Úti í Eyjum.

Höfundur blogs Yngvi Högna Móturhjólatöffari

Ég er búinn að nöldra svo mikið undanfarið að ég er alveg kominn með upp í kok. Smá tilbreyting núna.

Þegar ég var átta eða níu ára var mér boðið í nokkra daga til Vestmannaeyja.Ekki er mikið um minningar frá þessu en þó.Sá sem að bauð mér er kallaður Keli og hafði ég kynnst honum er hann var kaupamaður í Neðra Dal í Mýrdalnum. Móðir mín hafði verið þar sem ráðskona um tíma með okkur systkinin,líklega vegna húsnæðisvandræða. En aftur að Kela. Man ég óljóst eftir ferðalaginu til Eyja en farið var frá Þorlákshöfn með Herjólfi. Það hefur líklega verið Herjólfur hinn fyrsti. Keli bjó þá í foreldrahúsum að Vallargötu 18. Þar var móðir Kela,Anna, afskaplega góð kona, sem að vildi alltaf að ég borðaði vel. Faðir Kela, Sigurjón,sem að átti og keyrði vörubíl og systir, Sigga,en hún lést ung. Man ég ekki eftir fleirum þar á heimili.
   Það er ýmislegt að minnast frá þessari dvöl en ansi er það gloppótt. Þarna var maður kominn í aðrar aðstæður en á heimaslóð og vitaskuld var ég sendur út á fótboltavöll,sem að var hinu megin við götuna. Ekki var spurt hvort að mér þætti gaman að fótbolta (sem að mér hefur aldrei þótt gaman af) heldur átti ég að vera með. Og ágætlega var tekið á móti mér á vellinum en heldur þótti mér þeir seinir að hlaupa.Einnig man ég að þeim gekk illa að segja hvaðan ég var. Kópvogingur, kópur eða þaðan af verra. Ekki fór ég oft á fótboltavöllinn, enda þótti mér skemmtilegra að flækjast með Kela. Keli rak eða vann í sjoppu og var afskaplega gaman að koma þangað. Þar gat maður fengið Jolly Cola og gott ef ekki Mirinda líka. Nóg var af namminu líka og minnir mig að vel hafi verið veitt af því. Fékk að pakka með honum poppkorni í plastpoka en ekki mátti blása í pokana til að opna þá betur, eins og mér þótti það góð hugmynd sem að flýtti fyrir. Eitthvað var ég að flækjast úti fyrir sjoppunni sem að líklega hefur verið niðri í bæ og sá þar einn sem að mér leist ekki á. Sá var þarna á vappi og held ég að hann hafi heitið Púlli. Er hann sá eini af Eyjamönnum fyrir utan heimilisfólk sem að ég man eftir að hafa hitt. Hef þó örugglega hitt fullt af prýðis fólki.
   Á heimilinu var hugsað vel um mig og man ég enn er húsmóðirin trúði því að ég væri pakksaddur er ég sagði svo en það var bara af því að það var fiskur í matinn en seint varð maður saddur af namminu í sjoppunni.
   Heimasætan var eitthvað að fikta við að reykja á þessum tíma og fór afsíðis ef að svo var, þegar að einhver kom í heimsókn. Þótti mér það skrýtið þar sem það þótti sjálfsagt að reykja á mínu heimili. Eitthvað var Keli að bardúsa með lunda þarna,líklega hefur hann verið að hamfletta því að þarna sá ég lundalús í fyrsta sinn. Ekki er nú mikið meira í minninu frá þessari Eyjaför en ég þótti sigldur meðal félaganna þegar ég kom aftur í Kópavog.
   Takk fyrir mig,Keli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G Antonia

G Antonia, 2.9.2008 kl. 01:23

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Bara rétt að heilsa upp á þig frændi.

Svava frá Strandbergi , 2.9.2008 kl. 02:32

3 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Keli,Nú er Valdi kominn á bloggið þannig að það er eins gott að þú skrifir ekki neina vittleisu.Ég var með lögfræðingi úr fjármála ráðuneitinu og miklum íhaldsmanni og öðrum af sama sauðahúsi,einnig var framármaður úr Framsókn með mér ég þurfti einn að standa upp í hárinu á þeim,þer hefði sko ekki leiðst.kv Valdi

þorvaldur Hermannsson, 3.9.2008 kl. 14:40

4 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Takk frænka.

Hæ Hallgerður.

Ég skal vanda mig félagi Valdi.

Þorkell Sigurjónsson, 3.9.2008 kl. 23:35

5 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Sömuleiðis Guðbjörg Antonía.

Þorkell Sigurjónsson, 3.9.2008 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 249621

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband