DON ÓLAFUR MAGNÚSSON.

 

Untitled
Óli Maggadon.

 

 

 

 

 

Af mörgum sérstæðum mönnum í Reykjavík,  er alveg hægt að fullyrða það,

að fáir höfðu tærnar þar sem Ólafur Magnússon hafði hælana  á öldinni sem leið.

 

Haft er eftir listamanninum Kjarval um Óla:

Ólafur gæti búið til sitt eigið konungsríki þar sem hann er konungurinn og við sem

viljum vera með í þessu eru þegnarnir.

Og, 

Óli er svo mikill kærleikur.

Það er oft með þessa menn,  sem eru svona vangefnir að þeir fá í staðinn,

kærleika.

Í bókinni "Áfram veginn"

segir Stefán Íslandi söngvari, að hann hafi alltaf sent Kjarval  

tvo boðsmiða á hljómleika sína.

Kjarval bauð svo Óla Maggadon með sér.

Sátu þeir á fremsta bekk og klöppuðu óspart að loknu hverju lagi.

Aldrei mátti segja Óli Maggadon við Kjarval,

því að hann sagði,  Don Ólafur Magnússon.

 

 

 

 

Það bar við stundum, að Óla var gefinn einkennisbúningur og þá frá dönskum

sjóliðum,  en móðir hans tók þá af honum eftir að hann hafði spásserað í þeim

dágóða stund.

Þar sem kjörsvæði Óla var Reykjavíkurhöfn var ein sagan,  að hann var staddur

við höfnina  í búning,  þegar þýskt skip var að sigla inn höfnina.

Þá hrópaði Óli hátt og snjallt:

"La falla".

Það stóð ekki á viðbrögðum. 

Akkerið var látið falla að skipan Óla,  sem stundum gekk undir nafninu,

Kommandanten.

 

 

 

 

Óli var góðvinur flestra veitingaþjóna,  enda mikill matmaður og þeir viku  oft góðu að

honum.

Bestur var Janus, sem lengi var þjónn á Hótel Borg og svo í Sjálfstæðishúsinu.

Því var það svo,  að Óli kallaði alla þjóna  nafni Janusar.

Sem oftar kom hann í Sjálfstæðishúsið og sporðrenndi 12 rjómakökum,  sem var

afgangur frá eftirmiðdagskaffinu.

Eitt sinn var bæjarlæknirinn kallaður að nóttu til.

Þá hafði Óli gleypt 20 síldarflök með lauk.

Varð eitthvað bumbult af síldinni.

 

 

 

Óli Maggadon var frægur í bæjarlífinu í Reykjavík,  og þrátt fyrir að hann væri

bæði ólögulegur og ófríður,

þá var það svo,  að hann kunni afskaplega vel að dansa og dönsuðu stúlkurnar

jafnan við hann á dansleikjum.

 

 

 

 

 

Kannski er Óli Maggadon samt þekktastur af sögunni  er gárungarnir sendu

hann í bakaríið,    

 til að biðja um að fá að gera það með afgreiðslustúlkunni.

Óli fór inn og bar upp erindi sitt,  og stúlkan svaraði að bragði:

Viltu ekki heldur fá snúð, Óli minn?

Jú, 

 Óli vildi heldur fá snúð,  svaraði hann.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 16
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 249556

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband