15.3.2008 | 14:37
RÁÐA HAGSMUNIR FERÐINNI ?
Óþolandi undirlægju og sleikju háttur utanríkisráðherra fyrir Kínverjum
og sjálfsagt með fullu samþykki forsætisráðherra einnig,
þegar Íslendingar segjast ekki geta stutt Taívana í umsókn
um aðild að Sameinuðuþjóðunum vegna þess, að það séu mistök þeirra,
að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu heima fyrir um aðild að S.Þ.
Ekki vil ég nú ganga svo langt, að líkja ráðherrum Íslands við
Neró, en þessi stutta umsögn um hann á kannski vel við:
Lítill drengur spurði föður sinn, hvort Neró hefði verið slæmur maður.
"Gerspilltur", svaraði faðir hans.....
Löngu síðar spurði annar drengur föður sinn hins sama.
Ég veit ekki,
hvort hægt er að segja það, svaraði faðirinn.
Maður má ekki dæma of hart.
En því verður ekki neitað,
að hann fór oft miður heppilega að ráði sínu.
Íslendingar styðja ekki SÞ-umsókn Taívan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- ibvfan
- fosterinn
- maggibraga
- solir
- georg
- gretaro
- sigthora
- kjartanvido
- eyglohardar
- rustikus
- svenko
- eyjapeyji
- kokkurinn
- valdivest
- disin
- smarijokull
- kristleifur
- gudnihjoll
- sjonsson
- nautabaninn
- prakkarinn
- bergen
- icekeiko
- asthildurcesil
- joiragnars
- hallarut
- annabjo
- jensgud
- jonaa
- svarthamar
- kaffi
- stormsker
- olinathorv
- zunzilla
- gbo
- steinibriem
- siggith
- ea
- svanurg
- tannibowie
- valdimarjohannesson
- martasmarta
- gullfoss
- elnino
- sunna2
- thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 250245
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll félagi.Ég hef ekki trú á því að sérhver ráðherra hafi leifi til að tjá sína einkaskoðun á þennan hátt.
Guðjón H Finnbogason, 15.3.2008 kl. 15:21
Já, hér réðu HAGSMUNIR OKKAR ALLRA ÍSLENDINGA að utanríkiráðherra sé ekki að skipta sér af innanlandspólitík Kína. Íslendingar eiga GRÍÐALEGA hagsmuni að vernda í kína, og það á mörgum og fjölbreyttum sviðum. Mér þykir það fínt ef að Ingibjörg er að gæta hagsmuna okkar í samskiptum sínum vioð erlenda ráðamenn, Þó svo að nokkuð víst er að Kínverska Ríkispressan taki orð hennar og feitletri þau, stækki, breyti um letur o.s.f.v svo að þau hljómi enþá betur og smjaðurslega
Ásgeir Ólafsson (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 15:59
Ég er algerlega sammála Ásgeir hér að ofan.
Ég hef hitt og talað við marga kínverja og þar með Taiwanbúa. Enn hef ég persónulega ekki hitt neinn sem styður aðskilnað Taiwans. Helst hef ég hitt Taiwanska kaupsýslumenn, og hafa þeir engan áhuga á að brjótast undan Einu Kína. Ég sé því enga ástæðu fyrir því að egna undir óánægju uppþotahópa sem alls staðar er að finna í sérhverju samfélagi. Kínversk comment á Sjálfstæðisbaráttu Vestmannaeyinga myndu vera á nákvæmlega sömu nótum. Alvöru Herramenn kunna sig, en því miður er bara allt of lítið af þeim.
nicejerk (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 16:19
Eitt af mikilvægari gildum lýðræðislegra fylgjandi þjóða byggir á frelsi einstaklingsins og vilja meirihlutans. Í Taívan búa 23 milljónir manna og reglulega ganga þeir til þingkosninga til að kjósa sér sína fulltrúa í samræmi við þeirra stjórnarskrá auk þess sem þjóðin hefur 400.000 manna her. Það hljómar því varla sérlega lýðræðislega róttæk hugmynd að styðja þessar kröfur íbúanna. Þrátt fyrir þetta er stuðningur þjóða heimsins að rjátlast af Taívan. Nýjasta dæmið er Kosta Ríka sem ákvað að binda trúss sitt við Kína í stað Taívan. Kosta Ríka er áttunda landið frá árinu 2000 sem gefur eftir stuðning sinn við Taívan og styður þess í stað Kína. Í heild viðurkenna nú 23 þjóðir Taívan en 170 Kína. Af hverju - augljóst: http://stiklur.blogspot.com/2007/06/gildi-og-heildindi-til-slu.html
Jón Helgi (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 17:03
Þegar peningar ráða orðið öllu um skoðanir okkar og afstöðu til þeirra sem minna mega sín, þá þykir mér við Íslendingar komnir út á hálan ís. Góða helgi.
Þorkell Sigurjónsson, 15.3.2008 kl. 21:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.