AÐ EIGA SÉR DRAUM UM ÍBV.

 

900

P1000655

A1AYFDBCAGPXO4GCADGA0OQCANRKMM1CABCD8HMCATK3M10CA7VTRUMCA0QMH2ICA4JQRRSCAVG355DCABACESQCAE7WKHKCAKV1L86CABH9NKQCALGAP76CA8S66W0CAC8394YCAGJK10ICAVNQTADCA7CO3BU

474784

db7afdac0592f7893b75bddf40898f31_fotbolti

img166

459630


Í kvöld lauk síðasta leik ÍBV á heimavelli á þessu ári.

Úrhellisrigning var mest af leiktímanum og varð mér hugsað til

þess, að nú hefði verið gott hafa þak yfir stúkunni.

ÍBV liðið lék fína knattspyrnu og sigurinn aldrei í hættu.

Ef liðið spila svona í þeim leikjum sem eftir eru þarf ekki að

efast um góða útkomu úr þeim fyrir ÍBV.


Tók eftir að byrjað er, að grafa fyrir knattspyrnuhúsinu og

kannski ekki seinna vænna, þar sem ellefu mánuðir hafa liðið

síðan  skóflustungan var tekin, sem átti að marka upphaf framkvæmda.


Ekki er hægt að leiða hjá sér, að íhuga það sem efst hefur verið

í umræðu mann gagnvart fótboltanum, en þar á ég við

viðbót við stúkuna og þak yfir hana.

Engar kostnaðar tölur hafa sést hvað svona framkvæmd muni kosta.

En einsýnt er.

Ef leikir liðsins okkar ÍBV verða leiknir hér næsta sumar,

þarf annaðhvort að fá lengri frest og bæjarstjórnin taki á

sig rögg og semji ásamt stjórn ÍBV um það við KSÍ að

stúkuframkvæmdir verði gerða á næstu tveimur, þremur árum.


Þó ég telji mig ekki nískan mann, þá finnst mér það nokkuð

mikið í fang ráðist að mæta til Reykjavíkur í hvern heimaleik ÍBV næsta

sumar.


Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með ÍBV liðinu í sumar

og hversu vel þjálfarinn Heimir Hallgrímsson hefur verið vakandi

og sofandi og lagt sig mikið fram og árangurinn, að koma í ljós.

Ekki má heldur gleyma leikmönnunum sem hafa sýnt feiknar framför 

ekki síst þeir yngri og ekki má gleyma þeim sem eru í

 knattspyrnuráðinu, sm leggja fram mikla vinnu.

En þessi leikur í kvöld var mér sönnun á, að við erum með gott

lið, sem á fullt erindi í úrvalsdeildina næsta sumar.


Mig langar í lokin að þakka knattspyrnuráði ÍBV

og liðinu sjálfu, að sýna konu minn sem lést í sumar þann heiður og

virðingarvott

að tileinka henni leik og spila hann með sorgarbönd.

 

Og allra síðast vonast ég svo sannarlega til, að ég fái að þenja

 raddböndin

næsta sumar sem hingað til á Hásteinsvelli. Áfram ÍBV, áfram ÍBV.

 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Þakka þér Bb fyrir innlitið. Verst af öllu er það, að þú skulir vera hætt með bloggsíðuna þína. En kannski snýst þér hugur og kemur tvíefld í haust , eða vetur það væri óskandi.  Kveðja.  

Þorkell Sigurjónsson, 28.8.2008 kl. 23:20

2 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

sammála . kv .

Georg Eiður Arnarson, 29.8.2008 kl. 07:04

3 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Sæll félagi. Er ekki hægt að byggja þannig íþróttarhús að hægt sé að nýta þakið sem stúku fyrir fótboltavöllinn bara smá innlegg kannski fáránlegt.

Guðjón H Finnbogason, 30.8.2008 kl. 16:36

4 Smámynd: Yngvi Högnason

Sæll Keli, smá sending til á minni síðu.

Yngvi Högnason, 30.8.2008 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 249535

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband