Færsluflokkur: Dægurmál
28.4.2012 | 18:09
SÍMON "ÆJÚ".
Símon nokkur Sigurðsson var maður, sem í daglegu tali hafði viðurnefnið,
"æjú", Símon æjú.
Hann var talinn af samtíð sinni,
"hrókur alls fagnaðar" hvar sem hann kom og var um margt
einkennilegur maður.
Að vallarsýn var Símon lágur maður vexti, en þrekvaxinn.
Munnstór var hann og það var sem náttúran hefði grun um það, þegar hún hafði
Símon í smíðum, að munnsafnaður hans mundi þarfnast stórra og sterkra talfæra.
Hann var fljótur til svara og var oft meinfyndinn og eiturskeyti hans mörgu
kjaftshögginu sárara.
Símon var giftur Þórdísi nokkurri og þegar það var eitt sinni er Þórdís hafði alið þeim
barn, að hún segir við Símon:
Ekki veit ég hvað við eigum að gera við barnið að tarna, Símon minn.
Þá svarar Símon:
Nú ætli við tökum ekki fyrir að setja það á, Þórdís mín.
Sumir höfðu af því gaman að glettast við Símon, en aðallega var það þó
kaupmaður einn í Keflavík, sem hafði gaman af að glettast við Símon..
Var kaupmaður þessi afar feitur og hafði óvenju mikla ístru.
Var hann líka alltaf með látlaust hóstakjöltur, en sökum fitunnar átti hann mjög erfitt
með að hósta.
Einn vetur í kulda miklum kom Símon til Keflavíkur sem oftar.
Var kaupmaður í búðinni kuldalega klæddur, með stóra loðhúfu á höfði, er Símon
kom þar inn.
E, he he - komið þér sælir Símon minn, hvernig líður konunni yðar núna?,
spurði kaupmaður.
Æjú, þakka yður fyrir kaupmaður góður.
Hóstað gat hún fyrir offitu í morgun, svaraði Símon samstundis.
Svo brá kaupmaður sér frá, en kom að vörmu spori aftur með tvo vindla, sinn í hvorri
hönd.
Má ekki bjóða þér að reykja, Símon minn og rétti honum annan vindilinn.
Æjú - þakka yður fyrir, það er mér nýnæmi, ansaði Símon, en honum þótti það
þó eitthvað grunsamlegt að kaupmaður fór að bjóða honum að reykja, því að slíku
átti hann ekki að venjast, þó hann kæmi í búðina.
En svo verður kaupmanni sú skyssa á, að hann gleymir eldstokknum.
Leggur hann vindil sinn á búðarborðið og snýr sér svo við til þess að ná
eldstokknum af skrifpúltinu, en á sama augnabliki og kaupmaður snýr sér við,
þá skiptir Símon um vindil.
Kveikir kaupmaður svo í vindli Símonar og samtímis í sínum vindli (Símonar vindli)
en ekki var kaupmaður fyrr búinn að bera eld að vindlinum en að hann tætist á
milli vara kaupmannsins í ótal agnir með braki miklu og brestum og eldneista flugi,
svo að allt fór í bál og brand á augnabliki, yfirskeggið á kaupmanni,
augnhárin og loðhúfan.
En er Símon sér hverju fram fer í munni kaupmanns,
þá hrópar hann með nöprum hæðnishlátri:
Æjú; nú er áræðanlega andsk.... kominn í kj..... á kaupmanninum!
Sem eðlilegt var þá varð óskaplegur hlátur í búðinni af öllum áhorfendunum,
en kaupmaður þaut sem elding inn á skrifstofuna með hausinn alelda og alla
búðarþjónana í eftirdragi sem slökkvilið.
En svo var það langan tíma á eftir, að kaupmaður lét ekki sjá sig í búðinni.
Var þess getið til að hann mundi hafa brennst tölvert,
þó það aldrei vitnaðist til fulls.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2012 | 18:25
EINN AF MÖRGUM OLNBOGABÖRNUM.
Þorsteinn Sigurðsson hét maður ávallt kenndur við æskuheimili sitt og var í
daglegu tali kallaður,
Langstaða-Steini.
Sá galli var á Steina, að hann stamaði mjög mikið.
Hjátrú var ríkjandi á uppvaxtarárum Steina en talið var, að óbrigðurt ráð væri til við
stami.
Sagt var að faðir Steina hafi ætlað að lækna stamið hjá drengnum.
Aðferðin var,
að setja barnið alsbert og sofandi í glóðvolgan hrossskrokk þar sem innyfli voru
fjarlægð.
Þegar barnið vaknaði átti því að verða svo hvert við, þegar það vaknaði í
hrossskrokknum, að allt stam hyrfi og kæmi ekki aftur.
Ekki læknaðist Steini við þetta, en fékk mikið áfall, sem hann bjó að alla ævi.
Steini var matmaður mikill og ekki matvandur.
Hann geymdi oft alls konar mat í vösum sínum og í fatapoka, sem hann hafði gjarnan
með sér.
Var af þessu hinn mesti sóðaskapur, því hann geymdi soðið kjötstykki,
blóðmörskeppi, brauð, flatkökur og margt fleira.
Eitt af einkennilegustu uppátækjum Steina var,
að hann óskaði eindregið eftir því, að hann væri flengdur.
Var hann sífellt að biðja mig um flengingu.
Eitt skiptið lét ég tilleiðast.
Þetta var um sumar og orðið hátt af heyi í hlöðunni.
Fórum við Steini út í hlöðu og leysti hann niður um sig og bað mig nú að ganga
rösklega til verks og hlífa sér ekki.
Ég tók reipi og barði Steina á beran rassinn og lét hagldirnar smella á honum þar til
mér þótti nóg komið,
en ekki kveinkaði karlinn sér og þakkaði mér mjög innilega
fyrir verkið.
Einhvern tíma um miðbik ævinnar kviðslitnaði Stein mjög illa.
Við það fóru garnirnar niður í pung, sem við það varð mjög stór og þrútinn og náði
niður undir hné.
Var líkast því sem hefði hann allstórt júgur milli fóta.
Leið honum oft illa af þessum ástæðum og hafði miklar þjáningar vegna kviðslitsins.
Vegna þess að garnirnar höfðu sest að í pungnum þá var Steini mjög innfallinn um
miðjuna og kviðlaus.
Man ég að,
oft brölti hann á sumrin á fjóshaug til að reyta arfa, sem hann tróð svo
milli læranna, utan um punginn.
Taldi hann arfann draga mikið úr þrautum sínum.
Þá hafði Steini einnig stórt líkamslýti og mikinn baga af fótbroti.
Hafði annar fótur hans brotnað illa á yngri árum.
Fótleggurinn þverkubbaðist fyrir neðan kálfa.
Lítið eða ekkert var gert til að græða fótlegginn saman aftur á réttan hátt.
Var því líkast,
þegar maður sá beran fótlegginn eins og leggjabrotin hefðu
gróið hvort utan á annað, líkt og t.d. brotið hrífuskaft væri sett saman á þann hátt,
að negla brotin saman hvort utan á annað.
Vegna þess,
að fóturinn hafði gróið saman á þennan hátt, þá hafði hann styst og af þeim sökum
hallaðist Steini töluvert og gat ekki staðið beinn.
Þetta er lítil saga af manni, sem áttu undir högg að sækja
hér á árunum áður,
og þrátt fyrir ævilanga kröm og flæking varð Þorsteinn 83 ára gamall.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2012 | 18:17
BÆJARSTJÓRINN Í EYJUM Á ÞING ?
Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.
Í gær sunnudag hitti ég á bæjarstjórann okkar hér í Eyjum,
hann Elliða Vignisson.
Við tókum tal saman eins og tveir sannir "orginal" Eyjamenn gera.
Við fórum um víðan völl í samtali okkar og þar kom, að ég spurði bæjarstjóra,
hvort menn sæju nú til lands með það, að hann biði sig fram í næstu
alþingiskosningum,
eins og skrifari síðunnar hefur verið að spá um í háa herrans tíð.
Stjórinn brosti sínu blíðasta og sagði það engan veginn vera á "planinu" hjá sér,
því svo finnist honum gaman og spennandi,
að þjóna samfélaginu hér í Eyjum, að annað kæmi ekki til greina í bráð.
Ég reyndi að þjarma að drengnum og sagði, að þegar Árni Johnsen hætti,
væri enginn til að halda merki Eyjanna lengur á lofti á hinu háa Alþingi.
Þá benti Elliði á,
að í Suðurlandskjördæmi væri Sjálfstæðisflokkurinn að mælast með mesta fylgi
miðað við fylgi flokksins í öðrum kjördæmum.
Ég sagði það skoðun mína,
að íhaldið gæti gert ennþá betur hérna á Suðurlandi,
ef hann tæki slaginn og yrði þá ábyggilega í fyrsta sæti framboðs þeirra hér í
kjördæminu.
Allavega væri ég tilbúinn að kjósa hann, þrátt fyrir að ég sé nú langt í frá, að vera
innanbúðar hjá íhaldinu.
Það sem ekki kom fram í spjalli okkar þennan fallega sunnudag,
var og verður áfram sú skoðun mín,
að ef Elliði Vignisson léti verða að þeirri ætlan, að fara fram sem þingmannsefni
flokksins
hér á Suðurlandi,
er ég í engum vafa um góða útkomu hans og í framhaldinu, myndi hann verða einn af
ráðherrum næstu ríkisstjórnar, og fá ráðuneyti yfir samgöngumálum,
sem væri ómetanlegt fyrir okkur hér í EYJUM.
Ekki er ég í flokknum eins og ég vék að áðan,
þess vegna segi ég við hinn almenna flokksmann íhaldsins hér í Eyjum,
hvetjið nú strákinn til dáða,
þannig að hann bjóði sig nú fram,
til þings.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2012 | 08:20
AÐ KOMA VEL FRAM VIÐ ALLA.
Theodore Roosevelt var 26 forseti Bandaríkjanna.
Hann naut mikillar alþýðuhylli.
Jafnvel þjónunum hans þótti vænt um hann.
Svertinginn James E. Amos var þjónn hans og hefur skrifað bók um hann,
(Theodre Roosevelt, Hero to his Valet).
Þar er þessi frásögn:
Konan mín spurði forsetann einu sinni um fugl, sem hún hafði heyrt nefndan,
en þekkti ekki.
Roosevelt lýsti honum nákvæmlega.
Skömmu seinna hringdi síminn (þjónninn og kona hans áttu heima í litlu húsi á
jörð Roosevelts við Oyster Bay).
Konan fór í símann og þetta var þá Roosevelt sjálfur.
Hann hringdi til þess eins, að segja henni að fuglinn,
sem hún spurði um, sæti fyrir utan gluggann hennar, og ef hún skyggndist út,
gæti hún séð hann.
Þetta var honum líkt.
Hversu margir yfirmenn skyldu fara þannig að?
Er hægt að komast hjá því, að þykja vænt um svona mann?
Roosevalt kom einu sinni í heimsókn í Hvíta húsið, eftir að Taft var orðinn forseti.
Það sýndi ást hans á fólki, að hann heilsaði með nafni öllu starfsfólki
Hvíta hússins, ræstingarkonunum líka.
Hann ávarpaði alla eins og hann var vanur áður fyrr.
Eftirá talaði fólkið um það sín á milli, að þessum degi mundi það aldrei gleyma.
Af hverju er ég nú,
að segja þessa sögu um mann sem öllum þótti svo vænt um ?
Jú,
ég varð á minni starfsævi fyrir því, að finna fyrir hinni dökku hlið í mannlegum
samskiptum.
Lítið dæmi:
Minn verkstjóri hér áður fyrr, hringdi í mig um kvöldmatarleytið, þegar ég var
nýsestur að kvöldverði með fjölskyldu minni.
Yfirboðari minn hafði ekki fyrir því, að bjóða mér gott kvöld, heldur upphóf hann
þvílíkar skammir yfir mér í símann fyrir það, að ég hefði brugðist skyldu minni í
vinnunni þá um daginn, að honum fannst
Auðvitað varð ég miður mín, þótt ég myndi ekki sérstaklega eftir að mér hefði orðið
neitt verulega á þennan dag.
Þetta ásamt svo mörgum álíka uppákomum í vinnunni undir stjórn þessa manns,
varð til að eitra allt andrúmsloft á þessum ágæta vinnustað, og því miður leið mér
ávallt mjög illa.
Oft hugsaði ég yfirmanninum "þegjandi þörfina" í vinnunni og einnig eftir að
ég hætti störfum.
Í dag hefi ég fyrirgefið þessum ágæta fyrrverandi yfirmanni mínum af því einfaldlega,
að bera kala til einhvers, eða jafnvel haturs hug,
bitnar fyrst og síðast á manni sjálfum.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2012 | 18:31
HJÁLPFÚSA KASSADAMAN.
Ég minnist þess stundum, að hafa lesið einhvern tíma,
örlitla sögu af því,
þegar búðareigandi auglýsti eftir innanbúðarmanni í verslun sína.
Auðvitað ætlaði eigandi búðarinnar, að fá starfskraft, sem hefði alla bestu kosti,
afgreiðslumanns.
Umsækjendur komu nú hver af öðrum í viðtal til kaupmannsins á skrifstofu hans.
Kaupmaðurinn hafði áður sett bréfsnepil á gólfið þannig,
að þeir sem í komu, gengu yfir snepilinn.
Enginn umsækjenda sinnti því nokkuð, utan einn, sem tók hann upp og setti á
skrifborð kaupmannsins.
Þar með var enginn vafi í huga búðareigandans, hver væri kjörinn í starfið,
það var sá hirðusami.
Oft flögrar þessi saga inn í huga mér og finnst hún dæmigerð fyrir það,
að besti starfskrafturinn var þarna fundinn, sem var allt í senn góður við afgreiðslu,
hirðusamur, athugull og samviskusamur.
Ekki er ætlan mín hér með þessari litlu sögu, að kasta skugga á nokkurn mann og allra
síst á það frábæra fólk sem í verslunum starfar.
Hitt er svo annað mál, að ég sem rita þessar línur, þarf stundum að fara í búðir,
eins og aðrir og þá helst, matvöruverslun.
Áður fyrr fórum við saman ég og konan mín, en nú verð ég einn að bjarga mér.
Aðeins er ég nú farinn að eldast og því ekki eins fljótur og að auki,
án konunnar minnar.
Þannig að núna, þegar ég versla á ég oftar en ekki fullt í fangi,
að koma vörunum í plastpoka öðruvísi,
en tefja fyrir við kassann.
Ein, og aðeins ein afleiðslustúlka þar sem ég versla,
sýndi þá hjálpsemi, að hjálpa mér að koma vörunni í plastpoka,
aðeins ein.
Auðvitað sóttist ég eftir, að komast að kassanum hjá henni, því þar var
mér sýnd tillitsemi og ég fékk þá hjálp sem ég þurfti á að halda, og virtist ávallt vera
innt af góðum huga hjá þessari góðu,
kassadömu..
Satt best að segja,
sakna ég þess, að engin skuli feta lengur í hennar spor,
og þess vegna verð ég í dag,
að gera sjálfur,
mitt besta.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2012 | 18:43
GLEYMUM EKKI AÐ ÞAKKA, ALMÆTTINU!
John Ashworth rithöfundur og prédikari,
segir frá trúrækinni konu, sem var gagntekin af þakklæti við Drottinn
og komst þannig að orði, þegar hún minntist gjafa hans og náðar:
" Ég er sannkallað dásemdarverk Drottins náðar.
Ég hefi bæði sjón, mál og heyrn,
ég hefi óskerta vitsmuni.
Ég hefi húsnæði, gott rúm til þess að hvíla mig í, föt og fæði, og það sem mest er um
vert af öllu, Jesús Kristur er ávallt með mér, hann huggar mig og styrkir á hverjum
degi.
Ég á himininn sjálfan og ég er á leið þangað.
Hvers fæ ég framar óskað?
Hvað viðvíkur áhyggjum mínum segir þessi ágæta kona, þá eru þær smávægilegar
í samanburði við annarra manna áhyggjur, -
þá legg ég þær í hönd Drottins, og hann tekur þær frá mér."
Nú hugsa sjálfsagt flestir, sem nenna að lesa þetta, að sá gamli sé að verða
elliær!
Kannski,
en samt verð ég að útskýra hvað á spýtunni hangir, því hingað til hefi ég ei,
trúð á eitt né neitt, nema kannski á sjálfan mig, að ég einn gæti ráðið fram úr öllum
mínum vandamálum.
Sem sagt, ég hefi hvorki trúað á Guð né djöfulinn og haft óbeit á öllu guðsorðasnakki.
En hví í ósköpunum er ég að skrifa um þessi mál, þegar nú loksins hefi losnaði við
ritstífluna hjá mér,
sem hefur ráðið því, að ég hefi ekkert bloggað undanfarnar vikur?
Það er einföld skýring til.
Lengst af á minni ævi,
hefi ég verið með sjúkdóminn alkahólisma,
sem hefur eitrað allt mitt líf og fjölskyldu
minnar.
Það er nú svo,
þegar við alkahólistar förum að vinna loks í okkar málum,
liggur beinast við, að leita hjálpar hjá AA-samtökunum,
þegar allt er komið í þrot og allt okkar líf komið í klessu.
Í AA-samtökunum
er lögð rík áhersla á trúna á Guð, eða almættið eins og við skynjum það,
eða eins og segir í öðru og þriðja spori AA-samtakana;
vér fórum að trúa, að annar kraftur oss máttugri gæti gert oss,
heilvita að nýju,
og í þriðja sporinu segir;
vér ákváðum að láta vilja vorn og líferni lúta handleiðslu Guðs,
samkvæmt skilningi vorum á honum.
Svo einfalt er nú þetta og ástæðan fyrir þessum skrifum mínum núna,
að ég trúi því,
að máttur mér æðri stjórni og stýri hverjum degi, sem ég fæ að vakna til,
og Það er einfaldlega,
að virka fyrir mig..
Dægurmál | Breytt 11.3.2012 kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.1.2012 | 17:58
EYJAPRESTURINN, SEM FÉKK "einn skólastjóra".
Dægurmál | Breytt 26.1.2012 kl. 09:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.1.2012 | 12:30
GLEÐILEGT FYRIR OKKUR HÉR Í EYJUM. ?
Ný ferja kemur 2015 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2012 | 17:10
PRESTAR, HÉR OG ÞAR.
Séra Sigurjón Þ. Árnason prestur hér í Eyjum
frá 1924-1944.
Ég, bloggari síðunnar var skírður af þessum ágæta
presti, árið 1943.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- ibvfan
- fosterinn
- maggibraga
- solir
- georg
- gretaro
- sigthora
- kjartanvido
- eyglohardar
- rustikus
- svenko
- eyjapeyji
- kokkurinn
- valdivest
- disin
- smarijokull
- kristleifur
- gudnihjoll
- sjonsson
- nautabaninn
- prakkarinn
- bergen
- icekeiko
- asthildurcesil
- joiragnars
- hallarut
- annabjo
- jensgud
- jonaa
- svarthamar
- kaffi
- stormsker
- olinathorv
- zunzilla
- gbo
- steinibriem
- siggith
- ea
- svanurg
- tannibowie
- valdimarjohannesson
- martasmarta
- gullfoss
- elnino
- sunna2
- thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar