ÓLAFUR JÓ. ER ÍSLANDI TIL SKAMMAR OG Á HIKLAUST AÐ VÍKJA.

 

 

_44995796_johannesson_ap226

 

Mér er spurn?

Hvað erum við endalaust að halda uppá þjálfara sem sýnir engin framför með lið sitt?

Hér á ég auðvitað við Hafnfirðinginn, 

 Ólaf Jóhannesson.

Það er brandari að þessi maður skuli fá endalaust að sanna getuleysi sitt sem

stjórnandi A-landsliðs okkar í knattspyrnu og eyða fé KSÍ í ekkert, nema tap og aftur

tap.

Nú hljóta allir að segja hingað og ekki lengra.

Afsakanir þeirra sem stjórna íþróttamálum fjölmiðlanna sem á einn eða annan

hátt eru yfirlýstir FH-INGAR,

hafa hingað til í umræðunni tekið silkihönskum á getuleysi landsliðsins undir stjórn

Ólafs.

Ég segi hingað og ekki lengra.

Nú þarf að finna hæfan mann í brúna og ná upp þeim baráttuanda sem Íslendingar

hafa komist svo langt á í leikjum A-landsliðsins.

Því fyrr sem núverandi þjálfara er sagt upp störfum,  því betra.

Ég get vel séð Ólaf Jóhannesson fyrir mér sem sæmilegan þjálfara

í neðri deildum  á Íslandi.

 

  


mbl.is Grátlegt tap gegn Dönum á Parken
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elías Hansson

Hvað með getuleysi leikmannanna sjálfra?

Ekki spilar Óli leikinn, er þap?

Við verðum bara að viðurkenna það að íslendingar eru arfaslakir í knattspyrnu.

Elías Hansson, 7.9.2010 kl. 20:39

2 identicon

Bíddu nú við, engin framför? Kominn með 7 stráka úr U-21 sem stóðu sig mjög svo vel og liði yfir höfuð. Miklar framfarir í gangi hjá þessu liði og ég er bjartsýnn á framtíðina

Heiðar Númi (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 20:40

3 Smámynd: Páll Ingi Pálsson

Horfðiru á leikinn?

Hvað var það við leik íslenska landsliðsins sem var þjóðinni til "skammar"?

Páll Ingi Pálsson, 7.9.2010 kl. 20:43

4 identicon

Íslandi til skammar. Alls ekki. Menn þurfu nú að gera eitthvað almennilegt af sér til að verða þjóð sinni til skammar. VIð erum bara ekki með sterkasta liðið, sem er allt í lagi. Þurfum ekki að vera best í öllu.

jakob ó (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 20:44

5 identicon

Ég get ekki séð að hann sé vandamálið. Ég man ekki eftir að Íslenska landsliðið hafi verið að gera merkilega hluti áður en hann var ráðinn.

Guðni (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 20:44

6 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Góður þjálfari,  sem Óli er því miður ekki á að "peppa upp" mannskapinn,  en það getur mann greið bara ekki, því miður.  Hvaða framfarir,  alltaf tap eru það framfarir, ekki einu sinni 0-0  eins og gerðist  af og til hér áður fyrr.

Þorkell Sigurjónsson, 7.9.2010 kl. 20:48

7 Smámynd: Elías Hansson

Arfaslakt knattspyrnulið. Ekkert að þjálfaranum.

Elías Hansson, 7.9.2010 kl. 20:51

8 identicon

þorkell, er ekki best bara að tjá sig um eitthvað sem þú veist um sem er greinilega ekki knattspyrna eins og sést greinilega á kjánalegri bloggfærslu þinni!!!

Arnaldur (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 20:53

9 identicon

Sammála Arnaldi

Rúnar Már Karlsson (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 20:54

10 Smámynd: Páll Ingi Pálsson

Þú vilt sem sagt meina að slakur árangur Íslands hafi ekkert með getu að gera heldur að menn séu ekki rétt "peppaðir"?

Páll Ingi Pálsson, 7.9.2010 kl. 20:57

11 identicon

Virkilega slæm ákvarðanataka af hálfu Óla samt sem áður enn og aftur, hann átti að vera löngu búinn að skipta ferskum mönnum inná. Hefði hann t.d. bætt Ragnari Sigurðssyni í vörnina til þess að þétta pakkann þá hefðu danir líklegast ekki skorað.

Siggi (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 21:03

12 identicon

Þessi bloggfærsla er það sem kallast á góðu máli að tala með rassgatinu.

"Því fyrr sem núverandi þjálfara er sagt upp störfum, því betra."

- Eh...forverar hans voru nú ekki að gera neitt betri hluti.

"Ég get vel séð Ólaf Jóhannesson fyrir mér sem sæmilegan þjálfara í neðri deildum á Íslandi."

- Fyrirgefðu en er þetta ekki sami maður og gerði FH þrisvar að Íslandsmeisturum?

JJ (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 21:15

13 identicon

Játa fúslega að hafa ekki hundsvit á knattspyrnu. En hitt veit afturgangan, að Danir er mjög góðir í þeirri íþrótt, landslið þeirra hefur víst oft verið í háum gæðaklassa að því er fróðir menn segja. Að halda markinu fríu í 90 mínútur gagnvart þeim er afrek, sem strákarnir mega vera stoltir af.

Sauradraugur (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 21:25

14 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Bloggfærsla mín hefur heldur betur hrært upp í mönnum og hvort mönnum líkar betur eða verr,  þá virðast þeir sem á vitrænan hátt setja hér fram athugasemdir sínar, vera sannleikanum hvað sárreiðastir.   

Þorkell Sigurjónsson, 7.9.2010 kl. 21:37

15 Smámynd: Elías Hansson

Gaui Þórðar er enn á lausu.

Elías Hansson, 7.9.2010 kl. 21:59

16 identicon

Þetta var fínn leikur, en sárt tap. Bjóstu við samba-sóknarbolta eða hvað? Óli er bara að gera það besta úr það við höfum.   Finnur maður annars lykt af ÍBV vs. FH gremju í þessu bloggi hjá þér?

Viðar Örn (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 22:02

17 identicon

Til JJ;

,,Fyrirgefðu en er þetta ekki sami maður og gerði FH þrisvar að Íslandsmeisturum?".

Hann og aðstoðarþjálfarinn gerðu FH að Íslandsmeisturum með hjálp frá peningum Björgólfs Thor Björgólfssonar, eiganda Actavis.

Albert Guðmundsson (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 22:17

18 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Þetta var fínn leikur hjá strákunum. Óheppni að taka. Óli er í framför með strákana alveg klárlega. Ungir strákar eru klárlega að koma upp og taka við fljótlega. En hvaðan kemur Gunnleifur eiginlega? Þessi snillingur kominn í landsliðið á gamals aldri og brillerar. Er þessi maður hægt?

Guðmundur St Ragnarsson, 7.9.2010 kl. 22:50

19 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Þetta átti klárlega að vera tapa hjá mér auðvitað.

Guðmundur St Ragnarsson, 7.9.2010 kl. 22:50

20 Smámynd: Elías Hansson

Gunnleifur er gömul fyllibytta sem hætti að drekka og spilaði sig inn í landsliðið.

Bara snillingur frá náttúrunnar hendi.

Elías Hansson, 7.9.2010 kl. 23:10

21 identicon

Það sem verst er í þessu að hann er að splundra upp 21 árs landsliðunu það vantaði 6 til 7 manns í byrjunarliði á móti Tékkum í dag í leik sem hefði sent Ísland beint í úrslit á EM. Það má ekki eyðileggja þessa björt von Íslands og hugsanlegan árangur í lokamótinu. Eftir EM eiga þeir svo að taka yfir landsliðið eins og Þýska landsliðið gerði eftir sigur á HM 21 árs. Gráttlegt að það sé verið að stela þessum mönum í eintóma tapleiki og þar með brjóta þá niður. Algjör óþarfi að eyðileggja 2 landslið í einu.

Helgi Sæmundsson (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 23:50

22 identicon

Voðalegt væl og tuð er þetta. Danir kepptu á HM og eru með virkilega gott lið. Þó að ég sé alveg sammála ykkur að við þurftum að verjast helling (sem var vitað fyrirfram) þá var EKKERT sem sýndi að landsliðið okkar væri nokkurstaðar nálægt því að drulla upp á bak. Þeir stóðu sig bara helvíti vel og voru óheppnir að halda ekki fókusnum 100% í lokin. Þetta lið verður orðið gott eftir 2 ár.

Jón Flón (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 00:29

23 identicon

Ég er annars hjartanlega sammála Helga. Það var fáránlegt að leyfa ekki 21 árs landsliðinu að klára sitt mót með reisn. Óli fær mínusstig fyrir það.

Jón Flón (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 00:31

24 identicon

Hvaða arfavitlausa  gremja er þetta út í Óla Jó ? ... Hann er einn besti þjálfari sem um getur á Íslandi og ekki orð um það meir !!! Strákarnir voru að standa sig frábærlega í leiknum í dag og einungis heppni dana að við töpuðum 1-0. Áfram Óli Jó !

FH-ingur (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 00:46

25 Smámynd: Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson

Við erum bara léleg fótboltaþjóð og þeir sem eru sífellt grenjandi yfir þjálfurum liðsins eru í besta falli að blekkja sig. Niðurstaðan er og hefur alltaf verið.

ÍSLAND + FÓTBOLTI = ÖMURLEGT

Allt í góðu að halda úti Landsliði þannig að ungt fólk í íþróttinni geti sett stefnuna á að spila fyrir sitt land en ekki búast við einhverjum árangri, ja nema hjá kvennalandsliðinu sem er miklu betra á heimsmælikvarða.

Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 8.9.2010 kl. 08:08

26 identicon

Halló halló...Ísland er dvergthjód.  Ad dvergthjódin Ísland hafi verid jafningjar dana í leiknum er mjög virdingarvert.  Einungis óheppni í lok leiksins leiddi til taps íslenska lidsins.

Íslenska lidid stód sig MJÖG vel.  Allir geta verid stoltir af frammistödu sinni.

Gott lid (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 18:24

27 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Ágætu fótboltaáhugamenn.  Þau þrjú s.l. ár sem Óli hefur stýrt A-landsliðinu í mótsleikjum er einn,  já einn sigur tvö jafntefli og svo auðvitað hinir tapaðir.  Enginn forveri Óla hefur verið með lélegri árangur.  Halda menn svo bara áfram að mæra slíkan árangur?.

Þorkell Sigurjónsson, 10.9.2010 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 249539

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband