TÁPMIKLIR TÝRARAR ÁRIÐ 1981.

img140


Þetta fallega merki er og var félagsmerki þeirra sem æfðu og kepptu

í fótbolt og öðrum greinum íþrótta og kölluðu sig Týrara.

Týr var annað af tveimur íþrótta félögum hér í Eyjum áður

en til sameiningar kom undir merki ÍBV, hitt félagið var Þór.


img139


Hér byrti ég mynd af galvöskum Týrurum úr 4 og 5 flokki í fótbolta frá árinu

1981.

Seinna á árinu 1981 fóru þeir sem tilheyrðu  4 flokki í fotbolta ferð til

Skotlands og til marks um áhuga þeirra og dugnað til söfnunar í

ferðasjóðinn, þá stóðu þeir í miklum stórræðum á því sviði.

M.a. margir kökubsarar, seldu miða Sunnudagsgátunnar fyrir

Sjónvarpið. Söfnuðum auglýsingum í Týsblaðið, seldum bingó spjöld

til bæjarbúa og birtum tölur í bæjarblaðinu, fyrsti vinningur ferð til 

 

 sólarlanda.

 

 

Bingóspjöldin keypti ég af núverand samgönguráðherra honum

Kristjáni Möller. Við unnum við öl og gottiríis sölu á þjóðhátíðinni.

Einnig útbjuggum við leikvöll  þar sem börn og fullorðnir gátu skemmt

sér við ýmsa leiki  fyrir væga greiðslu.


Þegar upp var staðið þurfti félagi ekki að bæta miklu við af fé til

ferðarinnar.

Hér koma nöfn Týrara árið 1981

 

 

Standandi frá vinstri:

Ívar Gunnarsson, Pétur Einarsson, Guðjón J. Kristjánsson, Jóhann

Grétarsson, Jarl Sigurgeirsson, Bjarki Ágústsson, Guðjón Grétarsson,

Ingólfur Arnarsson, Jóhann Benónýson, Hafsteinn Gunnarsson, Hafþór

Þorleifsson, Gunnar Ö. Ingólfsson, Jón berg Sigurðsson, Sigurður Óli

Guðnason, Heimir Hallgrímsson, Sigmundur Andrésson, Árni Gunnarsson,

og  Gísli Magnússon þjálfari.

Fremri röð frá vinstri: Sigurjón Þorkelsson, Þorgeir Guðfinnsson, Hannes

Þorvaldsson, Þorsteinn Sverrisson, Einar Vilberg Atlason látinn, Tómas

Helgason, Eiríkur Arnórsson, Hjalti Pálmason, Elliði Vignisson, Hlynur

Sigmarsson, Þorsteinn Lýðsson, Guðni Einarsson, Þorsteinn Hallgrímsson,

Sebastían Alexandersson, Jón E. Ágústsson, Elías Óskasson, Guðfinnur

A. Kristmannsson, Martin Eyjólfsson, Örn Guðmundsson.


Þess verð ég að geta, að því miður vantar á myndina margan kappann,

sem að öllu jöfnu mættu á æfingar og í leiki fyrir félagið.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú meiri snilldarhópurinn - er hægt að fá þessa mynd?  Ég hef ekki séð hana áður.  Þarna var æft á malarvellinum við Löngulág.  Sem nú er kominn á þjóðminjasafn fyrir að vera síðasti malarvöllur landsins sem er í notkun.

Blessuð verði minning hans sem fyrst.

kveðja

Heimir

Heimir Hallgríms (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 22:14

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Keli ekki var ég nú mikill áhugamaður í fótbolta, en ég var Týrari eins og margir eyjapeyjar. Mikið er merkið okkar fallegt og vekur það upp margar góðar minningar t.d. af Týrsböllunum  sem haldin voru einu sinni á ári.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 24.2.2008 kl. 00:18

3 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Sælir Týrarar. Þú færð ábyggilega eins og eina Heimir minn. Þetta með malarvöllinn þá veistu Heimir að ég er laginn með skófluna og ekkert því til fyrirstöðu að ég geri við malarvöllinn gamla. Sé ekki nokkur merki um, að knattspyrnu húsið rísi hér á næstunni.

Já,  Sigmar minn þau vor alveg ógleymanleg Týsböllin þegar maður var peyi. Mér fannst það alltaf besta, þegar við fengum Týsmerki í lit fest á smá pappírsgjörð, þannig að maður gat haft merkið á höfðinu,  þá sko fannst mér ég vera maður með mönnum.  Nú er nóg komið í bili bið að heilsa ykkur.

Þorkell Sigurjónsson, 24.2.2008 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 249688

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband