28.7.2008 | 15:06
EITURBRASARINN OG BJARGVEIÐIFÉLAG EYJAMANNA.
Gott hjá lundanum sem beit í nefið á
eiturbrasaranum Breska.
En það var nú ekki það, sem á mér hvíldi,
heldur það, að Bjargveiðifélag Vestmannaeyja hefur ákveðið
lengingu á veiðitímabilinu í ár, s.s. um 15 daga.
Þetta finnst mér hið versta mál í ljósi þess hvað lundapysjan hefur
skilað sér illa s.l. 3 ár.
Þegar hagsmunaaðilar ákvarða um slíkan gjörning
minnir það óneitanlega á, þegar rætt er sjávarfang okkar
Íslendinga.
Þá fara hagsmunaaðilar fremstir í flokki og fullyrða,
að nægur fiskur sé í sjónum, sem því miður er ekki rétt.
Því einu vil ég koma á framfæri við Bjargveiðifélag Ve.
Sýnið meiri ábyrgð og látið lundann njóta vafans og
hættið að veiða lunda þann 31 júlí.
Það eru engin rök hjá ykkur, þegar þið segist hafið gætt hófs í
veiðinni hingað til.
Það kemur ekki af sjálfum sér þar sem veður til lundaveiði
undanfarnar vikur hafa ekki boðið upp á það
og þið hafið ekki haft tækifæri á meiri veiði hingað til þess vegna.
Einnig í ljósi fækkunar á lundastofninum, sem allir sjá nema þið
hagsmunaaðilar, sem er
Bjargveiðifélag Vestmannaeyja.
![]() |
Óblíð náttúra og lundar hrelldu Ramsey |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2008 | 22:48
SPENNA OG DRAMATÍK Í EYJUM.
Ég má nú til með að óska þér Kristján Þór
til hamingju með Íslandsmeistaratign í höggleik karla 2008.
Þetta var meiriháttar viðureign og spenna,
sem boðið var upp á seinni partinn á golfvelli okkar Eyjamanna.
Ekki skemmir það fyrir að þú ert Eyjamaður, að hálfu
og kylfuberinn hjá þér Kristján er minn maður, Þorkell Sigurjónsson jr.
Enn og aftur.
Til hamingju peyjar þið frændurnir stóðuð ykkur báðir með sóma.
![]() |
Kristján Þór Einarsson Íslandsmeistari 2008 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.7.2008 | 17:38
VG. OG ÞJÓHAGSSTOFNUN.
Ég spyr nú eins og fávís karl.
Hvort hér séu VG að brjóta blað í flokkssögu sinni.
Leiðréttið mig ef ekki er rétt með farið,
þegar ég álít þetta eitt af fáum málum
þar sem VG eru orðnir sammála einhverjum öðrum en sjálfum sér.
En það aftur á móti má sjálfsagt um deila hvort það skilar
einhverju fyrir þjóðfélagið að vekja upp þessa löngu
látnu stofnun.
En undrin gerast enn og hvort þetta muni vera undanfari
einhvers meira úr þægilegheitum VG´, Samfó og Framsóknar
verður spennandi að fylgjast með.
![]() |
Þingmenn vilja Þjóðhagsstofnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.7.2008 | 14:03
ÍA LIÐIÐ VIÐ BOTNINN.
Enn og aftur er Skagaliðið við botninn og
Guðjón, "Golíat" knattspyrnunnar er fallinn.
ÍA liðið er djúpt sokkið og tvísýnt hvort það
nái sér á þurrt.
Alla aðra þjálfara hefði ég upp talið,
sem ég hefði talið líklegri til að hrökklast frá þjálfun,
en ekki Guðjón Þórðarson.
Satt að segja er eftirsjá í litríkum þjálfara
eins og Guðjón hefur verið undanfarin ár,
en vonandi ná Akranesingar sér á strik.
![]() |
Guðjón hættur með ÍA |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.7.2008 | 17:39
SPOR Í RÉTTA ÁTT ?
Tréð,
sem vart verður umfaðmað,
spratt af örsmáu frækorni.
Himinhár turninn hófst með einni moldarreku.
Þúsund mílna ferð
byrjaði með einu skrefi.
Lao Tze.
![]() |
Nauðsynlegt að ná niður verðbólgu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.7.2008 | 23:37
KRISTINDÓMUR EÐA FANGELSI ?
Ungur maður:
Kristindómur hentar aðeins börnum og kerlingum.
Komi maður í kirkju,
sitja þar líka tíu konur á móti hverjum karlmanni. -
Roskin kona:
Það kann vel að vera.
En ef komið er í fangelsin,
er þar hins vegar
ein kona á móti tíu karlmönnum. -
![]() |
Kirkjan dökknar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.7.2008 | 18:32
LEYFIÐ FYLLIBYTTUNUM AÐ KOMA TIL MÍN.
Smá frétt vakti athygli mína í Fréttablaðinu
í dag.
"Leggur til að Kaffi Stígur verði vínlaus."
Í framhaldinu segist eigandinn fara á hausinn fái hann ekki áfram leyfi.
Á Kaffi stíg séu bara venjulegar fyllibyttur
sem einhvers staðar þurfi að fá að drekka.
Maður kemst við af hugulsemi eigandans, þegar hann segir þannig frá
og hann muni líklega fara á "hausinn" gæti átt við fleiri og þá á ég við
"Ríkið"þar yrði sjálfsagt
"skarð fyrir skildi"
ef þeir hefðu ekki á hendi , að selja og dreifa áfengi um landið.
Þannig að ég skil ekki alveg hvort það breyti einhverju hjá
Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur og heildarstefnunni í áfengismálum okkar
Íslendinga, þótt lokað yrði fyrir lekann á
Stíg.
En eins og Jesús sagði forðum
"leyfið börnunum að koma til mín",
þá gæti Hjálmar eigandi Stígs sagt:
"Leyfið fyllibyttunum að koma til mín"
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.7.2008 | 08:00
ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS.
Í mínum huga er sundkappinn
Benedikt Hjartarson
íþróttamaður ársins 2008.
![]() |
Sundið mikil þrekraun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.7.2008 | 16:44
SETTUR INN ?
Forseti Íslands
settur inn að nýju
þann 1. ágúst n.k. eins og venjan er.
Hefur hann þá setið í þrjú kjörtímabil
Aumingja maðurinn ?
![]() |
Embættistaka forseta verður 1. ágúst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
ibvfan
-
fosterinn
-
maggibraga
-
solir
-
georg
-
gretaro
-
sigthora
-
kjartanvido
-
eyglohardar
-
rustikus
-
svenko
-
eyjapeyji
-
kokkurinn
-
valdivest
-
disin
-
smarijokull
-
kristleifur
-
gudnihjoll
-
sjonsson
-
nautabaninn
-
prakkarinn
-
bergen
-
icekeiko
-
asthildurcesil
-
joiragnars
-
hallarut
-
annabjo
-
jensgud
-
jonaa
-
svarthamar
-
kaffi
-
stormsker
-
olinathorv
-
zunzilla
-
gbo
-
steinibriem
-
siggith
-
ea
-
svanurg
-
tannibowie
-
valdimarjohannesson
-
martasmarta
-
gullfoss
-
elnino
-
sunna2
-
thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.7.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar