Færsluflokkur: Dægurmál

AÐ HVERFA TIL FORTÍÐAR.

 

prjon1_200803

mynd_fjallagros


Kannski er nú komið að þeim tímamótum,

að við Íslendingar leitum til upprunans, þ.e.a.s.

förum að prjóna og tína fjallagrös.

Lengi hefur vissum stjórnmálaflokki verið núið það um nasir

og gert að honum grín,

að það eina, sem þeir leggðu til landsmálanna

væri það að við hyrfum til fortíðar.


Nú virðist svo komið og kannski var það ekki svo vitlaust

hjá þeim allavega eins og staðan er í dag.

Ullarpeysur, sokkar vettlingar og húfur gætu orðið stór

útvegur hjá okkur.

Sjálfsagt þyrfti að koma á námskeiðum í að prjóna þar

sem færri en fleiri kunna  þá list.

Eitthvað er um að fjallagrös séu tínd og notuð í ýmsan hátt,

en sjálfsaft má betur gera í þeim efnum.


Nú er bara að hefjast handa.

 


mbl.is Dorrit bjartsýn á framtíðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GLÍMAN ER RÉTT AÐ HEFJAST.

446027A

 

Jæja frú utanríkisráðherra

er nú ekki kominn tím til þess,

að einhenda sér í það,

sem ef til vill er meira virði fyrir þjóð okkar á þessari stundu, en

sætu í öryggisráði SÞ.

Það er að vera hér heima og taka þátt í baráttu okkar

fyrir sjálfstrausti og úrræðum á þeim verkefnum sem við

glímum við í dag.


mbl.is Ísland náði ekki kjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FORDÓMAR MÍNIR OG ANNARRA.

skjaldamerki_201204

Þegar þú kemst í slíkan vanda,

að allt virðist þér andhverft

og þér finnst sem þú munir ekki standast stundu lengur,

skaltu síst af öllu gefast upp,

því að það er einmitt á þeim stað og þeirri stundu,

sem straumhvörfin verða.


Reynsla þessa unga manns að verða fyrir höfnun

fyrir það eitt að vera frá landi, sem ratað hefur í erfiðleika og

um leið talinn skúrkur, sem tekið hafi þátt á að gera öðrum

til miska á hinu fjárhagslega sviði sýnir best,

þegar fordómar ná hæstu hæðum.

Mikill lærdómur felst í þessu atviki

og ættum við Íslendingar sérstaklega að geta lært af því.

Þar á ég við, að hingað til lands hafa hópast

erlendis frá fólk, sem við höfum oft á tíðum haft uppi mikla fordóma.

 

Ég fullyrði, að þetta atvik verður til þess að opna augu

okkar Íslendinga fyrir því,

"að gera ekki öðrum það,

sem við viljum ekki,

að aðrir geri okkur".

 


mbl.is Úthýst vegna þjóðernis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í KÓPAVOGI ÉG EINU SINNI BJÓ.

 


100px-Kvogur

"Það er gott að búa í Kópavogi"

hefur um nokkra hríð verið aðal slagorðið hans

Gunnars bæjarstjóra í Kópavogi.


Á sínum tíma, þegar ég bjó í Kópavogi

þá stjórnuðu þar aðrir menn, sem ekki tilheyrðu flokki Gunnars,

en engu að síður var þar ágætt að búa.

Þrátt fyrir að dvelja í bæjarfélaginu um það bil hálft þrettánda ár,

þá gat ég aldrei sagt, að við værum á leið "heim, þegar við heldum

til heimkynna okkar, sem var þá í Engihjallanum.

 

Það, sem í huga mér var þá og ávallt, að fara "heim"

var að fara til Vestmannaeyja

það var að fara heim í mínum huga.

Svo furðulegt sem það nú er,

að það skulu vera rúm ellefu ár síðan ég, konan mín og yngsti

sonur okkar

bjuggum í Kópavoginum það er með ólíkindum.

Árin koma fljúgandi móti manni og áður en við er litið

nálgast það,  að jarðvist manns lýkur.
  

Þess vegna er svo mikilvægt að vera sáttur með lífið og tilverunna.

EN kannski finnst einhverjum hálf undarlegt af mér, að segja

slíkt á erfiðustu tímum þessa lands,

en ég sé ekki fyrir mér að ég fái þar nokkru breytt,

nema aðrir aðilar komi til sögunnar og hugsi þá fyrst og

síðast um hag allra,

en ekki fárra útvaldra.

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is 4-5 milljarðar vegna lóðaskila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HEFÐI ÁTT AÐ KÝLA HANN FASTAR.

477034

Cantona í ham.

Skyrtulaus og án allrar skynsemi

hann hoppaði og hitti í mark.

Kvikmyndaleik og strandbolta

iðkar mikið í dag.

Aldrei hann sá eftir að gefa manni á kjaft.

 


mbl.is Hefði átt að kýla hann fastar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

DON QUIJOTE SAMFYLKINGARINNAR.

 

180px-Honor%C3%A9_Daumier_017


Í dag mun Don Ingibjörg Sólrún

söðla sinn hvíta hest

og segja við Geir Harða.


Það ert þú sem viltir oss sýn,

út á veglausar auðnir

og vort heilaga stríð

gerðir þú að harmþrungnum skopleik

meðan Þorgerður Katrín

var ein af ambáttum þínum.


Það var hann, það var hann,

sem kom öllu í bál brand.

           Með hjálp Steins Steinarrs.

 


mbl.is Ingibjörg Sólrún ávarpar fund Samfylkingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AÐ VERA ALKAHÓLISTI.

herraslopslopppurdomu

 

Hér er Vogur

um Vog

frá Vogi

til Vogs.

 

Að vera á sjúkrahúsi er ekkert skemmtilegt.

Sérstaklega, þegar þeir sem þar dvelja eru með sjúkdóm,

sem leitt getur til dauða,  ef ekki tekst að hafa á honum hemil.

Gangandi daginn inn og út í sloppi merktum

"Eign Vogs" er hlutskipti þeirra, sem eru það lánsamir að komast

inn á sjúkrahúsið Vog, sem sérhæfir sig í meðferð sjúklinga,

sem verða alkahóli að bráð.


Samfélag "sloppafólksins" er lífsreynsla, sem engan lætur

ósnortinn að ég held, þar sem sjúklingarnir fá leiðsögn og hjálp

til þess, að takast á við Bakkus.


Fyrsta spor okkar alkanna er:

Við viðurkenndum vanmátt okkar gegn áfengi

og að okkur var orðið um megn

að stjórna eigin lífi.


Þakklæti mitt til þess fólks, sem starfar á sjúkrahúsinu Vogi

og veitt hefur mér hjálp á erfiðustu stundum lífs míns

verður seint fullþakkað.

 

Sá, eða sú,

sem aldrei tekur fyrsta glasið, eða hvað annað, sem fólk kemst í vímu

af  

þarf  að óttast það,

að verða alkahólisma að bráð.  


 

 

 

 

  

 

 


HRUNADANSINN.

 

dansarinn


"Ber er hver að baki

nema sér bróðir eigi"


ALÞJÓÐAGJALDEYRISSJÓÐURINN.


Þessi Carsten sá þetta allt fyrir löngu,

þ.e.a.s. "hrunadansinn sem við Íslendingar dönsuðum.

Greinilega skýrleikspiltur þar á ferð.

Væri ekki ráð, að hann Carsten og Davíð sameinuðu krafta sína

í því að sjá fram í tímann?


Gaman væri  að fá hann til þess,

að spá hvernig næsta skoðana könnun liti út um fylgi

stjórnmálaflokkanna.

Kannski vill enginn vita neitt um slíka könnun

þar sem vitað mál er,

að hrunadansinn fer fram í Valhöll.

 


 


mbl.is Simbabve norðursins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AÐ SPILA RASSINN ÚR BUXUNUM.

 

20080318T162212Z-P-TNS-RCON-C226-NVO-JAPANPIANO_lg

 

Legg til að stórhljómsveit okkar Íslendinga

spili í viku hverri á Lækjartorgi.

Þannig væri hægt að afla tekna fyrir þá útrásar kappa,

sem verst eru settir í dag.

Einnig vil ég fá hana hingað til Eyja.

Þeir ásamt Árna Johnsen gætu farið út í Stórhöfða

og spilað og sungið að vild þar sem vitað er,

að enginn vill stórhljómsveitina núna og allir vita það einnig,

að Sjálfstæðisflokkurinn vill ekkert með Árna greyið hafa.


 


 

 


 


mbl.is Vilja ekki íslensku sinfóníuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ALLT Í PLATI ?

norris-home1


Ég er kominn heim eftir tíu daga, en ekki eftir tvo

mánuði, sem sagt allt í plati.


Bæjarstjórinn okkar hann Elliði átti að fara  í

þræðingu, allt í plati


Forsetabókin um Ólaf Ragnar forseta kemur út í haust

að hætta við  útkomu hennar

var allt í plati.


Ég bregð mér um stundarsakir af bæ,  þegar ég sný

heim er allt hrunið, sem hrunið getur í þessu þjóðfélagi,

sem sagt hér var allt í plati.


Maður fer að halda að allt manns líf sé bara allt í plati?


En þar fyrir býð ég sjálfan mig velkominn á bloggið að nýju

það er ekkert í plati.

 

   


mbl.is Segir bók ekki hafa verið afturkallaða úr prentsmiðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband