DAGUR ÚR LÍFI MEISTARA ÞÓRBERGS.

 


img146


Nú um sinn er að okkur Íslendingum vegið og eru lífskjör

með daprasta móti hjá alþýðu manna árið 2009.

Til samanburðar þá svarf mjög að almenningi á þessu landi,

árið 1915 vegna lífskjarahruns og var meistari Þórbergur Þórðarson

þar engin undantekning.

 

Dagur úr dagbók hans, 17. nóvember 1915:


 

Nú er komin helvítis votviðraátt.  Hún á illa við mig.

Ég er oftast skólaus og alltaf rennblautu í lappirnar,  ef deigur dropi

kemur úr lofti.  Ég get eigi sagt að ég hafi verið þurr í fætur í 5 ár.


Guð minn góður,  hvar lendir þetta?

Og ég hefi ekki haft efni á að láta þvo nærfötin mín síðan í ágúst

í sumar.

Síðan hefi ég gengið í sömu görmunum.

Utanyfirfötin eru orðin svo skítug og rifin,  að ég skammast mín að

koma fyrir almennilega menn.  En engan útveg sé ég.

Nú hefi ég gengið svo að segja á sokkunum í viku.

Megnustu nálykt leggur af rúmfötunum,  þegar þau hitna á nóttinni.



Stundum verð ég að sitja í myrkri vegna olíuleysis.

Oft liggur mér við að örvænta.

Ég er að reyna að brjóta mér leið til menntunar og þekkingar

og vil verða sannarlega nýtur maður.

En helvítis lífið og mennirnir,  sem ég á saman við að sælda fara

með alla góða ásetninga mína.

Þeir ljá mér ekki orðabók,  sem eiga þær,  þótt mér sárliggi á og geti

ekki lesið vegna bókaleysis.

Það hefi ég sannreynt.

Ég er að sökkva.

Heilsa mín er á förum,  þótt ég geri allt sem ég get,  til þess að halda

henni við,  svo með líkamsæfingum,  böðum o.fl.

 

Mér líður aldrei vel,  nema þegar ég er nývaknaður á morgnanna

ef ég hefi þá sofið vel yfir nóttina;  en á því vill verða brestur.

Mennirnir eru mér vondir og ég er heldur ekki heldur góður við þá og

margt má auðvitað að mér finna.

 

Mér finnst ég vilji deyja.

Ég get varla lifað lengur;  hefi enga gleði af lífinu,  þegar ástæðurnar

ræna mig rósemi og næði,

rífa mig og tæta í sundur og draga mig niður í sorpið.

 


Kannski má segja,

 að vandi okkar í dag sé léttvægur

miðað við þær aðstæður alþýðu manna fyrir

nítíu og fjórum árum síða?


mbl.is Bati í augsýn um mitt ár 2010
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband