Færsluflokkur: Pepsi-deildin
25.6.2010 | 22:04
ENN ER ÍBV Á TOPPNUM.
Gläsilegt hjá ykkur ÍBV- drengir,
og til hamingju med sanngjarnan sigur í kvöld.
Áfram ÍBV.
Tvö frá Tryggva og ÍBV á toppnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.6.2010 | 18:13
TOPPLIÐIÐ ÍBV.
Frá vinstri: 'Olafur Helgi og Sigurjón synir pabba gamla med ÍBV-fánann.
Til hamingju ÍBV með þennan vinnusigur á Fylki, sem mér skilst að fari
víst ekkert í sögubækurnar eins og spekingarnir segja stundum.
Aðalatriðið eru þrjú stigin,
því menn eru fljótir að gleyma nema því sem máli skiptir,
stigin þrjú.
Vonandi hefur Björn Ívar frændi minn verið mættur með ÍBV fánann,
sem ég fól honum að veifa eins og vitlaus maður.
Hrópin áfram ÍBV koma ábyggilega, þegar við förum að verma toppinn eins og við
gerum núna og vonandi gerum áfram.
Ég verð að segja það eins og er, að mér leið alveg hörmulega hérna í
höfuðborginni og fylgjast með leiknum í gegnum mbl.is og geta á engan hátt tekið
þátt í leiknum.
Ég sendi öllum í Eyjum mínar bestu óskir og,
áfram ÍBV, áfram ÍBV, áfram ÍBV.
Eyjamenn komnir á toppinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt 15.6.2010 kl. 15:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.6.2010 | 22:09
ÁFRAM ÍBV.
ÍBV,
til hamingju með góðan sigur í Grindavík.
Það verður að segjast eins og er, að ég hefi nokkra samúð með Grindavíkurliðinu,
að þurfa að tapa leiknum, en svona er það,
" enginn er annars bróðir í leik".
Næsti leikur verður við Fylkir hérna heima á sunnudaginn og það þykir mér
ansi leitt, að ég er að fara í tveggja mánaða frí til dóttur minnar, sem býr í
Svíþjóð, þannig að ég verð fjarri góðu gamni í boltanum lungað úr sumrinu.
Enginn Keli á Hásteinsvelli með sín köll, áfram ÍBV.
ÍBV fánann ætlar hann frændi minn,Björn Ívar Karlsson að veifa á hverjum
heimaleik fyrir mig og kannski kemst hann á bragðið með að hrópa einnig,
áfram ÍBV, hver veit!
Á þennan hátt verð ég með ÍBV-liðinu í anda hvern einasta leik og mun biðja hátt og í
hljóði fyrir þeirra velgengni í allt sumar.
Sárabót er það að nú er að hefjast heimsmeistaramótið í fótboltanum og sennilega
verð ég eins duglegur og þegar síðasta móti stóð árið 2006, þegar ég horfði á alla leiki
mótsins beint, að undanskildum tveimur leikjum.
Reyndar er maður ekki svo fjarlægur því sem er að gerast eins og í íslenska
fótboltanum, því fréttir og lýsing er á mbl.is þannig að maður getur vel verið með á
nótunum.
En,
ekkert kemur samt í staðinn fyrir það, að standa við Hásteinsvöllinn og
veifa ÍBV-fánanum og hrópa,
áfram ÍBV, áfram ÍBV, áfram ÍBV.
Eyjamenn of sterkir fyrir Grindavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2009 | 10:10
HAMINGJUÓSKIR TIL ÍBV.
Til hamingju ÍBV.
Í gærkvöldi, thegar leikurinn fór fram var ég satt að segja
alveg að fara úr límingunum.
Ég er ennthá hérna hjá dóttir minni í Sverge.
Varð að láta mér nægja að vera fyrir framan tölvuna og fylgjast
með leiknum.
Thad tók á taugakerfið og sérstaklega thegar ÍBV
dró lið sitt aftar á völlinn og sókn Fjölnis thyngdist.
Greinilega var Albert í marki ÍBV maður leiksins og
vonandi verdur hann í thessu form,
thegar við mötum hans gamla liði í næstu umferð.
En sigur og thrjú stig voru takmarkið og thad tókst.
Til hamingju ÍBV og áhorfendur á Hásteinsvelli í gærkvöldi.
Kveðja til allra í Eyjum.
Góður sigur ÍBV gegn Fjölni - tvö rauð spjöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2009 | 10:23
ÁFRAM ÍBV.
Hamingjan hjá mér felst í svo mörgu þessa dagana og eitt
af því er, þegar ÍBV liðið mitt sigrar í leik.
Það gerðist einmitt í gærkvöldi, þegar ÍBV hafði betur gegn
lærisveinum fyrrum þjálfara okkar Eyjamann á árunum áður.
Það var ansi erfitt að vera fjarri góðu gamni,
þegar ég fylgdist með leiknum í gegn um tölvuna í
gærkvöldi.
Mér skilst að leikurinn hafi ekki verið neitt fyrir augað,
en hver spyr að því í lok Pepsideildarinnar í haust?
Ekki verð ég heldur heima, þegar næsti heimaleikur fer fram,
gegn Fjölnir.
En hugur minn og einlæg ósk um gott gengi ÍBV bæði í útileiknum við KR
og svo Fjölnir heima verður mér ofarlega í sinni þar sem ég dvel næsta
hálfan mánuðinn.
Því segi ég eins og mér er svo tamt,
þegar liðið mitt ÍBV er að keppa:
Áfram ÍBV, áfram ÍBV
áfram ÍBV.
Eyjamenn lögðu Stjörnuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.7.2009 | 22:10
LENGI GETUR VONT VERSNAÐ ?
Jæja, góðir hálsar.
Auðveldur sigur Fylkis á okkar mönnum í kvöld.
Hvað er til ráða?
Verður knattspyrnuráð ekki að setjast yfir málið og skoða allar
hliðar og velta fyrir sér hvort ekki megi finna lausn,
hvort sem það er með núverandi þjálfara liðsins,
eða menn sækist eftir starfskröftum frá öðrum þjálfara.
Allavega verða menn að fara vandlega yfir stöðuna núna og taka
ákvarðanir,
sem geta breytt stöðu liðsins til betri vegar.
Öruggur sigur Fylkis á ÍBV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.7.2009 | 16:46
HVAÐ GERIST Í KVÖLD HJÁ LIÐI EYJAMANNA ?
Nú er tímabilið nærri hálfnað í Pepsí-deild karla í fótbolta.
Ekki kemur það nú sérstaklega á óvart brotthvarf
Willum Þórs, sem þjálfara Vals.
Þegar þjálfari nær ekki ásættanlegri útkomu fyrir liðið,
þrátt fyrir að hafa valinn mann í hverri stöðu,
þá verða menn einfaldlega að taka pokann sinn.
Ég sem áhugamaður um góðan framgang míns liðs, ÍBV
spyr mig eins og kannski fleiri hérna í Eyjum, hvort við getum verið
sátt við árangur liðsins okkar í sumar?
Mitt álit er, að ég er langt í frá sáttur með stöðu ÍBV í sumar.
Í flestum leikjum okkar hafa leikmenn ÍBV oft á tíðum verið að sýna
mjög góða knattspyrnu og staðið leikmönnum annarra liða fyllilega á
sporði.
Þá er það spurningin um þjálfara liðsins, Heimir Hallgrímsson.
Er hann að ná út úr liðinu ásættanlegum árangri?
Nei, því miður segi ég.
ÍBV leikur í kvöld við Fylkir í Árbænum og það verð ég að segja,
með fullri virðingu fyrir Heimi þjálfara okkar liðs,
ef ÍBV nær ekki einu, eða helst þremur stigum úr leiknum í kvöld,
þá finnst mér tími fyrir knattspyrnuráðið að skoða,
hvað hægt er að gera.
Því er það að leikurinn í kvöld, sem gæti skipt sköpum um framtíð
þjálfara ÍBV.
ÁFRAM ÍBV.
Willum hættur sem þjálfari Vals | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.5.2009 | 17:04
ROKLEIKUR Í EYJUM Í KVÖLD ?
Þrátt fyrir hvassa austan átt er flug hingað til Eyja,
þannig að leikurinn fer örugglega fram kl. 19.15.
Fróðlegt verður að sjá hvernig liðið mitt ÍBV kemur undan vetri
hérna á heimavelli sínum.
Það gera allir sér grein fyrir að hver og einn leikur í sumar verður
erfiður.
Rokleikur eins og sá, sem leikinn verður í kvöld hérna á
Hásteinsvelli mun kannski ekki gefa raunsanna mynd á getu liðanna og
þannig gæti sterkur vindur sett strik í reikninginn.
En hvernig sem allt fer nú er það að sjálfsögðu einlæg von mín að
ÍBV landi sínum fyrsta sigri í kvöld.
ÁFRAM ÍBV.
Önnur umferð hefst á Hásteinsvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.7.2008 | 15:25
GLATKISTAN KNATTSPYRNUFÉLAG REYKJAVÍKUR.
Enn og aftur erum við áhugamenn um fótbolta,
að sjá á eftir ágætum knattspyrnumanni í "glatkistu" þeirra
KR-inga.
Hví í óslöpunum viðhef ég svo stór orð?
Rökin eru þau.
Þegar við skoðum afdrif nokkurra frábærra knattspyrnumanna,
sem hafa ekki þrifist hjá KR undanfari ár
þarf ekki meir um það að ræða þar sem sagan segir allt um það, s.s.
núna síðast
Grétar Ólafur, sem dreif sig heim aftur til Grindavíkur.
Valur dró tilboð til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.7.2008 | 14:03
ÍA LIÐIÐ VIÐ BOTNINN.
Enn og aftur er Skagaliðið við botninn og
Guðjón, "Golíat" knattspyrnunnar er fallinn.
ÍA liðið er djúpt sokkið og tvísýnt hvort það
nái sér á þurrt.
Alla aðra þjálfara hefði ég upp talið,
sem ég hefði talið líklegri til að hrökklast frá þjálfun,
en ekki Guðjón Þórðarson.
Satt að segja er eftirsjá í litríkum þjálfara
eins og Guðjón hefur verið undanfarin ár,
en vonandi ná Akranesingar sér á strik.
Guðjón hættur með ÍA | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- ibvfan
- fosterinn
- maggibraga
- solir
- georg
- gretaro
- sigthora
- kjartanvido
- eyglohardar
- rustikus
- svenko
- eyjapeyji
- kokkurinn
- valdivest
- disin
- smarijokull
- kristleifur
- gudnihjoll
- sjonsson
- nautabaninn
- prakkarinn
- bergen
- icekeiko
- asthildurcesil
- joiragnars
- hallarut
- annabjo
- jensgud
- jonaa
- svarthamar
- kaffi
- stormsker
- olinathorv
- zunzilla
- gbo
- steinibriem
- siggith
- ea
- svanurg
- tannibowie
- valdimarjohannesson
- martasmarta
- gullfoss
- elnino
- sunna2
- thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.12.): 1
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 250348
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar