Ó, PRÓSENT, GRÓÐI, GRÓÐI OG GULL Í SPARISJÓÐI VESTMANNAEYJA.

 


img217

Bör Börsson jr.


 Þegar ég var ungur og las 

bráðskemmtilega bók um hann Bör Börsson jr.  sem sagði það,

að peningar væru æðstu gæði á þessari jörð og enginn hlutur annar

gæti gert manninn eins glaðan og sælan og þeir.

Það var hans æðsta markmið í lífinu frá blautu barnsbeini að

eignast  stóra bankabók -- bankabókin væri besta bókin í

heiminum.

Þetta varð einskonar "mottó" fyrir marga og því miður fyrir þann sem

þetta ritar. 


Byrjunin var sú að "við" tveir ungir menn ætluðum okkur stóra hluti

á braut "höndlunar" og nú fóru í gang allskonar þreifingar til útvegunar

á vörum í umboðssölu m.a.-   Það gekk á ýmsu en allt tosaðist það í 

rétta átt.

Þá var það að útvega húsnæði fyrir "forretninguna" og varð að ráði,

að talað var við bæjarstjórann í Eyjum  sem þá var árið 1963, hann


250px-RedDaylily 


Jóhann Friðfinnsson.  Hann var allur að vilja gerður og sagði það

guð velkomið mál,  að við fengjum að vera á jarðhæð

Templarahallarinnar (nú Bæjarleikhúsið) með því skilyrð,

að við hreinsuðum glerbrotin úr gluggum hússins,  en eins og elstu

menn muna var búið að glerja Templarann,  en brjóta allt gler og 

glerbrotin ein eftir.


P1010556 


Því lofuðum við bæjarstjóranum og lenti það verk að öllu í minn hlut.

Þá var bara að flytja inn og skýra "forretninguna" og fékk það ágæta

nafn,  HNOTAN s/f.

Nú gerðist það eins og hjá honum Bör að heildverslunin gekk með lífi og

fjöri, - hvert vöruhlassið kom af öðru - ölkassar, smjörlíki, sælgæti,

hreinlætisvörur,

álegg allskonar, saltkjöt í tunnum, reykt folaldakjöt í hundraða kílóa

vís og meira að segja þorskanet.

Ekki þótti nóg að gert með allt þetta,  heldur var fest kaup á gamalli

kaffibrennslu vél frá Akureyri.


img214


Hún gekk nokkuð vel eins og annað það sem við tókum okkur fyrir

hendur til að láta draumana rætast um stóra bankabók.

Svo langt náði þetta að sérhannaðar umbúðir voru gerðar af

Sigmundi teiknara og má sjá hérna sýnishornið.


img213


Mann varð að ráða í verkefnin, sem nú voru orðin ærin og pantað

höfðum  eitt tonn af kaffibaunum beint frá Brasilíu.

 

Ekki vildi nú betur til en svo hjá nýráðnum starfsmanni okkar,

að eldur varð laus í hisminu sem kemur við brennslu baunanna og

vélin skemmdist það mikið að ekki borgaði sig að gera við.


Ekki gáfust upp hinir trúu sporrekendur Bör Börssonar jr.

Nú var ekkert sem dugði minna en gerast smásalar einnig og var

í skyndi gerð kaup á verslanahúsnæðinu,

Faxastíg 35, sem ný hýsir kvenfélagið Líkn.


Það húsnæði var fokhelt en eldmóðurinn  stoppaði ekkert hina nýju

"Böra".

 

Nokkra mánuði tók það skrifara og þann sem við réðum núna,

Lýð nokkurn Brynjólfsson kennara Iðnskólans til að koma

húsnæðinu í nothæft ástand.

Ég hugsa með hlýhug og ánægjulegs sumars,  þegar við Lýður

unnum hörðu höndum að frekari upphafningu okkar ungu félaganna

til efstu hæða "Mammons"


Allt gekk þetta eftir og verslunin sett á koppinn, sem fékk nafnið

"Bláfell" og sú nýlunda tókum við upp, að afgreiða mjólkurhyrnur

með vörunum sem pantaðar voru og sendar vítt og breytt um bæinn.

 

Salan var góð í þessu nýja afsprengi gróðahyggjunnar,

en einhvern tíman hlaut að koma að skuldardögum fyrir allt þetta

brambolt.


Og einn góðan veðurdag hrundi allt eins og spilaborg.

 

Sá sem þetta ritar var  í fimm ára með skuldahalann á eftir sér,

þrátt fyrir að vinna miklið, sem þá bauðst í Ísfélagi Ve.  Ótakmörkuð

vinna og mikil laun sem öll, eða nærri öll fóru í að greiða

fyrir árin þrjú, sem áttu að færa okkur félögunum

auð og undralönd.

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það vildi ég Keli minn að þær hundruðir manna sem hafa farið offari í gróðravon hugsuðu eins og þú og borguðu nú skuldir sínar í stað þess að leggja þær á saklausan almúgann.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 19:02

2 identicon

Ég fékk þá skipun frá bróður þínum, sennilega skömmu fyrir hrun í fyrra, að lesa Bör Börsson. Mögnuð bók og mikið sem má læra af kaldhæðninni í henni!

Björn Ívar Karlsson (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 249690

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband