Færsluflokkur: Dægurmál

APAEÐLI. ?

 
 
 
apar_150808.jpg
 
 
 
 
Fyrir 35 árum, 
 
reit Þorsteinn Þ. Víglundsson skólastjóri grein í Blik, sem var hugleiðing
 
hans,
 
eftir heimsókn í dýragarð erlendis.
 
 
 
Þá,
 
er hann stóð fyrir framan apabúr kom maður þar og  tróð appelsínu inná milli
 
járngrindanna í búrinu.
 .
Karlapinn tók ávöxtinn og krufði til mergjar .
 
Sýgur úr appelsínunni  og fleygir síðan ræksninu til konunnar sinnar,  sem reynir að
 
njóta leifanna eftir föngum.
 
 
 
 
Eftir þetta sjónarspil í apabúrinu verður ÞÞV. hugsað yfir í mannheima.
 
 
Það erum við, 
 
tvífættu karldýrin,  sem í rauninni stjórnum veröldinni.
 
Hvað veldur öllum hörmungunum í þeim stjórnarleik ? - Sérgæskan, eigingirnin,
 
ágirndin og ofbeldishneigðin eru undirrætur allra styrjalda,  hryðjuverka og hörmunga,
 
sem yfir mennina dynja á þessari jörð.
 
 
 
 
Eiginleikar karlapans í dýragarðinum koma þar berlega í ljós,  aðeins í margfalt ríkara
 
mæli,  ferlegra sjónarspil,  sökum meira vits og meiri tækni til hryðjuverka,
 
manndrápa og gjöreyðingar.
 
 
 
Hversu margt heimilið fer ekki í rúst og hjónabandið út um þúfur sökum eigingirni og
 
sjálfselsku,  heimilisföðursins, 
 
þega húsbóndinn hyggur sig njóta best safans úr
 
ávexti lífsins og tilverunnar,  með því að neyta áfengis nær því um hverja helgi,
 
og beitir þá, 
 
konu og börn ofbeldi og kúgun?
 
 
Finnum við ekki þarna apaeðlið í undirrótunum,  og apinn þessi er jafn blindur í sjálfs
 
síns sök og karlapinn í dýragarðinum.
 
 
Hvað er svo hlutskipti eiginkonunnar og barna,
 
annað en tægjurnar,  rytjurnar af ávextinum,
 
hratið,  
 
safalaus tilveran ?


 
 
 
 

HETJAN, ALBERT.

 
 
 
albert_jensen_jpg_475x600_sharpen_q95.jpg
ALBERT,   hinn  hugrakki.
 
 
 
 
Stundum kemur mér í hug,
 
frásögn Þórbergs úr bókinni "Steinarnir tala",
 
af hundinum á Hala.
 
Hann var sagður góður hundur,
 
en var hengdur vegna elli og flegið af honum skinnið.
 
Hræinu var kastað undir lítið rof,  vestan við túnið.
 
 
Ég horfði á það árum saman af stéttinni.
 
Það leiddi mig til þankabrota um dauðann og vanþakklæti heimsins.
 
 
 
 
 
Einmitt þetta, 
 
hvernig samfélagið kemur fram við þá sem minna mega sín,
 
ellilífeyrisþega,  öryrkja og sjúklinga,  sem mega láta sér að góðu það sem í þá
 
er hent.
 
Þetta er ekki ný saga,  því ávallt hefur það verið svo í gegnum tíðina,
 

að þeir sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér,  mega éta það sem úti frýs.
 
 
Þessvegna dáist ég að honum Albert,  sem með mótmælasvelti vill sýna stjórnvöldum
 
 
að nú sé nóg komið af vanþakklæti og yfirgangi í garð þeirra,
 
sem eiga undir högg að sækja.   
 
 

mbl.is Sorglegt að fara þurfi þessa leið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GLEÐILEGT NÝTT ÁR ALLIR, NÆR OG FJÆR.

 
 
 
P1010092


Vestmannaeyjar veita brauð,
vaskri alþýðunni,
ríkissjóði rétta auð,
af rausn úr sjókistunni. 

 
Halldór Kolbeins.
 
 
 
 
 
Þegar litið er um  öxl yfir nýliðið ár,
 
hefur það verið öðrum þræði,  nokkuð erfitt fyrir mig,  en þó haft sínar björtu hliðar,
 
eins og gengur.
 
Við getum lært bæði af góðri og slæmri reynslu.
 
Fyrir mig sem kominn er fast að sjötugu og gengið í gegnum þá eldraun,
 
sem samfylgdin við Bakkus konung hefur verið mér og fjölskyldu minni í
 
gegnum árin og ekki hvað síst núna seinnihluta þessa árs,
 
er ég bara nokkuð brattur og mun halda áfram göngu minni í trú, von og kærleika
 
á því nýbyrjaða ári sem er innan seilingar.
 
 
Að lokum langar mig að senda öllu mínu fólki nær og fjær gleðilegt nýtt ár, einnig
 
vinum mínum í AA, 
 
svo og þeim félögum mínum í endurhæfingu minni núna í október og nóvember,  s.l.

Þeim sem hafa komið hér inná bloggið mitt og vinnufélögum á bókasafninu,
 
ríkisstjórninni og bæjarsjórninni hér í Eyjum,  og ekki hvað síst,
 
öllum stuðningsmönnum ÍBV og auðvitað liðinu sjálfum,
 
fyrir frábært fótboltaár.
 
 
Sjáumst og heyrumst glöð og hress á nýja árinu,
 
2012.
 
 
 
 
 
 
 
  
 
 

KLING, KLING KISTAN TÓM ?

 
 
 
341
Fyrir tæpu ári síðan var þessi ágæti maður staddur á Florída og naut
sólar og þess,  að vera í 20# hita innan um appelsínutrén.
 
 
 
Því set ég þessa mynd hér inn að ofan,  af þeirri einföldu ástæðu,  að vera hérna
 
heima í Vestm.eyjum þessa daganna er algjör andstaða við appelsínuilm og
 
 snjóleysið í USA,   um síðustu áramót.
 
Það er ekki ætlunin að vera með þessum línum mínum  neikvæður og leiðinlegur,
 
því hefi ég ekki efni á,
 
en leyfi mér samt,
 
að minnast á ástandið hér á götum bæjarins,  og ekki hvað síst
 
gangstéttar okkar góða bæjar.
 
 
 
Því meiri furðu vekur það,  að allar fjárhagstölur sýna það einmitt núna,
 
að Vestmannaeyjabær stendur aldrei betur að vígi en einmitt í dag.
 
 Örlítill sandur hér og þar ætti,  fjandakornið ekki að gera útaf við fjárhagsstöðuna,
 
eða hvað ?
 
Ég skora á bæjaryfirvöld á að taka sig saman í andlitinu og gera eitthvað til að
 
minnka hættuna á slysum,  sem óhjákvæmilega verða vegna hálkunar.
 
 
 
 
Datt í hug kvæðið eftir Davíð Stefánsson  vegna tregðu bæjarins að gera götur og
 
gangstéttar hæfar til yfirferðar fyrir bæjarbúa..

 Kvæðið heitir ,
 
Nirfillinn:
 
 
 
Kling, kling.
 
Kistan tóm.
 
Gleðja sig við gullsins hljóm.
 
Safna aurum.  Aura spara.
 
 
 
Kling, kling.
 
Kistan hálf.
 
Kistan - hún er sálin sjálf.
 
 
 
Kling, kling.
 
Kistan full.
 
He, he ... Ormagull.
 
Kistan var af guði gjörð.
 
Grafa í jörð.
 
Grafa í jörð.
 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

AÐ TALA TÆPITUNGULAUST.

 
 
 
sr_sjonni.png
Faðir minn,  hann Sigurjón Sigurðsson bifreiðarstjóri
íklæðist hér prestshempunni hans séra Halldór Kolbeins.
Trúmaður var Sjonni ekki mikill,  en því meiri jafnaðarmaður.
 
 

 
 
Einn var sá prestur á síðustu öld,  sem hneykslaði lýðinn með skrifum sínum.
 
Honum var engin launung á því,  að hann væri jafnaðarmaður og setti fram á prenti
 
ýmisslegt, 
 
sem fékk góðborgara samtíma hans,  til að  útskúfa bæði manninum og það sem hann
 
setti á þrykk.
 
 
Hérna kemur sná sýnishorn af skrifum hans:
 
 
Ennfremur kennir kirkjan,  að helgasti og þýðingarmesti atburður veraldarsögunnar
 
hafi verið sá,  þegar Jesús frá Nasaret var líflátinn,  og sérstaklega var það heppilegt,
 
að hann skyldi vera krossfestur.
 
 
Krossfestingin er ein sú kvalafyllsta og svívirðilegasta aðferð,  sem heimskúgararnir
 
hafa fundið upp til að pína lífið úr hetjum þeim,
 
sem hafið hafa baráttu fyrir frelsi alþýðunnar.
 
Krossinn,  sem Jesús var negldur á,  er sama eðlis og bálið,  sem Húss var brenndur á,
 
og rafmagnsstólar nútímanns.
 
 
 
Guði sé lof fyrir krossinn,  kennir presturinn börnunum að segja.
 
Í þeim orðum felst lofsöngur til guðs fyrir svívirðilegustu morð- og píslartæki
 
kúgandi yfirstéttar.
 
 
Og guði sé lof fyrir dauða Jesús,  segja prestarnir ennfremur.
 
Í því felst lofsöngur til guðs frá hjarta auðvaldsins fyrir það,  að brautryðjendurnir
 
í frelsisbaráttu alþýðunnar skuli vera teknir af lífi.
 
 
 
Í sambandi við það að presturinn reynir að vekja tilbeiðslu barnsins gagnvart þessum
 
helgidómum,  þá innrætir hann því ákveðnar skoðanir og út frá þeim ákveðnar
 
siðareglur.
 
Höfuðatriðið er það,  að þau trúa á guð og feli honum allan sinn hag.
 
 
Og þeim er lagt það mjög á hjarta,  að þau eigi að vera góð,  og með því er það
 
sérstaklega meint,
 
að þau eigi með þolinmæði,  að bera sérhvað það,  sem á þau er lagt,
 
því allt er það frá guð.
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Í VIÐJUM DAUÐANS.

 
 
 
p1010523_1126586.jpg
 
 
 
 
Þegar ég fór inná sjúkrahúsið hér í Eyjum um miðjan október s.l.
 
 
eftir fjögra daga fyllerí,  upplifði ég það sem kallast,  "deleríum tremens" og hendir
 
 
fólk sem hefur drukkið óhóflega og of lengi.
 
 
Margir alkahólistar þekkja þetta ástand og er merki þess,  að ástand líkamans hefur
 
 
allt farið úr skorðum og getur leitt til dauða.
 
 
Alkahólismi er sjúkdómur og endar með geðveiki eða dauða og ég hefi hann.
 
 
 
 
Ef ég byrjaði að drekka núna,  þá væri það eins og að stökkva í sjóinn af skipi á
 
 
siglingu í svarta myrkri úti á hafi og ætla að synda í land,
 
 
þótt ég hafi enga hugmynd um hvort 1,5 eða 100 sjómílur væru í land.
 
 
Þetta er lýsing sem á við mig ef ég byrja aftur að drekka,  ég hefi ekki efni á að taka
 
 
þessa áhættu.
 
 
Ég get ekki einu sinni drukkið einn drykk,  hann myndi setja af stað mína líkamlegu
 
 
áráttu í annan og annan,  og ég get heldur ekki haldið mig frá þessum eina drykk
 
 
án hjálpar.
 
 
Þess vegna er okkur alkahólistu svo nauðsynlegt,  að vera virkir í starfi AA.
 
 
Sækja fundi reglulega og kynnast þeim alvarlega sjúkdómi,  sem við erum haldnir.
 
 
Lengi vel áleit ég þá,
 
 
sem ekki gátu stjórnað drykkju sinni hreina og klára aumingja,
 
 
og færu  þess vegna á "snúruna", 
 
 
og því miður er þetta viðhorf allt of algengt í þjóðfélaginu í dag.
 
 
 
AA samtökin byggjast á sameiginlegum veikindum,  sameiginlegum brestum,
 
 
sameiginlegu vandamáli.
 
 
Þau krefjast þess að við tjáum hvert öðru til fulls okkar innstu hugsanir og leyndustu
 
 
vandamál.
 
 
Öllum hindrunum okkar á milli er sópað frá.   Þannig verður það að vera.
 
 
Svo reynum við að hjálpa hvert öðru til að ná bata.
 
 
AA-samtökin eru byggð á einlægri löngun til gagnkvæmrar hjálpar fyrir alla þá sem
 
 
fást við þennan alvarlega sjúkdóm.
 
 
 
 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

KOMINN HEIM TIL EYJA.

 
 
 
img190_1124005.jpg
Þorkell aðeins 17 ára.  Mynd tekin af vini mínum,
Óskari Björgvinss. ljósm. þegar hann var að læra
hjá Sigurði Guðmss. ljósm. í Rvk.
 
 
 
 
 
 
 
 
Komið þið blessuð og sæl  öll sömul, 
 
 
 
sérstaklega þið sem eruð að koma inn á bloggsíðuna
 
dags dagleg .
 
 
Eins og ég skrifa á facebook síðuna, hefi ég undafarnar vikur verið víðs fjarri,  eða í
 
áfengismeðferð   s.l. 6 vikur.
 
 
Það er mikil náð, 
 
 
að fá að njóta hjálpar við þeim erfiða sjúkdóm,  sem alkahólismi er.
 
 
Á sínum tíma áleit ég þá sem drukku áfengi meira en góðu hófu gegndi,
 
ræfla og aumingja,  sem ekki gátu stjórnað sinni drykkju.
 
 
Nú er ég sannfærður að þetta er sjúkdómur,  sem ég er haldinn og verð að bera til
 
ævinloka.
 
 
Eina meðalið við honum er að stunda AA-fundi og vera virkur  þar, hafa hreyfingu,
 
 
borða reglulega og tileinka sér trú á æðri mátt.
 
 
Nú, 
 
þegar ég er orðinn 69 ára og er búinn að vera með Bakkus konung á bakinu frá 15
 
ára aldri, reyni ég enn einu sinni að koma mér á beinu brautina.
 
 
Ég veit að það verður barátta hvern dag hjá mér,
 
 
en ég er ákveðinn að gera mitt besta,  að sjálfsögðu mín vegna og ekki hvað síst
 
 
vegna þriggja barna minna og átta barnabarna,  sem ég á í dag.
 
 
Edrú einn dag í senn er
 
 
takmarkið.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

STALÍN ER EKKI LENGUR HÉR.


staln_1_1111638.jpg
       Félagi Stalí ásamt mér og fleirum.

 

Ég er ennþá á lífi og kominn heim,  heim til Eyja.

.

 
 
Talvan er í megnasta ólagi.
 
 
Þannig verður þegar
 
 
 aðrir komast í tölvuna.
 
 
 
Ég nenni ekki að reyna að skrifa á tölvuna því hún lætur sko alls ekki að stjórn,
 
 
því miður.
 
 
ætlaði að segja svo margt,  sem veður  að bíða,  því miður.
 
 
 
 
 

 


GUNAR HEIDAR VAR LANGBESTUR Í DAG. ( Í GÄR )

 

 

Var ad horfa beint á leikinn milli GAIS og Norrköping hérna í Sverge,

og var Gunnar madur leiksins.

Lagdi upp bädi mörk Norrköping og var besti madur vallarins.

Madur sér thad núna,

ef Eyjapeyinn hefdi spilad med ÍBV í sumar í stad thess ad fara til Sverge,

väri engin spurning, 

ad ÍBV väri efst í Pepssideildinni í dag, 

langefstir.

 

 


mbl.is Gunnar góður í óvæntum sigri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 250359

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband