Færsluflokkur: Dægurmál
25.1.2011 | 18:22
SAMI GRAUTUR Í SÖMU SKÁL.
Ár kvíðans- Ár úrræðaleysis- Ár skatta og gjalda.
Hvað verður, 2011 ?
Margir Íslendingar munu fagna nýju ári, sem nú er runnið í garð með talsverðum
kvíða.
Og, satt best sagt, getur engum manni blandast hugur um, að ef dæmt er eftir
afrekum ríkissjónarinnar og sjórnarandstöðunni, þá lofar hvorugt góðu.
Ríkisstjórnin hefur nálega tapað í hverri orrustu gegn stjórnarandstöðunni,
en stjórnaraðstaðan hinsvegar haft uppi einstaklega óábyrgan áróður og kúgun
gagnvart hinni ósjálfstæðu, hræddu og einstaklega rögu stjórn, sem við búum við
- en aldrei jákvæð úrræði.
Það hörmulega er, að hvorki stjórnin sjálf né hin ábyrga andstaða hafa reynt að bera
fram nokkuð jákvætt í deilum sínum um hversu ber að stjórna þessu allsnægtalandi.
Ríkisstjórnin hefur ekki, svo menn viti, bent á nein úrræði til að nýta þann
þjóðarauð sem til staðar er án þess að leggja á auknar byrðar.
Stjórnarandstaðan hefur hvergi bent á annað en fornar dyggðir, flestar ósannar
fremur en stjórnin,
bent á nokkuð varanlegt, sem koma myndi þjóðarbúinu á traustari og hagkvæmari
rekstrargrundvöll.
Sú fádæma ringulreið og hættulega skipulagsleysi hefur kostað almenning trú á
gjaldeyrir okkar, trú á stærsta stjórnmáflokkinn, trú á allt öryggi í
þjóðmálalífi okkar.
Nú þorir alþýða manna, í öllum stéttum,
ekki lengur að byggja á loforðum ríkisvaldsins.
Í stað öruggrar viðreisnar er nú komið öryggisleysi,
jafnvel uppgjöf sumra við að halda í horfinu.
Gæti nokkur haldið öðru fram, en greinin hér á undan, væri nýkomin frá borði
stjórnmálaskýranda dagsins í dag?
Nei, ekki alveg, því þannig ritaði ritstjóri Mánudagsblaðsins fyrir,
nákvæmlega 46 árum síðan.
Finnst mönnum mikill munur á og er umhorfs í dag, eða hvað, nema þá ríkti
samstjórn Sjálfstæðis og Alþýðuflokksins..
Sami grautur í sömu skál.
Kemur ekki til greina að hætta við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 28.1.2011 kl. 12:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.1.2011 | 15:10
GVENDUR KÍKIR.
Alexei Von Jawlensky. Höfuð. 1935.
Í flokki hinna síðustu flakkara á landinu er Guðmundur kíkir,
en hann var Skaftfellingur að ætt og uppruna, sem hélt sig við Suðurlandið á flakki
sínu.
Hann var stór vexti, letilegur, ekki svo sóðalegur fljótt á að líta, en grálúsugur.
Talinn illmáll og flestum leiður og hafði þann ókost, að vera þjófóttur.
Hafði hann stór gleraugu og virtist mjög nærsýnn,
og þessvegna fengið "kíkis" nafnið.
Þótt Guðmundur hafi alltaf verið landeyða og letingi,
var hann á yngri árum háseti á áraskipum.
Eitt sinn er hann réri til fiskjar,
dró hann eitt sinn þorsk, sem misst hafði annað augað.
Víkur þá formaðurinn sér að Gvendi og spyr:
Þekkirðu þennan, Guðmundur?
Eineygður eins og ég skilurðu svaraði karl og er í land kom,
beið hann ekki boðanna, tók pjönkur sínar, gekk úr skiprúmi og sást ekki meir.
- Mun karl aldrei hafa ráðist í skiprúm eftir þetta.
Þegar Guðmundur á flakki sínu dvaldi á bæ einum á Suðurlandi, var honum borinn
matur, áður en hann fór og var þar á meðal súr blóðmör, sem þykir góður.
Þegar hann kvaddi húsbóndann sagði Guðmundur:
Ég þakka þér kærlega, Oddur minn fyrir skemmtunina af að tala við þig og
þægilegheitin- en ekki fyrir blóðmörin.
Hann var eins og flestir flakkarar, nokkuð matvandur.
Sögu eina sagði hann af sjálfum sér og var hún eitthvað á þessa leið:
Einu sinni var það þar sem ég var næturgestur á bæ, að ég gekk út nokkru fyrir
mjaltir um kvöldið og varð reikað út í fjós.
Þar hitti ég fyrir fagra konu hóf þegar við hana samræður, sem hún tók með mikilli
blíðu.
Eftir sem á varð segir hún upp úr eins manns hljóði:
Fallegur maður ertu, Guðmundur.
Ég svara:
Fríður hef ég aldrei verið, en gæfusvipinn hef ég borið:
Í þeim töluðum orðum vafði ég hana örmum og settist með hana í auðan fjósbás.
Þegar unaður okkar stóð í algleymingi kemur stelpulæða í fjósdyrnar og hleypur
hrópandi út:
Mamma, mamma, hann Gvendur er að fljúgast á við hana ömmu út í fjósi.
Það þarf að hjálpa henni, hún hefur dottið.
Þegar ég sá hvað verða vildi, lét ég hné fylgja kviði af miklu snarræði og sáust
engin verksumerki er að var komið.
Guðmundur kíkir lést 1928 þá rúmlega 88 ára gamall,
og lét eftir sig allmikla peninga.
Skyggnir og fleiri rit.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2011 | 16:19
AÐ SUNDRA Í STAÐ ÞESS AÐ SAMEINA.
Eftir lestur greinar bæjarstjórans okkar hér í Eyjum núna í morgunn á
Eyjar.net um ástandið í þjóðfélaginu í dag og hverjum augum hann lítur það,
þá datt mér í hug ofboðlítið,
sem ég var að lesa um daginn og hljóðar svona:
Í hvert sinn sem við komum fram á afturhaldssaman hátt erum við að afneita því
guðlega eðli sem sem við tókum að erfðum.
Sál okkar tekur þá á ný að leika hinn gamla leik afturhaldsseminnar og hindrar
Ljósið
í að streyma fram.
Á myndrænan hátt má segja að einu klæði sé fleygt yfir ljós lampans.
Lífið gerist dimmara.
Minnstu þess alltaf að jákvæðir þættir okkar byggjast ekki á hvort við kveikjum
eða slökkvum á Ljós-rofanum.
Ljósið kviknar aðeins þegar við berum kennsl á, upprætum og umbreytum
afturhaldssömum og neikvæðum persónueinkennum okkar.
Hvert og eitt okkar hefur yfir að ráða mætti til að gæða líf sitt fullnægju með því að
umbreyta eðli sínu.
Þegar nógu mörg okkar hafa náð því stigi,
mun heimurinn verða gagntekinn af ótrúlegu magni
Ljósstreymis.
Máttur KABBALA.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2011 | 22:26
AÐ VERA ALVEG HLUTLAUS !
Fyrir margt löngu,
þegar ég var lærlingur í húsasmíði hjá vini mínum og jafnaldra,
Kristni Baldvinssyni þá voru oft á tíðum miklar og snarpar umræður um landsins gagn
og nauðsynjar.
Á þessum sama tíma voru einnig lærlingar hjá Kidda, þeir Hreiðar Hermannsson faðir
Hemma fótboltamanns, svo og var Valur Oddson kenndur við Dal, en hann stendur
við Kirkjuveginn.
Mér hefur oftar en ekki orðið hugsað til orða Vals í Dal frá þessum árum,
því hann hélt því fram að sá eða sú,
sem væri innanbúðar í Hvítasunnusafnaðinum, væri í KR, Oddfellow og ekki hvað síst
í Sjálfstæðisflokknum,
væri á grænni grein í lífinu.
Ekki er ég frá því að Valur hafði margt til síns máls á þeim árum, eða fyrir rúmum
40 árum síðan, en í dag er staðan nokkuð önnur, allavega hjá flestum þessara
samtaka dagsins í dag.
Töluvert hefur fjarað undan t.d. eins og Sjálfstæðisflokknum og ráðleggingarnar hans
Hauks pressara um það, að best væri að ganga í Flokkinn og vera hlutlaus, því það
væri ómögulegt að standa í þessu.
Auðvitað er það svo,
og gildir um alla stjórnmálaflokka í dag, að enginn þeirra hefir að geyma eina einustu
persónu, sem hefur að leiðarljósi einhverjar hugsjónir,
nema það eitt, að skara eld að sinni köku og sinna nánustu,
því miður.
Ennþá virðist óhætt að vera innanborðs hjá Betel-söfnuðinum, að minnsta kosti
meðan þeirra prelátar hafa stjórn á höndum sínum,
nema til eins, það er niðurdýfingum þeirra sem frelsast.
Oddfellow hreyfingunni kann ég lítil skil, nema það eitt að þar sé gott að vera félagi
og þá helst eftir að maður er dauður, maður fær fría útför!
Kr-ingur er ekkert orðinn merkilegri, en t.d. ÍBV-ari, því veldi þeirra með
Björgólf í broddi fylkingar gufaður upp eftir hrunið.
Sem sagt,
nú er sennilega best að vera bara venjulegur Íslendingur, sem
er alveg hlutlaus og án tengsla við Sjálfstæðisflokkinn, Betel, Oddfellow,
eða þá KR!
Dægurmál | Breytt 10.1.2011 kl. 08:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2011 | 22:03
KOMINN HEIM TIL VESTMANNAEYJA..
Bloggari tekur fyrstu skóflustungu Knattspyrnuhússins 2007.
Sæl verið þið nær og fjær og gleðilegt nýtt ár!
Þá er ég loksins kominn á gamla Frón aftur og það sem meira er,
til Vestmannaeyja.
Dagurinn í dag var sérlega ánægjulegur, því dag var Knattspyrnuhúsið formlega tekið
í notkun.
Í gær kom ég til landsins úr notalegheitunum í Orlando Florida, 16-25 gráðu hita
í algjörlega andhverfu þess, 3 gráðu frost og hvassviðri í Keflavík.
Það lá við að mér féllust hendur, þegar út úr Leifsstöð kom,
svo mikill var munur blíðunnar á Florida og illveðursins,
sem tók við komuna til Íslands.
Á leið okkar í Herjólf var snjófjúk á Heiðinni og svo ryk og grjóthríð,
þegar við nálguðumst Landeyjarhöfn.
Þreytan eftir 30 tíma vöku og ferðalag frá Orlando með millilendingu í New York og
svo Herjólfur,
gátu ekki komið í veg fyrir þá sælu tilfinningu að komast að lokum,
heim til Vestmannaeyja.
Ennþá er ég þreyttur,
þrátt fyrir að hafa sofið 18 tíma eftir að ég kom heim,
svo ég læt þessar línur nægja í bili,
auðvitað verð ég svo með eitthvað bitastætt úr Ameríkuferðinni,
seinna meir.
Nýtt fjölnota íþróttahús vígt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.12.2010 | 22:15
KVEÐJA TIL ALLRA, KVENNA OG KARLA NÆR OG FJÆR.
Gott fólk.
Nú þarf ég að bregða mér af bæ.
Óska öllu gleðilegra jóla og farsældar
á nýju ári.
Lifið heil
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.12.2010 | 20:23
ENN AF SKÁLDUM OG ÞINGMÖNNUM.
Ég man svo langt,
að miklar vonir voru bundnar við tvo unga og manni virtist ferska menn
fyrir nokkrum árum. Þeir reyndu að hasla sér völl á hinu hála svelli í pólitíkinni
bæði hjá flokksmönnum sínum, svo og öðrum sem álitu að einhver töggur
væri í þessum,
þá ungu og myndarlegu mönnum.
Nei, því miður ekki alveg,
því þeir hafa valdið miklum vonbrigðum og engan veginn staðist þær væntingar,
sem menn bundu við þá.
Aftur á móti hafa þeir reynst, sannkallaðir rugludallar og glamrarar í pólitískri
umræðu,
þó ekki þurfi langt til þess að jafna.
Kannski má því segja að leifar ómarkvissrar uppfræðslu í bland við tornæmi komi
glöggt fram hjá þeim,
sem telja sig sjálfkjörna til ábyrgðar og forræðis á alþingi okkar Íslendinga í dag.
Þannig að við sitjum uppi með þingmenn,
sem flestir eru aðeins meðalskussar og illa það?
Á sínum tíma, þegar meistari Þórbergur var ungur maður,
virðist hann hafa séð brotalöm, sem þá var í uppfræðslu unga fólksins og hafði
því þetta,
að segja :
Hverju sætir það,
að við erum aldrei uppfrædd í að vinna bug á veikleika okkar,
að sigrast á óttanum, hatrinu, hræsninni, undirlægjuskapnum, sorginni,
öfundsýkinni, drottnunargirninni?
Og áfram heldur Þórbergur:
Væri ekki öllu gagnlegra að kunna að staga saman vefnaðargallana í eigi
upplagi en að eyða tímanum í að hlaða sig einhverju andvana þrugli,
um saumnálasmíðar í Englandi.
Já, svo sannarlega mælist Þórbergi vel og ætti að vera okkur öllum
Íslendingur til alvarlegrar íhugunar.
Vísar ásökunum þingmanns á bug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.12.2010 | 17:11
SKÁLDIÐ HJÁLMAR FRÁ BÓLU.
Ég er svo fjári skáldlegur í hugsun núna og ætla mér að setja hér inn,
nokkur þankabrot drengs um afa sinn, Hjálmar Jónsson skáld:
Móðir mín sagði okkur systkynunum að þetta væri hann afi okkar og við ættum
að vera honum góð, hann væri lasinn og þreyttur og ætlaði að hvíla sig nokkra
daga hjá okkur.
Móðir mín vissi að faðir hennar var tóbakslaus og hann mundi hafa verið það lengi;
en það bar hann víst ekki vel eftir því sem hann segir sjálfur frá:
"Tóbak ærið tyggja kann
en tryllist nær sem þrýtur".
Afi minn fór að svipast um eftir húfunni sinni, fann hana, stóð upp og ætlaði út,
- í því opnaðist baðstofan og móðir mín kom inn, glöð í bragði,
og rétti að afa mínum umbúðalausan tóbaksbita, sem hann tók á móti tveim
skjálfandi höndum.
"Drottinn blessi þig, - hann blessi ykkur öll.
Hitinn og mátturinn í þessum orðum var sem í heilagri guðskirkju á sjálfri
jólanótt.
Foreldrar mínir lögðust á eitt með að gjöra kvöldið gleðiríkt.
Móðir mín kom inn með bollapör, sykur og rjúkandi kaffikönnu,
svo að angandi kaffiilmurinn fyllti baðstofuna.
Faðir minn kom með græna potttunnu, sem hann var vanur að eiga einhvern
dropa í, ef góða gesti bar að garði.
Hugsunin ein um innihaldið hafði þann góða mátt, að sprengja öll bönd af afa
mínum, en afi minn var enginn drykkjumaður.
Það var komin nótt.
En máttugir, dularfullir töfrar, sem enginn gat losast undan fylltu loftið,
þegar skáldið í hrifningu hjartans snerti strengi hörpu sinnar, svo að straumflóð
tilfinninganna braust fram í yndislegu ástarkvæði til konunnar hans,
sem hann hafði misst fyrir löngu.
Að kvæðinu loknu hefðum við ekki orðið undrandi, þótt konan hans hefði allt í einu
komið inn til okkar, broshýr, sveipuð gullnum kvöldroðaslæðum,
og varpað sér í faðm hans til þess að þakka honum fyrir kvæðið,
og strjúka burt tárin,
sem það hafði framkallað og sátu eftir á hrukkóttum kinnunum.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2010 | 15:19
JAFNAÐARMAÐURINN, ÞORSTEINN ERLINGSSON.
Þar sem ég,
sem held úti þessu bloggi er aðeins venjulegur maður,
án allra afreka umfram það sem flestir landar mínir sætta sig við á lífsleiðinni,
þá er ég fjarskalega hreykinn maður,
þegar ég segist vera náskyldur skáldinu góða,
Þorsteini Erlingssyni.
Samkvæmt mínum kokkabókum, þá mun skyldleiki okkar Þorsteins vera þannig:
Helga Erlingsdóttir fædd 1796 var amma Þorsteins skálds og bróðir Helgu var
Þorsteinn fæddur 1799 og var hann, langa-langafi minn.
Lái mér hver sem er fyrir það að getað státað af tengslum við skáldið.
Hitt er svo annað,
sem mér þykir öllu lakara,
að ég er svo til algjörlega sneyddur allri skáldskapargáfu.
Þrátt fyrir vöntun mína á sviði skáldskapar, get ég samt bent á eitt atriði,
þar sem við frændur erum á sama báti en það er, að báðir erum við jafnaðarmenn.
Skáldið,
Þorsteinn Erlingsson lá aldrei á þeirri skoðun sinni, að vera jafnaðarmaður og
einhversstaðar er þetta haft eftir honum:
Ég hefi aldrei skilið aðra jafnaðarmennsku en þá,
sem Kristur kenndi:
Sá yðar,
sem á tvo kirtla, gefi hinum annan sem engan á.
Og eins sagði hann, að hægt væri að gerbreyta öllum heiminum,
ef menn vildu hlýða þessu eina boðorði Krists:
Það sem þér viljið að aðrir menn geri yður,
það skuluð þér og þeim gjöra.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.12.2010 | 10:09
SNILLINGUR ER HANN JÓN GNARR ?
Segi bara,
Jón Gnarr,
þetta er snilldar ræða hjá þér.
Aldrei haldið að þú gætir gert svo einfalda samlíkingu á ástandi heillar þjóðar
og þeim sem orðið hafa alkahólisma að bráð.
Hrein snilld hjá þér,
Jón Gnarr
segi ég enn og aftur.
Líkti þjóðinni við fjölskyldu alkóhólista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- ibvfan
- fosterinn
- maggibraga
- solir
- georg
- gretaro
- sigthora
- kjartanvido
- eyglohardar
- rustikus
- svenko
- eyjapeyji
- kokkurinn
- valdivest
- disin
- smarijokull
- kristleifur
- gudnihjoll
- sjonsson
- nautabaninn
- prakkarinn
- bergen
- icekeiko
- asthildurcesil
- joiragnars
- hallarut
- annabjo
- jensgud
- jonaa
- svarthamar
- kaffi
- stormsker
- olinathorv
- zunzilla
- gbo
- steinibriem
- siggith
- ea
- svanurg
- tannibowie
- valdimarjohannesson
- martasmarta
- gullfoss
- elnino
- sunna2
- thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar