Færsluflokkur: Dægurmál

GAMLAR MYNDIR ÚR EYJUM.

 

 

img124
Eins og menn muna voru þetta vinnubrögðin við löndun á öllum fiski,
hér áður fyrr.

 

img119
Hér er unnið við syðri hafnargarðinn 1938. Á þeim  stað sem stafakirkjan stendur á
Skansinum í dag.

 

img128
Dansi dansi dúkkan mín, gæti Árni Johnsen verið að segja
við hana Fjólu Einarsd." Hver töltir í hælinn" á Árna er óþekktur,
en sá með gleraugun er Kristján Linnet.

 

img120
Alltaf gaman á þjóðhátíð,  árið 1945-50?

 

img122
Bekkjabíll rétt við Hástein og alveg troðfullur.  Furðulegt að aldrei skyldu verða slys,
eða teljandi óhöpp í kringum bekkjabílana?

 

img121 
Hér er annar á leið í Dalinn.  Stendur fyrir framan pósthúsið og Samkomuhúsið.

 

img127
Hótel HB og núverandi stjórnsýsluhús.

 

img123
Takið eftir skútunum frá Færeyjum?  Við peyjarnir sníktum oft" beinakex",
af Færeyingunum. Það voru kexkökur þvermál ca.10-12 cm. og alveg glasharðar.
Ekki var laust við að maður væri pínu hræddur við Færeyingana, því sagt var
að þeir tækju stráka í beitu, þá helst rauðhærða. Líklega hefur þetta verið einskonar
viðvörun frá foreldrunum til að koma í veg fyrir að við værum að flækjast í skútunum.
Alltaf voru Færeyingarnir ljúfir og góðir karlar.

trimg129


Jóhann Gíslason ásamt óþekktum afgreiðsludömum við KF. Drífanda

img126
Kýr á beit við Dalabúið.  Bærinn átti og rak þarna 50 kúa-bú í mörg ár.

 

img125
Söguleg mynd?  Presturinn að koma frá Ofanleiti,
sem var prestsetrið í gamla daga.
Ef myndin er frá 1940, þá er presurinn, Sigrjón Árnason. Hann skírði bloggara síðunnar.
Sigurjón var mágur Halldórs Kolbeins,  sem var einnig  prestur okkar hér í Eyjum.

 

img131
Bíó-útstillig í glugga Kaupfélags VE Kondidorið hans Bergs í dag. Nokkru seinna voru bíómyndaútstillingar
í gluggum versl.  Frú-Gunnlaugsson, sem var nokkrum metrum neðar í Bárugötunni.

 

img135
Blessaður drengurinn hann Kjartan Másson frá Valhöll.

 

img134
DC 3, Douglasinn á Vestm. flugvelli. Farþegar og áhöfn.

 

img133
Það hefur þótt matur fyrir flugáhugamenn að vera með tvær ´véla á sama tíma.
hérna á vellinum.

 

img132
Satt að segja þekki ég ekki þessar fluvélagerðir,
en ég man eftir einn flugferð ásamt móður minni frá Rvk. og við vorum
aðeins tvö í vélinni.  Svo kalt var í henni, að flugmaðurinn bauð okkur
mömmu að koma framí til sín, því að þar var hlýrra. Sennilega var það
árið 1947.

 

img136
Anna Friðbarnardóttir ásamt elsta syni sínum, honum
Atla Ásmundssyni, blessaður drengurinn.

 

img137
Hvítasunnu-söfnuðurinn á árunum áður.

 

img130
Jólatrés-skemmtun í Akóges 1949.

 

img097
Laufás, Vatnsdalur og þurrkhúsið neðst til hægri.

 

  


FLEIRI EYJAMYNDIR FRÁ SÍÐUSTU ÖLD.

 

 

img110
Edinborgarbryggja og Lækurinn th sést í Eilífðina svokallaða.

img111
Grétar Skaptason og Hafsteinn Stefánsson.

img103
Sjúkrahúsið  gamla, núverandi Ráðhús bæjarins.  Sjúklingar í sólbaði?
Konan sem situr uppi mun vera móði Þóru konunnar han Óskars Matt.

img095
Eyjarósir. Kannski þekkir einhver þessa dömur?

img098
Viðlegukannturinn fyrir framan Fiskiðjuna. Hraðfrystistöðin lengst til hægri.
Næst okkur er fjara þar sem bloggari lék sér stundum.

img104
Unniið við að pakka saltfiski. Húsið er í dag bílageymslan hans Simma.
Að Tanganum og fyrir norðan "Ríkið" voru stakkstæði þar sem saltfiskur var
sólþurrkaður.

img094
Fólkið sem vann við saltfiskinn.

img109
Handbolti kvenna á Stakkó og sýnist mér dómarinn vera Kiddi frá Klöpp.
Á sjómannadaginn og 17. júní voru handboltaleikir millum Þór og Týs.
Karlahandbolti var bara ekki kominn til sögunar í Eyjum frá þessum tíma, 1940-50.

img115
Reiptog á Stakkó. Það hefur  verið meira um að vera hérna í gamla daga?

img116
Hérna er það Íslensk glíma, en við Eyjamenn áttum marga góða glímumenn.
Dómari er hann Sigurður Finnsson leikfimikennari og skólastjóri.

img114
Gamla sundlaugin var vinsæl. Þekki þarna bakatil Ástvald, Halldór Guðjónss. skólastj og Lýð Brynjólfss.
 Sundkennarar Friðrik Jesson og Guðný
Gunlaugsdóttir. Einnig konan hans Ásmundar, Bíbí Friðbjarnad..  Ástvaldur Helgason sundl.vörður og svo Vignir Guðnason.

img117 
Tveir bræður, þeir Sigurður og Ölver Haukssynir frá Vatnsdal.

img106
Óskar við Sólhlíð, Sigurjón Auðunss,Jóel frá Sælundi,
Hanni frá Svanhól, í fangi Sigga Auðuns er Þórarinn eða Tóti frá Kirkjubæ.
Jóhann Sigfúss. Jói Sif í Vinnsló og Gísli frá Hvanneyri.

img118
Fjölskyldan hans Balvins og Þórunnar.
Frá vinstri Balli, Addi, Skæringur Rútsson faðir Baldvins,  Stína,Kiddi.
Raggi Þórunn heldur á Gústa Baldvin, Biggi og svo hún Hrefna með stóru slaufuna.

 

img105
Jónas á Tanganum ásamt skrifstoudömum sínum.
Næst Jónasi, Guðbjörg Þorsteinsd. systir Tóta í Turninum.
Næsta er dótti Vigfúsar? og svo óþekkt.

 

img108
Tignarleg skrúðganga nálgast Stakkó.

 

img112
Hátíðar ganga eða mótmælaganga upp Breiðabliksveg?
Mynd sennilega frá1940-50.
 

 

img107
Myndin tekin frá Hilmisgötu og niður Bárugötu.
Fyrstu húsin eru, Víðidalur t.v. og Kaupangur til hægri


EYJAMYNDIR FRÁ LIÐINNI ÖLD.

 

 

img091
Séð niður eftir Básasgersbryggju um 1940.

img090
Jóhannes Brynjúlfsson afgreiðslumaður í verslun Ísfélagsins.

img093
Sjómannadagur.  Stebbi pól sem kynnir.

img100
Gamla sundlaugin. Keppni í gangi.

img092
Eyjamenn á besta aldri. Finnbogi Friðfinnsson l. t hægri

og líklega Jóhann bróðir hans til vinstri.

img089
Þórarinn Þorsteinsson (Tóti í Turninum) að störfum í verslun Ísfélagsins.

img096
Takið eftir saltfisk stökkunum.  Þarna var stakkstæði þar sem fiskurinn
var þurrkaður.  
 Malarvöllurinn í dag.


MINNISVERÐIR MENN; TVÍBÝLIÐ.

 

 

Untitled
Sigurður Sigvaldason.

 

Hann sat oftast á tröppum verslunar í miðbæ Reykjavíkur og kallaði til

samborgara sinna;

"Samþjappað guðsorð.  Jesús Kristur í kálfskinni fyrir eina krónu."

 

Þarna sat þessi aldraði maður eins og foldgnátt fjall og bauð helgar bækur til sölu.

 

Hann var mikill að vallarsýn, ákaflega feitur,  innskeifur og kjagaði lítið eitt í spori.

Svört skinnskjóða fylgdi honum,  sem troðin var ritningum og öðru guðsorði.

Mörgum varð starsýnt á þennan bolmikla mann og undruðust,  hve feitur hann var.

Fæsta grunaði þó,  að líkamsfita trúboðans væri af öðrum og æðri uppruna en heimi

holdsins.

Hann hét Sigurður Sigvaldason, Vestur-Íslendingur er dvaldi árum saman í

Bandaríkjunum og Kanada og boðaði þar hið heilaga orð,  en var nú kominn í

Austurstrætið og boðaði lítiltrúðum löndum sínum fagnaðarerindið.

 

 

Það var árið 1899, fagran góðviðrisdag í aprílmánuði.

Sigurður Sigvaldason var á gangi upp hæð eina í Lincolnhéraði í

Minnesotafylki.

Þá sér hann hvítt ský,  sem stefnir í mót honum og þykist hann sjá að það sé ekki

af jarðneskum heimi.

Sigurður hrópar þá hátt á ensku,  hver er þar?

Er honum svarað á sömu tungu: 

 I am the Prince of Life and Death! Ég er lávarður lífs og dauða.

Sigurður nam nú staðar í skýinu og beið, heyrir þá röddina fara með þyt til og frá og

Jesús Kristur segir þýtt, en glöggt á ensku;

I forgiven!, þ.e. ég fyrirgef.

Eftir ávarp þetta úr skýinu,  hurfu Sigurði bæði synd og sorg og stendur um stund og

lætur endurfæðinguna hríslast um sig.

Þá gerist það að skýið vatt sé inn  í hann, en skýið var svo mikið,  að það komst

ekki allt inn.

Fylltist Sigurður svo heilögum anda og sá sjálfan sig að innan.

Þar ríkti himnesk blíða og friður,  varð eins og lygnt vatn í rjómalogni á að líta.

Þegar andinn hafði komið sér vel fyrir, sagði hann hvað eftir annað á ensku.

Guði sé lof, Guði sé lof og virtist því fegnastur,  að hafa öðlast samastað í líkama

Íslendingsins.

Gerðist hinn heilagi húsráðandi æði aðsópsmikill í Sigurði, því hann hljóp í

spik á skömmum tíma og þyngdist úr 164 pundum (82kg.) í 238 pund.

 

Aldrei amaðist Sigurður við hinum tigna granna sínum, öðru nær.

Hann var aldrei sælli á ævi sinni eftir að Heilagur andi hafði útvalið sér hann

til íverustaðar.

 

Árið 1903 skipaði Drottinn honum að yfirgefa allt og fylgja sér og fór Sigurður

víða um og boðaði fagnaðarerindið.

Ekki var nóg að gert, því andinn nauðaði í Sigurði að hann gæfi frá sér hús sitt,

sem hann og gerði.

Andinn var stundum ansi smásmugulegur við sambýlismann sinn,  svo sem þegar

hann bannaði Sigurði að fá sér kaffi og kleinur í veitingarhúsi einu,

en hann hafði ekki borðað neinn morgunverð.

Eftir nokkuð þóf samþykkti andinn að Sigurður mætti fá sér mjólk og kleinur.

Skýringin var að andinn vissi það, að Sigurður væri veill fyrir hjarta og þessvegna

bað hann Guð að taka hjartakvillann,  sem og hann gerði.

Eftir það drakk Sigurður kaffi nótt sem nýtan dag alla ævi og varð aldrei mein af.

 

 

Hagur Sigurðar eftir að hafa gefið eigur sínar, var oftar en ekki í daprara lagi,

þannig að Heilagur andi skipaði honum að selja Biblíur til viðurværis,  því að

sá sem prediki eigi að lifa af og í orðinu.

 

Var því almennt trúað, að Sigurður lúrði á þó nokkru fé af Biblíusölunni.

Tveir ágætir landar Sigurðar heimsóttu hann í Winnipeg og báðu hann lána sér

10 dali.

Bað Sigurður þá doka við,  meðan hann bregði sér inn og beri erindið undir

Drottinn.

Þeir kumpánar heyra til Sigurðar eftirfarandi:

Það eru hérna tveir ungir Íslendingar,  þú Drottinn kannast við þá?

Þögn.-- Sigurður, hvað segirðu Drottinn þekkirðu þá ekki,  svolítil þögn

og Sigurður segir,

mig grunaði það, að þú mundir kannast við þá.

Þeir eru að tala um að fá lanaða 10 dali hjá okkur.

Hvað segirðu?

Verður nú aftur nokkur þögn:

Nú, það er algjört afsvar, kemur ekki til neinna mála.

Jæja, ég verð þá að segja þeim það,  og vertu blessaður Drottinn minn.

Sigurður kemur þá aftur fram í stofuna, hristir höfuðið mæðulega og segir við

hina ungu menn.

Því miður drengir mínir, Drottinn þvertekur fyrir að lána þessa 10 dali.

Kvöddu þeir svo hinn heilaga mann,  en hann bað þá fara í Guðs friði.

 

Á þennan hátt var viðskiptalífið rekið í tvíbýli

Sigurðar Sigvaldasonar og Hins heilaga anda hér á jörðinni.

                              Minnisverðir menn og Snöggir blettir.


ÞAÐ SEM BÆJARSTJÓRINN Í EYJUM LÉT ÓSAGT.

 

 

2214983412_b22bd6b1b8
Friðarhöfnin og Vinnslustöðin í Eyjum.

 

Ég eins og svo margir hér í Eyjum,  veltir maður því fyrir sér  hversvegna í

ósköpunum

núverandi ríkisstjórn skuli voga sér að "áætla" að skera hér niður fjármagn til

sjúkrahússins í  Ve. eins og raun ber vitni um í fjárlögum?

Bæjarstjórinn okkar, hann Elliði Vignisson fjallaði ágætlega um þetta niðurá Stakkó

á föstudaginn.

Og hann notaði það "sálfræðitrikk" enda maðurinn sálfræðingur, að sínir flokksmenn

ættu nú,

 kannski pínulitla sök á hvernig komið væri. 

 Þannig er kannski hægt að tala á

fámennum fundi í "Byrginu" en ekki við rúmlega 20 % bæjarbúa.

Ég segi bara við bæjarstjórann, 

  að hann ætti bara að vera svo heiðarlegur og segja

okkur bæjarbúum,  að það var fyrir hans  pólitíska litróf og félaga,  sem urðu til

þess að fólk safnaðist saman á Stakkó til að mótmæla  niðurskurði fjármagns

til Sjúkrahúss Vestmannaeyja,

það er sannleikur málsins og nóg um það.

 

 

Bæjarstjórinn kom einnig inn á svokallaða fyrningaleið.

Ég sjálfur er ekki mikið inn í þeim málum,  en ég skil þegar skellur í tönnunum,

því ég man svo langt, eða fyrir 3 ár síðan,  þegar bræður tveir vildu kaupa stærsta

hlutann í Vinnslustöðinni.

Mér þykir bæjarstjórinn og fleiri oft gleyma því,  að útskýra fyrir okkur

bæjarbúum þá sögu og þá endalok hennar, ef þeim bræðrum hjá Stilla ehf hefði nú

tekist ætlunarverk sitt,

sem sagt að fá í hendur kvótann sem Vinnslustöðin hafði og hefur á sínum snærum,

hvernig bæjarfélagið okkar hér í Eyjum  liti út í dag?

 

Nei, 

 við vorum svo heppnir Eyjamenn,  að það voru góðir og ábyrgir aðilar,

sem létu ekki glepjast gagnvart gylliboðum

 þeirra bræðra, því þeir hefðu farið með meirihluta kvótans úr bænum, eins og þeir

sjálfir fullyrtu um.

Þess vegna er ég alveg undrandi, þegar bæjarstjórinn og hans félagar

skuli ennþá tala fyrir óbreyttri fiskveiðistefnu, vitandi um þá vá og stöðu

sem bæjarfélaginu er búið að óbreyttri stefnu í þeim málum.

 

 

 


Í SÓL OG SUMARYL Í SVÍÞJÓÐ.

P1010872
Hún á afmæli í dag,  sungum við fyrir hana Önnu Guðrúni,
elsta barnabarnið mitt, sem býr einnig í Svíþjóð.

P1010813
Hérna var nú ekki sól,  en 24*hiti og alveg dásamlegt,
þrátt fyrir að bloggarinn Hector, sé nokkuð alvarlegur á svip.

 

 

P1010764 
Bloggarinn Hector. Eins og alþjóð veit dvaldi ég í Svíþjóð
í sumar og erum við hérna í sólbaði auðvitað. Dóttir mín, Sigríður
og barnabarn mitt,  hún Azíta litla.

P1010798
Þessi mynd á nú barasta heim í playboy, eða þannig!

P1010839
'A útimarkaði í Östersund. Dóttir mín,þá hún Azíta litla,
og svo hann Hujat, tengdasonur minn frá Íran.


   P1010728
Fleiri þurftu nú á matarbita að halda en við mannfólkið. Hérna er hún Azíta
að fóðra Kanadagæsarfjölskyldu. Fullorðni fuglinn er svo grimmur í að verja ungana
sína,  að þeir svífa óhræddir í mann. Fékk eina allaleið uppá bak á mér.


P1010894
Svo var að fara í Tívolí,  sem kemur á svæðið sömu helgina
og við Eyjamenn höldum 
þjóðhátíð.

P1010920
Stelpurnar mínar þrjár:  F.v. Sigríður Þóranna,
Azíta Sólveig og Anna Guðrún.

P1010840
Í miðbænum:
Hector og dóttirin, svo  og skottið hún Azíta.

 

 


HVER SEM GRAFAR GLEPUR FRIÐ, GELDUR ÞESS SÍÐAR.

 

 

Í gær var ég með regester um sýslumanninn,  Bjarna Halldórsson og hörku hans

sem embættismaður.

Bjarni þessi hafði eins og fyrr getur,  átt í deilum við Lavrens amtmann á

Bessastöðum og látið lesa stefnu yfir honum dauðum í kirkjugarði og héldu sumir,

að hann væri kominn til stefnudags,  þegar Bjarni var jarðaður.

Um þetta kvað Grímur Thomsen:

 

 

 

 

 

Á barmi grafar beiskan róm

brýndi inn heiftargjarni:

Lavrenz fyrir Drottins dóm

dauðum stefndi Bjarni.

 

 

 

 

 

Skömmu síðar sjálfur var

sviplega burt kallaður,

stefnufrestinn fékk ei þar

feigur sýslumaður.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Slys við útför steðja hans,

slitna hankasilar

og í kistu keisberans

klampi og planki bilar.

 

 

 

 

 

Á enda kistan ofan sökk

og úr henni höfðagaflinn,

en nárinn þrútinn nakinn sökk

niður í moldarskaflinn.

 

 

 

 

 

Heljarfrost og hulin sól

hríms var grárri móðu,

alla næddi og alla kól,

er yfir hans moldu stóðu.

 

 

 

 

 

Aflaga söngur illa gekk,

enginn hafði lagið;

klerkur sökum kulda ei fékk

kastað mold á hræið.

 

 

 

 

 

Deildu menn ei dauða við!

Dómsins allir bíða,

og hver,  sem grafar glepur frið,

geldur þess síðar.


HARÐLYNDUR HÖFÐINGI.

 

 

c_dotari_fyndi_feitur_ma_ur

 

Nú er í tísku að rakka niður alla þá sem einhverju ráða á Íslandi í dag og þá helst,

embættismenn eins og sýslumenn, alþingismenn, bankamenn og fleiri sem einhverju

ráða í þjóðfélaginu okkar.

Fyrir rúmlega tvö hundruð árum síðan, var harðlyndur höfðingi,  sem Bjarni hét

og var sýslumaður  á Þingeyrum og má  segja það,  að þeir sem ráða á Íslandi

í dag eru aðeins sunnudagsskólabörn miðað við,

 hann Bjarni Halldórsson sýslumann. 

Honum er svo lýst,  að andlitið var svipmikið og mikilúðlegt, nefið stórt og bogið

niður;  augun voru fögur smá og snör..

En mesta athygli vakti þó líkamsvöxturinn, því maðurinn var feitur með ólíkindum,

enda vegur hann hvorki meira né minna en 360 pund og undirhakan nær niður á

bringu.  Hann hefur tvær sessur fram á hnaknum til að styðja undir ístruna.

 

Bjarni var lærður maður og lögvitur og vel að sér í tungumálum.

Talaði latínu og grísku,  svo og frönsku og þýsku, einnig vel fleygur í dönsku.

Bjarni var mikill málafylgjumaður og átti alla sína löngu embættistíð í flóknum

málafelum.

Þannig átti hann til dæmis í flóknum málaferlum við Jóhann Gottrup á Þingeyrum,

og bar þar hærri hlut, sem endranær.

 

Og lýsti það skapsmunum Bjarna  og hörku að hann reið suður að Bessastöðum

árið 1744 og stefndi amtmanni dauðum!

Hann fór með tvo votta í kirkjugarðinn á Bessastöðum og las þar stefnu yfir gröf

Lavrenz amtmanni.

 

 

 

 

Úti á Skagaströnd hafði svo borið við, að Pétur nokkur hafði hent það ólán að eiga

barn með stjúdóttir sinni, er Ingibjörg hét.

Bjarni sýslumaðir fregnaði þetta og lét draga sötuhjúin fyrir dómstóla,  sem voru

dæmd til dauða, en málinu skotið til úrskurðar hátignarinnar í Danmörku.

Bjarn varð því að geyma Pétur og Ingibjörgu yfir veturinn,  en hið óvænta

skeði að þau eignuðust annað barn.

Þá þótti Bjarna sýslumanni bikar spillingarinnar fullur og beið ekki eftir svari

frá konunginum,  en lét umsvifalaust fara með þau að Þorkelhóli í Víðidal

og drekkja Ingibjörgu,  en hálshöggva Pétur.

En rétt í því er lokið var að hálshöggva Pétur og blóðið rann enn úr búknum

kom sendimaður með bréf, sem komið hafði með Höfðaskipinu.

Bréfið var um lífgjöf fyrir bæði, en nú var það of seint.

Sagt er að Bjarni hafi orðið sótrauður í andliti og hann hafi sett hljóðan,

þegar hann las bréfið.

 

 

Þrátt fyrir þessa hörku átti Bjarni það til að vera höfðinglundaður við fátæka.

Þannig gaf hann árið 1763 heila jörð til fátækra og þar með sýndi  hann

að hann var ekki eins sínkur og hann var harður.

 

 

 

Það var svo rétt fyrir jólin 1772 að Bjarni varð veikur, annars varð honum ekki

hvillasamt um dagana.

Einn daginn var ráðskona hans að hagræða honum í rúminu og sagði þá

eitthvað á þá leið,  að hún héldi að guð mundi bráðum fara að taka sýslimanninn

til sín.

Bjarni varð fokvondur og sagði:

Spáir þú mér dauða, tausin þín!. En um leið tók hann spanskreyr-prik,

sem hann ávallt hafði fyrir ofan sig og ætlaði að slá til kerlingarinnar,  en hún

vatt sér undan,  og Bjarni féll fram á gólf.

Þetta var mikið fall,  og varð að sækja heimamenn til að koma karli uppí aftur.

Eftir þetta elnaði Bjarna sóttin,  og loks andaðist hann á þrettándanum,

6. janúar 1773.

 

 

Jarðaför Bjarna varð hin sögulegasta og þar fór allt í handaskolum.

Þegar átti að fara að bera líkið til grafar,  skall á hin ógurlegasti bylur með mikilli

frosthörku  og fór allt í ólestri.

Hankarnir slitnuðu úr kistunni,  sem eðlilega var þung,

og fór hún á endann niður í gröfina.

Þá bilaði höfðagaflinn og kom líkið út um hann.

Illviðrið var svo mikið, að menn kól á höndum og andliti..

Svo var mokað ofan í gröfina, án þess að hægt væri að laga kistuna.

Það var heldur ekki gert síðar, og stendur Bjarni sýslumaður þar enn á höfði

í gröf sinni.

 

 

 

 


MAGNÚS NOKKUR SÁLARHÁSKI.

 

 

Untitled
Gunnar Salómonsson á yngri árum var mikill atgerfismaður.

Flakkari eða förumaður er maður sem ferðast milli staða,  hvort sem er til ferðalaga,

eða vegna þess að viðkomandi á hvergi heima og er á vergangi.

Flakkarar settu töluverðan svip á íslenskt þjóðlíf, allt frá landnámi að upphafi 20.aldar.

Svona segir í skýringum um flakkara, eða förumenn.

Vigga var ein af þessu fólki,  sem ég persónulega sá og hefi ég lítillega greint frá því.

 

Magnús sálarháski telst vera einn af þessum förumönnum og var hann atgervismaður

bæði að greind og líkamsburðum laginn vel, en lítill auðnumaður.

Viðurnefnið "sálarháski" fékk Magnús,  þegar hann var inntur eftir því,  hvort honum

væri ekki nær að koma sér í skipsrúm og reyna að draga einhverja guðsblessun úr sjó,

heldur en að gerast útilegumaður,  eins og Magnús reyndi.

Þessu svaraði Magnús,  að hann teldi það mikinn lífsháska.

Þetta tilsvar flaug víða, og spjátrungarnir afbökuðu það og kölluðu "sálarháska".

Upp frá því bar Magnús þetta viðurnefni.

 

 

Einhverju sinni komu vinnukonur hægðarlyfjum í litlaskattinn hans (Magnúsar)

og með því getað rakað hann uppí rass. ( haft við honum að breiða á í teignum um leið

og hann sló).

Magnús hóf sláttinn aðeins á brókinni einn saman.

Þegar líða tók á daginn sáu vinnukonurnar að Magnús tók að linast við sláttinn,

og hlógu nú  dátt.

Magnús leit til þeirra illilega,  er hann sá að þær voru farnar að ganga nærri honum

í slægjunni, en því var hann ekki vanur,

 enda mikill sláttumaður.

Gerði hann sér þá lítið fyrir og fór úr brókinni og henti í slægjuna.

Tvíhenti hann nú orfið og var nú kviknakinn og sló engu minna en hann var vanur.

Ekki gaf hann sér tíma til að ganga örna sinna, sem aðrir menn,

heldur "teðjaði" (skeit) hann heyvöllinn, meðan hann skáraði.

 

Það var hvort tveggja, að vinnukonum þótti ljáin hjá Magnúsi ekki þrifaleg og fyrir

blygðunarsakir vildu ekki ganga svo nærri honum,  þar sem hann sló grasið

óklæddur sem Adam fyrir syndafallið,

en hvorki þá né síðar gat nokkur kaupakona hrósað sér af því,

að hafa "rakað Magnús upp í rass".

Stuðst við bókina "MEÐ VORSKIPUM"

 

 

 

 


FÖRUKONAN VIGGA.

 

 

_DSC0131
Sjálfsmynd af frægasta flakkara Íslands, Sölva Helgasyni.

Ég hefi löngum þótt áhugavert að lesa um það fólk sem áður fyrr á öldum,

var kallað, flakkara (förumenn, eða konur).

Í nokkur skipti hefi ég lesið bók Davíðs Stefánssonar um líf þess flakkara íslenskan,

 sem einna frægastur hefur orðið Sölvi Helgason, eða eins og hann sjálfur

kallaði sig, Sólon Íslandus.

Það að ég brydda á þessu áhugamáli mínu er einfaldlega vegna þess að ég

sjálfur varð þess aðnjótandi,  að hitta síðastu förukonu á Íslandi.

img088
Í barnsminni mínu var Vigga líkust galdranorn.
Vonandi fyrirgefur Vigdís mér þetta riss.

Það eina sem ég hefi grafið upp um Vigdísi Ingvadóttir eins og hún hét fullu nafni,

er úr "Vítt og breitt".

Þar segir frá henni í nokkrum orðum m.a:

Hún notaði alltaf orðið hvíta um skyr, kallaði skyr aldrei annað en hvítu.

Hún var sérkennileg eins og oft var um förufólk, hafði sinn hátt á ýmsum hlutum.

T.d. hafði hún mal og reisti um öxl sér, einnig gekk hún með stafprik sér í hönd.

Á ferðum um sveitina sem var þá aðalega í Mýrdalnum,  átti hún það til að hefja

upp raust sína og kveða fyrir fólkið og þá vildi hún gjarnan hafa vetling fyrir

framan sig eins og hú væri að lesa af bók.

Hún átti til að vera meinleg í tilsvörum.

Engum datt til hugar að fela henni verk. Vísast hefur það ekki þótt góðri lukku stýra.

Förukonan Vigdís gat dvalið frá einni nóttu upp í tvær þrjár og það var vissulega

viðburður þegar hún kom,  en stundum voru ekki allir sáttir af sumum háttum hennar.

 

img084
Eystra-Skagnes í Mýrdal.

 

img086
Fyrir framan bæinn Skagnes:
Til vinstri húsmóðirin Sigríður Heiðmannsdóttir Sveinbjörn skósmiður í Eyjum
Húsbóndinn Jón Hjartarson drengur, Halldór Björnsson síðar baráttumaður innan
verkalýðshreyfingarinnar, Anna Guðrún móðir bloggara þessarar síðu svo og faðir minn,
Sigurjón Sigurðsson þá dæturnar á bænum þær Guðbjörg og Guðríður, sú stutta var gestkomandi,
og svo Svavmundur og Þorsteinn en þeir voru synirnir á bænum.
Myndin líklega tekin árið 1943.

 

Á Skagnesi var bróðir minn Viktor í sveit frá fimm ára aldri og þar til hann var orðinn

fimmtán ára,  en aðeins að sumrinu til.

Það að ég sá og hitti Viggu á Skagnesi var á árinu1946 og ég man það fjarska vel,

þegar móður mín gaf mér og systur minni tvær krónu til að gefa kerlu.

Okkur systkynunum stóð mikill stuggur af henni Viggu,  en ekki man ég til þess að

hún á einn né annan hátt hrelldi okkur krakkana á bænum.

 

img085
Móðir mín Anna Guðrún,  Viktor bróðir, ég og svo Jón Ólafsson sem
var þarna einnig í sveit,  en hann er frá Rvk.

 

Bróðir minn Viktor sem er nokkrum árum eldri en ég hefur sagt mér af því,

að á stríðsárunum voru hermenn algengir í Vík í Mýrdal,

en á Reynisfjalli var og er lóransstöð þar sem herinn átti bækistöð.

En hermennirnir voru hræddir við Viggu og fannst sem hún gæti vel verið

galdranorn samkvæmt útliti og háttum hennar.

Hún,  Vigga átti það til að pota í hermann ef hún komst í færi við þá,  en slíkum

"tratteringum" voru hermennirni ekki hrifnir af.

Eitt var það sem krökkunum á Skagnesi þótti verulega sniðugt og það var,

þegar Vigga fór á kamarinn,

því þá  sagðist hún þurfa að fara út  til  að "verpa".

Sjálfsagt munu  fleiri sagnir vera til um hana Viggu en í barnsminni mínu grópaðist

mynd af henni sem auðvitað dró dám af forneskjulegu útliti hennar og svo

auðvitað stórri vört,  sem prýddi nefið á henni,  engin furða að við systkynin,

sem vorum á þessum árum aðeins fjögurra og þriggja ára gömul, værum

svolítið hrædd við hana.

 

 

 

 

 

 

 


 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 250374

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband