Færsluflokkur: Dægurmál

ER GUÐ ALMÁTTUGUR Í ÍBV ?

 

 

P1010748
Hér sér inn í kórinn í hinni íðilfögru kirkju í Östersund.

P1010750 
Stuðningsmaður ÍBV nr. 1 krýpur í sumar við gráturnar og biður heitt og
innilega fyrir góðu gengi liðsins,  sem varð staðreynd og vonandi
skilar það ÍBV í efsta sæti deildarinnar á morgunn.

P1010754
Til enn frekari áherslu á bæninni við gráturnar tók ég mér Biblíuna í hönd og las nokkrar
ritningargreinar á sænsku fyrir framan altarið.

P1010752 
Að lokum blessaði ég,  viss um fulltingi almættisins við lið mitt ÍBV
og alla í EYJUM.


"FARVEL" VINSTRI GRÆNIR.

 

 

clonred

 

 

Hingað til hefi ég nokkuð svo, verið að tjá mig um pólitík og það sem efst er á

baugi í stjórnmálalífi þjóðar okkar.

Nú er ég ákveðinn í, 

að þetta verði síðasta blogg mitt sem lýtur að því,

sem gerist innan og utans alþings.

Mælirinn er "fullur."

Ég sé ekki að neitt jákvætt sé að gerast í kjölfar hrunsins,  nema síður séð.

Ástandinu á alþingi er best lýst,  að þar fari daglega fram leðjuslagur þingmanna,

s.l. 19 mánuði og ekkert rætt um stöðu þeirra sem hingað til hafa misst,

vinnuna og þakið yfir sig og fjölskylduna,  þannig að framundan hjá þessu fólki er

aðeins svartnættið eitt eftir.

Ég skammast mín fyrir að vera skráður í stjórnmálaflokk, sem spilar á sína fiðlu

á meðan allt brennur til grunna í kringum þá.

Það er komið að leiðarlokum hjá mér og þeim flokki,  sem ég var skráður í

VG.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Skilar áliti á laugardag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VIÐ ERUM GINNINGARFÍFL STJÓRNMÁLAMANNA.

 

 

P1010523

 

Það varð  mér á,

þegar ég las um  viðskipti almúgamannsins,

Eirík á Brúnum og bæjarfógeta þeirra Reykvíkinga fyrir rúmum tveimur öldum síðan,

hvar rödd fógeta var þykkjuþung,

fas hans og svipur markað þeim embættishroka, sem þótti kurteisi í viðskiptum

valdsmanna við almúgann,

að setja þetta svipleiftur úr fortíðinni í okkar umhverfi dagsins í dag.

Þar á ég við,

 að enginn,  já enginn sem leyfir sér að kvarta yfir meðferð þeirra,

sem landi okkar stjórna eru ekki einu sinni fáanlegir til að hlusta og því síður að

leysa úr vanda þúsunda Íslendinga á þessum síðustu og verstu tímum.

Ég sem tel mig einlægan vinstri mann, 

 þegar pólitík er annars vegar, sé og heyri 

hvernig alþýða mann hefur verið keyrð í þrot frá öllum sjónarhornum af okkar

stjórnmálamönnum og er þá sama hvort það eru þeir til vinstri,  eða hægri.

Því sárara er það,

 að ég sem vinstri maður sem trúað hefi á gildi félagshyggju og réttlætis,

  verð að kokgleipa  úrræðaleysi  vinstri stjórnar og það sem verra er,

að þeirra góða og manngæskufulla stefna fyrir betra lífi almúgans,

reynast þegar á hólminn kemur,

aðeins loftið eitt.

Ég sá þann ágæta þátt, "silfur Egils" í gær og sú persóna sem ég allavega hefi

bundið vonir mínar við að myndi eitthvað gott láta af sér leiða í þágu almennings,

Lilja Mósesdóttir virðist koma auga á brotalömina sem viðgengst gagnvart fólki,

en því miður virðist hún ekki frekar en aðrir innan stjórnarinnar hafa döngun í sér,

að gera eitthvað raunhæft fyrir illa sett almúgafólk í þessu landi, en minna hefur henni

orðið úr verki en í orði, 

 því miður.

Svo niðurstaðan er því  þessi:

Ég,

 og auðvitað allir aðrir erum aðeins hafðir að ginningarfíflum þeirra,

 sem í dag kalla sig á Íslandi,

stjórnmálamenn.

   


ATLI MISSKILUR MIG VITLAUST.

 

 

%7Bee72cc6f-5dfc-45f2-89b0-2b70b828d8a4%7D_kossabandalagi%F0
Hrunakossinn..

Það er raunarlegt og jafnvel broslegt hvernig fyrrum ráðherrar

hrunasjórnarinnar gera sjálfa sig  að algjörum fíflum.

Þeir læðast í kring um staðreyndir mála  eins og kettir í kringum heitan

graut.

Hrokinn í þessu liði er með eindæmum og auðvitað viðurkennir þetta lið

enganveginn þá sraðreynd,  að hafa komið þjóð sinni á vonarvöl.

Þessir ráðherra skálkar ættu hiklaust að vera dæmdir á sem óvægilegasta hátt,

 því fyrr,  því betra. 

Þau eru engu berti en þjófar fyrri alda,  sem sáu sér þann kost vænstan,

að flýja til fjalla og þar væri þetta lið best geymt..

  

 


mbl.is Ingibjörg: „Betra að veifa röngu tré en öngu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÓLAFUR JÓ. ER ÍSLANDI TIL SKAMMAR OG Á HIKLAUST AÐ VÍKJA.

 

 

_44995796_johannesson_ap226

 

Mér er spurn?

Hvað erum við endalaust að halda uppá þjálfara sem sýnir engin framför með lið sitt?

Hér á ég auðvitað við Hafnfirðinginn, 

 Ólaf Jóhannesson.

Það er brandari að þessi maður skuli fá endalaust að sanna getuleysi sitt sem

stjórnandi A-landsliðs okkar í knattspyrnu og eyða fé KSÍ í ekkert, nema tap og aftur

tap.

Nú hljóta allir að segja hingað og ekki lengra.

Afsakanir þeirra sem stjórna íþróttamálum fjölmiðlanna sem á einn eða annan

hátt eru yfirlýstir FH-INGAR,

hafa hingað til í umræðunni tekið silkihönskum á getuleysi landsliðsins undir stjórn

Ólafs.

Ég segi hingað og ekki lengra.

Nú þarf að finna hæfan mann í brúna og ná upp þeim baráttuanda sem Íslendingar

hafa komist svo langt á í leikjum A-landsliðsins.

Því fyrr sem núverandi þjálfara er sagt upp störfum,  því betra.

Ég get vel séð Ólaf Jóhannesson fyrir mér sem sæmilegan þjálfara

í neðri deildum  á Íslandi.

 

  


mbl.is Grátlegt tap gegn Dönum á Parken
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

UM MIÐJA SÍÐUSTU ÖLD Í SVEITINNI.

 

 

Fjögur sumur, 1954-5-6-7 var ég vinnumaður hjá Magnúsi í Neðradal Mýrdal.

Magnús var vandaður maður og blótaði aldrei hvað sem á gekk og lagði ekki til eins

né neins á nokkurn hátt.

Magnús var lágur vexti og grannur,  en seigla og þolinmæði voru hans aðall.

Hann ætlaðist líka til af mér,  að ég legði mig fram við bústörfin og þar var

ekkert slegið af.

Margir drengir höfðu verið í Neðradal og nokkrir á eftir mér,  sem flestir komu frá

Eyjum.

Má þar nefna eins og,

Sigurgeir og Hávarð Sigurðssyni frændur Magnúsar.

Gísla eða Bói á Túninu,  Kristinn Viðar frá Héðinshöfða, Óli Tótu og svo á eftir mér

kom Þórarinn eigandi Geisla,  svo einhverjir séu nefndir.

 

img225
Keli og Óli Tótu koma úr fýl.

show_imageCABGATH5
Tóti í Geisla.

Heyskaparvinnubrögð voru í anda gamla tímans.

Allavega fyrsta sumarið mitt,   en annað sumarið fékk Magnús sér dráttarvél,

sem auðveldaði nokkuð og létti undir sveitastörfin.

img077
Fyrsta sumarið mitt var slegið með hestasláttuvél allt sem hægt var,
en dag eftir dag varð maður samt að slá með orfið og ljá.

img082
Vorverkið hjá mér var að dæla úr hlandforinni með handdælu í þessa
tunnu og dreift á túnið.  Þetta var fjandi erfitt fyrir ellefu ára dreng.

Annað sumarið var dráttarvélin komin til sögunnar....

img080
Keli galvaskur í heyskapnum.

keli og magnús
Gamli og nýi tíminn sameinaður.  Keli á dráttavélinni, en Magnús á
hestarakstrarvélinni sem við tengdum Deutsinum.

Ætlunin var að birta bréfkorn sem ég skrifaði heim meðan ég dvaldi í sveitinni,

en vegna tímaskorts geymi ég það til í næst,  þegar ég lít áfram til áranna og

dvalar minnar í sveitinni og vann þar í sveita míns andlitis.

 

     

 

 

 


MINNING UM MANN, BJÖRN ÍVAR KARLSSON LÆKNIR FRÁ EYJUM.

 

 

img073
Útför Björns Ívar Karlssonar skurðlæknis fór fram í kyrrþey í Landakirkjunni,

þann 29. júlí s.l.

Ekki gat ég verið við útför mágs míns og vinar.

Björn var í sambúð við systir mína, Sigríði Þórönnu Sigurjónsdóttur og áttu þau

saman soninn Karl Björnsson.

Sigríður lést um aldur fram aðeins tvítug að aldri og var þá sonur þeirra Karl

tveggja ára gamall,  árið 1964.

Við Björn áttum eitt sameiginlegt áhugamál  ef svo  mætti að orði kveða,

en það var að báðir vorm við góðir liðsmenn Bakkusar konungs.

Þrátt fyrir hástemmdar yfirlýsingar Björns lengi vel um að hann skyldi aldrei

nei aldrei,  hvorki reykja né bergja áfenga drykki,  þá fór það nú á annan veg.

 

Ýmisslegt gæti ég tínt úr sarpi minninganna um það sem við Björn brölluðum,

þegar sá gállinn var á okkur,  en það bíður um stund.

 

Björn Ívar var skurðlæknir hér í Eyjum til margra ára og var mjög fær á því sviði.

Til gamans,

  þegar hann var að læra fór ég í eitt skipti til hans til að láta hann taka smá

húðsepa á handarbaki mínu.

Kannski ekki nauðsynlegt,  en Björn vildi endilega æfa sig á mér og skera

sepann burtu.

Allt gekk það nú eins og hans var von og vísa,  en ég var glansvakandi og

horfði á Björn fara fimlega með hnífinn,  en mér varð svo um,  að það ætlaði að

líða yfir mig.

Björn sá hvað verða vildi,  að ég var að líða útaf og gerði sjálfsagt það eina rétta,

hann skvetti smá lögg úr vatnsglasi framan í mig og við það hresstist ég.

Við gerðum stundum seinna grín okkar í milli að þessu litla atviki og vorum

sammála um,  að slíkar aðfarir væru ekki við hæfi á aðra sjúklinga.

 

Nokkrar myndir sem ég birti hérna eru úr lífi Björns Ívars vinar míns og sýna þær að

hann kom víðar við en við skurðarborðið.

 

Björn og Helga
Björn Ívar ásamt seinni konu sinni
Helgu Jónsdóttir.

 

Björn og synir
Karl og Snorri synir Björns.

 

img069
Sigríður Þ Sigurjónsd. fyrri kona Björns ásamt Karli syni þeirra 8 daga gömlum.
Í dag er Karl starfandi læknir hérna í Eyjum.

 

Untitled
Björn var klókur og góður skákmaður.

 

Kindurnar hans Björns
  Björn m.a. átti nokkrar rollur,  sem honum þótti gaman að stússast
i kring um.

 

Björn í lunda
Í lunda fór hann þegar færi gafst.

 

Helga og Björn á heimlei úr úteyjum
Úteyjarlífið heillaði Björn.  Hér er hann ásamt Helgu að
koma heim úr úteyjum.

 

img071
Þessi var notaður í Reykjavík á námsárunum.

 

img072
Feðgarnir, Karl og Björn Ívar við Tjörnina í Rvk.

 

Snorri og Björn
Feðgarnir Snorri og Björn Ívar tilbúnir í slaginn.

 

 

 

 

  

 

 

 

 

 

 


AÐ VERA Í SVEIT FYRIR RÚMLEGA HÁLFRI ÖLD SÍÐAN.

 

 

Þegar ég var ungur drengur var það til siðs,

að börn og unglingar voru send í sveit eins og það var kallað.

Ég,  gerðist vinnumaður 1954 aðeins ellefu ára gamall og var það hjá

Magnúsi Þórðarsyni,  Neðradala í Mýrdal.

 

img224
Neðridalur.

 

img068 
Magnús bóndi Þórðarson í
Neðradal.

 

Magnús þessi átti og á hér í Eyjum frændfólk svo og bræður ,  þá Sigurð á Boðaslóð 2

og Ásbjörn netamann,  sem lengi bjó við Brekastíg, en báðir eru látnir.

Fyrsta sumarið mitt í Neðradal var ráðskona héðan úr Eyjum,  hún Gunnlaug

konan hans Þórarins kennara og föðurbróðir Magnúsar.

img188
Ólafur Gränz, Lauga Þórarins, Óli yngri, Silli sonur Laugu
Keli vinnumaður, Lóló dóttir Laugu og Magnús bóndi.

Til að komast í sveitina var flogið á Skógarsand,  en þangað var áætlun

Flugfélagsins á laugardögum yfir sumarið.

Þangað var maður svo sóttur af einhverjum bóndanum úr Mýrdalnum sem átti jeppa.

Oftar en ekki kom það í hlut Óskars á Brekku sem átti ágætan Willýs jeppa,

en hjá honum var í sveit eitt sumarið vinur minn og skólabróðir,

 Kristinn Baldvinsson.

Á þessum árum uppúr 1950 voru símar á flestum bæjum í Mýrdalnum.

Ein lína var fyrir nokkurn fjölda bæja  svo að hver og einn bær hafði sína hringingu.

Í Neðradal var hringingin tvær langar og tvær stuttar.

Stundum og sérstaklega á sunnudögum ef ekki var þurrkur fékk maður frí

og gat þá komið til þess að ég hlustaði á hvað sveitungarnir voru að hjala í símann

og voru það oftast almenn  málefni,  sem allir máttu heyra.

Á rúmlega hálfri öld síðan þetta var þykir

 ekkert tiltökumál, 

 að börn allt niður í tíu ára hafi síma hengdan um hálsinn og sjá menn hversu breytting

mikil hefur orðið á í okkar ágæta land.

Til að þurfa ekki að nota símann sem allir hleruðu,

 var oft notast við að skrifuð voru sendibréf,  en lítill tími var til þess vegna anna,

því maður var látinn vinna frá morgni til kvölds eins og orkan leyfði.

Eitt bréf datt ég á í dóti nokkru sem móðir mín skildi eftir sig og er það bréf stílað á

mig og hljóðar lauslega þannig:

Vallargata 18,       1-7- 1955.

Elsku Þorkell minn.

Af okkur er allt ágætt að frétta.

Það hefur verið mikið að gera núna síðasta hálfan mánuðinn.

Margir að byggja og í  síðustu viku hafa verið 5-8 bílar hjá Bænum,  sumir að bera

ofaní vegi og aðrir  keyra ýmsu drasli,  því það búið að hreinsa allsstaðar í bænum

fyrir komu forsetans,

sem á að koma á sunnudaginn.

Annars var ég svo óheppinn að brjóta drif í bílnum mínum er ég var að keyra

Botnmöl og sem kostaði mig 10 daga stopp.

Viktor bróðir þinn er alltaf að vinna og í golfi á kvöldin.

Systir þín oftast að leika sér með hinum og öðrum stelpum eins og þú þekkir.

Annars fékk hún vinnu í skreið í smá tíma um daginn.

Óli Óskars er farinn í sveit austur á land.

Óli Gränz er búinn að kaupa sér drossíu,  en fékk ekki inntöku á Litlu-bílastöðina,

annars er hann að kenna og ekur eitthvað smotterí með.

Þann 7. byrjar lundatíminn og reikna ég ekki með því,  að ég fari mikið

í lunda þar sem mikið er að gera.

 Það væri þá helst að Viktor bróðir þinn færi um helgar,  en þá verður líka að vera

sæmileg átt. 

Við sendum þér hérna svolítið af "gotti" og gefðu nú krökkunum eitthvað líka.

Mamma þín hefur það svona sæmilegt svona eins og vant er.

Viktor  var að koma heim úr golfi núna og var frekar aumur,

því hann sló golfkúluna í kinnina á honum Reyni vini sínum og við það

stokkbólgnaði kinnin og var á að líta sem lítill fótbolti og 

  öll blá og marin.

Jæja væni minn, 

 allir biðja að heilsa þér og vertu nú margblessaður og sæll.

Þinn pabbi Sigurjón Sig.

img067
Faðir minn,  Sigurjón Sigurðsson
vörubílsstjóri.

Kannski hafa einhvejir gaman af því sem fram kemur í sendibréfi föður míns,

en svo langt man ég að ég fagnaði vel bréfin því arna,

en ennþá meir var ég þó glaðari og ánægðari,  að fá slatta af gottiríi,

að heiman.

Næst birti ég bréf,

 sem ég skrifaði heim til fjölskyldu minnar á frá þessum bernsku dögur úr sveitinn.

  

   

  

 

 

 


HEIMA ER BEST.

 

 

img122

 

Sæl og blessuð verið þið öll nær og fjær.

Það eru nokkrir dagan síðan heimkomu mína bar að,

en ég er fyrst núna að komast í gang hérna við lyklaborð tölvunnar minnar.

Kannski gleðjast einhvejir,  kannski verða aðrir fyrir vonbrigðum,

en ég læt mér það í léttu rúmi liggja,

því ég blogga fyrst og síðast fyrir mig og ánægjunnar vegna.

Það má segja að nú fyrst eftir heimkomuna finnst mér ég vera kominn í það jafnvægi,

að geta sest við tölvuna og tjáð mig.

Að ég er loksins sestur aftur hérna heima eftir tveggja mánaða ánægjulega

dvöl með dóttur minni og tveimur barnabörnum í Svíþjóð segir mér,

að hversu gott er um tíma að vera fjarri sinni heimabyggð, 

þá er alltaf best  að vera Vestmannaeyingur og eiga heima hérna

í Eyjum eru forréttindi, 

 sem enginn hefur nema við sem fædd eru hérna og eigum okkar heimili.

Það er af mörgu að hyggja og ætlunin að vera á vaktinni.

Nú er ég búinn að brjóta ísinn og ekki aftur snúið,

en nóg í bili. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 250375

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband