HANASLAGUR Í EYJUM ?

 

149df5af8c567ba60b7c2902e10f3fe7_hani

 

Mikil og hatrömm deila er nú risin hérna í

Eyjum vegna hanans, sem galar alltaf samviskusamlega

á morgnanna klukkan sjö til að vekja sínar

"spúsur".

Enginn svefnfriður segja nágrannar hanans,

en eigandinn skellir skolleyrum við slíkum fullyrðingum.

Ekki er ennþá vitað hvort hænurnar fái að

vakna við sitt hanagal í framtíðinni.

 

Sjónarsviptir væri, ef gera þyrfti hanann höfðinu styttri og

minnist ég ávalt þess,

þegar ég var í sveitinni forðum daga og bræður tveir,

sem hjuggu hanann sinn og ekki tókst þeim betur en svo,

að axarblaðið lenti á deri húfuna hjá þeim, sem hélt hananum og

 munaði ekki mörgum sentímetrum þar,

að haninn slyppi og manns höfuð

fyki.

 

 

 

 

 


TANNHVASS PRÓFESSOR ?

 

Falskar_tennur_krati_jpg_550x400_q95

 

Satt og rétt hjá honum Siffa.

Fyrst og síðast þarf fræðslu og áróður fyrir tannhirðu og þá sérstaklega

í skólum landsins.

Góð tannheilsa er heilbrigðismál og á ekki að vera fyrir fáa útvalda,

eða þá sem hafa efni á að láta gera við tennur sínar,

heldur ætti það að vera sjálfsögð þjónusta,

sem allir fái notið.

Nýja ríkisstjórnin, sem ætlar sér að ríkja í anda

"norrænnar velferðarstjórna"

mætti kannski bæta við sinn langa

"lista" eins og nokkrum  þorskígildistonnum

fyrir tannviðgerðir landans.

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Sofna ekki án verkjalyfja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÆTLI RONALDO KUNNI AÐ SKAMMAST SÍN ?

 

483887

 

Satt segir Bryan Robson,  þegar hann átelur viðbrögð

Ronaldo í gær.

Það var í einu orði sagt ömurlegt á að horfa og honum til mikillar

skammar fýlusvipurinn og allt látbragð hans,

þegar hann var tekinn af velli.

Það komu nákvæmlega sömu hugsanir upp í huga mér og hjá

Bryan Robson,

að framkoma Ronaldo í gær væri slæm skilaboð til

allra aðdáenda knattspyrnunnar og ekki hvað síst til þeirra,

sem yngstir eru.

Ef leikmaðurinn kann að skammast sín á hann að biðja

alla afsökunar á framkomu sinni.

 


mbl.is Röng viðbrögð hjá Ronaldo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞEMA NÝRRAR RÍKISSTJÓRNAR ?

 

Plato-raphael

 

Í tilefni dagsins er kannski við hæfi,

að birta hér speki Platos þrátt fyrir,

að hann fæddist ekki í gær.

Fullkomin speki felst í þessu fernu: 


Visku,

sem er sú meginstefna að gera rétt í öllum greinum.

Réttlæti,

sem er sú meginstefna að framkvæma hlutina eins á

opinberum vettvangi og í einkalífinu.

Hreysti,

sem er sú meginstefna að flýja ekki hættuna,

heldur bjóða henni byrginn.

Og hófsemi,

sem er sú meginstefna að bæla niður

girndirnar og lifa hóglátlega.


mbl.is Ríkisráðsfundir boðaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NÚ ÞARF AÐ MOKA FLÓRINN.

 

497899

 

Spurning dagsins er: 


Hefur þetta fólk nógu sterk bein

til þess,

að moka flórinn,

sem óhjákvæmilega þarf að gera á næstu mánuðum?

Það er einlæg von mín,

að það geti gerst og

Sjálfstæðisflokknum verði í lengstu lög,

haldið frá landsstjórninni.

Það er mikið og krefjandi starf fram undan hjá nýrri ríkisstjórn,

en ég og fleiri,

sem ekki hafa digra sjóði uppá að hlaupa bindum miklar vonir um,

að leiðin upp til betri efnahags fyrir alla,

verði ekki látin bitna á þeim,

sem minnst hafa í þjóðfélaginu í dag.

 

 

 


mbl.is Flokksráð VG þingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HÉR OG ÞAR OG ALLSSTAÐAR.

 

Fróðlegt verður að sjá hvað innihald nýja

stjórnareggsins verður, sem þau skötuhjú Jóhanna og Steingrímur

eru að burðast við að verpa.

Vonandi að verður það ekki "fúlegg"?

 

 

 

"Fyrningaleiðin víst farin" segja þau bæði í kór og þá veit maður það,

að útgerðin í landinu mun

hágráta í kór.

 

 

 

"Ráðgjöf verður stórefld fyrir alla",  konur sem kalla segir

forsætisráðherra.

 

 

 

Sjálfstæðisflokkurinn leggur sitt í púkkið og hefur kosið

ljósberan Illuga Gunnarsson formann ört minnkandi

þingflokks Ósjálfstæðismanna.

 

 

 

"Harma mannfall í Afganistan", segja þeir í USA.

Við Íslendingar, sem erum ein af "bandamönnum" þjóðar, sem

dags daglega undanfarna áratugi greinir frá "afrekum" sínum

á blóðvellinum hér og þar í heiminum,

eigum hiklaust að segja skilið við slíka  

 

MORÐINGJA.

 

 

 

 

"Komiði sæl" sagði íþrótta fréttamaðurinn fyrr á árum

áður en  hann byrjaði að segja fréttir af sportinu.

 

"Eiður á varamannabekknum hvað annað, þegar peningarnir ráða ferð.

 

Pepsi-deildin eins og hún nefnist efsta deildin í karlasparkinu í ár.

Þar voru forráðamenn liðanna að spá í spilin fyrir sumarið.

Þar sem flestir þeirra eru ekki mjög spámannlega vaxnir, þá þykir

mér ástæða til þess, að hafa uppi miklar efasemdir

af spámennsku þeirra.

 

 

Liðið mitt, ÍBV verður ávallt best og mest í mínum huga og það

nægir mér.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Ekkert búið nema allt sé búið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVAÐ SÉR KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR ?

 

Ég er með Moggann hérna fyrir framan mig.

Í honum er lítil grein eftir Kolbrúni Bergþórsdóttir og heitir,

"Hvað sér Samfylkingin?"

Þar segir m.a. þetta:

Sér hún (Samfó) að hún er í viðræðum við flokk sem er mesti

afturhaldsflokkur

sem nú situr á þingi?

Fæstir virðast hafa mikla trú á því að samstarf Samfylkingarinnar og

Vinstri grænna verði lífseigt.

Ekkert bendir til að Vg séu stjórntækari nú en þeir voru í

upphafi þegar þeir mynduðu sinn litla þjóðlega afturhaldsflokk.

 

 

Satt að segja vorkenni ég henni Kollu með sitt svartnættisraus og

ekki kemst ég hjá því að ætla að henni líði virkilega illa í sínum

viðhorfum.

Hún er með sleggjudóma um Vg að þeir séu afturhaldsflokkur,

hvað hefur hún fyrir sér í því?

Nákvæmlega ekkert enda kemur hún ekki með neitt bitastætt um það.

Óskhyggja hennar að stjórn sú sem nú er verið að mynda verði ekki

langlíf lýsir bara þeirri vanlíðan sem þessi ágæta kona er haldin.

Að Vg séu ekki stjórntækari nú en þegar þeir mynduðu sinn flokk fyrir

tíu árum er mér ómögulegt að skilja því þeir sem flokkur hafa aldrei

verið við stjórnvölin ef undan eru skildir s .l. þrír mánuðir.

 

 

Þannig að skrifin hennar Kollu dæma sig sjálf og virðist haldin

þeirri óskhyggju,

að hér verði bara eymd og volæði,

þegar vinstri stjórnin fer að láta að sér kveða.

Kannski skýrast skrifin hennar Kollu best, þegar hún fer að

hrósa Framsóknarflokknum í hástert.

Það vita allir sem eitthvað vita, að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur

hafa lengst af stjórnað þessu landi og væri henni Kollu

nær að upplýsa okkur landsmenn hverskyns fyrirbæri þeir flokkar

eru.

 

Svona til að sýna að henni Kollu er ekki alls varnað,

þá kemst hún að þeirri niðurstöðu "að Vg hugsi ávallt upphátt

og maður veit því alltaf hvað þeir eru að hugsa" segir hún.

Þarna hittir hamarinn hennar Kollu  nákvæmlega höfuðið á naglanum.

Kannski hefði þjóðin ekki sokkið svona djúpt, sem raunin er í dag,

ef Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin hefðu verið heiðarleg

og hugsað upphátt áður en þjóðarskútan sigldi

í strand.

 

 

 

 

 


mbl.is Stjórnarsáttmáli í smíðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NÚ ER AÐ HRÖKKVA EÐA STÖKKVA.

 

 

43b67e003cb10bb60ddd7962d803a676-large

 

Ömmi er greinilega að linast , sem andstæðingur ESB og er það

hið besta mál.

Vinstri grænir mega ekki skáka sér út í horn í íslenskri pólitík,

með þvergirðingslegri afstöðu  til aðildar að ESB.

Það er  mikið í húfi fyrir alþýðu þessa lands, að

vinstriflokkarnir tveir

sitji næstu ríkisstjórn,

vegna þeirra einföldu staðreyndar,

að þeir sem minnst mega sín í þjóðfélaginu hafa kosið þessa flokka

og treysta þeim betur en íhaldinu til að verja sinn hag.

Það er engin spurning í mínum huga,

ef VG verða til að slíta samstarfi núverandi stjórnar,

þá er ég ekki lengur stuðningsmaður

Vinstri grænna.

  


mbl.is Þjóðin verður að ráða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AFTURHALD LEYNIST VÍÐAR EN Í SJÁLFSTÆÐISFLOKKNUM.

 

frelsisvornin

 

Ég segi það nákvæmlega eins og það er í mínum huga,

að Hjörleifur Guttormsson er dragbítur VG,

 ámóta því eins og

Hannes Hólmsteinn hefur verið íhaldinu.

Hjörleifur er því miður neikvæður á allt sem erlendis frá kemur og

þannig er það með skoðun hans á ESB, sem virðast algjör

glæpasamtök í hans huga.

 

Og af hverju fullyrði ég það?

Hann er rörasýnari og horfir beint niður á tærnar á sjálfum sér,

vill ekki einu sinni athuga málið hvað þá annað.

Afleiðingin verður svo,

að VG einangrast ennþá meira frá því, að hafa nokkur áhrif í

nánustu framtíð á þessu landi.

 

Það er lágmarks krafa, sem ég geri sem

 félagi í VG og kjósandi þeirra í þessum kosningum,

 

að gengið verði í málið og það  skoðað,

hvað felist í aðild að ESB og láti svo þjóðina kjósa hvort við göngum

þar inn eður ei. 

 

Látum ekki svartnættis raus Hjörleifs Guttormssonar glepja fyrir því,

að við byggjum hér á næstunni mannvænlegt umhverfi,

þar sem  tveir vinstri flokkar landsins munu þá

móta samfélag okkar á næstu árum.

Annars er hætta á, að 

 íhaldsöflin eigi greiðari aðgang til áhrifa í

okkar samfélagi öllum landslýð

til mikilla vansa.

 

 

 

  

 


mbl.is Í engri stöðu til að setja VG kosti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KRAFAN ER, ÁFRAM VINSTRI STJÓRN.

 

444563A


Satt best að segja er ég miður mín af hræðslu,

hræðslu yfir því að ekkert verði úr samstarfi Samfylkingar

og Vinstri grænna.

Það segir manni ekkert, þegar talað er á svo almennum

nótum sem það,

að fundurinn hafi verið gagnlegur og svo framvegis.

Krafan er,

áfram vinstri stjórn.

 


mbl.is Stranda ekki á Evrópumálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband