26.7.2007 | 19:58
Á HEILBRIGÐISRÁÐHERRA AÐ LEGGJA ÁHERSLU Á HEILBRIGÐI?
Vonandi að óskir þínar til lækkunar á lyfjaverði beri árangur, herra heilbrigðisráðherra. En það er annað sem mér er ofar í sinni, og það er að þú sem heilbrigðisráðherra takir til endurskoðunar tillögu í þá veru, að áfengi verði selt í almennum verslunum . Svo er það áfengisverðið sem margir vilja lækka, án þess að skoða eða meta þann skaða sem af slíkum gjörningi yrði. Breski heilbrigðisráðherrann sagði um daginn;- Í menningu okkar er það talið spennandi og jafnvel stöðutákn að drekka sig ölvaðan. Við þurfum að losna frá því, sagði sá Breski. Einnig sagði hann; - Ég hef áhyggjur af þeim vandamálum sem fylgja ofneyslu áfengis og sífellt fleiri tilfellum af skorpulifur. Að lokum mælti hann eindregið með því, að skattar væru notaðir til þess að fæla fólk frá aukinni neyslu áfengis. Ætli Íslenski heilbrigðisráðherrann hafi nokkra slíkar áhyggjur? Og svo það nýjasta, frá okkur hér á Íslandi . Alkóhólmagn á hvern einstakling hefur aukist um þriðjung á fáum árum. Skyldi Guðlaugur hafa nokkrar áhyggjur af slíkum smámunum?
Heilbrigðisráðherra óskar eftir undanþágu vegna merkingar á lyfjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- ibvfan
- fosterinn
- maggibraga
- solir
- georg
- gretaro
- sigthora
- kjartanvido
- eyglohardar
- rustikus
- svenko
- eyjapeyji
- kokkurinn
- valdivest
- disin
- smarijokull
- kristleifur
- gudnihjoll
- sjonsson
- nautabaninn
- prakkarinn
- bergen
- icekeiko
- asthildurcesil
- joiragnars
- hallarut
- annabjo
- jensgud
- jonaa
- svarthamar
- kaffi
- stormsker
- olinathorv
- zunzilla
- gbo
- steinibriem
- siggith
- ea
- svanurg
- tannibowie
- valdimarjohannesson
- martasmarta
- gullfoss
- elnino
- sunna2
- thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 250244
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gæti verið á aukið áfengi sé vegna mikillar aukningar í ferðaþjónust og ferðamanna? eða ertu virkilega svo lokaður að þú haldir að Íslendingar drekki þetta allt, ef hægt er að ná niður lyfjaverði með þessu er það gott, því apótekarinn kemur til með að skrfa miða á lyfinn hvernig á að taka þau inn eins og þeir gera í flestum tilvikum, og eins og kerfið er sett upp og þú þarft lyf er um fár tegundir að velja hvort sem er.
eða ertu ein af þem sem er þeirrar gæfu gerður séu hlutirnir nógu dýrir sé þetta allt fínn, dýrt Ísland er ekki endilega gott Ísland.
hafðu það sem best og ódýrt
Bjarki Vilbertsson (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 03:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.