stundarsakir af bæ, þegar ég sný
heim er allt hrunið, sem hrunið getur í þessu þjóðfélagi,
sem sagt hér var allt í plati.
Maður fer að halda að allt manns líf sé bara allt í plati?
En þar fyrir býð ég sjálfan mig velkominn á bloggið að nýju
það er ekkert í plati.
![]() |
Segir bók ekki hafa verið afturkallaða úr prentsmiðju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.10.2008 | 16:55
FLASKAN ER MITT FANGELSI.
Nú mun ég hverfa um stundarsakir úr bloggheimum.
Ástæða þess er, að ég fer á sunnudaginn inn á sjúkrahúsið Vog
og í framhaldinu í áframhaldandi áfengismeðferð.
Ekki ætla ég mér þá dul, að fara að afsaka mig hérna,
en óhjákvæmilega hefur árið verið mér erfitt.
Staðreyndin er jú sú, að ég hefi frá fjórtán ára aldri
verið haldinn þeim sjúkdóm, sem nefndur er af læknavísundunum,
alkahólismi.
Þróun hans hefur með tímanum farið út í það, að ég hefi ekki
ráðið við eitt né neitt eftir að ég hefi tekið fyrsta sopann.
Lengi vel áleit ég það hreinan og beinan aumingjaskap,
að geta ekki drukkið áfengi án þess að að túrarni yrðu lengri og lengri.
Og þrátt fyrir að ég álíti mig nokkuð viljafastann mann,
þá hefur það heldur ekki dugað til.
Ég veit það, að það er hægt að fara langt á viljanum,
og eins og fræðin segja,
"að fara þetta á hnefanum, en með tímanum gerist eitthvað og maður
telur sér
trú um, að nú geti maður stjórnað sinni drykkju.
En ávallt rekur maður sig á,
Bakkus tekur alla stjórn og ég drekk þannig að ég man aldrei
neitt, eða mjög lítið þann tíma sem drykkja stendur yfir.
Og auðvitað verður drykkjan engin skemmtun þar sem óminni,
eða "blackout" er á meðan að drykkjan stendur yfir.
Það væri lengi hægt að ræða þessi mál, eða vandamál mætti frekar
segja.
Til ungmenna beini ég einni setningu og hún er,
takið aldrei fyrsta vínsopann.
Í lokin sendi ég öllum mínar bestu kveðjur
og vonandi sjáumst við og heyrumst eftir tvo mánuði.
Þorkell Sigurjónsson.
PS: Mér láðist að nefna það,
að fyrir tíu árum fór ég á Vog og í framhaldinu upp á Vík.
Það hélt í tvö ár, en því miður hefi ég orðið að njóta aðstoðar í þrú skipti
síðan á sjúkrahúsinu Vogi.
Þ. Sig.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
2.10.2008 | 16:40
BLESSAÐUR LUNDINN.
Orðið er eins og fugl,
þegar það er einu sinni flogið út af vörunum,
er ekki auðvelt að ná því aftur.
Það mætti segja það um blessaðan lundann
að nú,
þegar hann er kominn að stórum hluta til feðra sinna
mun það reynast torvelt,
að munda lundaháfinn í sumar .
Vonandi sjáum við hér í Eyjum til þess,
að farið verði með gát í veiði á lunda næsta sumar.
Eins og allir vita brást enn og aftur að pysjan léti sjá sig,
fjórða ári í röð,
og nú geta menn ekki skellt skolleyrum lengur gagnvart
þeirri staðreynd,
að fara varlega næsta sumar.
Ég veit,
að það er sárt að mega ekki vera með lunda
á matborðum okkar hér í Eyjum,
en sennilega verðum við, að gefa lundaveiðimönnum frí
og einnig lundanum.
Að setja "prófastinn" á gátlista segir sýna sögu.
![]() |
Lundinn settur á alþjóðlegan gátlista |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
ibvfan
-
fosterinn
-
maggibraga
-
solir
-
georg
-
gretaro
-
sigthora
-
kjartanvido
-
eyglohardar
-
rustikus
-
svenko
-
eyjapeyji
-
kokkurinn
-
valdivest
-
disin
-
smarijokull
-
kristleifur
-
gudnihjoll
-
sjonsson
-
nautabaninn
-
prakkarinn
-
bergen
-
icekeiko
-
asthildurcesil
-
joiragnars
-
hallarut
-
annabjo
-
jensgud
-
jonaa
-
svarthamar
-
kaffi
-
stormsker
-
olinathorv
-
zunzilla
-
gbo
-
steinibriem
-
siggith
-
ea
-
svanurg
-
tannibowie
-
valdimarjohannesson
-
martasmarta
-
gullfoss
-
elnino
-
sunna2
-
thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar