JAFNAÐARMAÐURINN, ÞORSTEINN ERLINGSSON.

 

 

 

Thorsteinn_Erlingsson_porta
Þorsteinn Erlingsson.

 

 

Þar sem ég, 

 sem held úti þessu bloggi er aðeins venjulegur maður,

án allra afreka umfram það sem flestir landar mínir sætta sig við á lífsleiðinni,

þá er ég fjarskalega hreykinn maður,

þegar ég segist vera náskyldur skáldinu góða,

Þorsteini Erlingssyni.

 

Samkvæmt mínum kokkabókum,  þá mun skyldleiki okkar Þorsteins vera þannig:

Helga Erlingsdóttir fædd 1796 var amma Þorsteins skálds og bróðir Helgu var

Þorsteinn fæddur 1799  og var hann,  langa-langafi minn.

Lái mér hver sem er fyrir það að getað státað af  tengslum við skáldið.

Hitt er svo annað,

 sem mér þykir öllu lakara,

að ég er svo til algjörlega sneyddur allri skáldskapargáfu. 

Þrátt fyrir vöntun mína á sviði skáldskapar,  get ég samt bent á eitt atriði,

þar sem við frændur erum á sama báti  en það er, að báðir erum við jafnaðarmenn.

Skáldið,

  Þorsteinn Erlingsson lá aldrei á þeirri skoðun sinni,  að vera jafnaðarmaður og

einhversstaðar er þetta haft eftir honum:

Ég hefi aldrei skilið aðra jafnaðarmennsku en þá,

sem Kristur kenndi:

Sá yðar,

sem á tvo kirtla,  gefi hinum annan sem engan á.

Og eins sagði hann,  að hægt væri að gerbreyta öllum heiminum,

ef menn vildu hlýða þessu eina boðorði Krists:

Það sem þér viljið að aðrir menn geri yður,

það skuluð þér og þeim gjöra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 250692

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband