Færsluflokkur: Dægurmál
23.8.2011 | 07:30
LANDID MITT.
Yndislega eyjan mín,
ó, hve thú ert morgunfögur.
Í reginhafi liggur land,
thar lemur aldan beran sand,
í mínum augum er thad bjart,
thótt oft sé vetrarhart.
Vid brjóst thess hef ég árum eytt,
ég elska thad näst Gudi heitt:
Thad er med snjóhvítt ennishlad,
og Ísland heitir thad.
Já, nú er madur ordinn rómantískur,
og thví vel vid häfi ad birta hér í bundnu máli, thad sem í huga mér er efst á thessum
degi,
og audvitad er höfundurinn,
Sigurbjörn Sveinsson, kennari og skáld,
sem lengi átti heima í
Vestmannaeyjum.
Dægurmál | Breytt 24.8.2011 kl. 08:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2011 | 11:18
Á LAUGARDEGI Í SVEDEN.
Yngsta afabarn mitt, hún Natalía Ólafsdóttir. Pabbi, mamma og amma á bak.
Sól og blída allan daginn í gär, en í dag er rigning.
Thannig er thad einnig í lífinu, skin og skúrir.
Í gär thegar vid löbbudum yfir til Östersund var mikid af blómum og stór mynd
vid endann á brúnni yfir vatnid.
Myndin var af ungum dreng ,
sem hefdi ordid tvítugur núna um helgina. Hann var vid skál og reyndi ad synda í
köldu vatninu, med theim hörmulegu afleidingum ad hann drukknadi.
Í gär fór ég ásamt dóttur minni og afastelpum mínum tveimur í smá búdarleidangur,
og nú var ätlunin ad kaupa täki í eldhúsid hennar Önnu Gudrúnar, en hún er elst
af thremur afastelpum sem ég á og eru hér í Frösön.
Hún ér búin ad fá íbúd og vantar audvitad allt í eldhúsid.
Stefnan var, ad kaupa rafmagnskaffikönnu, braudrist og rafmagnshitakönnu.
Og vit menn allt thetta fékkst á 499 sönskar krónur og täkin af
philipsgerd.
Öll thessi täki á ca. níu thúsund krónu íslenkar.
Hvad ätli Tóti í Geisla segi um slíka tombóluprísa?
Nú fer ad nálgast í beinni, Arsenal og Liverpool og ég fer ad setja mig í stellingar.
Veit,
ad thad sama gerir Sigurjón sonur minn í Eyjum, en eins og althjód veit
er hann mikill Púllar, en ég er einlägur Arsenal-dáandi.
Megi betra lidid vinna og er engin spurning í mínum huga hvorir eru betri,
eda thannig.
Lifid heil og kvedja í Eyjarnar og allra á fastalandinu einnig.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.8.2011 | 11:46
KARLINN Í SVEDEN OG STELPURNAR HANS.
Florida um s.l. áramót.
Keli, Sigurjón og Keli jr.
Sigthóra, Axita og Sigrídur Thóranna.
Ég er hérna ennthá í Frösön,
nú er hägvidri med sól og 17¤ hita í forsälu, alveg fräbärt vedur.
Í gär fórum vid,
ég dóttir mín hún Sigrídur og barnabörn mín, thär Azíta og Sigthóra á safn,
sem heitir
"Jamtli" og thar getur madur skodad 1000 ára sögu Jamtlands, eda nordur hluta
Síthjódar, en Samar eru og voru thekktastir fyrir hreindýrabúskap sinn .
Thetta er einskonar byggdarsafn, sem bädi er innandyra og svo úti,
gömul hús og götur, svo og vinnubrögd í sveitinni hérna í gamla daga.
Bendi á myndir á face-book sídu minn úr ferd okkar í thetta safn í gär.
Í gärmorgun byrjadi ég daginn med gódum göngutúr hérna í Frösön,
eda eins og ég geri ávallt heima í Eyjum á hverjum degi.
Í gärkvöldi var horft á leik Barselona og Real-Madrid og var mest gaman hjá mér,
ad fylgjast med tengdasyninum og vidbrögdum hans medan á leiknum stód (ekki
ósvipad Kela á Hásteinsvelli), en hann er einlägur Barselona-addáandi og elskar
Börsunga.
Thví fannst
mér ágätt thá stundina,
ad vera med
adeins 50% heyrn.
EN nú er úti vedur gott, thannig ad ég slä botninn í bloggskrif mín í dag,
hédan frá Sveden og fer hér út á sólpalli í 30¤ hita og upplagt ad sóla sig.
Kvedja heim.
PS: Bensíverdid hérna í gärmorgun var 14.04 sänskar krónur á 95 oktana bensíni,
og í morgunn á annarri bensínstöd, var líterinn 13.88 sänskar krónur.
Nú geta their sem vija reiknad og borid saman verdid heima á Ísland.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2011 | 11:34
KARLINN Í SVEDEN !
Halló, halló allir heima.
Dagurinn í går, eiginlegur fyrsti dagur hérna hjá fjölskyldu minni í
Frösön, Östersund og byrjadi audvitad á ad kíkja í bäinn.
Sigrídur dóttir mín og afabarn mitt hún Sigthóra, sem ötlar ad ganga hér í skóla,
fórum eins og ég sagdi ádur nidur í böinn, og viti menn,
audvitad strunsad inn í fyrstu tuskubúdina, sem vid sáum.
Thar inn mátti ég eigra um á milli kvennfatarekkanna med pilsum, buxum og
brjóstahöldurum, voda gaman, eda hitt thó heldur.
En svona er nú lífid, ad brosa og vera tholinmódur, thegar kvennfólkid á í
hlut.
Takmarkinu var nád eftir daginn,
og öll vorum vid ánögdari eftir bäjarferdina og nokkrum sänskum
hundradköllum fátäkari.
Um kvöldid horfdi ég á lidid mitt,
Arsenal spila vid Udenesi og fannst mér mínir menn
ekki sýna thann fótbolta, sem ég vil sjá.
Er klár á ad Tryggvi Gudmundss. hefur ekki heldur verid ánägdur med
spilamennskuna hjá lidinu okkar, Arsenal.
Vonandi birtist ég hér á sama tíma á morgunn.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.8.2011 | 12:34
HEJ, ÍSLAND !
Sält veri fólkid heima!
Hér er ég kominn til dóttur minnar og fjölskyldu í Svíthjód.
Lenti í Östersund um midjan dag í går, en klukkan hér er tveimur tímum á undan
Íslandi.
Ég og sonardóttir mín, hún Sigthóra flugum til Stokkhólms og svo áfram til
Östersunds, eda samtals 4 klukkustundir frá Íslandi..
Thegar út úr flugstödinni kom, hérna í Östersund var alveg hellirigning,
eiginlega skýfall.
Munurinn hérna og heima er hversu hlýtt er, eda um 18¤ á Celsíus.
Ekki var neitt leidinlegt ad fylgjast med ÍBV í gegnum mbl.is,
vinna Blikana í gårkvöldi.
Thví midur verdur madur, fjarri gódu gamni í nåstu heimaleikjum.
Audvitad saknar madur thess ad geta ekki verid inn vid Hásteinsvöll og hvetja ÍBV til
dáda, en enginn er ómissandi og ávallt kemur madur í
manns stad.
Versta er kannski, ad ÍBV fáninn verdur ekki til stadar, kannski vill einhver?
Èg er ekki
ennthá kominn í adminnilegt lag eftir allt ferdalagid í går,
thannig, ad nú lýk ég thessu í dag.
Kvedja til allra í Eyjum, og annars stadar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.8.2011 | 17:01
ÚR EYMD TIL BJARGÁLNA !
Fasteignir seldar fyrir 12,1 milljarð í júlí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.8.2011 | 20:02
ENGINN SKYLDI VANMETA ÞRIÐJUNG ÞJÓÐAR OKKAR, EÐA HVAÐ ?
Rúmlega þriðjungur styður stjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.8.2011 | 17:16
HEJA NORGE.
Allt er best í útlandinu, var einhvertíma sagt.
Svo þetta með grasið, það er ávallt grænna og betra,
hinumegin við girðinguna.
Auðvitað er bara sjálfsagt, að fólk breyti til og reyni eitthvað nýtt.
Það er þó sá hængur á,
þegar fólk kynnist allt öðru samfélagi en hérna er á Íslandi,
má búast við að færri en fleiri komi til baka,
því miður.
Svona til upplýsingar á hversu málið er háalvarlegt,
þá á ég tvo nána ættingja sem fluttu til styttri dvalar í útlandinu,
móðursystir mín, fór fyrir 68 árum síðan til Noregs og hefur ekki komið aftur,
nema í stuttar heimsóknir.
Þessi ágæta frænka mín er í dag 92 ára og vel ern, hitti hana um daginn.
Hún á í dag 75 afkomendur og auðvitað enginn skilað sér til Íslands.
Hitt dæmið er dóttir mín sem flutti til Svíþjóðar fyrir 20 árum síðan,
og var ætlunin að dvelja þar nokkra mánuði.
Hún er ennþá í útlandinu ásamt tveimur dætra sinna og er ekkert á heimleið,
þegar ég síðast vissi.
Þræla sér út í Noregi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.7.2011 | 19:02
ÆTLAÐI TIL ÁSTRALÍU, EN HAFNAÐI Í EYJUM.
Árið 1920 þá um veturinn hugði Sigurður nokkur Haralz á langferð, eða til Ástralíu.
Atvikin höguðu því nú samt þannig,
að Sigurður varð fyrir óhappi á togara, sem sigldi til Englands,
en það átti að vera fyrsti áfangi hans til Ástralíu.
Sigurður réð ekki við stýrishjólið, sem kastaði honum snöggt og af svo miklu afli,
að lappirnar strukust við brúarloftið og lenti með höfuðið á pallbrún og skarst á höfði,
og var sá skurður illur viðureignar.
Nú tóku þeir á togaranum það ráð, að fá skipstjórann á Þór til að taka mig yfir til sín,
en veður var þá vont.
Þeim á Þór tókst ætlunarverkið við illan leik.
Ég látinn síga ofan í smábát eins og mjölpoki og töskurnar á eftir.
Eftir tveggja daga veru um borð í Þór,
vildu þeir losna við mig í land og var þá settur öðru sinni í smábát, ásamt töskum
og póstpokum, sem Þór hafði tekið í Reykjavík, en ekki fengið tækifæri til að koma
þeim af sér, fyrr en nú.
Nú var róið af stað og gekk sæmilega, þar við tókum land við Eiðið.
Enn í dag veit ég ekki nákvæmlega hvað skeði.
Báturinn fór á hliðina og allt sem í honum var fór útbyrðis, menn og farangur.
Ég var svo máttfarinn af blóðmissi og gat ekkert gert mér til bjargar, þegar brimið
fleygði mér fram og til þarna í flæðarmálinu.
Loks tókst snarmenni einu, að seilast í mig.
Sá maður hét, Árni Johnsen úr Eyju, en ég er víst ekki eini,
sem hann hefur bjargað frá drukknun.
Árni Johnsen kominn á efri ár.
Á sjúkrahúsinu í Eyjum var mér vel tekið af
Halldóri Gunnlaugssyni héraðslækni.
Halldór Gunnlaugsson héraðslæknir.
Það fyrsta sem læknirinn gerði var að taka umbúðirnar af höfði mér,
og hreinsa sárið.
Svo var ég settur í í rúm og leið ekki illa.
Um miðnætti vaknaði ég og var þá óður af kvölum.
Þá birtist, Rannveig Helgadóttir hjúkrunarkona og gaf mér morfínsprautu.
Þá leið mér vel, þegar morfínið fór að virka.
Nokkrir útlendingar voru á sjúkrahúsinu þarna í Eyjum,
og hafði ég nokkur samskipti við þá, þann tíma sem ég var undir handarjaðri,
Halldórs Gunnlaugssonar læknis.
Halldó var skemmtilegur maður, og drengur var hann af bestu gerð.
Það sagði Halldór mér,
að Englendingar væru manna rólegastir og undarlega seigir með að harka af sér,
gallinn væri sá,
að þeir yrðu undir öllum kringumstæðum, að fá að reykja dálítið.
Að öðrum kosti gæti Englendingur tekið uppá því,
að drepast af einskærri þrjósku.
Eftir nokkra daga í rúminu, fékk ég leyfi til að fara á fætur.
Ég hitti Viggó Björnsson bankastjóra, en hann þekkti ég frá bernsku.
Viggó átti mikið af hljómplötum, enda músíkalskur og góður söngmaður.
Stundum stytti ég mér stundir í íbúð Viggós, við að hlusta á ágætar hljómplötur.
Ég hitti ýmsa aðra menn í Eyjum,
svo sem Þorstein í Jómsborg, Kristján Gíslason á Hól, Sigurð Sigurðsson lyfsala og
skáld, Halldór Halldórsson bankagjaldkera og fleiri.
Um þessar mundir kom saltskip til Eyja,
og reyndist það flytja fleira en salt.
Þá keypti ég nokkrar flöskur af rommi, en mér hugkvæmdist að hressa uppá
ensku sjúklingana og bauð þeim í kvikmyndahús, eftir að hafa smurt þá,
dálítið með rommi.
En þegar við vorum að læðast út, tók Rannveig hjúkka okkur í landhelgi,
og rak Englendingana inn aftur.
Rannveig kvaðst ekki láta mig taka stjórnina á spítalanum af sér,
og við það sat.
Um þessar mundir var í Vestmannaeyjum maður, er Óli hét og kallaður,
Lín.
Hann var ungur maður, fjörugur, óaðgætinn og nokkuð ölkær.
Óli þessi var í kunningsskap við háseta á Danskri skonnortu.
Nú bar svo við,
að dönsku kunningjarnir fá Óla skildinga og biðja hann að útvega eina flösku,
af "spíritus concentrus" úr lyfjabúðinni.
Óli var fús til þess, enda boðinn til öls, að því afreksverki loknu.
Lítil julla beið Óla við bryggju og í henni skipstjórinn og nokkur matvæli, sem flytja átti
um borð í skonnortuna.
Óli Lín, sat á þóftu og réri, þá sparkar skipstjórinn í bakið á Óla.
Óli Lín brá skjótt við, og ætlaði að borga fyrir sig, en jullan vildi ekkert með svona
bjánagang hafa,
og velti öllu úr sér og snéri kilinum upp.
Ekki kunni Óli að synda, en spíritusflöskuna hafði hann í hendi, er honum skaut upp.
Hann náði taki aftast á jullunni, en þá reif annar maður í hann, við það missti
Óli aftur tak á jullunni og fór enn á kaf.
Þrjú tók hann köfin alls,
en ekki sleppti hann flöskunni.
Bát bar nú að, og menn sem í honum voru björguðu Óla og hásetunum.
Skipstjórinn var skammt frá, og flaut á ár.
Þegar átti að innbyrða hann, vildi Óli ekki taka það í mál - kvað miklu nær að kála nú
karlinum hreinlega - hann ætti ekki annað skilið.
Þegar loks skipstjórinn var svo innbyrtur,
bað hann Óla afsökunar á sparkinu, og varð þá Óli góður.
Óli Lín varð í miklu áliti hjá Dönunum,
vegna þess hve vel honum tókst að varðveita flöskuna.
Kom hún sér vel eftir allt volkið og sötruðu þeir, spírablandað kaffi um borð í
skonnortunni.
Nú bar það til næst, að ég lenti út í bæ, og kom seint inn á sjúkrahúsið,
og með of mikið í kollinum.
Ég fór hurðarvillt, því þegar ég hugðist hátta,
reis einhver upp í rúminu.
Var það Rannveig hjúkrunarkona, en mér varð illa við af skömm,
og baðst innilegrar afsökunar, og rauk á dyr.
Daginn eftir skipti Halldór læknir um umbúðir á höfði mínu.
Þegar því var lokið,
tjáði hann mér það skírt og skorinort,
að nú yrði ég að fara burt úr Vestmannaeyjum,
af því ég færi svo illa með mig.
Sem læknir,
kvaðst hann enga ábyrgð vilja bera á mér lengur.
Ég sagði,
að mér þætti leitt, ef honum mislíkaði við mig,
kvaðst gegna honum og fara burt frá Eyjum,
sem ég og gerði.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2011 | 15:44
SAMVISKUSAMI VITAVÖRÐURINN.
Bannárin var sá tími í sögu okkar Íslendinga, þegar bann var lagt á innflutning
áfengra drykkja.
Menn urðu að fara aðrar leiðir til að útvega sér alkahól og fá með því fram hjá sér,
breytt ástand.
Iðnaðarmenn og iðnfyrirtæki urðu grunsamlega stórtæk í því að nota áfengi til
starfsemi sinnar og þótti einsýnt að það var ekki notað að þörfum þeirra,
heldur selt, eða gefið til einstaklinga.
Brennsluspíritusbirgðir landsins runnu út á skömmum tíma á þessum árum.
Ég sem þetta rita hefi lengi verið sporgöngumaður Bakkusar og get því vel sett mig inn
í þær kringumstæður og viðhorf þessa tímabils hér á nýliðinni öld.
Engan skyldi undra,
að á þessum árum urðu "bruggarar" einna vinsælasti meðal
þeirra sem notuðu áfengi.
Ýmsum þótti sem lagst væri lágt í drykkjunni en hefðu samt ekki neitað sopanum
ef hann hefði boðist.
Haft var eftir presti á Suðurlandi:
"Mikil andskotans skepna er hann Símon á Selfossi, drekkur koges,
og svo nískur að hann tímir ekki að gefa með sér"
Margar sögur eru til af mönnum,
sem notuðu hinar ýmsu aðferðir að verða sér úti um áfengi frá þessum árum.
Ein er um Gísla lóðs, hafnsögumaður og vitavörður í Hafnafirði:
Eitt af því sem Gísli þurfti að gera var að pússa glerin í vitanum reglulega.
Til þess fékk hann ákveðinn skammt af spírutus í apótekinu.
Árni Mathiessen, sem þá var lyfjasveinn í apótekinu,
lýsti því hvernig Gísli bar sig eftir spíritusinum.
Þegar hann kom inn gaf hann Árna merki um að finna sig úti í horn og sagði:
"Heyrðu, Árni minn, nú þarf ég að pússa."
"Pússa hvað?" "Nú - vitana, Árni minn.
Heldurðu að þú látir mig nú ekki hafa eina flösku af sama?"
"Sama hverju?" " Á vitana," sagði þá Gísli.
Hann fékk eina flösku af sama, blönduðu brennivíni með kúmenolíu.
En samviskusemi Gísla var slík að hann drakk ekki spírann þegar í stað.
Gísli lóðs fór ætíð með "sama" upp í vitana á Fiskakletti og við Vitastíg,
saup á flöskunni,
andaði víngufunni á rúðurnar og pússaði.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- ibvfan
- fosterinn
- maggibraga
- solir
- georg
- gretaro
- sigthora
- kjartanvido
- eyglohardar
- rustikus
- svenko
- eyjapeyji
- kokkurinn
- valdivest
- disin
- smarijokull
- kristleifur
- gudnihjoll
- sjonsson
- nautabaninn
- prakkarinn
- bergen
- icekeiko
- asthildurcesil
- joiragnars
- hallarut
- annabjo
- jensgud
- jonaa
- svarthamar
- kaffi
- stormsker
- olinathorv
- zunzilla
- gbo
- steinibriem
- siggith
- ea
- svanurg
- tannibowie
- valdimarjohannesson
- martasmarta
- gullfoss
- elnino
- sunna2
- thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar