Færsluflokkur: Dægurmál

AÐ LOKNU LÍFI ÞESSU ?

 

 

 

802b8740-36d7-4afc-9278-34bcfb2c6704
Himnaríki,  hvar sem það nú er!

Ýmsar getgátur eru uppi,  þegar við gefum upp öndin,  hvort eitthvað taki við,

eins sagt er.

Margt hefur verið skrifað um dauðann og hvort eitthvert líf sé á eftir því lífi,

sem við lifum núna.

Allar þær bækur sem innihalda spekúleringar manna um eilífðarmálin,

ef þeim væri safnað saman á einn stað, væri ekki ólíklegt að þær myndu fylla

mörg, mörg knattspyrnuhús af fullri stærð.

Eina slíka hugleiðingu datt ég á,  þegar ég las smásögu eftir, William  Heinesen,

en hún hljóðar eitthvað á þessa leið:

Já fyrst verður dimmt og hræðilegt,  en svo er manni lyft upp.

Maður er borinn á styrkum örmum,  og síðan flýgur maður áfram og inn í ljósið.

Dyr ljúkast upp,  hár og ríkmannlegur stigi með rauðum dreglum blasir við manni,

blóm og gullin rið,  hér eru lampar og ljósakrónur,  hér kliða raddir og huggunarrík orð,

og þá er maður laus úr prísundinni.

 

Liðið,  liðið er hið undarlega jarðlíf með sína villustigu og syndsamlega misskilning, 

ryk og salt og myrkur,  liðinn er biðtíminn og vesöld hans,  og upprunninn er nú tími

hinnar sælu fullkomnunar,  hinn fyrirheitni morgunroði eilífðarinnar,  sem Páll

hafði  lýst svo fagurlega í bréfunum sínum,  hin himneska stund gleðinnar mætast í

friði og allt verður gott...

 

 

Það er farið með þig úr stormi og kulda inn í hlýjar víðáttur,  þar sem vötn seytla,

hér ertu afklæddur þínum velktu og skítugu jarðartötrum,  hjálpfúsar hendur þvo

skarn og sót af líkama þínum,  og loks ertu lagður til hvíldar í hreint og ilmandi rúm,

svo að þú megir hvílast og búa þig undir að mæta hinu nýja,

sem koma skal.

Framandi,  en góðar og friðsælar raddir ávarpa þig með indælum fuglarómi og

spyrja þig hvort þér líði vel,  og þú kinkar kolli í sæluvímu,

já,  já og hlustar himinlifandi á yndislega

tónlist og dýrðarsöngva.

 

Jahá,  betra getur það ekki orðið,  eða þannig.


MYNDIR FRÁ EYJUM OG ÚTLANDINU.

 

 

 

img050
Við suðurgaflinn á Hólmi 1947.
Frá vinstri aftari röð: Sigríður Þóranna systir mín.
Hildur Kolbeins, Þóranna frá Háeyri Þórarinsd.
Óskar Stefánss. frá Sandgerði.
Fremri röð frá vinstri: Margrét Kolbeisd, en Hildur og
Margrét eru systur og áttu heima að Hólmi.
Við hlið Margrétar er nafna hennar Sigurðard.
sem þá bjó í Landakoti.

 

Árgangur 1942  bekkur inn hans Palla steingrímss árið 1955
Árgangur 1942.  Þessi mynd tekin í KUFM og K við Vestm.br.
Við eru 12 ára þarna árið1954.
Frá vinstri að framan: Þórey, Sif, Hrefna, Sigurbjörg, Valgerður,
Erla, Helga, Ásta og Guðlaug.
Næsta röð frá vinstri: Elín, Gerður, Sigurður, Benedikt,Halldór,
Eyrún Edda og Ingigerður.
Efsta röð frá vinstri: Óskar, Ásgeir, Arnar,Valur, Þorkell, Aðalsteinn,
Þráinn, Viktor,Kristinn og Sigurður Erling. 
Aðalkennari okkar var Páll Steingrímsson.

 

Frændurnir Björn Ívar  og Ólafur Helgi
Hér sitja frændur tveir, þeir Björn Ívar Karlsson og
Ólafur Helgi Þorkelsson. 1985 á jólum hjá afa og ömmu
á Vallargötunni.

 

Keli Jón Stefánss. og Erlingur Davíðsson frá Akureyri 1975
Ritnefndir á vegu í boði Flugfélags Ísl. árið 1975.
Frá vinstri: Ég frá Eyjablaðinu, Jón minn kæri Stefánss.
frá Brautinni og svo Erlingur Davíðss frá Akureyrablaði.
Eru hér staddir í Glasgow-borg og auðvitað að halda
uppi heiðri Íslendinga með stórinnkaupum.

 

Magga Stjáni og Habbý
Frá vinstri: Margrét Ólafsd. mágkona mín og Kristján
Sigurjónss. svili minn og svo hún Hrafnhildur Kristjánsd.
betur þekkt sem hún Habbý, en hún lést langt um aldur fram.

 

Palli Ég og Siggi svunta
Úr Snótarferð 1977.
Frá vinstri: Palli Árna, ég og Siggi svunta.

 

Anna Guðný og Lauga
Snótarferð 1977.  Frá vinstri: Anna frá Löndum, Guðný
hans Palla Árna. og Lauga Þórarins kennara.

 

Labbi Siggi og Elli
Snótarferð 1977. Frá vinstri: Tryggvi Gunnars, Labbi,
Sigurður frá Vatnsdal, eða Siggi  og svo hann Elli Björnss.

 

Systurnar frá Hvanneyri
Systurnar frá Hvanneyri á leið heim úr frábærri
Snótarferð 1977.

 

Snótarferð 1977
Snótarferð no. tvö árið 1981 eða 2.
Frá Vinstri: Gunnar Marel, Erla Andrésd. NN,  baklutinn á Sigurði
Tryggvas. Ólafur Óskars og sonur hans Óskar.

 

Eisi Náva og Bossí
Snótarferð no. tvö.  Eisi Nóa og frú ásamt dóttur sinni.

 

img057
Sigríður Þóranna dóttir mín ásamt dóttir sinn,
Önnu Guðrúnu Árnad. á því herrans ári,  1985. 


AÐALLEGA MYNDIR FRÁ EYJUM.

 

 

 

 

img049
Árið 1947 við vinirnir og Lautarpeyjar,  Ragnar Guðnason frá
Steini og Keli í Ártúni. Stöndum hér á tröppum Ártúns  Vesturvegi 20.
Raggi heilsar að hermannasið og ég er að reyna að ná dálkinum
í mynd. (hnífurinn sem maður bar í hulstri,  var oft kallaður "dálkur".

 

img233
Árið 1961.  Kristinn, Kiddi Bald og ég fyrir framan fjallakofa
sem við gistum í yfir eina helgina,  þegar við vorum í Noregi
að tína ávexti við Hardanger-fjörð.

 

img236
Hér má sjá okkur félaga í  einu af mörgum ávaxtatrjám,
sem við urðum að klífa til að ná eplunum sem við m.a. tíndum.

 

img017
Ég er hér staddur í Gum-verlsun við Rauða torgi í Rússlandi árið 2003.
Var svo heppinn að hitta á félaga Vladimir Ilyice Lenin með bjór í
hönd. Áttum gott spjall saman,  en hann var að taka sér pásu,
frá því að liggja í grafhýsinu við Kremlarmúrinn.

 

img067
Í tilefni goslokahátíðar er hér mynd af vikurhreinsunargengi 1973.

Frá vinstri: Dönitz sjálfur á skóflu kenndur við Hólshús, ég ók vörubílinn
hans Sjonna, leigubílstjóri úr Rvk. keyrði bíl auðvitað og
svo hann Rúnar sem var á moksturstækinu.
Myndina tók Kristján nokkur sonur apótekarans á þessum árum hérna
í Eyjum.  

 

Verkfall Iðnaðarm 1997
Árið 1977 var verkfall iðnaðarmanna hér í Eyjum
Hér má sjá nokkra félaga á skrifstofu verkalýðsfélagsins
í Miðstræti.
Frá vinstri aftari röð: Björn Grétar, Bibbi Valtýs, Óli Backman, ég,
Bjarni Samúelss, Róbert í Prýði, man ekki,
fremst er Lárus Kristjáns, Þór Valtýs, Trausti Jakobs, og Valur Valsson.

 

Keli 1992
Þegar ég bjó á fastalandinu 1984-1997 vann ég í Blikksmiðju
við almenna blikksmíða vinnu og svo aðal vinnan var að smíða
hitaelement.  Þetta var eitt það stærsta sem ég smíðaði,
en það var fyrir MS á Bitruhálsi. Oft á tíðum var vertíðarblær 
við smíðina,  því hitaelement eru mjög algeng í einbýlishúsum Reykvíkinga
þannig að það þurfti að hafa hraðar hendur, þá sérstaklega á veturna.

 

Keli 1991
Hér má sjá betur hversu stór hitaelementin voru sem ég smíðaði
og voru notuð í Mjólkursamsöluna að Bitruhálsi.

 

'Olafur Helgi 5 m´n. gamall árið 1981  12. maí
Yngsti sonur minn, Ólafur Helgi 5 mánaða gamall árið 1981.

 

Beta Árið 2000
Beta mín árið 2000 í fullum ÍBV skrúða.

 

Keli árið 2000
Mynd tekin við sama tækifæri og erum við hjónkornin svona
líka ánægð og hamingjusöm,  sjálfsagt verið að koma af Hásteinsvelli
eftir góðan sigur okkar manna, ÍBV. 

 

Ólafur Helgi og pabbi og mamma
Foreldrar mínir ásamt yngsta syni mínu í garðinum að
Vallargötur 18.

 

 

   


ENNÞÁ BAKVIÐ MYNDAVÉLINA.

 

 

 

img225
Árið 1957.  Ég og Óli Tótu,
nýkomnir úr fýl.

 

img237
Hér er ég staddur í Noregi árið 1961 ásamt,
Ágústi Ögmunds. og Kristni Baldvinssyni.
Dvöldum þarna á ávaxtabúgarði við Hardanger,
og auðvitað til að tína ávexti og vinna við ýmislegt fleira.

 

img161
Gosárið 1973. Börnin mín, Sigríður og Sigurjón sitja á tröppum starfsm. íbúðar á Sámsstöðum Fljótshlíð.  Heimeyjar gosið á hverjum degi í beinni.

 

img051
Árið 1949.
Ég og Óskar frá Háeyri, Lautarpeyi.  Erum hér á Neðri-kleifum
Heimakletts.

 

Pabbi á Stóru -Lambhillu 
Faðir minn, Sjonni eftir ágætis veiðidag niðurá
Stóru Lambhillu.
Svona sjón fer að verða sjaldséð nú á dögum.

 

1977 Gunnar Ég Örn og
Snótarferð til Danmerkur árið 1977.
Frá vinstri:  Gunnar prent,  Beta mín, ég, Örn og hans spúsa.  

 

Keli og Stanley 1982 eða 3
Snótarferð no. tvö árið 1982.
Ég og vinur minn Stanley í mjög góðum gír.

 

Óli og Skari 2008
Tveir mjög góðir vinir mínir,
Ólafur Ragnarss. og Óskar Þórarinss.


FRÁ LIÐINNI TÍÐ Í EYJUM OG VÍÐAR.

img054
Þessi ágæta mynd lenti á alveg á röngum stað.
En hvað með það,  hún er af Kela í hlutverki dagmanns í vél
á fragtskipinu Hvalvíkin árið 1988.
Vinur minn Ólafur Örn var þarna yfirvélstjóri.
Túrinn þessi var eins og ég oft segi,  að við sigldum nákvæmlega
í kjölfar Tyrkja-Guddu, eða til Alsír. 

 

img055

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Sjálfur maskínumeistarinn á Hvalvíkinni,  Ólafur Örn Kristjánsson..

 

 

 

Jólin
Á jólum 1954.  Keli mamma, Sigga og pabbi.

 

img050
14 ára eignaðist ég skellinöðru af gerðinni KK .
Fór með hana m.a. í sveitina og fór í útreiðartúra
vítt og breitt um Mýrdalinn og nágrenni.

 

Ásgeir 1953
Ásgeir Lýðsson fyrrum lögg með alvæpni, vinur minn
og andstæðingur í mörgum bardögum, sem við háðum
á árunum 1952 til 1960.

 

Ásgeir og Sigga
Ásgeir aðeins farinn að
 þroskast frá bardagaárunum,
og hér greinilega að bend Sigríði systur minni á
eitthvað áhugavert  og merkilegt nokk,  þó liðin séu
ein 53 ár síðan myndin var tekin þá man ég að bókin sú
arna hét "Ævi Hitlers.

 

Ræða Ásgeirs 158
Hér er Ásgeir kominn á flug,  enda með bókina;
Ævi Hitlers í hendinni.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

img064
Karl Björnsson aðeins tveggja ára.
Hann og heimiliskötturinn virðast "elda hér grátt silfur" 

 

Nýr Ford 1960
Árið 1960 eignaðist faðir minn Sjonni sinn fyrsta bíl,
sem var nýr úr kassanum eins og of var sagt.
Við hlið hans situr Viktor bróðir minn.
Bíllinn þessi var skærgulur og að mér þótti einn sá fallegasti,
sem pabbi eignaðist á sinni nærri, 60 ára bílstjóraævi.

 

img060
Tvö af þremur börnum mínum,  Sigríður og Sigurjón,
svo og frændi, Kalli Björnss.

 

 

 

 


FJÖLSKYLDUMYNDIR FRÁ EYJUM.

 

 

Úr myndaalbúmi mínu.

 

Árið 1950 
Systkini og frændfólk í lautarferð um 1950.
Frá vinstri: Svava Guðjónsd. Sigga systir, Sigurrós systir pabba,
móðir mín Anna, faðir minn Sjonni, ég Keli,  og fremst
tvíburarnir Hega og Sigurður Guðjónsbörn.

Untitled
Keli á hestbaki 1946.
Í gamla daga var algengt að hestar gengu lausir hérna
í Eyjum.  Myndin tekin rétt vestur af Lifrasamlaginu og Gúanóinu.

Fermingardagur Sigríðar Þ Sigurjónsdóttir
Ferming Siggu systur minnar 1958.
Mamma, Sigga og pabbi.

Ferming Siggu veistla á Vallarg. 18
Fermingarveislan hennar Siggu heima að Vallargötu 18
Frá vinstri: Guðbjörg, Oddný, faðir þeirra systra Ögmundur
og kona hans Svava, Sjonni, Sigga, Sigurrós systir pabba,

séra Halldór Kolbeins og frú Lára.

og Keli
Beta og Keli 1964.


ÞEGAR ÚLFARI BAUÐST ÞAÐ, AÐ BERA MIG HEIM.

 

 

bildeCA8FB3WB
Úlfar Steindórsson.

 

Jæja já, 

Úlfar orðinn aðaleigandi Toyota á  Íslandi,

 til hamingju Úlfar.

Ég vona svo sannarlega að okkar samskipti verði betri en um árið, ef svo vildi til að

ef ég þyrfti,að versla eitt stykki Toyota bíl hjá þér , Úlfar. 

Þarna um árið, 1980 að mig minnir og þú varst að dæma leik uppi á

Malarvelli hér í Eyjum milli fjórða flokks,

Týs og Þórs.

Þú varst þjálfari Þórs og ég var formaður knattspyrnuráðs fjórðaflokks Týs.

Eitthvað fannst mér þú Úlfar minn dæma á mitt lið og lét ég,  ef satt skal segja,

nokkuð ófriðlega á hliðarlínunni.

Svo duglega, 

 að þér Úlfar minn fannst ástæða til að stoppa leikinn,  ganga til mín þar sem

ég stóð á hliðarlínunni og segja mér að halda mig á mottunni og koma mér heim.

Ég svaraði að bragði, 

 fer  ekki fet nema þú berir mig heim, Úlfar.

Auðvitað var þetta hluti leiksins og ég hafði  gaman af,

að minnstakosti eftirá, og vonandi hafðir þú líka,  Úlfar! 


mbl.is Eignast 60% í Toyota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BETEL Í GAMLA DAGA.

 

Hvíasunnu kirjan og Betel í Eyjum, 

innilegar hamingjuóskir með afmælið.


mbl.is 90 ára afmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BETEL Í GAMLA DAGA.

 

 

 

567651

 

 

Fyrir löngu,  löngu síðan kom maður  í þetta hús Hvítasunnusafnaðarins,

eða eins og við krakkarnir sögðum,

í gamla daga,

  "að fara í Betel"

Fallegar sögur af uppreisnarmanninum Jesú voru sagðar og það sem

mestu máli skipti,

að fá þessar glerfínu "Biblíumyndir".

Söngurinn var fallegur og og ljúfur,

og kryddið á samkomum var,  þegar sjálfur æðstipresturinn, Einar hóf upp rödd

sína og predikaði.

Honum lánaðist vel að ná til ungu hlustendanna,

en ef Einar Gíslason og Jesús hefðu krufið þjóðfélagsmálin til mergjar,

leyfi ég mér að efast um,  að þeir hafi verið þar sammála. 


FYRIR 50 ÁRUM VAR VINSÆL DANSHLJÓMSVEIT Í EYJUM ?

 

 

 

Tacton-sextettin. Ve.
Tacton-sextettinn ásamt söngkonu.-  Efri röð frá vinstri:
Einar,  Gunnar,  Gerða,  Ellert.
Fremri röð:  Hannes, Örlygur,  Sigurjón.

 

 

 

 

Í umsögn um þessa ágætu hljómsveit,  sem var stofnuð fyrir hálfri öld síðan,

hér í Vestmannaeyjum segir,  að hún sé tvímælalaust ein sú albesta,

sem við Eyjabúar höfum átt völ á um árabil.

 

Hjómsveitin hóf að leika í Samkomuhúsinu í október s.l. og er ráðin þar til 11. maí n.k.

Í viðtali við Hannes Bjarnason meðlim hljómsveitarinnar kemur fram,

að hann er 17 ára,  leikur á sóló gítar og er stjórnandi hljómsveitarinnar,

Hannes sagði,  að Tacton sextett hefði verið stofnaður fyrir rúmu ári síðan,

en að nú væru aðeins tveir eftir að hinum upphaflegur stofnendum.

Hinir hefðu smám saman helst úr lestinni.

Hannes var spurður hve oft í viku þau léku fyrir dansi í Samkomuhúsinu.

Hann sagði að það væri að jafnaði 2 - 3 kvöld í viku,

annars færi það mikið eftir því hvort landlegur væru.

Hannes sagði að hljómsveitin kappkostaði að vera með ný og vinsæl lög á

dagskrá sinni,  enda væri það eitt aðalatriðið,

til að halda vinsældum.

Hljómsveiti æfði að jafnaði 2 til 3 í viku,  sagði þessi hressi stjórnandi

Tricon-sextettinn,

 að lokum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 250371

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband