AÐ VEISLULOKUM.

 

452912A


Jæja landsmenn góðir.

Enn og aftur er komið að veislulokum í okkar ágæta þjóðfélagi.

Þar hafa þeir sem hafa löngum haft hér mest og best

 verða í bili að hægja á sér.

Og hvert er fyrsta útspil þeirra forsvarsmann.

Jú, að launþegar axli nú ábyrgð með því, að krefjast ekki

í náinni framtíð hærri launa.

Ávallt skal það vera svo, að þegar gróðapungarnir hafa sópað,

að sér peningum og eignum langt umfram mannlegar þarfir,

þá skal það ekki bregðast, að þeir sömu aðilar biðja sér

 griða.


Á sama tíma eru landsfeðurnir á þingi, að innleiða

hér einkavæðingu á heilsugæslu landsmanna

og hvað táknar það?

Jú meiri álögur og mismunun á landsmenn alla

og auðvitað mun það koma verst niður á þeim,

 sem lægst hafa launin


Það undrar mig mest í þessu öllu saman,

hvað jafnaðarmenn og félagshyggju fólk flestir að minnsta kosti

virðast vera andvaralausir gagnvart innleiðingu

einkavæðingar.


 

 


mbl.is Reynt að ná víðtækri sátt á vinnumarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÍSLENDINGAR ERU ALLTAF OG ALLSSTAÐAR BESTIR.

 

untitled


Auðvitað eru Norðmenn skíthræddir við

okkur Íslendinga.

Það gildir jafnt um fótbolta og allt annað þar

sem við stöndum þeim framar.

Hvernig ætti annað að vera.

Á sínum tíma þegar þeir sem höfðu bein í nefinu fóru frá

Noregi  sigldu til Íslands settust hér að og

eftir urðu aularnir sem enginn töggur var í.

Þannig að hvers vegna ættum við blómi Noregs fyrir þúsund árum,

að óttast þá sem eftir sátu og kneyfuðu ölið og borguðu sinn skatt?


Við Íslendingar höfum meir en nóg hugrekki

til þess,

að þola þrautir annarra og það mun gerast á morgunn.


Ég get upplýst það,

að móðursystir mín flutti til Noregs fyrir 60 árum síðan og er við

bestu heilsu komin um nírætt.

Hún á í dag um 47 afkomendur, sem eru þá allir náskyldir mér,

að sjálfsögðu.

Fyrir nokkrum árum síðan var ég ásamt  nokkrum þessara Norðmanna-

Íslendinga á ættarmóti og þar kom eftir að menn höfðu kneyfað ölið

áspart,

að til slagsmála kom við þessa ágætu frændur mína.

Það þarf vart að spyrja, að leikslokum þar sem ég

sýndi þeim rækilega hvar "Davíð hafði keypt ölið".

Þannig að ég tala af reynslu og segi það satt,

að þessir Norðmenn geta ekkert þegar á reynir.

 

 


mbl.is Norðmenn óttast Eið Smára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SMÁSKAMMTALÆKNIRINN ÖSSUR.

 

422920A


Þeir segja það í blöðunum í dag,

að þeir álíti, að Össur iðnaðarráðherra hafi eins og oft áður

gerst nokkuð borubrattur í orðum í garð VG í vor,

þegar hann kallaði tillögur þeirra "smáskammta lækningu,

en þá báru VG fram tillögu um 80 milljarða lán fyrr á árinu.

Nú  hefur stjórnin og þá sjálfsagt ásamt Össuri samþykkt

aðeins 37 milljarða lán.


En eins og þar stendur:

Kannski hefur Össur það í hávegum

þá lífsspeki,

að minna sé meira?

 

 


mbl.is Lán ríkisins verður 37 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LÍFSEIG RANGHUGMYND.

 

477250


segir í leiðara Moggans í dag.

Og hverjar eru þessar ranghugmyndir.

Jú, að hægt sé að taka upp evru á Íslandi án þess að ganga í

Evrópusambandið.

Þrátt fyrir að hver talsmaður ESB á fætur öðrum lýsi því yfir

skýrt og skorinort að slíkt sé ekki hægt.

Í gær bættist svo utanríkisráðherra Spánar í þann hóp,

að evruupptaka án aðildar ESB kæmi ekki til greina.


Í lok leiðara Moggans í dag  segja þeir:

Hvað margir af fulltrúum aðildarríkja ESB í viðbót þurfa að útskýra

málið fyrir Íslendingum ( Samfylkingafólki ) til þess að menn

(Samfylkingarmenn) hætti að sóa tímanum í

óraunhæfar vangaveltur.


Má kannski álykta sem svo,

að þeir  leiðaraskrifarar Moggans séu að ýja að því,

að Samfylkingarmenn á Íslandi sé svolítið tregir?


 


mbl.is ESB-aðild forsenda evruupptöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MISKUNNSAMI SAMVERJINN.

 

477282

Hvað er góðverk?

Allt,

  sem vekur gleðibros á ásjónu einhvers annars.


Ekki bíður sólin þess,

að hún fái bænir né áskoranir um að rísa,

heldur skín hún af sjálfsdáðum og hlýtur allra hylli.

Þú skalt ekki heldur bíða eftir lófataki,

hrifningar hrópum og lofræðum til þess að gera vel,

heldur skaltu gera góðverk ótilkvaddur,

og þá verður þú elskaður eins og sólin.


Sama segi ég um Árna Johnsen og Co ég elska svona góðverk.

Það verður ekki af Árna Johnsen skafið,

að hann er raungóður og lætur verkin tala og ættu margir aðrir,

að taka

hann sér að fyrirmynd og sérstaklega þeir,

sem í gegn um  árin, hafa reynt að gera,

sem minnst úr manninum  Árna Johnsen.

 

 


 


mbl.is Þetta er eins og að fá fæturna aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AÐ ÞEGJA ÞUNNU HLJÓÐI.

 

P1000625


Hvað get ég gert?

Ég get verið hreinskilinn, þegar aðrir þegja.

Ég get sagt maður, þegar aðrir segja peningar.


En hvað segja forystumenn stjórnarflokkanna?

Þeir segja ekki neitt ekki einu sinni formaður Samfylkingarinnar.

Hvað segir fjármálaráðherra?

Hann segir, það eru engir peningar til.

Og hvað segir Össur hinn yfirlýsingaglaði  iðnaðarráðherra.

Hann segir ekkert aldrei slíku vant.


En hvað segi ég?

Ég segi, borgið ljósmæðrum sómasamleg laun,

þannig að verðandi mæður þurfi ekki að óttast um öryggi sitt.

Metur Samfylkingin og utanríkisráðherra hún Solla það

meira, að verja hundrað milljónum til Cowboy leikja

 heldur, en leysa kjaradeilu ljósmæðra?


Ætlar hinn gaddfreðni fjármálaráðherra Árni Matt

virkilega,

að gera ekki neitt? 

 

  


 


mbl.is Læknar lýsa yfir stuðningi við ljósmæður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úti í Eyjum.

Höfundur blogs Yngvi Högna Móturhjólatöffari

Ég er búinn að nöldra svo mikið undanfarið að ég er alveg kominn með upp í kok. Smá tilbreyting núna.

Þegar ég var átta eða níu ára var mér boðið í nokkra daga til Vestmannaeyja.Ekki er mikið um minningar frá þessu en þó.Sá sem að bauð mér er kallaður Keli og hafði ég kynnst honum er hann var kaupamaður í Neðra Dal í Mýrdalnum. Móðir mín hafði verið þar sem ráðskona um tíma með okkur systkinin,líklega vegna húsnæðisvandræða. En aftur að Kela. Man ég óljóst eftir ferðalaginu til Eyja en farið var frá Þorlákshöfn með Herjólfi. Það hefur líklega verið Herjólfur hinn fyrsti. Keli bjó þá í foreldrahúsum að Vallargötu 18. Þar var móðir Kela,Anna, afskaplega góð kona, sem að vildi alltaf að ég borðaði vel. Faðir Kela, Sigurjón,sem að átti og keyrði vörubíl og systir, Sigga,en hún lést ung. Man ég ekki eftir fleirum þar á heimili.
   Það er ýmislegt að minnast frá þessari dvöl en ansi er það gloppótt. Þarna var maður kominn í aðrar aðstæður en á heimaslóð og vitaskuld var ég sendur út á fótboltavöll,sem að var hinu megin við götuna. Ekki var spurt hvort að mér þætti gaman að fótbolta (sem að mér hefur aldrei þótt gaman af) heldur átti ég að vera með. Og ágætlega var tekið á móti mér á vellinum en heldur þótti mér þeir seinir að hlaupa.Einnig man ég að þeim gekk illa að segja hvaðan ég var. Kópvogingur, kópur eða þaðan af verra. Ekki fór ég oft á fótboltavöllinn, enda þótti mér skemmtilegra að flækjast með Kela. Keli rak eða vann í sjoppu og var afskaplega gaman að koma þangað. Þar gat maður fengið Jolly Cola og gott ef ekki Mirinda líka. Nóg var af namminu líka og minnir mig að vel hafi verið veitt af því. Fékk að pakka með honum poppkorni í plastpoka en ekki mátti blása í pokana til að opna þá betur, eins og mér þótti það góð hugmynd sem að flýtti fyrir. Eitthvað var ég að flækjast úti fyrir sjoppunni sem að líklega hefur verið niðri í bæ og sá þar einn sem að mér leist ekki á. Sá var þarna á vappi og held ég að hann hafi heitið Púlli. Er hann sá eini af Eyjamönnum fyrir utan heimilisfólk sem að ég man eftir að hafa hitt. Hef þó örugglega hitt fullt af prýðis fólki.
   Á heimilinu var hugsað vel um mig og man ég enn er húsmóðirin trúði því að ég væri pakksaddur er ég sagði svo en það var bara af því að það var fiskur í matinn en seint varð maður saddur af namminu í sjoppunni.
   Heimasætan var eitthvað að fikta við að reykja á þessum tíma og fór afsíðis ef að svo var, þegar að einhver kom í heimsókn. Þótti mér það skrýtið þar sem það þótti sjálfsagt að reykja á mínu heimili. Eitthvað var Keli að bardúsa með lunda þarna,líklega hefur hann verið að hamfletta því að þarna sá ég lundalús í fyrsta sinn. Ekki er nú mikið meira í minninu frá þessari Eyjaför en ég þótti sigldur meðal félaganna þegar ég kom aftur í Kópavog.
   Takk fyrir mig,Keli.


AÐ EIGA SÉR DRAUM UM ÍBV.

 

900

P1000655

A1AYFDBCAGPXO4GCADGA0OQCANRKMM1CABCD8HMCATK3M10CA7VTRUMCA0QMH2ICA4JQRRSCAVG355DCABACESQCAE7WKHKCAKV1L86CABH9NKQCALGAP76CA8S66W0CAC8394YCAGJK10ICAVNQTADCA7CO3BU

474784

db7afdac0592f7893b75bddf40898f31_fotbolti

img166

459630


Í kvöld lauk síðasta leik ÍBV á heimavelli á þessu ári.

Úrhellisrigning var mest af leiktímanum og varð mér hugsað til

þess, að nú hefði verið gott hafa þak yfir stúkunni.

ÍBV liðið lék fína knattspyrnu og sigurinn aldrei í hættu.

Ef liðið spila svona í þeim leikjum sem eftir eru þarf ekki að

efast um góða útkomu úr þeim fyrir ÍBV.


Tók eftir að byrjað er, að grafa fyrir knattspyrnuhúsinu og

kannski ekki seinna vænna, þar sem ellefu mánuðir hafa liðið

síðan  skóflustungan var tekin, sem átti að marka upphaf framkvæmda.


Ekki er hægt að leiða hjá sér, að íhuga það sem efst hefur verið

í umræðu mann gagnvart fótboltanum, en þar á ég við

viðbót við stúkuna og þak yfir hana.

Engar kostnaðar tölur hafa sést hvað svona framkvæmd muni kosta.

En einsýnt er.

Ef leikir liðsins okkar ÍBV verða leiknir hér næsta sumar,

þarf annaðhvort að fá lengri frest og bæjarstjórnin taki á

sig rögg og semji ásamt stjórn ÍBV um það við KSÍ að

stúkuframkvæmdir verði gerða á næstu tveimur, þremur árum.


Þó ég telji mig ekki nískan mann, þá finnst mér það nokkuð

mikið í fang ráðist að mæta til Reykjavíkur í hvern heimaleik ÍBV næsta

sumar.


Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með ÍBV liðinu í sumar

og hversu vel þjálfarinn Heimir Hallgrímsson hefur verið vakandi

og sofandi og lagt sig mikið fram og árangurinn, að koma í ljós.

Ekki má heldur gleyma leikmönnunum sem hafa sýnt feiknar framför 

ekki síst þeir yngri og ekki má gleyma þeim sem eru í

 knattspyrnuráðinu, sm leggja fram mikla vinnu.

En þessi leikur í kvöld var mér sönnun á, að við erum með gott

lið, sem á fullt erindi í úrvalsdeildina næsta sumar.


Mig langar í lokin að þakka knattspyrnuráði ÍBV

og liðinu sjálfu, að sýna konu minn sem lést í sumar þann heiður og

virðingarvott

að tileinka henni leik og spila hann með sorgarbönd.

 

Og allra síðast vonast ég svo sannarlega til, að ég fái að þenja

 raddböndin

næsta sumar sem hingað til á Hásteinsvelli. Áfram ÍBV, áfram ÍBV.

 

  


VERÐSKULDUÐ ORÐUVEITING Á BESSASTÖÐUM.

476803


Hún á ekki við í kvöld vísan,

sem segir,

"orður og titlar úrelt þing"

þar sem enginn á síðustu árum sem krossaðir hafa verið á

 Bessastöðum eru betur af riddarakrossinum komnir,

en einmitt Íslenska landsliðið í handbolta.


Aðdáanlegt, að fylgjast með liðsmönnunum,

að þrátt fyrir langt og strangt ferðalag og svo

móttökuhátíðin, sem stóð yfir frá miðjum degi og fram á kvöld

hversu hressir strákarnir voru, enda ýmsu vanir.


Einnig er ég ánægður með það,

að slíkt fjölmenni, jafnvel fimmtíu þúsund manns komu

niður í bæ til að samfagna liðinu.

Fólk sem getur smá stund gleymt hinu daglega striti

og ört hækkandi framfærslu í okkar annars kröftuga

þjóðfélagi.

En auðvitað er það huggun harmi gegn hjá alþýðu manna,

að vita menntamálaráðherrann og fylgdarlið notaði ekki nema

5 milljónir í ferðir og uppihald til Kína.


En,  að sjálfsögðu fyrirgefur þjóðin það og

brosir í gegn um gleðitárin.

 

  

 


mbl.is Orðuveiting á Bessastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SILFUR FYRIR MIG OG ALLA AÐRA LANDSMENN.

476753

 

Ég var að fylgjast með í sjónvarpinu í beinni

frá móttökunni á Reykjavíkurflugvelli.

Satt að segja var  ég mjög svo hrærður,

þar sem ég sat hér einn og horfði á sjónvarpið að fylgjast með

þjálfaranum og liðinu ganga frá borði þotunnar.

Satt að segja náðu tilfinningarnar yfirhöndinni og

ég gat ekki haldið aftur af tárunum.

Þetta er meiri háttar að fá að fylgjast með

og þá leiki sem ég fékk að sjá gleymast seint.

Ég er stoltur af framgöngu strákanna.

Innilega til hamingju með stórkostlegan árangur.

 


mbl.is Landsliðið komið heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 250886

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband