Færsluflokkur: Dægurmál

TIL UMHUGSUNAR FYRIR BÆJARYFIRVÖLD Í EYJUM.

 

 

 

%C3%9Eorsteinn_V%C3%ADglundsson
Þorsteinn Þ. Víglundsson. 
Það má segja með sanni,
að Þorsteinn sé eiskonar "guðfaðir" Byggðarsafns Ve.

 

 

 

 

 

Það,  

 að ég birti hér ágæta mynd af þeim kunna manni okkar Eyjanna á árunum

áður Þorsteini Þ.Víglundssyni er einfaldlega vegna þess,

að ég komst yfir dagbók starfsmanns Byggðasafnsins hér í Eyjum

Sá,  þ.e.a.s. starfsmaðurinn  var Sigmundur Andrésson,  betur þekktur,

sem Simmi bakari.

Hann hélt ágætis tölu árið 1987,

þegar Byggðarsafn okkar Eyjamanna var 55 ára.

Þar minnist Simmi á fyrstu skrefin,  sem Þorsteinn tók og var til þess að við hér í

Eyjum eigum okkar sögu í gegnum það sem Byggðarsafninu hefur áskotnast í gegn

um tíðina.

Það er eins og Simmi segir í erindi sínu,  sem hann flutti árið 1987:

 

 

 

Hér geta menn í huganum upplifað hvernig líf karla og kvenna,  forfeðra okkar

hefur verið í gegnum aldirnar og um leið gert sér í hugarlund,

hvernig þeir urðu að bjarga sér við hin frumstæðustu skilyrði,  bara til þess að draga

fram lífið.

Þar með hljóta vonandi flestir að vera sér meðvitaðir hvers virði hverju byggðarlagi

og hverri þjóð að varðveita sögu sína og menningu.

 

 

Í safninu eru nokkrir jarðneskir munir,  sem

 Sigurbjörn Sveinsson átti og notaði á meðan hann lifði.

Sumir hafa kallað hann:  Spekinginn með barnshjartað,  eins og H.C. Andersen.

Sigurbjörn mun vera fyrsti heiðursborgari Eyjanna,  og það var hann sem orti

hinn undurfagra þjóðsöng okkar Eyjamanna;

"Yndislega eyjan mín."

Hann strengdi þess heit,  að skrifa 100 ævintýri fyrir börn áður en hann yrði allur,

og stóð við það.

Þess má einnig geta,  að Þórhallur nokkur Gunnlaugsson sem var hér símstöðvarstjóri

í áraraðir.

Hann steig á stokk og kallaði til þess allar vættir er honum mættu til hjálpar koma,

og strengdi þess heit að lifa í 100 ár,

eða liggja dauður ella.

OG, 

 þetta gekk einnig fram hjá honum,  því hann varð eitthvað í kring um

áttrætt er hann dó,  geri aðrir betur.

Stundum þegar ég var að segja,  10-12 ára börnum frá Sigurbirni og ævintýrum hans,

þá fannst mér sem þau hafi ekki heyrt mikið um hann né lesið eftir hann og þau

þekki til sagna hans og bóka.

 

 

 

 

 

Myndlistamaðurinn okkar  Engilbert Gíslason, 

 sem gerði myndina frá Tyrkjaráninu,

þar sem segir frá því er  Tyrki (Alsírbúi) hafi komið  að konu sem var að ala barn,

en þá var einsog einhver strengur hrærðist með honum og finnur til með konunni,

breiðir yfir hana skikkju sína til að hlúa að henni.

 

 

 

 

Annar myndlistamaður Kristinn Ástgeirsson,

fyrsti "navílistamaður" okkar hér í Eyjum hefur málað frábærar þjóðlífsmyndir,

sem sýna okkur vel hvernig öll vinna við að koma aflanum á land fór fram,

eftir að komið var af sjónum.

Hvernig bátarnir voru útbúnir við veiðarnar,  og hvernig umhorfs var í sandi áður en

nokkur bryggja kom og allan afla varð að bera á höndunum.

Maður sér hvernig konurnar bera eða draga að nokkru leiti fjóra fiska í einni ferð.

Sérstakir krókar voru notaðir við þennan fiskburð og var hægt að hafa tvo fiska

á hvorum krók.

Minni krókar voru fyrir börn og unglinga.

 

 

Þetta sem ég hefi hér sett á þrykk eftir Simma bakara,

og hann flutti á afmæli Byggðarsafns Eyjanna árið 1987,

finnst mér ekki eiga síður við í dag,  heldur en fyrir 24 árum síðan.

 

 

 

Það er staðreynd;

"að ekkert byggðarlag og allra síst  hér í Eyjum, hefur á nokkurn hátt  efni á, 

að vanrækja þá sögu og menningu,

sem varðveist hefur,

 í Byggðarsafninu okkar hér í  Vestmannaeyjum..

Það á einnig við um fjölmargt fleira í eigu bæjarfélagsins,

eins og listasafnið,  sem telur fleiri hunduð verka..

"Það er þyngra en tárum tekur" að horfa uppá það,

að munir í eigu byggðarsafnsins skuli innpakkaðir í plast og settir til geymslu í

óupphituðu og afdönkuðu frystihúsi.

Það er til skammar fyrir okkar góða samfélag hér í Eyjum.


MAÐU ER FORVIÐA, ÞÓ EKKI SÉ NÚ MEIRA SAGT.

 

 

 

Hér eftir hlýtur Sjálfstæðisflokkurinn að verða settur á

bekk með þeim fræga manni,

Jekill og Mr. Hyde!


mbl.is Icesave-samningur samþykktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÚR EYJUM FRÁ SÍÐUSTU ÖLD.

 

 

 

Untitled
Fermingarmynd af Einari Sigurðssyni.

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er fróðlegt og um leið skemmtileg lesning margt af því,  sem fram kemur í bókum

Einars ríka Sigurðssonar,

sem Þórbergur Þórðarson skráði eftir honum.

Og má segja alveg hiklaust,  að þar er hafsjór efnis,úr lífi Einars og mannlífsins

héðan úr Eyjum á síðustu öld.

 

 

Aagaard var  sýslumaður í Eyjum til skamms tíma.

Hann bauð eitt sinn krökkum,  sem heima áttu kringum Norðurbæinn á

Vilborgarstöðum í súkkulaði og kökur á aðfangadagskvöld.

Margir höfðu aldrei smakkað súkkulaði fyrr og drukku yfir sig og fengu í magann.

Í Norðurbænum var útikamar,  illa festur.

Aagaard sýslumaður gekk í slopp og töflum,  þegar hann var innivið,

og þannig var hann þetta aðfangadagskvöld.

Nú fór svo að sýsli þurfti að nota kamarinn eins og sumir strákarnir.

Út fór hann á sloppnum og töflunum,  en ofsarok var á.

Þegar sýslumaður var sestur til verka sinna,  rekur á snarpa rokhviðu og kamarinn

fýkur um koll.

Sýslumaður sleppur nauðlega út með buxurnar á hælunum og missir aðra töfluna,

sem lendir undir kamrinum.

Varð honum að orði og hló að öllu saman:

Hér sannast,  að oft skellur hurð nærri hælum.

 

 

 

 

 

 

 

 

Önnur saga segir frá Jes Thomsen,  sem var faktor hjá Nikulaj Thomsen kaupmanni.

Eftirsótt var að fá störf hjá verslunum við hvaðeina,

sem til féll.

Þannig var eitt skiptið,  þegar skip kom eitthvert vorið.

Meðal þeirra sem væntu þess að fá vinnu,

var Elín nokkur,  en hún var sérlega ófríð.

Ekki var hún lesin upp af blaði,  sem þeir voru skráðir á,  er taka átti í vinnuna.

Tú getur nú ekki fengið vinnu núna Elín mín, 

segir Jes Thomsen.

Þá verður Elín þetta litla reið og gellur upp:

Þú varst ekki svona,  þegar þú breiddir snýtuklútinn þinn yfir andlitið á mér,

meðan þú fórst uppá mig á fiskstaflanum í haust.

Við skulum jú ekki vera at tala um tetta Elín mín,

far tú bara at vinna.

 

 

 

 

 

 

 

 

"Gamli Jón í Gvendarhúsi gekk þar fyrstur inn" er byrjun á alkunnu kvæði úr Eyjum.

Jón var orðheppinn karl.

Hann vék sér oft að Vestmannaeyingum,

þegar þeir voru að koma frá útlöndum til þess að leita frétta.

Fyrsta ávarpið hjá Jóni:

Sástu Vogsa?

Sástu Leif?

Þetta voru tveir Eyjamenn,  sem þá voru við nám í Kaupmannahöfn og urðu síðar

kunnir borgarar hér í Eyjum, 

 Jón Wägfjörð málarameistari og Leifur Sigfússon tannlæknir.

Leifur hafði dvalið í mörgum löndum.

Hann var mikill föðurlandsvinur og dáði sérstaklega heimabyggð sína.

Hann hélt því fram,

að Kirkjuvegurinn í Eyjum,  þar sem Heimaklettur í allri sinni tign bar fyrir norðurenda

götunnar,

væri fegursta stræti í heimi.

 

Nordurkirkjuveg1940

 

En þar fór sem oftar.

Bæjarstjórnin lét sér fátt um fegurðina finnast og stækkaði gömlu rafstöðina

þvert yfir norðurenda Kirkjuvegar.

Eftir það,  gat Leifur aldrei á heilum sér tekið. 


FRÁBÆRT FYRIR ÍBV, AÐ FÁ GUNNAR HEIÐAR AFTUR HEIM TIL EYJA.

 

 

 

445304A
Gunnar Heiðar.

Þetta er einmitt það sem ég hefi undanfarna daga og vikur verið,

að vona og nú virðist það ætla að rætast.

Að fá Gunnar Heiðar á heimaslóð eru þær bestu fréttir fyrir okkur sem erum

stuðningsmenn ÍBV í knattspyrnu.

Nú efast ég ekki lengur,  að næsta sumar náum við þeim áfanga,

að  ná á efsta tindi og landa þeim eftirsótta titli,

ÍSLANDSMEISTARAR í knattspyrnu.

ÉG óska sjálfum mér,  svo og okkur öllum hér í Eyjum og um allt land,  sem vilja hag

ÍBV,

sem mestan og bestan til hamingju. 

Að eiga eftir að sjá þennan frábæra framherja prjóna sig í gegnum varnir 

andstæðinga okkar á knattspyrnuvellinum í sumar,

er eitthvað sem ég hlakka ofboðslega til.

Ég býð Gunnar Heiðar velkominn á heimaslóð.

ÁFRAM ÍBV.     


mbl.is Gunnar Heiðar á leið til ÍBV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EINARSSTOFA VÍGÐ Í ANDYRI BÓKASAFNS VESTMANNAEYJA Í DAG.

 

 

300px-Coturnix_coturnix_eggs
Guðjón Jónsson frá Reykjum v/Vestmannabrautina.

 

 

 

 

 

 

 

Margir Eyjamenn og konur,  sem nú eru komin á besta aldur,

muna sjálfsagt eftir "Guðjóni frá Reykjum" (faðir þeirra bræðra, Magnús, Þórhallur og

Haukur bílstjóri og Arsenal aðdáandi)

Allavega man ég vel eftir honum Guðjóni og þá helst,  að mér stóð svolítill stuggur

af honum þegar ég var krakki, því ég vissi, 

 að hann aflífaði fyrir fólk kindur, kýr, hesta og ketti.

 

 

 

Tilefni þess,  að ég minnist hér Guðjóns frá Reykjum er að í dag,

var opnuð í anddyri Bókasafnsins,

"Einarsstofa"

  til minningar um Einar ríka Sigurðsson.

Í samtalsbókinni, "fagur fiskur í sjó" sem þeir félagar Einar og Þórbergur rituðu,

segir Einar á skemmtilegan hátt frá skotgleði Guðjóns:

 

 

 

 

 

 

Guðjón Jónsson slátraði þá öllu fé í Eyjum.

Það var hann sem bauð Einari Benediktssyni skáld upp á hressingu.

Guðjón kom um borð í eitt millilandaskipið á viðkomu þess í Eyjum og hitti þar skáldið

og sinn gamla sýslumann,  og urðu þeir við staup saman.

Guðjón rétti þjóninum 25 aura í þjórfé.

Þá varð skáldinu að orði:

Aldrei hef ég drukkið með tuttuguogfimmauramanni.

 

 

 

 

 

Ég held að Guðjóni hafi þótt ánægjulegt að vera í fjárflutningum og að stússast við

féð á túninu,  og ég held hann hafi haft barnalega gaman af að skjóta.

Hann slátraði um allan bæ fyrir hvern,  sem ekki átti byssu.

Skotvopn Guðjóns var riffill,  og hafði hann sagað framan af hlaupinu.

 

 

Guðjón var mikill reykingarmaður,  en ekki að sama skapi fjáður.

Hann keypti sér sígarettur eftir mikilleika gripsins,

sem slátra átti.

" Láttu mig hafa einn sígarettupakka,  ég þarf að slátra belju".

Slettu í mig tveim sígarettum,  ég á að skjóta kött.

"Æ,  nú er það bara ein sígaretta,

á að höggva hana." 


AMERÍKA, AMERÍKA, ÞÚ ÆVINTÝRALANDIÐ.

 

 

 

img152
Mikið gaman í rúsibananum. 

104
Eldri sonurinn við bílana tvo,  það dugði ekkert minna.

 

119
Húsið sem við vorum í var glæsilegt. Allir í sér herbergi með WC. og sturtu.

 


142
Slappað af í garðinum við húsið

 

192
Yngsta barnabarnið mitt, hún Natalía. 

216
Synirnir taka kalkúninn úr ofninum á aðfangadag-jóla. 

158
Barnabörnin mín tvö,  Þorkell jr. og Azíta spá í nýja skó.

 

244
Kaldur kani í krókódílagarðinum.

 

064
Sea World 

170
Keli, Sigþóra, Azíta Sigurjón og Þorkell. 

388
Gunnsa tengdadóttir mín, Sigþóra barnabarn mitt og svo synirnir mínir tveir.

 

238
Karlinn kominn í laugina í bakgarðinum.

 

207
Stelpurnar mínar frá Svíþjóð,  tilbúnar í utreiðartúrinn. 
 


NEIKVÆÐIR BLOGGARAR RAKKA NIÐUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSMENN.

 

 

Ég á ekki til eitt einasta orð yfir hina ágætu bloggara,

sem hafa að fyrirsögn á bloggum sínum,  eins og:

 

 

afstaða sjálfstæðismanna mikil vonbrigði.

sorgardagur.

 undirlægjuháttur og þýlyndi.

sjálfstæðisflokkurinn svíkur þjóðina.

til háborinnar skammar fyrir sjálfstæðisflokkinn.

 

 

 

 

Mín skoðun er, 

 að ég tek ofan hatt minn fyrir Sjálfstæðisflokknum,

hefi aldrei gert það hingað til, en geri það núna.

Sjálfstæðisflokkurinn á heiður skilið fyrir góðan skilning á

þessu máli,  sem allir landsmenn eru búnir að fá upp í kok af.

Til hamingju,  sjálfstæðisflokksmenn.  


mbl.is Þjónar hagsmunum að ljúka Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EKKI VERÐUR FEIGUM FORÐAÐ, NÉ ÓFEIGUM Í HEL KOMIÐ.

 

 

 

554059
Glitfaxi.

 

 

Jón hét maður Guðmundsson bóndi og staðarhaldari gistihússins Valhallar að

Þingvöllum.

Jón rak búskap á Brúnastöðum í Þingvallasveit.

Þar átti Kjarval listmálari athvarf í allri sinni fátækt,   á árunum um miðja síðustu öld

með fæði og húsnæði,  þegar hann var að mála.

 

Nú segir frá því,  að þessi ágæti bóndi,  sem gerði svo vel við Kjarval,  að honum

tæmdist arfur,  en bróðir hans Kjartan Guðmundsson ljósmyndari hér í Eyjum

til margra ára,  lést.

Kjartan var einhleypur og barnlaus.

 

 

Þurfti Jón nú að fara til Eyja ásamt tveimur  bræðra sinna,  að vitja um arfinn.

Því erindi luku þeir á skömmum tíma og kom að því að þeir skyldu fljúga til baka.

Áætlað var að flug yrði seinni hluta dags kl. 17.00

Þetta var 31.janúar 1951.

Þetta síðdegi, rétt áður en flogið skyldi var skollið á útsynnings bylur með fúlum

éljum. 

 

 

Annar flugmaðurinn  á Glitfaxa var sonur, Jóhanns Þorkels Jósefssonar alþ.m. okkar

Eyjamanna og var Jóhann einnig ráðherra á þessum tíma.

Gerði Jóhann tilraun til að láta loka flugvellinum hér í Eyjum,  en tókst ekki.

 

 

Bræður Jóns Guðmundssonar tóku sér far með vélinni,  en Jón sagði einfaldlega:

Mér dettur ekki í hug að fljúga í þessu veðri.

 

 

Vélin sem var af Dakota gerð og bar nafnið Glitfaxi var með 20 manns innanborðs,

sem allir fórust í slysi þessu.

 

 

En fleiri tengdust þessu ömurlega slysi og var það Ólafur nokkur Jónsson frá

Norður-Hvammi í Mýrdal,  sem einnig fórst í þessari örlagaríku ferð.

Það sérstæðasta var að Ólaf dreymdi ítrekað drauma áður en fór til Eyja,

  sem hann sagði frá:

Mig dreymdi,  að ég stóð hjá húsi og var bjart allt umhverfis mig.

Spölkorn framan við mig var kolsvartur þokuveggur.

Út úr þokuveggnum gekk vinur minn sem þá var látinn og sagði:

Jæja, Ólafur minn.

Ég er kominn til að sækja þig.

Ég sagði:

Dettur þér í hug að ég fari að ganga inn í þessa dimmu með þér?

Þá sagði vinur minn.  Þér þýðir ekkert að hafa á móti,

því ég er kominn til að sækja þig.

 

 

Ólafur þessi flaug svo til Vest.mannaeyja og frá Eyjum aftur þann 31. janúar,

örlagadaginn mikla.

Ólafur ætlaði sjóleiðina frá Eyjum en þar, sem svo vont var í sjó,

tók hann sé far með Glitfaxa.


mbl.is Glitfaxi hefur aldrei fundist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HITLER VAR ÓSKABARN Á SÍNUM TÍMA.

 

 

hitler 
Hitler og hans frauka.

 

 

 

 

 

Þegar ég sé rætt eða ritað um Hitler  kemur ávallt upp í huga mér,

spurningin;

  Hvernig gat Hitlersupplifunin orðið eins og raunin varð.

Hitler gat ekkert aðhafst án samstarfs og stuðnings,

þjállar og undirgefni milljóna manna,  það er alveg á hreinu.

Þýska þjóðin hlýtur þar að bera feiknalega ábyrgð á,   eins og helförinni.

Slíkt má einnig segja um stærri hópa,

sem kallast mennskir menn.

Það var samvitund fólksins,

sem undirbjó frjóan akur fyrir viðgang nasistahreyfingarinnar og Hitler greip

tækifærið,  en einn og sjálfur bjó hann það ekki til.

 

Mannkynið leyfði Hitler að framkvæma óhæfuverk sín  og í því

sambandi vekur það undrun mína,

hversu margir fylgdu Hitler og hans nótum,

horfðu bara á,

 eins og það að útrýma milljónum gyðinga.

 

Það dapurlega er,

að Hitler var skapaður,  ef svo má að orði komast,

af okkur mönnunum og það var ekki fyrr en seint og um síðir að veröldin komst,

að þeirri niðurstöðu,

að Hitler hafði rangt fyrir sér.

Þjóðir heims lögðu nýtt mat á hverjar þær eru,  og hverjar þær kjósa að vera og

þá fyrst fór að halla undan fæti fyrir nasistum.

Meira að segja hér á Íslandi náðu Hitlerssinnar ,

þó nokkrum tökum á okkur hérna á klakanum.

Sagt var að það fólk sem lét helst tilleiðast og sýndi það í verki,  sérstaklega í

Reykjavík,

hafi að mestu leiti komið úr röðum þeirra sem andsnúnastir voru kommúnistum.

Hér í Eyjum buðu nasista fram í einum bæjarstjórnakosningum og fengu

hálft hundrað atkvæða. 


mbl.is Lífvörður Hitlers hættur að svara aðdáendabréfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GAMAN OG ALVARA FRÁ SÍÐAST LIÐINNI ÖLD.

 

 

 

544-220
Stefán Jónsson,  fréttamaður og alþingismaður.

Ég hefi ávallt haft miklar mætur á og verið aðdáandi, 

 

 Stefáns Jónssonar.

Hann var á sínum tíma kunnastur af störfum sínum við útvarpið.

Ekki skemmdi það fyrir Stefáni í mínum augum,

þegar hann gerðist alþingismaður fyrir Alþýðubandalagið og var um áratug þingmaður

þess flokks.

Tillöguflutning hans í sambandi við laun í landinu,

að enginn skyldi hafa hærri laun en þreföld verkamannalaun,  fannst mér

skynsamleg tillaga,  og kannski værum við í betri málum Íslendingar í dag,

ef sú tillaga Stefáns hefði náð fram að ganga.

Stefán reit fjölmargar bækur og eru þær allar hver annarri skemmtilegri og

fróðlegar um menn og málefni síðustu aldar.

 

 

Samskipti hans og vinskapur við Sigurð nokkurn Berndsen,  sem hafði það að iðju

m.a. að lána peninga á hærri vöxtum en tíðkaðist þá, um miðja síðustu öld,

en þættu smámunir á Íslandi í dag.

 

Í einni bókinni hans Stefáns,

 segist honum svo frá,   þeim margslungna manni,

Sigurði Berndsen:

 

Hann var góður við börn og talaði blíðlega við timbraða en hann hafði alls enga

trú á framhaldslífinu.

Hann leit á þetta skrítna mannlíf sem kvittaðan reikning með þremur rekustrikum

undir,

og sagði mér þannig frá fyrstu innfærslu á sinn reikning:

- Móðir mín gekk með mig eins og hvern annan sjúkdóm sem faðir minn smitaði

hana af og hún varð því fegnust þegar henni batnaði.

Eftir það sá hún mig ekki fyrr en ég var 18 ára.

Þá kom hún til mín að fá peninga. -

Nú sagðist hann varla vita hvort hefði verið verra,

munaðarleysið eða heilsubresturinn en sitt vann á hvorum partinum og þeir voru

báðir illa farnir þegar hann kynntist góðu fólki.

 

 

Í sömu bók kemur fram,  að einn var sá maður  er lék á Sigurð og var það ekki

á allra færi.

Sá hét Björn Gíslason og þótti Sigurði hann vera gersemi og snillingur í blekkingum.

 

 

 

- Hann ( Björn Gíslason) taldi mig á að gera út með sér trillu frá Þórshöfn.

Það átti að verða stórgróða fyrirtæki.

Björn fór norður og átti að stjórna útgerðinni en ég að skaffa peningana.

Hann hafði bátsverðið með sér.

Svo fékk ég skeyti annað slagið og sendi peninga fyrir útgerðarkostnaði.

Svo fékk ég skeyti um fiskkaup.

Björn gat gert reyfarakaup í saltfiski fyrir norðan með því að borga út og ég sendi

honum peningana.

Það var snemma um vorið sem við byrjuðum og það var ekki fyrr en um haustið að ég

komst að því,

að Björn fór aldrei lengra en á Blönduós.

Hann var þar á fylleríi allt sumarið og fékk peningana bara senda þangað frá Þórshöfn

og engin trilla og enginn fiskur og alls ekki neitt.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband