30.10.2008 | 12:16
AÐ VAKNA TIL LÍFSINS.
Að verða fyrir 85% vergri "vakningu" í nótt þykir mér tíðindum sæta
fyrir mig.
Og hvernig lýsir nú þessi "vakning" sér hjá mér.
Jú,
síðustu tvö ár í vinnunni hafa verið mér mjög erfið þannig,
að ég kvíði fyrir og er vansæll, þegar vinna hefst og oftar en ekki
slæmur í maganum vegna kvíða.
Martröð og áhyggjur þá viku, sem ég ekki er að vinna eru fylgifiskar,
sem fylgja mér eins og skugginn og hafa eitrað mitt líf.
Þunglyndi hefur á mig herjað og hefi ég verið frá vinnu vikum
saman vegna þess.
Fráfall konu minnar í sumar var og er það erfiðasta, sem ég hefi gengið
í gegn um.
Og til að bæta gráu ofaná svart flúði ég á náðir Bakkusar.
Tvisvar í sumar hefi ég leitað mér hjálpar á sjúkrahúsinu Vogi
í baráttu minni við Alkahólið og afleiðingar þess.
Læknir minn hefur úrskurðað mig alls ófæran til að stunda hverskonar
vinnu næstu mánuðina.
Svar mitt og viðbrögð voru í fyrstu fálmkennd við öllum þessum
ósköpum, sem á mér hafa dunið undanfarið.
Nema það, að ég hefi snúið mér til "æðri máttar" og sé hann fyrir mér,
sem Guð, sem í barnæsku minni var með sítt hár og skegg, silfurgrátt.
Til hans hefi ég beðið um þrek og hjálp í mínum vanmætti og í
morgunn vaknaði ég snemma, aldrei slíku vant.
Og þið skuluð trúa því, að ég var uppfullur af óskiljanlegu þreki
og bjartsýni á lífið.
Þannig, að nú hefi ég blásið til sóknar og er sannfærður um það,
að Guð minn hefur verið hér að verki og hans leiðsögn ætla ég að
fylgja.
Eins og vinsælt er, að segja í fótboltanum;
"sókn er besta vörnin."
![]() |
85% af vergri landsframleiðslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.10.2008 | 09:58
TÝNDU SYNIR EYJANNA.
Á þessari síðu sjáum við þrjá þingmenn einn af
þeim er ráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, sem
svo sannarlega reynir, aðvinna fyrir launum sínum
um
leið og hún lætur gott af sér leiða.
Hinir tveir eru óbreyttir þingmenn, Árni Johnsen
og Lúðvík Bergvinsson og eins og flestir vita úr
sitthvorum stjórnmálaflokki, en þeir halda um stjórnvölinn á þingi
ásamt fleirum.
Fleira er þeim kumpánum sameiginlegt en það, að vera í meirihluta á
þingi.
Þeir eru báðir þingmenn Suðurkjördæmis og einnig það, að vera
fæddir og uppaldir í Vestmannaeyjum.
Eins og áður sagði eru þeir ekki í sama stjórnmálaflokki og líka það,
að þeir fylgdu sitthvoru félagi í íþróttum.
Addi var Þórsari, en Lúlli var í Týrari, en félög þessi öttu fyrr á
árum kappi í fótbolta og öðrum greinum íþrótta á sínum tíma.
Addi átti góðu gengi að fagna í spretthlaupi, hljóp að mig minnir
100 metrana á 11/sek og þótti það gott afrek.
Lúlli gerði garðinn frægan í meistaraflokki ÍBV í knattspyrnu.
Af þessu má sjá, að báðir voru þessir Eyjapeyjar vel gerðir til íþrótta
og við Vestmannaeyingar vorum stoltir af þeim.
Nú hafa þessir tveir sveinar Eyjanna haslað sér leikvöll á öðrum
stað, sem er alþingi Íslendinga.
Og hvað má sjá til þessarra sona okkar Eyjamanna, sem við vorum
svo stoltir af.
Jú,
annar vill að við förum að nota færeyskar krónur, en allir gera sér grein
fyrir að slíkt er kjánaskapur, sem ekkert vit er með allri virðingu fyrir
Færeyingum og færeyskum gjaldmiðli.
Hinn Eyjakappinn gerir enn betur í vitleysunni og strákapörunum
og segir;
ekki benda á mig, þegar rædd eru grafalvarleg mál á þingi.
Það er ekki hægt annað, en velta því fyrir sér
hvað í ósköpunum fyrrum keppnismennirnir góðu frá Eyjum, Addi og
Lúlli gera þarna á þingi,
annað en hirða launin sín?
![]() |
Aðstoð vegna erfiðleika að skýrast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.10.2008 | 18:35
BYLTINGAR ERU EKKI GERÐAR, ÞÆR VERÐA.
Hér sjáum við tvo menn hvor á sínu sviði.
Nýkjörinn forseti ASÍ og svo alþingismann.
Í Fréttablaðinu í dag segir ASÍ formaðurinn:
Lundarfarið er mesta auðlindin.
Satt er það hjá honum Gylfa létt lund gerir kraftaverk, en hún er létt í
vasa.
Forvitni mín er sú, að fá að vita einmitt núna
hvernig í ósköpunum fólk, sem er að missa vinnu sína, verðbólga
á uppleið og sennilega á eftir að verða ennþá hærri , sem
leiðir svo af sér hærra vöruverð og þjónustu.
Hækkun lána, sem vel flestir landsmenn þurfa að borga af
hvort sem lánin eru í Íslenskum krónum, eða einhverskonar
myntkörfulán og til að bæta gráu ofaná svart er sparnaður margra
fokinn út í veður og vind.
Gylfi formaður, hvað á þetta fólk að gera?
Pétur Blöndal var í þættinum " MANNAMÁL" í gærkvöldi
og þar fullyrti hann að allar, eða mest af okkar skuldum myndu
barasta gufa upp.
Þetta er bjartsýni sem segir sex og annað hvort er maðurinn
svona bjartsýnn, eða eins og hinir félagar hans á þingi
kolruglaður.
Hvatning er góð, en hún þarf að styðjast við
staðreyndir, en ekki reynt,
að slá ryki í augu okkar landsmanna.
Krafan á að vera sú,
að við fáum að velja í kosningum nýja aðila til uppbyggingar
í landinu.
Gefum þeim frí, sem komu okkur út í
ófærðina.
![]() |
Hvatning er ekki nóg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.10.2008 | 18:37
HINN MIKLI VANDI ÞJÓÐARINNAR ?
Athyglisverð grein birtist í sumar eftir framkvæmdastjóra
Vinnslustöðvarinnar hann Brynjar Kristgeirsson.
Ég leyfi mér að setja hér inn síðustu setningar úr grein hans
og eiga þær svo sannarlega vel við í dag:
En sem fyrr eru það sömu gömlu gildin sem gilda.
Þau eru einföld.
Verðmætin detta ekki af himnum ofan.
Þeirra er aflað með dugnaði, útsjónarsemi og sparsemi.
Verðmætin verða enn um sinn sótt í
"gamla hagkerfið,"
sjávarútveg,
iðnað og arðsama þjónustu.(tilvísun lokið)
Því segi ég það,
að borga ný ráðnum bankastjórum við bankana "okkar"
laun á mánuði,
sem svarar árslaunum fiskverkunarkonu
er alveg út í hött.
Þá sjaldan að ég er sammála Guðna Ágústsyni,
þegar hann segir Jóhönnu félagsmálaráðherra og viðskipta
ráðherrann hann Björgvin
tala um allt of há laun hjá þessum nýráðnu
stjórum sé einungis sýndarmennska,
þá tek ég heilshugar undir það.
Því ef einhver vilji væri fyrir hendi
ættu ráðherrum að vera það í lófa lagið,
að breyta þessu !
![]() |
Mistök að færa Kaupþing ekki úr landi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.10.2008 | 17:28
ÓSTJÓRN EÐA ÓLÁN ?
Ágætis maður sagði það fyrir löngu síðan,
að ólán væri ekki það að hafa hlotið eina talentu,
heldur hitt,
að hafa ekki kunnað með hana að fara.
Sá ágæti maður Björgólfur Guðmundsson segir í viðtali, sem satt er,
að eftir slæmt fyllerí komi slæmir timburmenn.
Staðreyndin er sú, að þeir sem lengi hafa kljáðst við
Bakkus þekkja þessa ókosti við langvarandi fyllerí.
En við alkahólistar eigum leið út úr vanda okkar og eru það
reynslusporin tólf og gætu þau nú kannski komið þjóðinni til
hjálpar í þessu okkar miklu
óstjórn og dúndrandi fjármálafylleríi.
Fyrsta sporið hljóðar svo:
Við viðurkenndum vanmátt okkar gegn áfengi (óstjórn)
og að okkur var orðið um megn
að stjórna eigin lífi (lífi þjóðarinnar).
Niðurstaðan er því sú, að núverandi stjórn í landinu
ætti skilyrðislaust að viðurkenna fyrsta sporið
og fara svo í langa og stranga "meðferð".
![]() |
Krónan stærsta vandamálið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.10.2008 | 22:21
KOSNINGAR TIL HVERS ?
Að sjálfsögðu verður ekki boðað til kosninga núna.
Vitað er, að Sjálftökuflokkurinn myndi tapa miklu fylgi
ef kosið yrði núna.
Geir er ekki svo vitlaus, að hann geri sér það ekki ljóst.
Til að lappa upp á ásjónu flokksins hélt maður, að hinir
yngri og kraftmeiri á þeim bæ létu ljós sitt skína.
Einn þeirra Sigurður Kári, sem Sjálftökuflokkurinn hefur bundið miklar
vonir við, sem einn af burðarásum "flokksins" hefur jú lagt
það til sjálfsagt til að létta lund landsmanna og hrinda frá landsmönnum
áhyggjum af kreppunni, að bjór og léttvín skuli selt í öllum
kjörbúðum landsins og auk þess, að leyfðar verð
hömlulausar áfengisauglýsingar í fjölmiðlum landsins.
Metnaðarfullur þingmaður hann Sigurður Kári Kristjánsson og
tillögur hans fyrir nýtt Ísland !
![]() |
Ekki rétt að boða til kosninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.10.2008 | 18:23
FINNST FÓLKI EKKI KOMIÐ NÓG ?
Þeir sem eitthvað vilja sjá gera sér grein fyrir
að ástand það, sem skapast hefur síðustu
vikurnar er að stórum hluta komið frá þeim
Dabba og Dóra. Jú, þeir færðu ævintýramönnunum banka landsmanna
á silfurfati og það á spottprís. Það má með sanni segja, að byrjunin hafi
verið, þegar þessir karlar gáfu einkavinum sínum eign allra
landsmanna og á ég þar við fiskimiðin.
Fleira mætti upp telja sem þessir herra menn hafa á samviskunni og
gjafmildi þeirra við vildarvini og þá sem réttu flokksskírteinin hafa.
Eins og Landsímann, Síldarverksmiðjur ríkisins og að ógleymdum
bönkunum.
Það er skondið, þegar framsóknarmenn og fleiri segja nú, að ekki sé
rétti tíminn að líta í baksýnisspegilinn.
En mér er spurn, eiga þessir herramenn að fá að komast upp með
það, að fara svona með eigur allra landsmanna?
Bankastjórarnir, sem áður höfðu á hendi stjórn þeirra banka, sem
ríkið hefur yfirtekið ganga nú út af sínum fyrri vinnustað eftir, að hafa
fengið laun á mánuði, sem dugað hefði fyrir árslaunum fjölda
kvenna, sem
unnið hafa í fiski. Og maður spyr sig hvort starf fiskverkunar konunnar
hafi ekki skilað umtalsvert meiri arði, en bankastjórans, sem gerði það
eitt, að spila rassinn úr buxunum og koma þjóðinni á kaldan klaka?
Og ennþá er haldið á sömu braut þar sem
frá var horfið, því Geir hefur ráðið vin sinn og fóstbróðir, sem
bankastjóra og fær hann litlar tvær milljónir í laun á mánuði s.s. árslaun
fiskverkakonu í dag.
Maður spyr sig og auðvitað alla aðra í þessu þjóðfélagi, hversu lengi
ætlum við, að sitja og horfa upp á þessa svokölluðu ráðamenn okkar
gera okkur að fíflum?
Allavega finnst mér kominn tími á það, að þessum liði sé gefið frí.
![]() |
Stjórnmálin biðu hnekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.10.2008 | 22:50
HANA NÚ.
Er tími frjálshyggjunnar með Sjálfstæðisflokkinn
í broddi fylkingar liðinn?
Hér er nýtt Flokksmerki fyrir þá, sem ennþá
eru fylgjandi Flokknum og viðurkenna ekki
að dagar hans séu taldir.
Flokkurinn,
sem dregið hefur okkur út í foræði skulda og gert þegnana að
"stafkörlum"
á sér engar málsbætur og því segi ég eins og skáldið:
og eitt sinn skal það skrímsli,
er blóð vort sýgur,
að velli lagt.
![]() |
Er tími frjálshyggjunnar liðinn? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.10.2008 | 13:26
AÐ HVERFA TIL FORTÍÐAR.
Kannski er nú komið að þeim tímamótum,
að við Íslendingar leitum til upprunans, þ.e.a.s.
förum að prjóna og tína fjallagrös.
Lengi hefur vissum stjórnmálaflokki verið núið það um nasir
og gert að honum grín,
að það eina, sem þeir leggðu til landsmálanna
væri það að við hyrfum til fortíðar.
Nú virðist svo komið og kannski var það ekki svo vitlaust
hjá þeim allavega eins og staðan er í dag.
Ullarpeysur, sokkar vettlingar og húfur gætu orðið stór
útvegur hjá okkur.
Sjálfsagt þyrfti að koma á námskeiðum í að prjóna þar
sem færri en fleiri kunna þá list.
Eitthvað er um að fjallagrös séu tínd og notuð í ýmsan hátt,
en sjálfsaft má betur gera í þeim efnum.
Nú er bara að hefjast handa.
![]() |
Dorrit bjartsýn á framtíðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.10.2008 | 16:05
GLÍMAN ER RÉTT AÐ HEFJAST.
Jæja frú utanríkisráðherra
er nú ekki kominn tím til þess,
að einhenda sér í það,
sem ef til vill er meira virði fyrir þjóð okkar á þessari stundu, en
sætu í öryggisráði SÞ.
Það er að vera hér heima og taka þátt í baráttu okkar
fyrir sjálfstrausti og úrræðum á þeim verkefnum sem við
glímum við í dag.
![]() |
Ísland náði ekki kjöri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
ibvfan
-
fosterinn
-
maggibraga
-
solir
-
georg
-
gretaro
-
sigthora
-
kjartanvido
-
eyglohardar
-
rustikus
-
svenko
-
eyjapeyji
-
kokkurinn
-
valdivest
-
disin
-
smarijokull
-
kristleifur
-
gudnihjoll
-
sjonsson
-
nautabaninn
-
prakkarinn
-
bergen
-
icekeiko
-
asthildurcesil
-
joiragnars
-
hallarut
-
annabjo
-
jensgud
-
jonaa
-
svarthamar
-
kaffi
-
stormsker
-
olinathorv
-
zunzilla
-
gbo
-
steinibriem
-
siggith
-
ea
-
svanurg
-
tannibowie
-
valdimarjohannesson
-
martasmarta
-
gullfoss
-
elnino
-
sunna2
-
thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar