17.4.2008 | 11:14
FURÐULEG VIÐBRÖGÐ BÆJARSTJÓRANS Í EYJUM.
Nú þegar ljóst er, að á fjórða þúsund skrifuðu undir mótmæli gegn
byggingu hafnar við Bakkafjöru er ástæða til, að staldra við.
Það sem vekur hjá mér hvað mesta furðu eru viðbrögð
Elliða bæjarstjóra allra Eyjamanna.
Í gær lætur hann hafa eftir sér, að þeir sem skrifað hafa undir
listann "ströndum ekki" fari betur, að veifa röngu tré en engu.
Einnig það,
að þeir sem staðið hafa að listanum séu að hræða fólk
með ýmsum aðferðum og nú sem endranær er skrattinn alveg
feikilega vinsælt veggskraut í þeirra rökum, sagði bæjarstjóri allra
Vestmannaeyinga.
Undirskriftarfólk noti rök sem ekki styðjist við raunveruleikann,
rökin séu mest byggð á tifinningahita og fái fólk til að efast um að
gætt yrði fyllsta öryggis farþega, sem væntanlega nota ferju
í Bakkafjöru.
Heldur Elliði bæjarstjóri virkilega að þessi framgangsmáti hans
sé til að sameina Vestmannaeyinga um samgöngumál
okkar hér í
Eyjum?
Ég á enga ósk heitari en þá, ef áfram verður haldið því ferli,
að byggð verður höfn við Landeyjarsand,
að þá megi hún verða okkur Eyjamönnum til gæfu
og raunveruleg samgöngubót í framtíðinni.
Þrjú þúsund skrifuðu undir gegn Landeyjahöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- ibvfan
- fosterinn
- maggibraga
- solir
- georg
- gretaro
- sigthora
- kjartanvido
- eyglohardar
- rustikus
- svenko
- eyjapeyji
- kokkurinn
- valdivest
- disin
- smarijokull
- kristleifur
- gudnihjoll
- sjonsson
- nautabaninn
- prakkarinn
- bergen
- icekeiko
- asthildurcesil
- joiragnars
- hallarut
- annabjo
- jensgud
- jonaa
- svarthamar
- kaffi
- stormsker
- olinathorv
- zunzilla
- gbo
- steinibriem
- siggith
- ea
- svanurg
- tannibowie
- valdimarjohannesson
- martasmarta
- gullfoss
- elnino
- sunna2
- thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 250244
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta sýnir bara mann sem kann ekki að tapa, og ætlar með sitt fram hvað sem tautar og raular. Þess konar menn eru EKKI góðir stjórnendur, það er nokkuð ljóst.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.4.2008 kl. 12:00
Sæll félagi Þorkell. Ég hefði viljað stoppa þetta þetta fer illa af stað,orðið þrætuepli í byrjun,leið Magnúsar held ég að væri sú leið sem væri skásti kostur,nýr Herjólfur og ný stórsópunarhöfn.
Guðjón H Finnbogason, 17.4.2008 kl. 19:44
Keli,Hvað heldur þú að hann Helgi Áss Grétarsson stórmeistari í skák viti um sjómensku,ég efast að hann hafi komið um borð í Bát.Eða Elliði sem hefur norpað inni í hlíjunni allt sitt líf,eða Arnar Sigmunds við þurfum ekki að ræða það,eða virðulegi verslunarmaðurin á Kletti sem hefur verið innanbúðar í hlíjuni með svuntu í 40 ár.kv
þorvaldur Hermannsson, 17.4.2008 kl. 21:12
Sammála þessu Keli . kv .
Georg Eiður Arnarson, 17.4.2008 kl. 23:36
Góða og heila helgi Keli minn
G Antonia, 19.4.2008 kl. 02:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.