GAMAN OG ALVARA FRÁ SÍÐAST LIÐINNI ÖLD.

 

 

 

544-220
Stefán Jónsson,  fréttamaður og alþingismaður.

Ég hefi ávallt haft miklar mætur á og verið aðdáandi, 

 

 Stefáns Jónssonar.

Hann var á sínum tíma kunnastur af störfum sínum við útvarpið.

Ekki skemmdi það fyrir Stefáni í mínum augum,

þegar hann gerðist alþingismaður fyrir Alþýðubandalagið og var um áratug þingmaður

þess flokks.

Tillöguflutning hans í sambandi við laun í landinu,

að enginn skyldi hafa hærri laun en þreföld verkamannalaun,  fannst mér

skynsamleg tillaga,  og kannski værum við í betri málum Íslendingar í dag,

ef sú tillaga Stefáns hefði náð fram að ganga.

Stefán reit fjölmargar bækur og eru þær allar hver annarri skemmtilegri og

fróðlegar um menn og málefni síðustu aldar.

 

 

Samskipti hans og vinskapur við Sigurð nokkurn Berndsen,  sem hafði það að iðju

m.a. að lána peninga á hærri vöxtum en tíðkaðist þá, um miðja síðustu öld,

en þættu smámunir á Íslandi í dag.

 

Í einni bókinni hans Stefáns,

 segist honum svo frá,   þeim margslungna manni,

Sigurði Berndsen:

 

Hann var góður við börn og talaði blíðlega við timbraða en hann hafði alls enga

trú á framhaldslífinu.

Hann leit á þetta skrítna mannlíf sem kvittaðan reikning með þremur rekustrikum

undir,

og sagði mér þannig frá fyrstu innfærslu á sinn reikning:

- Móðir mín gekk með mig eins og hvern annan sjúkdóm sem faðir minn smitaði

hana af og hún varð því fegnust þegar henni batnaði.

Eftir það sá hún mig ekki fyrr en ég var 18 ára.

Þá kom hún til mín að fá peninga. -

Nú sagðist hann varla vita hvort hefði verið verra,

munaðarleysið eða heilsubresturinn en sitt vann á hvorum partinum og þeir voru

báðir illa farnir þegar hann kynntist góðu fólki.

 

 

Í sömu bók kemur fram,  að einn var sá maður  er lék á Sigurð og var það ekki

á allra færi.

Sá hét Björn Gíslason og þótti Sigurði hann vera gersemi og snillingur í blekkingum.

 

 

 

- Hann ( Björn Gíslason) taldi mig á að gera út með sér trillu frá Þórshöfn.

Það átti að verða stórgróða fyrirtæki.

Björn fór norður og átti að stjórna útgerðinni en ég að skaffa peningana.

Hann hafði bátsverðið með sér.

Svo fékk ég skeyti annað slagið og sendi peninga fyrir útgerðarkostnaði.

Svo fékk ég skeyti um fiskkaup.

Björn gat gert reyfarakaup í saltfiski fyrir norðan með því að borga út og ég sendi

honum peningana.

Það var snemma um vorið sem við byrjuðum og það var ekki fyrr en um haustið að ég

komst að því,

að Björn fór aldrei lengra en á Blönduós.

Hann var þar á fylleríi allt sumarið og fékk peningana bara senda þangað frá Þórshöfn

og engin trilla og enginn fiskur og alls ekki neitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 250248

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband